NT


NT - 21.07.1984, Síða 28

NT - 21.07.1984, Síða 28
Bridge- spilara rænt Washinglon-Reuler ■ Alríkislögreglan í Bandaríkjunum leitar nú þekkts bridgespilara, sem talið er aö hafi veriö rænt. Edith Rosenkranz, sem býr í Mexíkó en er banda- rískur þegn, var rænt af manni vopnuðum byssu í bílageymslu Sheradon hótelsins í Washington í fyrrinótt. Frúin er 60 ára aö aldri I og er ásamt manni sínum George í Washington til að taka þátt í miklu bridgemóti þar. George Rosenkranz. er | vellauðugur og á fyrirtæki [ sem framleiðir lyf og snyrtivörur. Ekki hefur verið látið uppi hvort lausnargjalds hafi verið krafist. San Franiisco-Reuter ■ Geraldine Ferraro stal sen- unni frá Walter Mondale þegar hún var einróma kjörinn vara- forsetaefni í kosningunum sem fram fara í haust. Gífurlegur fögnuður ríkti í lok flokksþings demókrata í fyrrinótt. Þá ávarpaði Mondale þingheim og val hans á Ferraro sem varafor- setaefni var staðfest. Bæði lögðu þau höfuðáherslu á að það væri þjóðarnauðsyn að fella Reagan forseta í kosning- unum í haust og lofuðu Banda- ríkjamönnum glæstri framtíð ef það tækist. Baráttan um útnefningu hef- ur verið hörð innan fiokksins og hann margtvístraður vegna inn- byrðis átaka. En á flokksþing- inu snéru fyrrum stríðandi fylk- ingar bökum saman og þeir Gary Hart og Jesse Jackson hvöttu til einingar um Mondale Ferraro og Mondale eru nú sameiningartákn demókrata.. Við munum sigra - hrópaði Ferraro og kosningabaráttan er hafin Bretland: Verkfalli lokið I.ondon-Keutcr ■ Breskir hafnarverkamenn hófu vinnu í gærmorgun eftir 11 daga verkfall, sem kom mjög illa við efnahag Breta og kom ríkisstjórninni í slæma kiemmu. Hafnarverkamenn í Dover hófu fyrst vinnu og starfsbræður þeirra í öðrum höfnum fylgdu síðan á eftir. Búist er við að vinna hefjist í öllum höfnum landsins um helgina. Leiðtogar hafnarverkamanna samþykktu í fyrrinótt að aflétta verkfallinu. Því kemur ekki til þess að neyðarlög verði sett í Bretlandi, enorðrómurvaruppi um að ríkisstjórnin mundi setja slík lög í næstu viku og láta hermenn ferma og afferma skip. 119 flóttamenn Vín-Reuter ■ 119 Pólverjar sem voru á leið til Rómar, yfirgáfu lang- ferðabíla, sem þeir voru í og báðust hælis sem pólitískir flóttamenn í Vín í gær. Þetta er fjölmennasti hópur Pólverja sem beðist hefur hælis í Austurríki síðan 1981. og Ferraro og hétu að liggja ekki á liði sínu í kosningabarátt- unni. Eftir kosningu Ferraro hróp- aði hún: „Við munum sigra, við munum sigra." Og kjörmennirn- ir fjögur þúsund hrópuðu Gerri, Gerri, Gerri, og allt ætlaði af göflunum að ganga af fagnaðar- látum. Edward Kennedy öldungar- deildarþingmaður, sem dró sig út úr baráttunni um tilnefningu fyrir 18 mánuðum og bar við fjölskylduvandamálum, kynnti Mondale forsetaefni flokksins og einingartákn. Hann hældi honum fyrir val á varaforseta- efni og sagði að með því hafi Mondale gert nieira fyrir Bandaríkin en Reagan forseti á fjórum árum. í ræðu sinni sagði Mondale, að nú byggju Bandaríkjamenn við stjórn hinna ríku, sem stjórnaði fyrir hina ríku, og ásakaði Reagan fyrir að standa í vegi fyrir efnahagslegum fram- förum og að safna ríkisskuldum. Hann lofaði aö minnka þessar skuldir um tvo þriðju á fyrsta kjörtímabili sínu. Mondale lofaði að koma á friði í Mið-Ameríku og reyna að koma á árlegum fundum með æðstu mönnum Sovétríkjanna til að ræða takmörkun vopna- búnaðar og önnur málefni. I gær var haldinn fundur leið- toga Demókrataflokksins og síðan fer Mondale á fiskveiðar í vikutíma í heimaríki sínu, Minnesota. Eftir hinn vel heppnaða lands- fund og alla þá umfjöllun sem hann hefur fengið í fjölmiðlum eru repúblikanar nú að stíga í ■ Reagan setur upp kúrekahattinn og dembir sér út í kosningabaráttuna þótt enn hafi hann ekld verið útnefndur sem forsetaefni fyrir næsta kjörtímabil. startholurnar og í gær var til- kynnt að Reagan forseti, sem sækist eftir endurkjöri, fari í ferðalög til þriggja mikilvægra ríkja í næstu viku og flytji þar ræður. Þar með er kosningabar- áttan hafin í alvöru, þótt lands- fundur repúblikana verði ekki haldinn fyrr en í næsta mánuði þar sem forsetaefni þeirra verð- ur valið. Fyrrum kosningastjóri Reag- ans gaf Mondale föðurlega áminnngu í gær er hann ráðlagði honum að fara ekki í veiðitúr- inn, sem fyrirhugaður er, heldur fylgja eftir þeirri tilfinninga- bylgju sem landsfundurinn olli. Nú væri ekki tími