NT - 09.11.1984, Blaðsíða 6
Vettvangur
Föstudagur 9. nóvember 1984 6
Afkomumál sjávarútvegsins:
Frelsi hinna fáu til
að knésetja hina mörgu
Ræða Björgvins Jónssonar útgerðarmanns á Fiskiþingi
■ Björgvin Jónsson
■ Ég ætla að fara hér nokkr-
um orðum, um afkomu fisk-
veiða og vinnslu á þessu ári og
horfur á næsta ári. Það sem ég
segi hér er fyrst og fremst
almennt rabb, sem að litlu
leyti er stutt tölum.
Meðferð talna er orðin svo
gáleysileg og aftur eru tölur
notaðar að geðþótta. Nægir
þar að nefna nýjasta dæmið,
þar sem 30 daga verkfall er
allstaðar nefnt 27 daga
verkfall. Þrátt fyrir nær helm-
ings samdrátt í þorskveiðum
frá því þær voru mestar, um og
uppúr 1980, þá verður árið í
ár, að teljast til hinna miklu
aflaára. Eins og horfir nú eru'
líkur á að þetta verði eitt af 5
mestu aflaárum í sögu þjóðar-
innar. Aflinn 1. nóvember
verður nálægt 1.100.000 tonn-
um og yfir 500.000 tonnum
meiri, en á sama tíma 1983.
Verðmæti útfluttra sjávar-
afurða nam 10.752.000 millj-
ónum króna fyrstu 8 mánuði
þessa árs og var nær tveimur
milljörðum meiri enn á sama
tíma s.l. ár.
Á þessum tímabili nemur
útflutningur sjávarafurða 73%
af heildarútflutningi lands-
manna sem nam 14.713 millj-
ónum á sama tíma. Munar hér
vitanlega mest um loðnuna.
Sá fiskistofna virðist vera í
nokkúð góðu ástandi og eru
miklar vonir bundnar við veið-
ar úr honum á næsta og jafnvel
næstu árum.
Hvað fiskveiðar áhrærir að
öðru leyti, má segja að stór-
aukin veiði á úthafsrækju, mik-
il aukning á skelfiskveiðum og
nýting kolastofnanna við land-
ið séu merkustu nýjungarnar.
Árangur þessara veiða bætir að
nokkru þann rekstrarvanda
sem skapast hefur vegna stór-
minnkandi þorskveiða. Okkur
ber að þakka sjávarútvegsráð-
herra fyrir þá víðsýni sem hann
hefur sýnt og þá forystu sem
hann hefur veitt um nýtingu
þessara fiskstofna. Ég hygg að
í framtíðinni eigi þetta framtak
eftir að færa íslensku þjóðinni
ómældan auð og meðal annars
auðvelda okkur að mun
skynsamlega nýtingu þorsk og
ýsustofnanna.
í framtíðinni mun þó ársins
1984 örugglega fyrst og fremst
verða minnst sem ársins þegar
kvótar voru alfarið notaðir við
stjórnun fiskveiða. Margir
spáðu illa fyrir þessu kerfi og
þá alveg sérstaklega því mikla
valdi sem látið var í hendur
sjávarútvegsráðherra. >
Ég er einn að þeim sem leit
á þetta kerfi sem hreint neyð-
arúrræði og átti von á verulega
meiri erfiðleikum en fram
hafa komið. Að mínu mati
hafa framsöl aflakvóta sniðið
af þessu verstu gallana. Vafa-
laust greinir okkur á um þetta,
það er bara mannlegt. Um hitt
getum við allir verið sammála
að sjávarútvegsráðherra hefur
ekki misnotað það vald sem
honum var falið.
Hvorug þessara staðreynda
breyta því að kvótar eru neyð-
arúrræði sem að við verðum að •
komast frá, eins fljótt og
mögulegt er. Við megum ekki
undir neinum kringumstæðum
festast í þessu kerfi til fram-
búðar. Það virkar þegar til
lengri tíma er litið sem hag-
hemill og ber í sér mikla hættu
á spillingu. Þegar á næsta ári
be.r okkur að fækka botnfisk-
tegundum i kvóta, eins mikið
og mögulegt er. Vandlega þarf
líka að huga að því hvort unnt
er nú þegar að finna skilvirkara
kerfi við stjórnun botnfisk-
veiða.
Þegar á heildina er litið má
segja að þegar aflamagn, og
verðmæti á föstu verðlagi eru
metin þá hafi fiskveiðar í ár
verið mjög hagstæðar íslensku
þjóðinni. Útflutningsverðmæti
sjávarafurða á föstu verðlagi
mun hafa aukist um 11% á
fyrstu átta mánuðum ársins.
Mikil kjaraskerðing
hjá sjómönnum
Kem ég þá að því máli'
sjávarútvegsins sem einna ugg-
vænlegast er um þessar
mundir. Það eru samningar
við sjómenn. Við erum allir
það sanngjarnir að viðurkenna
að kjör sjómanna hafa stór-
versnað vegna aflabrests á
þorskveiðum og óhugnanlegr-
ar dýrtíðaraukningar í öllu sem
að fiskveiðum snýr. Að útgerð
og fiskvinnslu frátalinni hafa
engir orðið meira fyrir þessari
kjaraskerðingu en sjómenn.
