NT - 02.08.1984, Blaðsíða 5

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. ágúst 1984 Stúdentar segja starfsfólki upp Mötuneyti stúdenta og Skálkaskjól boðið út? ■ í fyrradag barst öllu starfsfólki veit- ingastaðarins Skálkaskjóls í Gamla garði og Mötuneytis stúdenta uppsagnarbréf frá Félagsstofnun stúdenta sem rekur báða þessa staði „vegna breytinga á rekstrarfyr- irkomulagi“ eins og segir í bréfinu. Að sögn Ársæls Harðarsonar framkvæmda- stjóra eru rekstrarbreytingarnar enn á umræðustigi en ein þeirra hugmynda sem uppi eru er að bjóða starfssemi beggja þessara staða út. Blaðið hafði samband við Elínu Sigmars- dóttur formann starfsmannafélags stofnun- arinnar sem kvaðst ekkert hafa um málið að segja enda hefði það ekki verið rætt við hana persónulega. Kristín Gísladóttir fulltrúi starfsfólks í stjórn Félagsstofnunar sagði að hér hefði verið um nauðsynlegar aðgerðir að ræða og ekki væri ágreiningsmál í uppsigl- ingu vegna þessa. Þá hafði blaðið eftir henni og framkvæmdastjóra að unnið sé að því að tryggja fastráðnu starfsfólki áframhaldandi vinnu en að öðru leyti vildi Kristín ekki tjá sig um málið. Fastráðnir starfsmenn sem sagt hefur verið upp eru 7, flestir í hálfu starfi. Að sögn Ársæls er frumkvæði að þessum aðgerðum runnið frá framkvæmdaaðilum og stjórn Félagsstofnunar en hún er skipuð þremur fulltrúum stúdenta og tveimur ríkis- fulltrúum og var eining um uppsagnirnar í stjórninni. Málið hefur enn ekki verið rætt í Félagsstofnun stúdcnta f L / —— Stúdentaráði en verður væntanlega tekið fyrir á fundi ráðsins í dag. Um breytingarnar sagði Ársæll að ekkert ákveðið væri hægt að segja enn. Vitað er að rekstur mötuneytis hefur staðið höllum fæti síðastliðinn vetur en það er lokað í sumar. Pá hefur breyting sú sem gerð var á Skálkaskjóli en það hét áður Stúdentakjall- arinn farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Aðsókn að staðnum hefur svo ekki verið sem skyldi þar eð ekki hefur enn fengist sterkvínsleyfi þangað og þar með er hamlað sölu hins vinsæla bjórlíkis. Laxgeng 50 kílómetra ■ Rétt um 50 laxar eru komnir á land í Laxá í Refasveit síðan áin opnaði 25. júní síðastliðinn. hó að áin sé nú orðin laxgeng eina 50 kílómetra, eftir að laxa- stigar voru gerðir í hana, er aðeins veitt á tvær stangir. Landeigendur segja að laxa- stigarnir hafi gefið mjög góða raun og nefna til marks um það að megnið af veiðinni í sumar hefur fengist fyrir ofan þá. Undanfarin ár hefur miklu af seiðum verið sleppt í Laxá í Refasveit og verður spennandi að fylgjast með ræktuninni því að eitthvað ætti að geta veiðst á öllu þessu svæði ef laxinn á annað horð skilar sér. Tæpir 400 úr Blöndu Veiðin í Blöndu hefur ver- ið í tregara lagi það sem af er í sumar. Alls eru komnir á land tæpir 400 laxar, sem er heldur lakara en um mánaða- mótin júlí/ágúst í fyrra, en heildarveiðin í fyrra var 800 laxar. Einu sinni náði Blanda því að verða aflahæsta á landsins. Þá fengust ríflega 2000 laxar og oft hafa fengist hátt í 2000 laxar. Veitt er á fjórar stangir í Blöndu og eru aðalveiði- svæðin frá Blönduósi og nokkuð upp með ánni. 1 sumar hefur aðallega veiðst á þremur stöðum. Nú eru leyfðar tilraunastangir upp með ánni og fram í dal, en þar hefst veiði ekki fyrir alvöru fyrr en um miðjan mánuðinn. Á haustin hefur oft veiðst vel á þessu svæði og eru dæmi um að menn hafi fengið frá 10 og upp í 15 laxa yfir daginn. Tilrauna- stangirnar kosta aðeins 300 krónur 3 fyrsta daglnn úr Sæmundará Sæmundará í Skagafirði opnaði 20. júní og strax fyrsta daginn fengust þrír laxar. Síðan hefur veiðin ver- ið frekar lítil, heildarveiðin er um 40 laxar, sem er líkt og í fyrra. Veitt er á tvær stangir í Sæmundará. Ástæðan fyrir því að veið- in er ekki meiri er talin sú að landeigendur stunda neta- veiði í Miklavatni, sem áin rennur í gegnum. í vatninu hafa fengist 150 laxar í net. Talsvert hefur fengist af bleikju í Sæmundará í sumar, en hún hefur verið frekar smá, oftast eitt til tvö pund. Stærsti laxinn var 17,5 pund. Mikið af silungi— aðeins einn lax Góð silungsveiði hefur verið í Kolku og Hjaltadalsá í Skagafirði í sumar. Veitt er á fjórar stangir á vatnasvæð- Umsjón: Skafti Jónsson inu og hefur silungsveiðin verið best þar sem árnar tvær mætast. Aðeins einn lax hef- ur komið úr ánum, en þær virðast illa móttækilegarfyrir laxi, því að búið er að sleppa óhemju af laxaseiðum í þær undanfarin ár. Árnar þykja þó mjög veiðilegar, en talið er að kuldinn í þeim komi í veg fyrir að seiðin skili sér. Góð veiði í Álftá ■ Ágætis veiði hefur verið í Álftá á Mýrum í sumar. Strax í upphafi veiðitímans fékkst nokkuð af laxi og síðan hefur veiðin verið nokkuð misjöfn, en þó aldrei dottið niður. Veitt er á tvær stangir í Álftá og fyrir fjórum dögum voru um 140 laxar komnir á land. Trúlega hefur eitthvað bæst við síðan. Sérfargjöld Flugleiða um verslunarmannahelgina Viðeyjar- pakki Frá Verð Akureyri 3.260 ísafjörður 3.132 Sauðárkrókur 3.132 D Innifalið: Flug báðar leiðir, bátsferð fram og til baka út í Viðey. Ásamt aðgöngumiða að hátíðinni. Atlavíkur- Frá pakki Reykiav,k Verð 3.864 D Innifalið: Flug báðar leiðir, ferðir fram og til baka frá Egilsstöðum til Atlavíkur. Ásamt að- göngumiða að hátíðinni Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sérstakt flugfargjald 1.310 kr. Reykjavík, Vestmannaeyjar — Reykjavík FLUGLEIÐIR Öll verð eru án flugvallarskatts.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.