NT - 21.07.1984, Page 8
Laugardagur 21. júlí 1984 8
Rifjaðar upp hugmyndir
um togaraútgerð ríkisins
Fyrir f jórtán árum
■ Nú telja ýmsir það mikið
vandamál að togaraflotinn sé
of stór. Fyrir fjórtán árum var
ástandið annað. Þá voru ekki
nema um tuttugu togarar í
íslenzka togaraflotanum, flest-
ir gamlir og úreltir. Áhugi fyrir
togaraútgerðinni var nánast
enginn. Þá fór þó með völd
ríkisstjórn, sem kallaði sig við-
reisnarstjórn.
Sökum þess liversu illa horfði
um endurnýjun togaraflotans,
lagði Framsóknarflokkurinn
fram á Alþingi haustið 1970
frumvarp um togaraútgerð
ríkisins og stuðning við útgerð
sveitarfélaga.
Áður en vikið er að efni
frumvarpsins, þykir rétt að
rifja upp, hvernig ástatt var í
atvinnumálum haustið 1970,
en það átti mestan þátt í
flutningi frumvarpsins. í upp-
hafi greinargerðarinnar var at-
vinnuástandinu lýst á þennan
veg:
„Atvinnuleysi var um langt
skeið nær óþekkt hér á landi,
nema hvað árstíðabundinn at-
vinnuskortur kom fyrir á stöku
stað. í því efni urðu snögg
umskipti á árinu 1968. Vetur-
inn 1968-69 varð hér stórkost-
legt og almennt atvinnuleysi.
Sumarið 1969, um hábjarg-
ræðistímann, varhérverulegur
atvinnuskortur. Voru nær 1000
manns lengst af skráðir at-
vinnulausir. Auk þess leituðu
menn til annarra landa í at-
vinnuleit, svo að hundruðum
skipti. Sl. vetur var og tilfinn-
anlegt atvinnuleysi framan af.
Nú hcfur mikil breyting á
orðið í því efni. Samt er það
svo, að ekki má mikið á bjáta,
og á sumum stöðum er at-
vinnuleysi því miður fyrirsjá-
anlegt í vetur, ef ekki verða
gerðar sérstakar ráðstafanir til
að afstýra því.
Flestir munu sammála um,
að einskis megi láta ófreistað
til að afstýra böli atvinuleysis.
Flestir munu játa, að atvinnu-
öryggi verði að tryggja. Annað
sé ekki sæmandi í velferðar-
þjóðfélagi. Spurningin er að-
eins sú, til hvaða úrræða sé
skynsamlegast að grípa, hverj-
ar ráðstafanir séu skjótvirkast-
ar og líklegastar til að bæta
atvinnuástandið.
Þar verða fyrst fyrir fiskveið-
ar og fiskiðnaður. í þeim at-
vinnugreinum þarf mikinn
mannafla. Aukning í fiskiðn-
aði skapar þegar í stað mikla
atvinnu. í mörgum kauptúnum
og sjávarplássum er úrvinnsla
sjávarafurða undirstaða at-
vinnulífsins. Séu fiskvinnslu-
stöðvarnar í fullum gangi, er
atvinnulífinu á þeim stöðum
borgið.
Það er því höíuðatriði, að
allar fiskvinnslustöðvar séu
nýttar sem bezt og fiskiðnaður-
inn aukinn og efldur. Megin-
forsenda þess er, að nægilegs
hráefnis sé aflað. En á því er
víða misbrestur. Margar fisk-
vinnslustöðvar hefur skort
hráefni, sérstaklega á vissum
árstímum, og hafa þess vegna
ekki skilað fullum afköstum og
eigi veitt þá atvinnu, sem ella
hefði verið hægt. Á þesu þarf
að ráða bót. Það þarf að gera
allt, sem unnt er, til að tryggja
fiskvinnslustöðvum, livar sem
er á landinu, nægilegt hráefni,
og vinna þannig að því að
atkastageta þeirra nýtist sem
bezt allt árið. Hvernig verður
það bezt gert?“
Togaraútgerðin
var að leggjast niður
Síðar í greinargerðini sagði
á þessa leið:
„Togarar eru langsamlega
afkastamestu tækin til hráefni-
söflunar. Með útgerð hæfilega
margra og vel búinna togara er
bezt tryggt, að hraðfrystihúsin
og aðrar fiskvinnslustöðvar
hafi jafnan nægilegt verkefni.
