NT


NT - 21.07.1984, Side 29

NT - 21.07.1984, Side 29
fíQ wgmi V EB Laugardagur 21. júlí 1984 29 Vestur-Þýskaland: Sovéski „sendiráðs- pósturinn“ kyrrsettur Bonn-Reuter ■ Sovéski flutningabíllinn sem Sviss- lendingar neituðu að hafa í landi sínu og merktur var sem sendiráðspóstur er nú í Vestur-Þýskalandi og hafa stjórnvöld þar neitað unt leyfi til að hleypa diplóm- atapakkanum yfir austur-þýsku landa- mærin. Krefjast þau þess að gefin sé viðhlítandi skýring á hvað sé í bílnum og á ferðalagi hans um Þýskaland. Svisslendingar innsigluðu bílinn, en Sovétmenn sögðu að í honum væru níu tonn af sendiráðspósti en vildu ekki leyfa tollvörðum né öðrum að sjá inn í farangursrýmið. Bíllinn var í vikutíma á lóð sovéska sendiráðsins í Genf og gættu lögreglu- menn hans. Síðan fékk bíllinn að fara úr landi, en tveir ökumenn eru í honum. Dularfulli bíllinn er af Mercedes Benz gerð, hvítmálaður og merktur sovésku ílutningafyrirtæki. Talsmaður stjórnar- innar í Bonn segir að grunur leiki á að „sendiráðspósturinn" sé fullkomin raf- eindatæki til að nema sendingar og skrá þær. Bílnum verður haldið í Vestur- Pýskalandi þar til Sovétmenn geta fært sönnur á að í honum séu þau diplómata- gögn, sem réttlæti að farmurinn sé friðhelgur. Bíllinn var stöðvaður um hádegi á fimmtudag skammt frá landamærum Austur-Þýskalands. Sovéska sendiráð- inu í Bonn var skýrt frá því að skýringar þess á ferð bílsins og farmi væru ófull- nægjandi og frekari útskýringa væri krafist. Talsmaður þýsku stjórnarinnar sagði á blaðamannafundi í Bonn, að Sviss- lendingar hafi fyllst grunsemdum varð- andi bílinn þegar hann var að sniglast í námunda við herflugvöllinn í Dueben- dorf, skammt frá Zúrich. Flutningabíllinn er nú í vörslu vestur- þýsku lögreglunnar en tveir bílar frá sovéska sendiráðinu eru nærri og er fylgst með öllum hræringum í námunda við bílinn. Blaðamönnum er bannaður aðgangur að svæðinu, þar sem þýskir og sovéskir gæta hvíta bílsins. Bíll þessi hefur áður farið yfir Vestur- Þýskaland á leið til Sviss. Þá var hann lengi á leiðinni og fór grunsamlegar leiðir og sama var að segja eftir að farartækið hélt heimleiðis frá Sviss. Allt þetta hátterni hefur vakið grunsemdir. Formælandi stjórnarinnar í Bonn, sagði að Vestur-Þjóðverjar væru ekki að reyna að stofna til árekstra, -en þeir kærðu sig ekki um að láta hafa sig að fíflum. Hann sagði að það hafi tekið langan tíma að komast að niðurstöðu í þessu máli í Sviss, og það gæti einnig tekið langan tíma í Vestur-Þýskalandi. Verð á olíu I Atómstöð veld- úr Norðursjó 1 ur krabbameini fer lækkandi RoUerdam-Reuter ■ Verð á olíu úr Norðursjó hefur fallið mjög á Rotterdam- markaði og hefur ekki verið lægra síðustu 16 mánuði. Svo undarlega sem það hljómar staf- ar verðlækkunin af árásum á • olíuskip á Persaflóa. Þegar hættan við að flytja olíu þaðan magnaðist birgðu olíuhreinsun- arstöðvarnar sig upp og eru nú allir geymar fullir og verðið fer lækkandi. Verðið á Norðursjávarolí- Heróínið flæðir yfir Vestur- Evrópu Hamborg-Reuter ■ Tollverðir í Hamborg klófestu í gær 10 kíló af heróíni. Tollarar í Bret- landi létu starfsbræður sína í Hamborg vita um sendinguna og fundust eit- urlyfin í gámi, sem annars hafði húsgögn inni að halda. í Bretlandi voru nokkrir menn handteknirgrunaðir um að eiga hlutdeld að smyglinu. Fyrir nokkrum dögum náði lögreglan í Bæheimi 32 kílóum af heróíni, sem faiið var í vöruflutningabíl, sem kom frá Tyrklandi. Tollverðir í Búlgaríu komust einnig í feitt og fundu 3 kíló af heróíni í bíl sem Júgóslavi ók og var á leið til Vestur-Evr- ópu. A tveggja mánaða tímabili hafa Búlgarar náð þrem stórum heróínsend- ingum. unni er nú komið niður fyrir 28 dollara tunnan, en opinbert heimsmarkaðsverð er 30 dollar- ar. Á fundi ráðherra OPEC- ríkjanna í Vín fyrir skömmu var ákveðið að hækka ekki verð né rýmka framleiðslukvóta og hafði það áhrif til að lækka veðrið. Fyrst eftir að árásir hófust á olíuskip hækkaði verðið lítils háttar og búist var við að draga myndi úr