til að sofa á verðinum. Einkaframtakið á fullu í Moskvu Moskva-Keutcr ■ Sjónvarpið í Moskvu skýrði svo frá í gær að lang- flestir kælibílar sem flytja vörur til Moskvu smygli ólöglegum varningi, sem sé landbúnaðarvörum utan úr sveit. Sýnd var kvikmynd af eftirlitsmönnum sem stöðv- uðu 22 flutningabíla sem voru á leið til höfuðborgar- innar. í 18 þeirra fundust melónur og aðrar afurðir, sem bílstjórarnir sögðu að ættu að fara á „bændamark- að“ í borginni. Bílstjórarnir sem voru að smygla matnum, koma frá ríkisreknum samyrkjubú- um, þar sem þeir tóku farma sína, en þeir sögðu í við- tölum að nóg rými væri í bílunum til að taka meira en ríkisbúin sendu frá sér, þar sem þeim hafði ekki tekist að framleiða nægilega mikið af grænmeti og ávöxtum til að koma á löglega markað- inn í Moskvu. Einn bílstjóranna sagði að hundruðir vörubíla hafi ver- ið í biðröð við eitt ríkisbúið til að ná í matvörður, en þar voru engar afurðir til að hlaða á þá. Flutningabílstjórarnir fá sektir fyrir að taka ólöglegan varning, en þær eru yfirleitt mun lægri en duglegir sveita- menn greiða þeim fyrir að flytja einkaafurðir sínar, enda framleiða þeir mun meira á skikum sínum en grær á samyrkjubúnum. Kalifornía: Trygginga- félög réðu ekki við skjálfta- tjónið ■ Jarðfræðingar spá því að búast megi við miklum jarð- skálfta í Kaliforníu hvenær sem er. Þar eru mjög virk jarð- skjálftasvæði og miklir jarð- skjálftar verða þar á margra áratuga fresti. Skömmu eftir aldamótin hrundi meginhluti San Francisco í miklum sk jálfta. Tryggingafélög auglýsa grimmt að húseigendur tryggi eignir sínar fyrir jarðskjálfta, en samt sem áður eru aðeins um 8% húseigenda í Los Angeles og San Francisco sem keypt liafa slíkar tryggingar, en þeim fer fjölgandi. En Tryggingaeftirlitið í Kali- forníu hefur áhyggjur af jarð- skjálftatryggingum og hefur varað tryggingafélögin við að færast ekki of mikið í fang. Ef mikill jarðskjálfti verður telur eftirlitið að tryggingafélögin séu tæpast í stakk búin til að greiða tjón af þeim tiltölulega fáu tryggingum sem þegar eru keyptar hvað þá ef þeim verður að ósk sinni að enn fleiri húseig- endur tryggi gegn jarðskjálfta og greiða þarf út tjónið. Formaður Repúblikana- flokksins Frank Fahrenkopf, sagði í sjónvarpsviðtali í gær, að Mondale hafi unnið verulega á með því að velja Ferraro sem varaforsetaefni, að minnsta kosti um sinn, en spurningin væri hvort það mundi skipta sköpum í nóvember, en þá fara forsetakosningarnar fram. Neysluvenjur breskra eru lífshættulegar London-Keuler ■ Hjartasjúkdómar eru að verða landlægir í Bret- landi og er neysluvenjum Breta þar helst um að kenna, að sögn lækna- nefndar sem rannsakað hefur þetta vandamál. Nefndin hefur skorað á ríkisstjórnina að reyna að vanda um fyrir fólki og jafnvel skipa sérstakan neysluráðherra. Nefndin segir að hjarta- sjúkdómar séu orsök um 40% allra dauðsfalla í Bretlandi en þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir éta Bretar hlutfallslega lang- mest af sykri í heiminum, og hakka í sig mikið af osti, rjóma og fituríkum mat s.s. beikoni. Beirut: Eldflaug skotið á sovéska sendiráðið Beirut-Reuter ■ Eldflaug var skotið á sov- éska sendiráðið í Beirut í gær. Lenti flaugin á efstu hæð bygg- ingarinnar og olli einhverjum skemmdum, en ekki er vitað til að neinn hafi særst. Eldur kviknaði á efstu hæðinni en var fljótlega slökktur. Eldflauginni var skotið frá bensístöð í um 150 metra fjar- lægð frá sendiráðsbyggingunni. Sérfræðingar segja að notuð hafi verið eldflaugabyssa af bandarískri gerð, sem ætluð er til árása á skriðdreka. Sá sem eldflauginni skaut var horfinn út í buskann þegar að var komicj með byssu sína, en hluti af eldflauginni fannst á þeim stað sem skotið var frá. Sendiráðsmenn hleyptu hvorki lögreglu né slökkviliðs- mönnum inn í bygginguna Verkamannaflokkur sigurstranglegur Tel Aviv-Rcuter ■ Kosningar fara fram í ísrael á mánudag. Líkur eru á að Verkamannaflokkurinn fái meirihluta og felli þar með stjórn Likud-banda- lagsins. I tveim skoðanakönn- unum sem birtar voru í gær kom í Ijós að fylkingarnar standa jafnar. En í síðustu skoðanakönnunum þar á undan hafði Likud-banda- lagið heldur vinninginn. Verkamannaflokkurinn er því að vinna á meðal kjós- enda og spá stjórnmálaskýr- endur að Peres verði næsti forsætisráðherra ísraels.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.