NT - 02.08.1984, Blaðsíða 23

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 23
■ Þeir félagar Gunnlaugur Jónasson og Jón Pétursson eru í 19. sæti af 28 keppendum eftir fyrsta dag siglingakeppninnar á ÓL. Sund á ÓL: Gullið streymir til Bandaríkjamanna ■ Bandaríkjamenn hirtu öll fimm gullverðlaunin sem í boði voru í sundkeppninni á ÓL í gær. Það var þó ekki án alls mótlætis því Kanadamenn kærðu sigur Rowdy Gains í ■ Bandaríkjamenn unnu frekar auðveldan sigur á Kan- adamönnum í öðrum leik sín- um í körfuboltakeppninni á ÓL. Lokastigin urðu 89-68. Það var Michael Jordan, sem kosinn var besti körfuknatt- leiksmaður bandarískra há- skóla, sem skoraði flest stig Bandaríkjamanna eða 20. Greg Wiltjer og Gerald Kazn- owski skoruðu 11 stig hvor fyrir 100 m skriðsundi og töldu að hann hefði þjófstartað. Al- þjóðasundsambandið vísaði kærunni á bug. Gains varð því sigurvegari en annar varð Ástralinn Mark Stockwell. Ga- Kanada. Kínverjar, sem töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum í sínum fyrsta leik, sigruðu Frakka auð- veldlega með 97 stigum gegn 49. í körfuknattleikskeppni kvenna unnu bandarísku og s-kórönsku stúlkurnar sína leiki. Þær bandarísku unnu áströlsku stúlkurnar 81-47 og S-Kórea vann Júgóslava 55-52. ins setti nýtt Ól-met synti á 49,80. Annað ÓL-met var sett í 400 m skriðsundi kvenna og var bandaríska stúlkan Tiffany Co- hen þar að verki. Hún sigraði í sundinu á 4:07,10 aðeins 0,72 sekúndum frá heimsmeti Trac- ey Wickhom frá Ástralíu sem hún setti 1978. Rick Cary heimsmethafi sigr- aði auðveldlega í 200 m bak- sundi en var jafnframt nokkuð frá sínu besta. Bandarískar stúlkur urðu í tveim fyrstu sætunum í 100 m baksundi kvenna og varð Ther- esa Andrews fyrst á 1:02,55 en Betsy Mitchell varð önnur á 1:02,63. Þá sigraði bandaríska sveitin í 4x100 m skriðsundi kvenna á 3:43,43. Bandaríkjamenn hafa nú unnið til 11 gullverðlauna í sundi. Körfuknattleikur á ÓL: Auðveldur sigur Bandaríkjamanna Fimmtudagur 2. ágúst 1984 23 íþróttir _ Sigiingar á ÓL: (slendingar í 19.sætiaf28 ■ Eftir fyrsta dag siglinga- keppninnar á Ólympíuleikun- um voru Gunnlaugur Jónasson og Jón Pétursson í 19. sæti af 28 keppendum í sínum flokki. Þeir voru með 25 refsistig, en V-Þjóðverjar voru í efsta sæti, hlutu ekkert refsistig í keppn- inni fyrsta daginn. Frakkar voru í öðru sæti með þrjú stig og Spánverjar í því þriðja með 5,70 stig. Siglingakeppnin stendur í sjö daga, en árangur sex bestu daganna er aðeins reiknaður. Kcppendur mega því eiga einn slakan dag. Gunnlaugur ogJón keppa í 470 flokki og fengu lánaðan keppnisbát í Banda- ríkjunum, því sinn eigin bát urðu þeir að skilja eftir heima. ÓL í handknattleik: Islendingar leika gegn Rúmenum í nótt - íslendingar hafa aðeins einu sinni unnið Rúmena í handknattleik - hvað gerist í nótt? ■ Annar leikur íslendinga í riðlakeppni Ólympíuleikanna í handknattleik verður í nótt og að þessu sinni verður att kappi við Rúmena. Rúmenar unnu Alsírbúa 25-16 í fyrsta leik sínum og eru óneitanlega sig- urstranglegrí en íslendingar eru til alls lfldr eftir jafnteflisleikinn við Júgóslava í fyrrakvöld. Þetta verður í 11. sinn sem fiessi landslið eigast við, en slendingar hafa aðeins unnið Rúmena einu sinni. Það var í fyrsta ieik liðanna á Heims- meistarakeppninni í Magde- burg árið 1958 og urðu loka- tölur þá 13-11. Einu sinni hefur orðið jafnt í Reykjavík árið 1971. Sá leikur var í undan- keppni HM og lyktaði honum 14-14. í