NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 21.07.1984, Qupperneq 7

NT - 21.07.1984, Qupperneq 7
Af tékkneska meistaramótinu og „broddgaltarafbrigðinu“ Þó Jóhann Hjartarson hafi ekki riðið feitum hesti frá skákmótinu í Leningrad á dögunum þá fór ekki hjá því að hann tefldi nokkrar góðar skákir sem hann getur verið fullsæmdur af. Sigurskákir hans tvær gegn Pólverjanum Pytel og Sovétmanninum Ermolinsky voru báðar afbragðsvel tefldar af hans hálfu og það sama gildir í raun um nokkrar þær skákir sem hann tapaði. Hann byggði upp vinningsstöðu gegn Kochiev, einum sterkasta skákmanni í Leningrad, en tímahrak og yflrsjónir af því tagi sem menn þekktu ekki frá honum sl. vetur urðu þess valdandi að Kochiev vann skákina. Hann hafði reyndar boðið Jóhanni jafntefli a.m.k. einu sinni en Jóhann þurfti nauðsynlega á vinningi að halda til að laga stöðu sína í mótinu og hafnaði. Afleiðingin varð sú að Kochiev vann sína einu skák í þessu móti; hann gerði jafntefli í öðrum skákum. Gegn Spánverjanum Rivas byggði Jóhann upp vinningsstöðu, vann peð og hafði alla þræði í hendi sér er hann féll í lúmska gildru hins taktíska Spánverja. Ekki var þó öll nótt úti en þegar leið á setuna féll Jóhann aftur í laglega gildru og eftir það varð taflinu ekki bjargað. Rivas er, eins og margir samlandar hans, taktískur í betra betra lagi og fær marga vinninga af ódýrari sortinni. Besta skák Jóhanns var án efa viður- eign hans við Pytel. Eftir byrjun sem á íslensku skákmáli hefur hlotið nafnið „broddgaltar - afbrigðið" velur Pytel leið sem Svíinn Ulf Andersson gerði vinsæla fyrir nokkrum árum og hefur síðan fælt marga af unnendum „brodd- galtar - afbrigðisins“ frá. Hvítur sækist snemma eftir miklum uppskiptum - 10. Bxfó, sem síðar þvingar fram uppskipti á biskupi svarts á b7. Pytel leikur í 12. leik Dxf3, en algengara er 12. Bxf3. Þannig hafa teflst m.a. nokkrar skákir Andersson og Browne, Bandaríkja- mannsins sem tefldi hér á landi 1978 og 1980. Hvítur virðist eiga erfitt með að greina hvað það raunverulega er sem Ulf sækist eftir með hinni hógværu byrjana taflmennsku og er 17. leikur hans 17. Ra4 gott dæmi um ráðleysislega tafl- mennsku hans. Eftir 20. - Bf6 má segja að svartur hafi að fullu jafnað talfið, en hvítur virðist á öðru máli og teflir greinilega stíft til vinnings. Sérhver breyting á „karakter" stöðu- nnar krefst nýrra stefnumiða. 26. Bxf5 leiðir skákina í nýjan farveg og enn teflir hvítur eins og hann hafi valdið. Eftir 27. - b5 nær svartur frumkvæðinu í sínar hendur, en hvítur heldur enn sínu striki og opnar stöðuna svörtum í hag með 29. g4. Eftir 33. - Dxc7 sannast að það er ekki algild regla að drottning og riddari vinni betur saman en drottning og biskup. Svartur hefur fjölmarga átakspunkta til að herja á en áður en hann leggur til atlögu treystir hann stððu sína 35. - f5. Eftir hinn sterka leik 39. - Dc6! (sjá stöðu- mynd) er Ijóst