í þeim erfiðu samningum
* semfyrirdyrumstanda.verður
íslenska þjóðin öll sem einn
maður að gera það upp við sig
hvers hún metur störf sjó-
mannastéttarinnar, sem á há-
tíðarstundum er nefnd hetjur
hafsins.
Útgerðinni í landinu er því
miður sniðinn svo þröngur
stakkur að hún getur ekkert
umtalsvert af hendi látið, án
þess að það renni beint út í
verðlagið, með þynningu
gjaldmiðilsins. En fleira er
matur enn feitt kjöt og ólíkt
væru sjómenn betur settir, ef
kjarabætur þeim til handa yrðu
í því formi að þær brynnu ekki
upp í óðaverðbólgu eða yrðu
kveikja að nýrri kjarabaráttu
annarra stétta.
Sjómenn njóta lítils af hinni
marglofuðu samneyslu allra
annara þegna þjóðarinnar. Ég
tel raunhæfustu leiðina til að
bæja kjör sjómanna vera að
játa þessa staðreynd. Bæjar-
félög ættu að sameinast um að
lækka útsvarsprósentu af tekj-
um sjómanna og ríkisvaldið á
að veita þeim verulega lækkun
tekjuskatta umfram það sem
þeir njóta nú.
Síðan á samfélagið að efla
að miklum mun lífeyrissjóð
sjómanna. Þeir eiga þetta allt
ínni hjá íslensku þjóðinni.
Ef í tíma verður tekið til
svona ráða, þá óttast ég ekki
illvígar vinnudeilur. Annars
stöndum við fyrir framan mjög
alvarlega vinnudeilu sem getur
valdið enn frekari röskun á því
jafnvægi sem var að nást á fyrri_
helmingi þesa árs, meðan ríkis-
stjórnin var markmiðum sín-
um trú.
Á þessu. ári hefur verið
unnið að skuldbreytingu hjá
útgerð og vinnslu og tímabund-
ið lækkuðu vextir Fisk-
veiðasjóðs í 4%. Við skulum
vona að þetta verði til góðs, ef
við lítum til lengri tíma. Þessar
aðgerðir rýra verulega eigin-
fjárstöðu Fiskveiðasjóðs, að
auki er svo nokkuð erlent
lánsfé til ráðstöfunar í þessu
skyni vegna lausaskulda við
þjónustuaðila. Hér er fyrst og
fremst verið að dreifa tap-
rekstri margra undangenginna
ára yfir á framtíðina. Nýjar
tekjur eru ekki til staðar í
þessu skyni til að greiða
hallann. Áð auki hefur svo
eignum og tekjum Aflatrygg-
ingasjóðs verið dreift á allan
landaðan afla.
Þessi aðferð orkar vægast
sagt tvímælis. Ég tel Aflatrygg-
ingasjóð vera eina af þeim
stofnunum sem eru árangur
þess að við höfum lært að lifa
með landinu okkar.
Allherjar aflabrestur getur
alltaf orðið á einstökum veið-
um og í einstökum verstöðv-
um. Þá verður að vera til
sjóður eins og þessi. Þessari
ákvörðun verður að breyta,
það er mannlegt að skjátlast.
Ég tel að ákvörðun um þetta
mál eigi að taka nú á haust-
þingi. Þessu til stuðnings get
ég bent á að Þjóðhagsstofnun
telur að þetta kerfi sem nú er í
gildi muni vanta 458 milljónir
króna í árslok 1985, umfram
markaðar tekjur Aflatrygg-
ingasjóðs. Kerfið sem hér er
við lýði er því sjálfdautt, hvort
sem er.
Ekkert annað en aukin hlut-
deild fiskveiðiflotans í þeirri
þjóðarköku sem til skipta er
getur bjargað fjárhagslegu ■
hruni verulegs hluta sjávarút-
vegsfyrirtækja.
Við fengum þann boðskap
hér í gær, að ekki er ástæða til
að ætla að aukinn afli bæti þar
um á næstunni.
Afurðasala og afurðaverð
Öllum er okkur kunn hörm-
ungarsaga skreiðarinnar eftir
að Nigeríumarkaðurinn lokað-
ist. Tjón framleiðanda er orðið
mjög mikið og mörg fyrirtæki
riða til falls vegna þessa. Næstu
daga verða framleiðendum
greiddar út eftirstöðvar verð-
jöfnunarsjóðs nálægt 84 millj-
ónum króna. Velvilji er hjá
stjórnvöldum til að efla sjóð-
inn verulega, eftir að skulda-
mál Nigeríumanna liggja ljósar
fyrir, væntanlega í þessum
mánuði. Binda framleiðendur
miklar vonir við þessi fyrirheit.
