NT - 21.07.1984, Side 10
Laugardagur 21. júlí 1984 10
Nýja plata Kuklsins verður spiluð á næturvaktinni.
Rás 2 kl. 00.50
á sunnudagsnótt:
Á næturvaktinni
- Andrea Jónsdóttir sér um þáttinn
Útvarp kl. 16.20:
Háttatal
■ Þátturinn Háttatal verður á
dagskrá á sunnudag. Þetta er
bókmenntaþáttur í umsjón
þeirra Ornólfs Thorssonar og
Árna Sigurjónssonar. Við
ræddum við Árna um efni
þáttarins á sunnudag, og einnig
efni næstu þátta.
„Þátturinn á sunnudag verð-
ur um strúktúralisma í bók-
menntum. Ég veit ekki hvort
það er mjög fjörlegt efni. Petta
er upplýsingakenning og tákn-
fræði, sem er ættuð úr málvís-
indum. Þettahefurveriðstefna
í ýmsum mannvísindum, fé-
lagsfræði og mannfræði m.a.,
og við segjum frá því hvernig
þetta kemur fram í bók-
menntagreiningu.
Það má segja að þetta sé
eins konar bókmenntafræði á
tölvuöld með lík prinsipp og í
stærðfræði. Meðal frægra fé-
lagsvísindamanna sem eru
strúktúralistar má nefna
Claude Levi-Struss, en meðal
málvísindamanna má nefna
Noam Chomski, og meðal
bókmenntamanna Roland
Bart og Umberto Eco, sá sem
skrifaði þekkta bók sem nefn-
ist The Name Of The Rose.
Hann er sennilega einn af i
merkilegustu strúktúralistun-
um, hefur skrifað um Thomas
Aquino og James Joyce út frá
þessum sjónarhóli.
Næstu tveir þættir munu svo I
fjalla um gleðir, karnival og I
alþýðlegar skemmtanir fyrri |
alda, danskvæði og leiki. Petta I
voru böll sem voru á sveitabæj- j
um þangað til prestastéttin |
fór að reka áróður gegn þeim
eftir siðaskiptin. Það kom fyrir
að þessar gleðir væru haldnar í
kirkjum, á kirkjuhátíðum, og
prestunum þótti þetta heiðnar
leifar og ráku mikinn áróður
gegn þessu þannig að vikivak-
arnir og böllin lögðust niður og
margt glataðist af kvæðum og
dönsum.
Það verður í þessum þáttum
talað við Davíð Erlingsson,
nýskipaðan lektor í bók-
menntafræði, Halldór Guð-
mundsson bókmenntafræðing
og Guðrúnu Bjartmarsdóttur,
sem talar um huldufólk.“
■ Tveir næstu þættir Háttatals á eftir þættinum um strúktúral-
ismann verða um fornar gleðir; meðal annars um það þegar
dansað var í kirkjum.
Útvarp á sunnudag
efiir kvöldfréttir:
um réttlætismál, mannréttindi,
þróunarmál, því allir liafa rétt
til sæmilegra lífskjara, og
friðarmál, friður vex af rót-
um réttlætis. Ég ætla að fjalla
á sunnudaginn um hungur-
vandamálið, jörðin framleiðir
nóg fyrir börnin sín, en dreif-
ingin er vandamálið.
Síðan verður rætt um fanga
mánaðarins hjá íslandsdeild
Amnesty International, og tai-
að við Knút Árnason um sam-
tök eðlisfræðinga gegn kjarn-
orkuvá.
Það verður rætt um baráttu
þeirra gegn kjarnorkuspreng-
ingunni, sem er lífleg.
Ég tek venjulega þrennt fyr-
ir í hverjum þætti.“
■ Á laugardagskvöld er á
dagskrá þátturinn Á nætur-
vaktinni, og er það Andrea
Jónsdóttir sem er með þáttinn
í þetta sinn, því að Kristín
Björg Þorsteinsdóttir sem
venjulega sér um þáttinn er í
fríi.
Við spjölluðum við Andreu,
sem dagsdaglega sér unt próf-
arkalestur á Þjóðviljanum, en
er einnig með þátt um kvenna-
tónlist á Rásinni.
„Vegna anna þá er ég lítið
farin að athuga með þáttinn,
en þetta verður nýtt og gamalt
og íslenskt og útlent, og eitt-
hvað reynt að svara í síma. Ég
verð ein þarna með tækni-
manni, svo að það er svolítið
erfitt um vik með það.“
Verður þátturinn með sama
sniði og hjá Kristínu?
„Þetta verður eitthvað
svipað. Það verða engar stórar
breytingar, þótt aldur og
smekkur umsjónarmanna
hljóti að setja svip á þáttinn.
Maður gengur út frá eigin
smekk, þótt maður sé ekki
bara að spila fyrir sjálfan sig.
Ég er ekkert fyndin og eng-
inn leikari, þannig að það
verða engir viljandi'.ive effekt-
ar nema þá fyrir mistök".
Meðal þess sem Andrea
sagðist ætla að spila var nýja
Kukl-platan, The Eye.