að hvítur verður að láta eitthvert lið af hendi rakna. Skákin fer í bið eftir 42. leik hvíts a2 - a4, en þá þegar er ljóst að stöðu hvíts verður ekki bjargað. Svartur nýtir yfir- burðina vel, hann lokar riddarann af á lærdómsríkan hátt, 44-Bd2, ogeinungis tregðulögmálið veldur því að hvítur gefst ekki upp fyrr en í 54. leik. Leningrad 1984 7. umferð: Hvítt: K.Pytel Svart: Jóhan Hjartarson Enskur leikur 1. Rf3 Rf6 21. Khl Rc6 2. c4 c5 22. D13 Rd4 3. Rc3 e6 23. Df2 Rf5 4. g3 b6 24. e3 g6 5. Bg2 Bb7 25. Be4 Dd8 6. 0-0 Be7 26. Bxf5 gxf5 7. d4 cxd4 27. Df3 b5 8. Dxd4 d6 28. cxb5 axb5 9. Bg5 a6 29. g4 fxg4 10. Bxf6 Bxf6 30. Dxg4t Kh7 11. Df4 Bxf3 31. Hxc8 Dxc8 12. Dxf3 Ha7 32. Hcl Hc7 13. Hfdl 0-0 33. Hxc7 Dxc7 14. Hacl Hd7 34. De2 Bh4 15. b3 Dc7 35. Kgl f5 16. De3 Hc8 36. Kg2 Dc6t 17. Ra4 Bd8 37. Df3 Dc2t 18. Rb2 h6 38. Kh3 Bf6 19. Rd3 Bg5 39. e4 Dc6 20. f4 Bf6 40. Rb4 Dxe4 41. Dxe4 fxe4 42. a4 bxa4 43. bxa4 Bc3 44. Ra2 Bd2 45. Kg2 d5 46. Kf2d4 47. Ke2 Ba5 48. Rcl d3 49. Kdl Kg6 50. h4 Kf5 51. h5 Kxf4 52. Rb3 Bc3 53. Rc5 Kf3 -Hvítur gafst upp Tékkneska meistaramótið Það fannst fleirum en þeim, sem þessar línur ritar, heimsliðið svokallaða sem atti kapp við Sovétmenn í Lundún- um á dögunum ansi sundurleitur hópur og vera sumra í því liði orka tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Svo virðist sem valinu hafi ráðið geðþóttaákvörðun einhvers liðsstjóra sem enginn vissi deili á önnur en þau að hann var og er í nánu vinfengi við Campomanes forseta FIDE. Áður hefur verið vikið að því að í heimsliðið hafi tilfinnanlega vantað þá Lajos Portisch og Vlastimil Hort. Hort gat ekki verið með þar sem að á sama tíma fór fram (og er ekki lokið eftir því sem næst verður komist) tékkneska meistaramótið. Þó Hort búi ekki lengur í heimalandi sínu hefur hann samt tékkneskt ríkisfang og teflir jafnan fyrir Tékka í sveitakeppnum s.s Olympíu- mótum og Evrópukeppnum. Tékkar urðu í 2. sæti á síðasta Olympíumóti og ætla sér ekki lægri sess í Olympíumótinu í ár sem fram fer í Saloniki í Grikklandi. Meistaramótið verður að nokkru látið ráða um það hverjir skipa lið Tékka nú og þó þrír fremstu Tékkarnir um þessar mundir Vlastimil Hort, Lubomir Ftacnik og Jan Smejkal eigi víst sæti í liðinu var lagt hart að þeim að vera með og Hort gat ekki skorast undan. Keppendur eru 16 og ekki byrjaði mótið vel fyrir Hort. Hann glutraði niður vinningsstöðu í tap strax í fyrstu umferðunum en hefur þó náð sér á strik og virðist ætla að blanda sér í baráttuna um efsta sætið. Staða efstu manna að loknum 8 umferðum var þessi: 1. Jansa og Prandstetter 6 v. 2. Smejkal 5!ó v. 4.-6. Ftacnik, Prandstetter og Mokry 5 ]A v. 7.-8. Hort og Franzen 4 \h v. + 1 biðskák hvor. Hvað sem þessu móti líður þá mun Hort áreiðanlega skipa 1. borð Tékka á Olympíumótinu. A nýja Elo-listanum er hann í 11.-12. sæti með 2605 stig jafn Mikhael Tal. Ftacnik er ekki langt undan með 2595 stig í 15.