NT - 02.08.1984, Blaðsíða 11

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 11
 Skilyrði íslendinga I orðsendingu forsætisráðherra íslands til forseta Bandaríkja- anna voru sett átta skilyrði fyrir því að ísland féllist á að biðja um herverndina. Fyrstu fjögur skilyrðin voru þessi: „(1) Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undireins og núverandi ófriði lokið. (2) Bandaríkin skuldbinda sig ennfremur til að viður- kenna algert frelsi og fullveldi íslands og beita öllum á- hrifum sínum við þau ríki, er standa að friðarsamningun- um, að loknum núverandi ófriði, til þess, að friðarsamn- ingarnir viðurkenni einnig al- gert frelsi og fullveldi íslands. (3) Bandaríkin lofa að hlutast ekki til um stjórn íslands, hvorki meðan herafli þeirra er í landinu né síðar. (4) Bandaríkin skuldbinda sig til að haga vörnum landsins þannig, að þær veiti íbúum þess eins mikið öryggi og frek- ast er unnt, og að þeir verði fyrir sem minnstum truflunum af völdum hernaðaraðgerða, og séu þær gerðar í samráði við íslenzk stjórnvöld að svo miklu leyti sem mögulegt er. Vegna fólksfæðar íslands og hættu þeirrar, sem þjóðinni stafar þar af leiðandi af návist fjöl- menns herafla, verður einnig að gæta þess vandlega, að einungis úrvalslið verði sent hingað." Síðari fjögur skilyrðin lutu að framkvæmd herverndarinnar að öðru leyti, eins og t.d. því, að Jslendingar fengju skaða- bætur fyrir tjón af völdum hersins, tryggðar yrðu siglingar til landsins og hagstæðir verzl- unar- og viðskiptasamningar. Staðfesting Bandaríkja- forseta í svari Bandaríkjaforseta til forsætisráðherra íslands sagði m.a. á þessa leið: „Mér er það ánægja að stað- festa hér með við yður, að skilyrði þau, sem sett eru fram í orðsendingu yðar. er ég hef nú móttekið, eru fyllilega að- gengileg fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna og að skilyrða þessara mun verða gætt í við- skiptunum milli Bandaríkj- anna og íslands. Það er yfirlýst stefna ríkis- stjórnar Bandaríkjanna að ganga í lið með öðrum þjóðum á vesturhveli jarðar til að verja nýja heiminn gegn hvers konar árásartilraunum. Það er skoðun þessarar ríkisstjórnar, að það sé mikilvægt, að varð- Þórarínn Þórarínsson ritstjóriskrifar veitt sé frelsi og sjálfstæði íslands, vegna þess, að hernám fslands af hálfu ríkis, sem sýnt hefur að það hefur á stefnu- skrá sinni augljós áform um að ná heimsyfirráðum yfir þjóð- um nýja heimsins, mundi strax beinlínis ógna öryggi allra þjóða á vesturhvelinu. Það er af þessari ástæðu, að ríkisstjórn Bandaríkjanna mun, samkvæmt orðsendingu yðar, strax senda herafla til að auka og síðar koma í stað brezka herliðsins, sem þar er nú. Þær ráðstafanir, sem þannig eru gerðar af hálfu ríkisstjórn- ar Bandaríkjanna, eru gerðar með fullri viðurkenningu á fullveldi og sjálfstæði íslands, og með þeim fulla skilningi, að amerískt herlið eða sjóher, sem sendur er til íslands skuli ekki á nokkurn hinn minnsta hátt hlutast til um innanríkis- málefni íslensku þjóðarinnar, og ennfremur með þeim skiln- ingi, að strax og núverandi hættuástandi í milliríkjavið- skiptum er lokið skuli allur slíkur herafli og sjóher látinn hverfa á brott þaðan, svo að íslenzka þjóðin og ríkisstjórn hennar ráði algerlega yfir sínu eigin landi.“ Það hefur stundum verið gagnrýnt, að óljóst sé það orðalag í svari Bandaríkjafor- seta, að Bandaríkin skuli flytja her sinn burtu „strax og núver- andi hætuástandi i milliríkjavið- skiptum er lokið.“ Þetta breyt- ir ekki því, að áður í orðsend- ingunni er forsetinn búinn að lýsa yfir því, að skilyrðin, sem sett eru af forsætisráðherra íslands, „eru fyllilega aðgengi- leg fyrir ríkisstjórn Bandaríkj- anna og að skilyrða þessara mun verða gætt í viðskiptum milli Bandaríkjanna og íslands. Fyrsta skilyrði í orðsendingu forsætisráðherra íslands er þetta: „Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undireins og núver- andi ófriði er lokið." Hernaðarleg nauðsyn Bandaríkjanna sjálfra Það kemur glöggt í ljós í orðsendingu forseta Banda- ríkjanna, að hann telur nauð- synlegt vegna varna þjóða á vesturhveli jarðar eða nýja