Eftir fréttir
Bernharður Guðmundsson sér um þáttinn
■ Á dagskrá útvarpsins eftir
fréttir á sunnudaginn er þáttur-
inn Eftir fréttir, og mun Bern-
harður Guðmundsson frétta-
fulltrui Þjóðkirkjunnar sjá um
þáttinn í þetta sinn.
Bernharður sagði um
þáttinn: „Við erum tveir með
þáttinn, sitt hvorn sunnudag,
ég og Helgi Pétursson frétta-
maður.
Mínir þættir fjalla aðallega
Bernharður Guðmundsson.
útvarp
Laugardagur
21. júlí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Tón-
leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25
Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fróttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Halldór Krist-
jánsson talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón-
leikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ.
Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir). Óskalög sjúk-
linga frh.
11.20 Súrt og sætt. Sumarþáttur fyrir
unglinga. Stjórnendur: Sigrún Hall-
dórsdóttir og Erna Arnardóttir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-'
ar.
12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 Llstapopp - Gunnar Salvars-
son. (Þátturinn endurtekinn kl.
24.00).
14.50 Islandsmótið í knattspyrnu -
I. deild: KR-Valur, Ragnar Örn
Pétursson lýsir siðari hálfleik frá
Laugardalsvelli.
15.45 Tónleikar
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Framhaldsleikrit: „Gilbets-
málið“ eftir Frances Durbridge
II. þáttur: „Reynolds hringir".
(Áður útv. 1971) Þýðandi: Sigrún
Siguröardóttir. Leikstjóri: Jónas
Jónasson. Leikendur: Gunnar Ey-
jólfsson, Helga Bachmann, Rúrik
Haraldsson, Þorsteinn Gunnars-
son, Bríet Héðinsdóttir, Pétur Ein-
arsson, Valdimar Lárusson, Baldv-
in Halldórsson, Steindór Hjörleifs-
son og Guðmundur Magnús-
son.(ll. þáttur verður endurtek-
inn, föstudaginn 27. n.k., kl.
21.35)
•17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegistónleikar a. Prelúdía
úr „Holberg"-svítunni oþ. 40 eftir
Edvard Grieg. Hljómsveitin Nort-
hern Sinfónía leikur; Paul Tortelier
stjórnar b. Giuseppe di Stefano
syngur söngva frá Napóli. Nýja
Sinfóniuhljómsveitin leikur með;
lller Pattacini stjórnar. c. Tilbrigði
eftir Frédéric Chopin um stef úr
óperunni „Don Giovanni" eftir
Mozart. Alexis Weissenberg leikur
á pianó ásamt hljómsveit tónlistar-
háskólans í Paris; Stanislaw Skor-
owaczewski stjórnar.
18.00 Miðaftann i garðinum með
Hafsteini Hafliðasyni.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Ambindryllur og Argspæing-
ar. Einskonar útvarpsþáttur. Yfir-
umsjón: Helgi Frímannsson.
20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og
þetta fyrir stelpur og stráka. Stjórn-
endur: Guðrún Jónsdóttir og Mál-
fríður Þórarinsdóttir.
20.40 „Laugardagskvöld á Gili“
Stefán Jökulsson tekur saman
dagskrá úti á landi.
21.15 Harmonlkuþáttur Umsjón:
Högni Jónsson.
21.45 Einvaldur i einn dag Samtals-
þáttur i umsjá Áslaugar Ragnars.
22.00 Tónleikar
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 „Maðurinn sem hætti að
reykja“ eftir Tage Danielsson
Hjálmar Árnason les þýðingu sina
(2)
23.05 Létt sígild tónlist
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
Sunnudagur
22. júlí
8.00 Morgunandakt Séra Kristinn
Hóseasson prófastur, Heydölum,
flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög Gunnar Hahn
og hljómsveit hans leika norræna
þjóðdansa.
9.00 Fréttir
9.05 Morguntónleikar
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir.
10.25 Út og suður Þáttur Friðriks
Páls Jónssonar.
11.00 Hátíðarguðsþjónusta i Dóm-
kirkjunni Setning alþjóðlegrar
menningarráöstefnu IOGT. Dr.
Sigurbjörn Einarsson biskup préd-
ikar og séra Hjalti Guömundsson
þjónar fyrir altari. Organleikari:
Marleinn H. Friðriksson.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Á sunnudegi Umsjón: Páll
Heiðar Jónsson.
14.15 Undradalurinn Askja Sam-
felld dagskrá tekin saman af Guð-
mundi Gunnarssyni. Lesarar með
honum: Jóhann Pálsson og Stein-
unn S. Sigurðardóttir (RÚVAK)
15.15 Lífseig lög Umsjón: Ásgeir
Sigurgestsson, Hallgrímur Magn-
ússon og Trausti Jónsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Háttatal Þáttur um bókmenntir.
Umsjónarmenn: Örnólfur Thors-
son og Árni Sigurjónsson.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegistónleikar
18.00 Það var og... Út um hvippinn
°g hvappinn með Þráni Bertels-
syni.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Eftir fréttir Umsjón: Bernharð-
ur Guömundsson.