Vitaskuld á eftir sem áður að
nota önnur fiskiskip og smærri
báta til veiða fyrir fiskvinnslu-
stöðvar. En sé treyst á veiðar
þeirra eingöngu, er hætt við
því, að á ýmsum stöðum verði
meiri eða minni eyður í hráefn-
isöflunina. Togararnir þurfa að
brúa bilið, tryggja fiskifang á
hvaða tíma sem er, og þótt
lengra þurfi að sækja aflann,
en oft getur fiskur brugðizt á
grunnmiðum. Það þarf því
togara til að tryggja fulla hag-
nýtingu fiskvinnslustöðvanna
og þar með atvinnuöryggi
fólksins.
En togaraútgerðin hefur átt
í vök að verjast síðustu árin.
Það má segja, að hún hafi háð
erfiða varnarbaráttu. Skömmu
eftir 1950 voru togarar hér á
landi nálægt því 60 að tölu.
Síðan fór þeim að fækka. Á
síðasta áratug liefur þeim
fækkað um meira en helming.
Nú eru hér ekki nema um það
bil 20 togarar. Þeir eru flestir
gamlir og úreltir og margir
raunar alveg á síðasta snún-
ingi. Ef svo heldur fram sem
nú horfir og ekkert verður gert
til endurnýjunar togaraflotans,
virðist þess skammt að bíða,
að togaraútgerð leggist niður
á íslandi. Það má fyrir margra
hluta sakir aldrei verða. Hér
þarf alltaf að verða einhver
togaraútgerð. Við þurfum að
eignast fullkomna nýtízku tog-
ara. En núverandi togaraeig-
endum virðist, eins og sakir
standa, um megn að endurnýja
togaraflotann. Þeirsýnastekki
hafa bolmagn til þess. Hvað er
þá til ráða? Þjóðfélagið verður
að skerast í leikinn. Hið sam-
einaða þjóðfélagsafl verður að
koma til sögunnar og leysa
vandann. Ríkið á að láta
byggja nokkra togara, sem
svara kröfum tímans, og hefja
útgerð þeirra til þess fyrst og
fremst að tryggja fiskvinnslu-
stöðvunum nægilegt hráefni
allan ársins hring. Til að byrja
með þyrfti að athuga um kaup
á einhverjum togurum, sem
gætu komið strax í gagnið.
Þannig á almannavaldið að
stuðla að atvinnuöryggi og at-
vinnujöfnun í landinu.“
Togaraútgerð ríkisins
Efni frumvarpsins um Tog-
araútgerð ríkisins og stuðning
við útgerð sveitarfélaga var í
meginatriðum á þessa leið:
Sett skal á stofn og starfrækt
útgerð fiskiskipa undir nafninu
Togaraútgerð ríkisins. Ríkis-
sjóður leggur útgerðinni til 150
milljónir króna sem óaftur-
kræft stofnfjárframlag. Ríkis-
sjóður ber einungis ábyrgð á
skuldbindingum Togaraút-
gerðar ríkisins með stofnfjár-
framlagi sínu eða samkvæmt
því, sem heimilað er sérstak-
lega í lögum.
Togaraútgerð ríkisins lætur
Látum íslensk lög gilda um
alla sem búa á Islandi
- Eftir Svein Hallgrímsson
■ Undanfarnar vikur höfum
við fengið að fylgjast með
umræðu um flutninga á varn-
ingi og vistum til varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli. Þær hóf-
ust þegar stjórn Bandaríkj-
anna ákvað að beita þeim
ákvæðum gamalla laga, sem
mæla svo fyrir að flutningar til
herafla þeirra skuli, af öryggis-
ástæðum, vera í eigin höndum.
