NT - 21.07.1984, Side 31
Norðurlandamót
drengjalandsliða
fyrir norðan
■ Á mánudaginn hefst á Ak-
ureyri, Húsavík og Sauðár-
króki Norðurlandamót drengja-
landsliða í knattspyrnu. Mótið
verður sett á aðalleikvangi Ak-
ureyrarbæjar kl. 16:30 og á
eftjr verður fyrsti leikurinn. Þá
eigast íslendingar og Svíar við
og hefst leikurinn kl. 18:15.
Síðar um kvöldið verða tveir
leikir, á KA-velli keppa Finnar
og Færeyingar og á Þórs-velli
eigast Danir og Norðmenn við.
Danir eru núverandi Norður-
landameistarar. Er allt knatt-
spyrnuáhugafólk hvatt til að
mæta á völlinn og fylgjast með.
Landslið íslands hefur þegar
verið valið og skipta það eftir-
taldir piltar:
Eiríkur porvarðarson UBK
Svcinbjörn Allansson í A
Alexander Högnason - IA
BjarkiJóhannesson ÍA
Haraldur Hinriksson ÍA
Örn Gunnarsson ÍA
Þorsleinn Guðjónsson KR
Heimir Guðjónsson KR
Rúnar Kristinsson KR
Steinar Ingimundarson KR
Arnljótur Davíðsson Fram
Páll Guðmundsson Sclfossi
Yngvi R. Gunnarsson Þrótti
Lúðvík Bragason Víkingi
Björn Einarsson Víkingi
EinarTómasson Val
Þjálfari er Lárus Loftsson.
Eins og sjá má eru flestir
piltana frá Akranesi og allir
koma strákarnir úr 1. deildar-
liðum nema leikmaðurinn
stórsnjalli, Páll Guðmundsson,
sem leikur á Selfossi og er nú
þegar fastamaður í aðalliði
Selfyssinga sem leikur í 3.
deild.
Derwall
til Tyrk-
lands
■ Jupp Derwall, fyrrum
þjálfari V-Þýska landsliðs-
ins í knattspyrnu, hefur
verið ráðinn þjálfari hjá
tyrkneska félaginu Galatas-
aray. Derwall skrifaði und-
ir tveggja ára samning og
mun fá sem svarar um 700
þúsund króna auk bónusa,
bíls og húss. Þá bauðst
honum einnig að gerast
þjálfari tyrkneska lands-
liðsins en að sögn Derwalls
þá eru þær umræður á
byrjunarstigi. Honum
hafði áður boðist starf
hjá Barcelona á Spáni en
afþakkaði það.
■ Á fimmtudagskvöldið héldu átta fatlaðir íþróttamenn til Englands þar sem þeir munu taka þátt
í síðari hluta Ólympíuleika fatlaðra í Stoke-Mandeville. Þeir sem fara eru Elsa Stefánsdóttir, Guðný
Guðnadóttir, Viðar Guðnason, Andrés Viðarsson, Baldur Guðnason og Reynir Kristófersson.
Á leikunum keppa eingöngu mænuskaddaðir sem bundnir eru við hjólastóia. Keppendur verða
um 1200 frá um 50 löndum. I Stoke-Mandeville eru allar aðstæður hinar bestu.
NT-mynd Ari
Slæmt ástand
■ Slæmt ástand valla og lítið
framboð á knattspyrnuskóm og
búningum er að byrja að fæla
krakka frá því að byrja að æfa
knattspyrnu í Sovétríkjunum
að sögn málgagns kommúnista-
flokksins. Blaðið segir að ekki
verði mikil framför í knatt-
spyrnumálum og að sovétríkin
muni ekki eignast mikið af
heimsklassa leikmönnum verði
ekki bætt úr núverandi ástandi.
í Moskvu er ástand þeirra
400 knattspyrnuvalla senr í
borginni eru, orðið mjög
slæmt. Þeir eru harðir sent
malbik og ójafnir. Þá er skortur
á góðum knattspyrnuskóm og
eru krakkarnir oftast nteð sár á
fótum eftir hvern leik. Annar
galli á aðstæðum í Moskvu er
sá að félög eiga erfitt að útvega
yngri krökkum far á leiki, sem
þau eiga að spila annars staðar
í borginni, og þurfa þau því oft
að fara af stað eldsnemma með
strætisvögnum til að komast á
leiki.
Fer blaðið hörðum orðum
um hve lélegt ástandið í þessum
málum sé og segir að úrbóta sé
þörf hið bráðasta ef ekki eigi að
fara illa í framtíðinni hjá so-
véskum knattspyrnumönnum.
Sovétmenn halda
stórmót eftir 01
■ Sovétmenn munu Italda heilmikið íþróttamót í Moskvu strax eftir
Ólympíuleikana í Los Angeles. Mótið er aðallega ætlað þeim þjóðum sem
skrópa munu á Ólympíuleikunum, en það er þó ekki algilt. Sovétmenn hafa
boðið Japönum að vera með að því er Kyodo-fréttastofan í Tokíó sagði í
vikunni.