19.50 „Manneskjan á jörðinni“
Guömundur Þórðarson les úr þýð-
ingu sinni á samnefndri þók eftir
Barbro Karlén.
20.00 Sumarútvarp unga fólksins
Stjórnandi: Helai Már Barðason.
21.00 íslandsmótlð i knattspyrnu -
I. deild: IBK - ÍA Ragnar Örn
Pétursson lýsir síðari hálfleik frá
Keflavíkurvelli
21.40 Reykjavík bernsku minnar -
8. þáttur Guðjón Friðriksson ræðir
við Steinunni Magnúsdóttur. (Þátt-
urinn endurtekinn í fyrramálið kl.
11.30).
22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 „Maðurinn sem hætti að
reykja“ eftir Tage Danielsson
Hjálmar Árnason les þýðingu sína
(3).
23.00 Djasssaga - Seinni hluti
Kammerjass - Jón Múli Árnason.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Laugardagur
21. júlí
24.00-00.50 Listapopp. Endurtekinn
þáttur frá Rás 1. Stjórnandi: Gunn-
ar Salvarsson.
00.50-03.00 Á næturvaktinni Létt
lög leikin af hljómplötum. Stjórn-
andi: Andrea Jónsdóttir.
Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00
og heyrist þá í Rás 2 um allt land).
Sunnudagur
22. júlí
13.30-18.00 S-2, sunnudagsútvarp.
Tónlist, getraun, gestir og létt
spjall. 20 vinsælustu lög vikunnar
leikin. Stjórnendur: Páll Þorsteins-
son og Ásgeir Tómasson.
Laugardagur
21. júlí
16.30 íþróttir
18.30 Börnin við ána, Sexmennin-
garnir - lokaþáttur Breskur fram-
haldsmyndaflokkur í átta þáttum,
gerður eftir tveimur þarnabókum
eftir Arthur Ransome. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 I fullu fjöri (Fresh Fields) Nýr
flokkur. Breskur gamanmynda-
flokkur í sex þáttum. Aðalhlutverk:
Julía Mackenzie og Anton
Rodgers. Eftir tuttugu ára hjóna-
band fær Hester Fields loksins
tíma til að sinna sjálfri sér og
áhugamálum sínum þvi ungarnir
eru flognir úr hreiðrinu og eigin-
maðurinn er önnum kafinn. Þýð-
andi Ragna Ragnars.
21.00 Petula Clark Skemmtiþátlur
með þresku söngkonunni Petulu
Clark.
21.55 Frú Muir og draugurinn (The
Ghost and Mrs. Muir) Bandarísk
bíómynd frá 1947. Leikstjóri Jos-
eph Mankiewicz. Aðalhlutverk:
Rex Harrison, Gene Tierney, Ge-
orge Sanders og Natalie Wood.
Ekkjan frú Muir flytur í afskekkt
hús og þar sem andi fyrri eiganda
er enn á reiki og takast með þeim
góð kynni. Þýöandi Jóhanna Þrá-
insdóttir.
23.40 Dagskrálok
Sunnudagur
22. júlí
18.00 Sunnudagshugvekja Séra
Grímur Grímsson flytur.
18.10 Geimhetjan Fjórði þáttur. Dan-
skur framhaldsmyndaflqkkur fyrir
börn og unglinga í þrettán þáttum
eftir Carsten Overskov. Aðalhlut-
verk: Lars Ranthe. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
18.35 Froskakvak Bresk dýralifs-
mynd um ýmsar tegundir froska í
Austur-Afríku og lifnaðarhætti
þeirra. Þýðandi Bogi Arnar Finn-
bogason.
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarp næstu viku
20.45 Stiklur 17. þáttur. Afskekkt
byggð í alfaraleið. Við innanverð-
an Arnarfjörð liggur þjóðleiðin um
fámennt byggöarlag og afskekkt
að vetrarlagi. Á mörgum bæjum
búa einbúar, svo sem á Hjallkárs-
eyri, þar sem þjóðvegurinn liggur
við bæjarhlaðið en búið er við
frumstæð skilyrði. Á leiðinni vestur
blasa við eyðieyjar á Faxaflóa og
Breiðafirði. Myndataka: Baldur
Hrafnkell Jónsson, Ómar Magnús-
son og Örn Sveinsson. Hljóð: Agn-
ar Einarsson. Myndband: Elías
Magnússon. Umsjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
21.15 Sögur frá Suður-Afríku Loka-
þáttur Þorp skæruliðanna.
Myndaflokkur eftir smásögum Na-
dine Gordimer. Skæruliðar leynast
í þorpi innfæddra og ættarhöfðing-
inn hyggst fá herinn til að flæma
þá á þrott. Þýðandi Óskar Ingim-
arsson.
22.25 Arja Saijonmaa á Listahátið
Upptaka frá hljómleikum finnsku
söngkonunnar Arja Saijonmaa í
Broadway þann 5. júní síðastlið-
inn.
23.10 Dagskrárlok.