Ekki veti ég hversu lengi þessir
fudningar höfðu verið í hönd-
um ísienskra skipafélaga, en
fram kom hjá forstjóra Eim-
skipafélags íslands í sjónvarps-
viðtali, að engar kvartanir
hefðu komið fram yfir þeirri
þjónustu sem skipafélögin
höfðu veitt. Það kom því sjálf-
sagt flatt upp á marga bæði hjá
skipafélögunum og aðra þegar
Bandaríkjamenn ákváðu að
beita ákvæðum þessara gömlu
laga og taka flutningana í sínar
hendur.
Varnarliðið og
ferðamaðurinn
Þegar íslenskur ferðamaður
kemur heim frá útlöndum og
er með kjúkling eða skinku í
farangrinum, til að gæða sér og
kunningjum sínum á, eru þess-
ir kjötbitar teknir af honum í
hliðinu í Keflavík. Skýringin
sem ferðamaðurinn fær er sú,
að það sé bannað að flytja
hrátt kjöt til landsins af ótta
við að hingað berist búfjár-
sjúkdómar, s.s. gin- og klaufa-
veiki. Við þetta verður hinn
íslenski ferðamaður að sætta
sig. Kjötið er tekið af honum
og það brennt(?).
Hinum megin við vegginn er
hins vegar bandaríski herinn
með sinn varning. Hann fer
inn í landið án þess að nokkur
skipti sér af því sem þar er
verið að flytja inn.
Eiga íslensk lög ekki
að gilda um alla?
Það er sem sagt látið við-
gangast að bandaríski herinn
flytji inn í landið hrátt kjöt, í
trássi við íslensk lög, á sama
tíma og íslenskum ferðamanni
er meinað að taka með sér
kjötbita til að gleðja vini og
venslamenn. Þetta stenst ekki.
1) Það sljóvgar tilfinningu
fólks fyrir réttu og röngu að
láta ranglæti viðgangast.
2) Það er ekki hægt að láta
ílytja til landsins kjöt víðs
vegar úr heiminum, m.a.
frá löndum sem hafa ekki á
sér allt of gott orð vegna
gin- og klaufaveikifaraldra
sem þar hafa komið upp,
og svo gera upptæka kjöt-
bita sem íslenskir ferða-
menn hafa með sér.
Hér þarf því augljóslega að
taka til hendinni og samræma,
þannig að hægt sé að bera
virðingu fyrir lögunum um
bann við innflutningi á hráu
kjöti.
Eigum við kjöt fyrir
Varnarliðið?
Kjötið sem varnarliðið flytur
inn, til eigin nota, mun vera
nokkur hundruð tonn. Mikill
meirihluti þess er nautakjöt og
svo svína- og alifuglakjöt.
Neysla dilkakjöts er sáralítil.
Því hefur verið haldið fram að
íslendingar gætu ekki framleitt
kjöt fyrir varnarliðsmenn, þ.e.
nautakjöt, svína- og aliflugla-
kjöt. Þessi mótbára er ekki
haldbær lengur. Hægt er að
sýna fram á, að mjög auðvelt
er að auka nautakjötsfram-
leiðsluna um 6-800 tonn með
því að setja fleiri kálfa til
kjötframleiðslu. Auk þess er
möguleiki að fara út í nauta-
kjötsframleiðslu sem búgrein.
Bæði svínakjöts- og aliflugla-
kjötsframleiðslu má auðveld-
lega auka.
Það er einnig auðvelt að
leiða rök að því að ef nauta-,
svína- og alifuglabændur
fengju aðgang að þeim mark-
aði sem varnarliðið er, þá
myndi það leiða til meiri