-16. sæti og næstur kemur Smejkal með 2540 stig. Af þeim skákum sem mér hafa borist frá þessu móti vekur ein sigurskák Hort nokkra athygli. Þar færir meistarinn sér í nyt lærdóm sem hann dró af sigurskák Karpovs heimsmeistara gegn Norð- manninum Agdestein á skákmótinu í Osló í vor: Hvítt: Hort Svart: Priehoda Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3t 6. bxc3 Re7 7. Dg4 Dc7 fl. Dxg7 Hg8 9. Dxh7 cxd4 10. Re2 Rbc6 11. 14 Bd7 12. Dd3 dxc3 13. Dxc3! (Karpov lék þennan leik gegn Agde- stein og vann snyrtilega. Læðist að manni sá grunur að Norðmaðurinn hafi fengið að smakka á bruggi því sem var ætlað Kortsnoj í Merano þegar Karpov varði titil sinn öðru sinni. Þeá sem grannt hafa fylgst með þróun mála vita að lengi vel beitti Karpov engu öðru en Tarrach-afbrigðinu (3. Rd2) gegn Frönsku vörninni en uppúr 1982 fór hann að gefa kost á Vinawer-afbrigðinu (3. Rc3 Eb4) í skákum gegn Seirawan í Mar del Plata 1982 og Nigel Short í London sama ár. Spasskí lék 13. Be3 í 2. skák einvígisins við Kortsnoj í Belgrad 1977 en tapaði: 13. - d4! 14. Bf20-0-015. Rxd4 Rxd4 16. Dxd4 b6 og svartur mátti allvel við una.) 13. ... Rf5 (Agdestein lék 13. - Hc8) 14. Bd2 (Einn kostur þess að hirða c3-peðið er sá að þessum biskup eykst rými.) 14. ... Db6 18. ... Rd4 19. c3 Rb5 20. Db4! (Möguleikar hvíts í þessari byrjun liggja ekki síst í endataflinu. Þar verður umframpeðið þungt á metun- um svo og veikleikarnir á svörtu reitunum kringum kónginn.) 20. ... Rxa3 (Svartur endurheimtir feng sinn en kaupir hann dýru verði.) 21. Dxc5! Hxc5 Helgi Ólafsson skrifar um skák ■ Vlastimil Hort, góðkunningi okk- ar íslendinga frá Reykjavíkurmótinu 1972 og ’78 og einvíginu við Spasski 1977. Hann mun leiða tékknesku sveitina á Ólympíumótinu í Saloniki haust, en sveitin er ein sú sigurstrang legasta og verður sú þriðja stiga hæsta. Aðeins Sovétmenn og Ung verjar standa þar framar. 15. Hcl Hc8 16. Db3 Dc5 17. Db2 Rh4 18. Rg3 (Hvítur vísar öllum atlögum svarts auðveldlega á bug.) 22. Rh5! (Nú má svartur fara að vara sig.) 22. ... Hh8 23. Rf6t Kd8 24. Be3 Ha5 25. BI2 Bc6 26. Bxh4! Hxh4 27. g3 Hh8 28. h4 (Þetta peð gerir út um taflið. Hort ferst úrvinnslan afar vel úr hendi.) 28. ... Hc5 29. Hh2 Rb5 30. Bxb5! Bxb5 31. h5 Ke7 32. Kd2 Hd8 33. h6 d4 34. c4! Hxc4 35. Hxc4 Bxc4 36. h7 Hh8 37. Hh4! (Svartur á enga vörn við hótuninni Hg4-g8.) 37. ... Ba2 38. Hg4 Bbl 39. Hg8 - Svartur hugðist svara þessu með 39. - Hxh7 40. Rxh7 Bxh7 og enn er von, en hvítur leikur betur í 40. leik nefnilega He8 mát! Eigum ávallt fyrirliggóandi allar stærðir og gerðir af skáfluskérum, með eða án tanna. Hagstætt verð. Framleiðum allar gerðir af skoflum. Endurbyggjum allar gerðir af skoflum. Smxðum og gerum við Ripper-tennur (Shanka) Flját og gáð afgreiðsla. Kækjasalan hf tæki í takt viótimann. FIFUHVAMMI Kopavogi ‘S 91-46577

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.