heimsins, eins og hann orðar þetta einnig, að ísland sé undir hervernd Bandaríkjanna. í mörgum erlendum blöðum var þetta túlkað á þann veg, að forsetinn væri búinn að færa út Monroe-kenninguna svonefndu og léti hana orðið ná til Islands. í forustugrein, sem birtist í The Times í London, var sagt að herverndarsamkomulag Is- lands og Bandaríkjanna væri mikill ávinningur fyrir Bretland. Efnislega farast The Times orð á þessa leið: „Þessi nýja og mikla hjálp Bandaríkjanna mun reynast mjög þýðingarmikill þáttur í úrslitasigri vorum. Um leið er það nýr þáttur í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna. Nú er útvörður Bandaríkjahers staddur innan 500 mílna frá Bretlandseyjum og má segja, að aldrei hafi einangrunarstefn- an í Bandaríkjunum beðið nteiri hnekki á einum degi. Monroeyfirlýsingin hefur tekið viðeigandi breytingum: hún hefur fylgzt með tímanum og breytzt með þeim stökkum, sem orðið hafa í vopnafram- leiðslu og hernaðaraðferðum. Það, sem amerískir einangr- unarsinnar hafa óttazt, að Ameríka yrði „dregin inn í stríðið,“ er nú orðið að veru- leika, en það eru ekki utanað- komandi öfl, sem þarna voru að verki, heldur hernaðarleg nauðsyn Bandaríkjanna sjálfra, sem á eftir hefur rekið. Það er orðin herfræðileg stað- reynd, að hægt er að gera innrás á Bandaríkin frá Evr- ópu.“ Á austurvígstöðunum Alþingi var kvatt saman til aukafundar 9. júlí í þeim tilgangi að leita eftir staðfest- ingu þess á herverndarsam- komulaginu. Þar lagði ríkis- stjórnin fram svohljóðandi til- lögu: „Sameinað Alþingi fellst á samkomulag það, sem ríkis- stjórnin hefur gert við forseta Bandaríkjanna Norður Amer- íku um að Bandaríkjunum sé falin hervernd íslands meðan núverandi styrjöld stendur." Eftir talsverðar umræður var tillagan samþykkt með 39:3 atkvæðum. Sex þingmenn voru forfallaðir, en einn hafði áður sagt af sér þingmennsku. Það voru þingmenn Sósía- listaflokksins (Alþýðubanda- lagsins), sem greiddu atkvæði á móti. Þeir töldu ekki nægja að fá yfirlýsingu Bandaríkj- anna og Bretlands um stuðning við sjálfstæði íslands og brott- för hersins í stríðslok, heldur yrði að fá sameiginlega yfirlýs- ingu þeirra og Sovétríkjanna. Þá lögðu þeir til, að tafarlaust yrði tekið upp stjórnmála- samband við Sovétríkin. Brynjólfur Bjarnason, sem var aðaltalsmaður Sósíalista- flokksins, sagði um leið og hann andmælti samkomulag- inu, að ef ráðstafanir Banda- ríkjanna yrðu til þess, að veitt yrði virk aðstoð í baráttu þeirri, sem nú er háð á austur- vígstöðvunum, myndu íslend- ingar ekki telja eftir sér það sem af því leiddi, en í þessu efni væri bezt að láta verkin tala. Þjóðverjar höfðu nokkru áður eða 21. júní gert innrás í Sovétríkin. Koma Churchills Rúmum mánuði eftir að her- verndarsamkomulagið var gert eða 16. ágúst heimsótti Win- ston Churchill ísland, en hann var þá forsætisráðherra. Churchill var á heimleið eftir fund þeirra Roosevelts forseta, þegar þeir gáfu út Atlantshafs- sáttmálann, sem m.a. hét smáþjóðum frelsi og sjálfstæði. Churchill flutti stutta ræðu af svölum Alþingishússins, þar sem hann áréttaði fyrirheit Bretlands og Bandaríkjanna um sjálfstæði íslands. Hann kvað ísland vera mikilvæga stöó í baráttunni fyrir verndun þjóðréttinda og aðrir myndu hafa komið hingað, ef Bretar og Bandaríkjamenn hefðu ekki orðið fyrri til. Björn Þórðarson segir í bók sinni um Alþingi og frelsisbar- áttuna, að íslendingar hafi lagt trúnað á fyrirheit hins mikla brezka manns og skildist, að „sjálfstæði þjóðarinnar væri undir því komið, hvernig vér sjálfir kynnum með að fara.