útflutningi, sérstak- lega frá Saudi-Arabíu, sem er langstærsti olíuútflytjandi heims. En þetta hefur ekki haft önnur áhrif en offramboð á olíu og jafnvel hin dýrsótta Norður- sjávarolía verður fyrir barðinu á offramleiðslunni. Izvestia: London-Reuter ■ Rannsókn sem bresk stjórnvöld stóðu að, sýna að samband er á milli staðsetningar á atómstöð sem eyða á úrgangi úr kjamorkuverum, og krabbameins í næsta nágrenm. Hvítblæði er 10 sinnum algengara meðal barna i sjávarþorp- inu Seascale í Norður-Englandi en að meðaltali í landinu öllu. I námunda við þorpið er úrgangseyðingar- stöðin. Stjórnin fyrirskipaði rannsóknina eftir að sjónvarpsstöð í Yorkshire skýrði frá hinni háu tíðni hvítblæðis og annarra tegunda krabba- meins í íbúum sem heima eiga nærri stöðinni. Á síðustu 30 árum hafa 11 börn í Seascale fengið hvítblæði en það er tíföld meðaltíðni miðað við landið allt. Þekktur vísindamaður, Sir Douglas Black, stjórnaði rannsókninni og segir hann, að þótt bein tengsl milli tíðni krabbameins og atóm- stöðvarinnar séu ekki vísindalega sönnuð bendi há tíðni blóðkrabba í börnum eindregið til þess að orsökina megi rekja til úrgangsefna úr kjarnorkuverum og að með meiri rannsóknum verði örugglega hægt að sanna hver tengslin eru milli geislavirkninnar og krabbameinsins. Þessi niðurstaða er mikið áfall fyrir kjarn- orkuiðnaðinn í Bretlandi sem varla má við miklu eftir að upp komst að mikið af geislavirku efni var sleppt af slysni í írlandshaf í nóvember s.l. Erfitt að stjórna án Kommúnistaflokksins Moskva-Rcutcr. ■ Stjórnarmálgagnið Iz- vestia í Moskvu lýsti í gær yíir samþykki við þá ákvörðun franskra kommún- ista að hætta stjórnmálaþátt- töku,- Sagði málgagnið að franskir sósíalista fram- kvæmdu stjórnarstefnu sem væri á móti hagsmunum al- þýðunnar. Stefna nýja forsætisráð- herrans í efnahagsmálum mundi ekki verða til þess að draga úr atvinnuleysi, en kommúnistar væru trúir þeirri stefnu sem upp var tekin 1981, að skapa atvinnu fyrir alla. Izvestia sagði, að skoðana- kannanir sýndu að fylgi stjórnarinnar hafi minnkað mikið og nyti hún ekki lengur stuðnings meirihluta kjós- enda, en samt væru sósíalist- ar ekki á því að breyta um stefnu. Efnahagslífið er á niðurleið og ástandið í innan- landspólitík fer versnandi, bætti málgagnið við og stað- hæfði að stjórn Fabiusar mundi eiga í erfiðleikum með að leysa vandamál þjóð- arinnar án stuðnings komm- únista. Kína tapar stórfé á ári - vegna ófullnægjandi vöruumbúða Peking-Reuter ■ Egg að andvirði 50 millj- ón dollara, sem Kínverjar fluttu út á síðasta ári, eyði- i lögðust vegna lélegra umbúða og 20% allra glervara til útflutnings brotnaði, að sögn kínverska dagblaðsins China Daily. Blaðið sagði einnig að fimm milljónir tonna af sem- enti hefðu farið forgörðum af sömu ástæðu en Kínverjar flytja um 100 milljónir tonna af sementi út árlega. Þá krömdust eða rotnuðu um 20% allra ávaxta sem Kín- verjar fluttu út á síðasta ári. Öfullnægjandi umbúðir kosta landið um 5 milljarða doliara á ári að sögn blaðsins. Það hafði eftir háttsettum embættismanni að núverandi fjárveiting til umbúðafram- leiðslu, 50 milljónir dollara, yrði margfölduð á næstu fimm árum. VÖNDUÐ DÖNSK HÚSTJÖLD 10 ára reynsla í íslenskri veðráttu 4ra manna, 14,5 m2 kr 14.000,- 4ra manna, 15,5 m2 kr. 18.200,- 5 manna, 18.0 m2 kr. 22.000,- 5 manna, 19,0 m2 kr. 22.300,- Göngutjöld m/himni kr. 4.700,-3,1 kg. Tjaldstólar kr. 200,- TJALDBÚÐIR Geithálsi. S: 44392. Til sölu Toyota Crown Diesel árg. 1981. Ekinn 116.000 km. Upplýsingar hjá bílasölu Selfoss. Símar: 99-1416 og 99-6412. Áríðandi orðsending til allra þeirra sem hafa pantað Fiatl27 Fyrstu bílarnir eru nú á leið til landsins og verða til afgreiðslu um miðjan ágúst. Þegar liggja fyrir fleiri pantanir en hægt er að anna úr fyrstu sendingu. Þeir sem vilja tryggja sér bíl til afgreiðslu í ágúst þurfa að staðfesta pöntun sína með innborgun nú þegar. EGILL VILHJÁLMSSON HF. 1 m zmm mwt1 Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.