Sovétmenn buðu Japönum að vera með í sex greinumí Moskvu, en Japanir
hafa enn ekki svarað þessu boði. Japanir þurfa að borga ferðir sínar en
Sovétmenn sjá um uppihaldið. Japanir halda að þeir íþróttamenn þeirra sem
keppa í Los Angeles muni ekki geta farið.
Verkefni fyrir
kvennalandsliðið
■ Stjórn KSÍ mun reyna að útvega íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu
landsleik í Skotlandi í haust, og koma síðan liðinu í næsta Norðurlandamót
í knattspyrnu þar sem liðið mun síðan taka þátt áfram, að því er Ellert B.
Schram formaður Knattspyrnusambands íslands sagði í samtali við NT í gær.
Þá munu þau Sigurður Hannesson og Svanfríður Guðjónsdóttir, sem sögðu
sig úr kvennanefnd KSÍ, eftir að ákvörðun var tekin um að kvennalandsliðið
muni ekki taka þátt í UEFA-keppni kvennalandsliða í knattspyrnu, taka sæti
í nefndinni aftur.
„Stjórn KSÍ tók þá ákvörðun fyrr í sumar að tilkynna ekki þátttöku í
UEFÁ-keppni kvennalandsliða í knattspyrnu. Út af því urðu bæði upphlaup
og leiðindi, og þau sögðu sig úr kvennanefnd KSÍ, Svanfríður Guðjónsdóttir
og Sigurður Hannesson. Eftir að ég kom heim erlendis frá var málið tekið
upp aftur og ég tók að mér að tala við þau, með það veganesti að stjórn KSÍ
ætlaði síður en svo að hætta að útvega verkefni fyrir kvennalandsliðið í
knattspyrnu, þó að af öðrum ástæðum væri ekki talið stætt á því að fara í
UEFA-keppni kvennalandsliða. Það er stefnt að því að reyna að útvega leik
í Skotlandi í haust, og koma íslandi inní Norðurlandakeppnina á næsta ári
og næstu árum,“ sagði Ellert B. Schram.
Ellert sagði að stjdrn Knattspyrnusambandsins væri ljóst að mikið væri að
gerast í kvennaknattspyrnunni, mikil gróska, og í mörg horn væri þar að líta.
„Niðurstaðan er sem sagt sú að þau Sigurður og Svanfríður hafa bæði dregið
úrsagnir sínar til baka, og fullar sættir hafa tekist í málinu,“ sagði Ellert.
„Þetta er nokkur sárabót, og við komum inn í nefndina aftur þar sem
greinilegt er að um verkefni verður að ræða. Hins vegar verð ég aldrei sáttur
við þá ákvörðun að taka ekki þátt í Evrópukeppninni, og hef megnustu
andúð á þeirri ákvörðun sem slíkri,“ sagði Sigurður Hannesson í samtali við'
NT eftir að niðurstaða stjórnar KSÍ varð ljós.
Júkki til Þórs Ve.
FráSigfúsi Guðmundssyni í Eyjum.
■ 1. deildar lið Þórs Vestmannaeyjum í handknattleik hefur ráðið
margreyndan landsliðsmann frá Júgóslavíu, Petar Eror að nafni, sem
þjálfara fyrir næsta keppnistímabil.
Petar þessi, er reyndur landsliðsmaður og hefur leikið 264 leiki fyrir
heimaland sitt. Þá þjálfaði hann Partisan Belgrade sem er eitt besta lið í
Júgóslavíu. Auk þess hefur hann þjálfað drengjalandslið Júgóslavíu. Hann
er því margreyndur leikmaður og þjálfari og því feitur biti fyrir Þórara sem
ætla sér stóra hluti í 1. deild á næsta ári.
Petar mun auk þjálfunar í 1. deildarliðinu þjálfa 2. flokk og hafa
yfirumsjón með öllum yngri flokkum félgsins. Jóhann Ingi Gunnarsson var
Þórurum innan handar í samningunum við Petar. Samningurinn er til eins árs.
Núfæröu
á myndböndum ánæstuOlú stöð
Við höldum áfram þar sem frá var horfið í sjónvarpinu í vetur sem leið.
imú eru fjórir þættir komnir í dreifingu, sá fimmti kemur í
byrjun ágúst og síðan kemur nýr þáttur í hverri viku.
Fjölmargir hafa beðið eftir framhaldi sögunnar af olíufjölskyldunni
— það er mörgum spurningum ósvarað.
Hvernig reiðir fjölskyldunni af? — Sundrast hún?
Eða stenst hún álagið?
SVO MIKIÐ ER VÍST AÐ STORMASAMT ER FRAMHALDIÐ.
EIIMKAUMBOÐ:
BORGFILM
DREIFINC:
STÖÐVARIMAR
UMALLTLAND