“ Félag alifuglabænda: Mótmælir hækkun á kjarnfóðurskatti ■ Félag alifuglabænda mótmælir harðlega gífur- legri hækkun á kjarnfóð- urskatti, er nemur 70% á cif verð fóðurs og rennur í kjarnfóðursjóð. Sagt er að tilgangurinn sé að draga úr mjólkur- framleiðslu, en allir sem til þekkja vita að slíkt er blekking. Veittar eru geysilegar fjárhæðir úr þessum sama sjóði til að greiða niður áburðarverð og áuka þannig mjólkur- framleiðslu. Hins vegar er með þessu verið að koma á stjórnun í framleiðslu ali- fuglaafurða og svína- afurða og skal miða endurgreiðslu við hæfílegt afurðamagn eins og segir í tilkynningu skömmtun- arstjóranna, - endur- greiðslu, sem enginn veit raunar hvernig hægt er að framkvæma -, en jafnvægi hefur verið í eggjafram- leiðslu nærri heilt ár og skortur er nú á kjúklinga- kjöti. Þá skal tekið fram að ekkert samráð var haft við samtökin um málið, þótt félagsmenn þeirra framleiði verulegan meiri- hluta eggja og fuglakjöts í landinu, en því er haldið fram að framleiðendur þessara búvara hafi beðið Framleiðsluráð landbún- aðarins um að stjórna framleiðslunni. Þar er því einnig um ósvífinn áróður að ræða, enda verið talin þörf á að afsaka þessar hrottalegu aðgerðir á hendur ali- fuglabændum, því engin heimild er í lögum um Framleiðsluráð landbún- aðarins nr. 95/1981 til að koma á stjórnun á fram- leiðslu þessara búgreina með áðurnefndum hætti. Fimmtudagur 2. ágúst 1984 11 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar; Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setnihg og umbrot: Tœknideild NT. Prentun: Bla&aprent hf. Samspil Morgunblaðs- ins og Hagkaups ■ Það vakti athygli, að Morgunblaðið birti fyrir nokkrum dögum bréf, sem Hagkaup og Vörumark- aðurinn höfðu skrifað Kaupfélagi Skagfirðinga, þar sem þessir aðilar buðust til að annast fyrir það rekstur sláturhúss þess á Sauðárkróki í komandi sláturtíð. Bréf þetta mun tæplega hafa borizt stjórn kaupfé- lagsins í hendur, þegar það birtist í Mbl. Svo náið er spilið milli Hagkaups og Mbl. Stjórn kaupfélagsins hafði rétt nýlokið að senda svarbréf sitt, þegar það birtist í Mbl. Helzt má ætla, að það hafi verið sent með hraðboða til Morgun- blaðsins strax eftir að Hagkaup fékk það. Þetta er ný staðfesting á hinu nána sambandi milli umræddra fyrirtækja. Svar stjórnar Kaupfélags Skagfirðinga var ná- kvæmlega með sama hætti og svar Árvakurs h.f. hefði orðið, ef því hefði borizt tilboð frá einhverjum mönnum úti í bæ, þar sem boðizt var til þess að taka við ritstjórn Morgunblaðsins í nokkra mánuði í þeim tilgangi að gera það að enn betra blaði, þótt sitthvað gott mætti segja um ritstjórn þeirra Matthíasar og Styrmis. Af hálfu stjórnar kaupfélagsins er því svo bætt við, að það sé ekki hvatning til að ganga að tilboði Hagkaups og Vörumarkaðarins, að hæpið sé, að sláturhús, sem þessir aðilar eru riðnir við, hafi skilað fullu grundvallarverði til bænda, eins og látið hefur verið í ljós. • Væntanlega lætur málgagn þessara fyrirtækja ekki standa á því, að upplýsa þetta nánar. Augljóst er, að umrætt tilboð, sem Kaupfélagi Skagfirðinga hefur borizt, er þáttur í hinni hörðu hríð, sem nú er gerð í íhaldsblöðunum að samvinnu hreyfingunni, og augljóslega er skipulögð af ein- hverjum hulduher, en til að koma í veg fyrir misskilning skal tekið fram að hér er ekki átt við hulduher Alberts fjármálaráðherra. Bersýnilega tapar ekki Hagkaup á því að taka þátt í þessari starfsemi. Meirihluti borgarstjórnar Reykja- víkur hefur þrátt fyrir mótmæli Kaupmannasamtak- anna veitt Hagkaupi lóð undir mikla verzlunarbygg- ingu, sem á að rísa við hlið Morgunblaðshallar á bezta verzlunarsvæði í borginni. Kaupmannasamtök- in hafa réttilega bent á, að hér sé um alveg ótímabæra fjárfestingu að ræða, því að nóg sé fyrir af verzlunum í höfuðborginni. Þrátt fyrir það mun þessari verzlunarbyggingu verða flýtt, og bankarnir heimila fyrirtækinu mikla erlenda lántöku vegna kaupa á innréttingum. Það er ekki nýtt, að samvinnuhreyfingin verði fyrir slíkum skipulögðum árásum. Danskir kaupmenn keyptu Morgunblaðið á sínum tíma til að vera málgagn skipulagðra árása á samvinnuhreyfinguna. Mbl. er enn í dag trútt því hlutverki, sem hinir dönsku kaupmenn völdu því. Samvinnuhreyfingin er því ekki óvön slíkum árásum. Hún hefur staðizt þær til þessa og mun gera það enn. Árásunum hefur verið mætt með því að halda áfram sókn fyrir betri verzlunarháttum. Einka- reksturinn hefur orðið að fylgjast með. Samkeppni þessara aðila er þjóðinni nauðsynleg, en hún þarf að vera heiðarleg, en því miður hafa ýms hulduöfl oft lagt meira kapp á miður vönduð vinnubrögð.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.