Að öðru leyti má segja að
markaðsmál sjávarafurða séu
í nokkuð góðu lagi. Við getum
ekki endalaust flutt út alla
okkar innanlandsóreiðu og
getum ekki ætlast til þess að
allar okkar afurðir hækki
stöðugt í verði.
íslensku sölufyrirtækin í
Bandaríkjunum hafa á þessu
ári haldið að mestu markaðs-
aðstöðu sinni og haldið uppi
áframhaldandi verulega hærra
verði á gæðafiski en aðrar
þjóðir ná.
Það væri verðugt efni i dokt-
orsritgerð að rannsaka hvað
þessi fyrirtæki sem og önnur
sölusamtök okkar í sjávarút-
vegi, hafa fært þjóðinni í
auðæfum umfram önnur sölu-
kerfi, á undangengnum ára-
Sjötugur
Vilhjálmur á Brekku
Vilhjálmur Hjálmarsson á
Brekku er orðinn sjötugur. Já
tíminn líður hratt. Mér finnst
Vilhjálmur frændi minn síung-
ur, ekki síst í anda. En þetta
kallast ekki hár aldur nú til
dags.
Vilhjálmur var fæddur á
höfuðbólinu Brekku í Mjóa-
firði og hefir átt þar lögheimili
allan sinn aldur. Foreldrar
hans voru Hjálmar, f, 1887,
útvegsbóndi Vilhjálmssonar
útvegsbónda og hreppstjóra á
Brekku Hjálmarssonar og
konu hans Stefaníu, f. 1879,
Sigurðardóttur, útvegsbónda
og hreppstjóra á Hánefs-
stöðum í Seyðisfirði, Stefáns-
sonar frá Stakkahlíð í Loð-
mundarfirði. Vilhjálmur er
því austfirðingur í húð og hár.
Brekkuheimilið hefir jafnan
verið myndar- og rausnarheim-
ili. Húsakynni með því besta
sem gerist til sveita. Stefanía á
Brekku gerði glæsilegan skrúð-
garð við íbúðarhúsið og upp úr
aldamótum var lækurinn virkj-
aður og þar hefir verið rafmagn
síðan.
Vilhjálmur ólst því upp við
góð skilyrði á fjölmennu
menningarheimili, þótt hann
væri einkabarn. Á þessum
árum var Mjóifjörður albyggð-
ur. Eins og þá var siður gekk
Vilhjálmur að öllum verkum,
vandist bæði sveita- og sjávar-
störfum frá barnæsku. Það
varð honum haldgott veganesti
í stjórnmálunum. í þá tíð lá
alls ekki beint við, að ungt fólk
a.m.k. á Austurlandi gæti auð-
veldlega gengið menntaveg-
inn. Vilhjálmur fór í Héraðs-
skólann á Laugarvatni og lauk
prófi þaðan með hæstu eink-
unn vorið 1935. Frábærar
námsgáfur hans komu snemma
í Ijós. Hann var bókelskur og
mundi flest sem hann las. Síð-
an snéri Vilhjálmur sér að
búskapnum á Brekku, fyrst
með föður sínum og föður-
bróður og síðan með Sigfúsi
syni sínum. Arið 1936 kvæntist
hann ágætri konu Margréti
Þorkelsdóttur verkamanns á
Seyðisfirði Björnssonar og
Helgu Ólafsdóttur. Þau Vil-
hjálmur eignuðust fimm börn.
Elstur er Hjálmar, fiskifræð-
ingur í Reykjavík, kvæntur
Kolbrúnu Sigurðardóttur, en
þau eiga fjögur börn. Þá er
Páll skipstjóri á Seyðisfirði
kvæntur Kristínu Gissurar-
dóttur og eiga þau fimm börn.
Þá er Sigfús bóndi á Brekku og
hreppstjóri kvæntur Jóhönnu
Lárusdóttur, en þau eiga
fjögur börn. Yngstur bræðr-
anna er Stefán, matvælafræð-
ingur á Akureyri, kvæntur
Helgu Frímannsdóttur og eiga
þau tvö börn. Þá er dóttirin
Anna gift Garðari Eiríks-
syni. Þau eru búsett á Selfossi
og eiga tvö börn.
Þetta er myndarlegur hópur
af dugmiklu fólki, en afkom-
endur Vilhjálms og Margrétar
eru samtals 22.
Jafnframt búskapnum
kenndi Vilhjálmur við barna-
skólann árin 1936-1947 og síð-
an skólastjóri frá 1956-1967.
Vilhjálmur var áhugasamur
bóndi og hafði áhuga á nýjung-
um og vann við jarðvinnslu-
störf vor og haust. Þá var hann
verkstjóri við Vegagerð og rak
með öðrum síldarsöltun í
Mjóafirði árið 1964-1970. Vil-
hjálmur var lengi ristjóri
Austra ásamt Kristjáni heitnum
Ingólfssyni. Vilhjálmur hefur
því lagt gjörva hönd á margt