hin átta skiptin hafa Rúmenar farið með sigur af hólmi, tvívegis með eins rnarks mun og einu sinni munaði tveimur mörkum. Síðast léku liðin á móti í borginni Schwerin í A-Þýskalandi árið 1982 og þá unnu Rúmenar 26-17. Það eru því liðin 26 ár frá því Rúmenar voru síðast lagðir af velli og því svo sannarlega kominn tími til að endurtaka þann leik. Bogdan Kowalzcyk landsliðsþjálfari, hefur lýst því yfir að einhverjar breytingar verði gerðar á liðinu frá leiknum gegn Júgóslövum. Þá hvíldu Guð- mundur Guðmundsson, Sigurður Sveinsson og Brynjar Kvaran og er líklegt að einhverjir þeirra verði með í leiknum í kvöld. Hvaða breytingar Bogd- an geri er þó ekki gott að segja, því allir íslensku landsliðs- mennirnir stóðu sig mjög vel gegn Júgóslövum. Islendingar leika svo gegn Japönum á laugardag, gegn Alsírbúum 6. ágúst og síðasti leikurinn verður gegn Sviss- lendingum 8. ágúst. Úrslit í handboltanum á þriðjudagskvöld urðu annars þessi: A-riöill Júgóslavía-Ísland 22-22 Sviss-Japan 20-13 Rúmcnía-Alsír 25-16 Siaðan í A-riðli er þessi: Rúmenía......... 1 1 0 0 25-16 2 ■ Siguröur Gunnarsson átti stórleik gegn Júgóslövum og skoraði átta mörk. Sviss ..........1 100 20-13 2 ísland ......... 1 0 1 0 22-22 1 Júgóslavia... 1 0 1 0 22-22 1 Japan........ 1 0 0 1 13-20 0 Alsír........ 1 0 0 1 16-25 0 B-nðill V-Þýskalsnd-Badaríkin 21-19 Uanmörk-Spánn 21-16 Svíþjóð-S-Kórea 36-23 Staðan í B-riðli er þessi: Svíþjóð.......1 1 00 36-23 2 Danmörk...... 1 1 0 0 21-16 2 V-Þýskaland ... 1 1 0 0 21-19 2 Bandaríkin .... 1 0 0 1 19-21 0 Spánn ..........1001 16-21 0 S-Korea ........ 1 0 0 1 23-36 0 Næstu leikir á ÓL verða svo í kvöld eins og fyrr getur. Þá keppa í A-riðli Rúmenía- ísland, Júgóslavía-Japan og Sviss-Alsír og í B-riðli leika Danmörk-S-Kórea, V-Þýska- land-Spánn og Svíþjóð-Banda- ríkin. Knattspyrna á ÓL: Italir í úrslit ■ ítalir urðu fyrstir til að komast í úrslit í knattspyrnu- keppninni á ÓL. Þeir sigruðu Bandaríkjamenn í gær með einu marki gegn engu. Það voru 63 þúsund áhorf- endur sem fylgdust með leikun- um á Rose Bowl leikvangnum og hvöttu heimaliðið til dáða. Ef Bandaríkjamönnum tekst að vinna Egypta í kvöld þá komast þeir áfram ásamt ítölum. Egyptar voru í stuði og sigr- uðu Costa Rica með fjórum mörkum gegn einu. Frakkar spiluðu gegn Norð- mönnum og unnu 2-1. Per Egil Ahlsen skoraði mark Norð- manna úr víti. Þá unnu Chile- búar Qatar með einu marki gegn engu og eru bæði Frakkar og Chile á barmi þess að kom- ast í úrslit. Fimleikar á ÓL: Bandarískt gull- Kína fékk silfrið ■ Eftir 80 ára biö unnu Bandaríkjamenn loks gull í sveitakeppni karla í fimleikum á Ólympíuleikunum á þriðju- dag. Bandaríska sveitin hlaut 591.40 stig. Kínverjar urðu í öðru sæti með 590.80 stig og Japanir komu næstir með 586.70 stig. Sjö sinnum sáu dómarar ástæðu til að gefa keppendum 10 í einkunn í sveitakeppninni, þar af fengu þrír Bandaríkja- menn og þrír Kínverjar 10. Bandaríkjamennirnir voru Mitch Gaylord, Bart Conner og Tim Daggett og Kínverjar voru Tong Fei, Li Ning og Lou Yun. Þá fékk Japaninn Shinji Morisue 10 í einkunn. Sportvöruvers/un Póstsendum Ingó/fs Óskarssonar Klapparstig 44 — simi 10330 —11783 PUMA SPEEDER Stærðir 25-35 kr. 632,- 31/2-6 kr. 653,- 6V2-11 kr. 675.- Léttir og liprir skór m/frönskum lás. GONGU- OG HLAUPASKÓR M/frönskum lás PUMALABI Stærðir 6V2-HV2 kr. 2.135.-. Frábærir hlaupaskór einir þeir allra bestu frá PUMA.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.