NT - 02.09.1984, Síða 3
Sunnudagur 2. september 1984
3
Klám á
Lögreglustöðinni
■ Okkur brá illilega í brún
þegar okkur barst þessi ljós-
mynd í hendur. Getur það
verið að það viðgangist eitt-
hvert stripplerí á vegum lög-
reglunnar. Hvert er siðferðið í
landinu komið? Er maður
hvergi hultur fyrir guðlöstur-
um og klámkjöftum og það
inni á gafli hjá sjálfri lögregl-
unni. Og löggan, situr bara og
les í blaði og glottir við
skemmdan jaxlinn. Læknis-
skoðun hjá kvenlögreglunni,
nei, það getur ekki verið.
Pegar nánar var rýnt í mynd-
ina kom senr betur fer í ljós að
hér var um útlendinga að ræða.
Já, auðvitað þetta gat nú varla
verið. Nýbúið að dæma í Speg-
ilsmálinu og Þór loksins orðinn
ánægður og svo þetta. Nei,
það gat barasta ekki staðist.
Nei, nei, myndin er frá
London og það er safnvörður
á listasafni þar í borg sem er að
kíkja þarna i blaðið sitt. Mann-
skapurinn í kringum hann eru
gínur sem notaðar höfðu verið
í einhverjar uppstillingar.
Sem sagt hvorki klánr né
guðlast og ekkert vesen.
Mönnurn kann að þykja undarlegt,
að slíkt skuli tekið fram sérstaklega,
en á því er þó íull þörf. Starfsfólkið
sem viinn á deildinni var fiést samtaka
um að gcra sjúklingunum Itfið sem
bærilegast. Hinsvegar haga.ði yfir-
stjórn Kleppspítala sér þanmg gagn-
vart þeim. að það duldist jafnveli ekki
sjóndöprustu mönnum að þar á bæ
var litið á gcðsjúklinga sem skynlaus-
ar skepnur. Skulu hér nefnd nokkur
dæmi í þeirri veiku vonvað það geti
orðið fólki til umhugsunar.
1. Deildarlæknirinn var í I0%
vinnu á deildinni. Það þýðir væntan-
lega að honum bar að vera þar fjórar
stundir á viku. Hinsvegar lét hann
sjaldan sjá sig oftar en einu sinni í
viku þverri og þótti það tíðindum
sæta ef hann staldraði við í háiftíma.
2. Einhversálfræðingurvarskráður
í hlutastarf á deildinni Hann sást
aldrei þann tíma sem ég starfaði þar,
enda var engum sem á deildinni
starfaði, kunnugt um nafn hans, auk
heldur meir.
3. Félagsráðgjafi, sem þáði laun
fyrir að liðsinna sjúklingum, lét þá
algjörlega afskiptalausa. Aftur á móti
ómakaði hann sig tvisvar eða þrisvar
við það að halda fyrirlestra yfir starfs-
fólki í skandinavískum stíl.
4. Skömmu eftir að fólk hóf störf á
Kleppspítalanum, var það sent á
námskeið, sem er svo sem gott og
blessað. Hitt er öllu lakara að á
þessum námskeiðum gekk vart á
öðru, en látlausum tilraunum til þess
að -fcgra mynd stofnunarinnar.
Reyndist oft erfitt að halda sér vak-
andi undir þessu ranghugmyndarugli
fræðanna og mistókst stundum með
öllu.
5. Flutningur sjúkllnga milli deilda
var talinn þcim jafn óviðkomandi og
það hvort einhver stangaði úr tönnum
scr austur í Shanghai. Oft var nauð-
synlpgt að færa sjúklinga á aðrar
deildir meðan hvað verst stóð á fyrir
þeim, eða jafnvel á almenn sjúkra-
hús, og þá vitanlega sökum líkam-
,legra kvilla. Að slfítu var þó ekki
hlaupið sökum yfirgengilegs skrifræð-
is. Hinsvegar átti yfirlæknir spítalan's
það til að póstsenda sjúklinga tvist og
bast, án þess svo nrikið seni líta á þá,
eða eyða sínum dýrmæta tíma í það,
að spyrja deildarhjúkrunarkonuna
hvort einhver ástæða væri til að flytja
viðkomandi sjúkling. Vonandi þ^rf
ekki að tiunda það, hvílík áhrif sltkir
hreppaflutningar gátu haft á sjúk-
linga.
Þessu spjalli er ekki ætlað að vera
úttekt á ástandinu á Kleppspítala og
útibúum hans. Slíkt verk bíður betri
tíma. En á meðan gætu þeir scm
Kleppi stjórna velt því fyrirsér, hvort
þeir teljist til lækna eða búkgeymslu-
manna.
Að lokum skal það sérstaklega
undirstrikað, að á Kleppi eru til
ánægjulegar undantekningar frá þess-
ari vélrænu framkomu gagnvart sjúk-
lingum. En því miður lítum við, sem
þetta land byggjum. ekki á „krónískar"
gcðdeildir sem sjúkrastofnanir, held-
ur sem sóttkví fyrir fólk sem raskar
ró okkar.
Þvf er vart von á góðu.
Pjetur Hafstein Lárusson
Þegar Lesley Watson og Gericomplex leggja saman
"kiafta"sínar þarf ekki að spyrja að leikslokum:
Sigur í Reykjavík Maraþon!
Þaö hefur varla fariö fram hjá neinum, sem fylgjast meö
íþróttum, aö breska hlaupadrottningin Lesley Watson fór
meö sigur af hólmi í kvennaflokki í Reykjavík Maraþon
sem fram fór 26. ágúst s.l.
Sporlétt og spræk hljóp hún hiö rúm-
lega 42ja kílómetra langa hlaup í rign-
ingunni, á vel innan viö þremur
klukkustundum.
Eitt grundvallaratriöa í æfinga- og
keppnisskipulagi hennar er neysla
Gericomplex.
Fáöu bækling um Gericomplex hjá
okkur eöa í næsta apóteki.
eilsuhúsið
Skólavöröustíg 1 Sími: 22966 101 Reykjavík.