NT - 09.11.1984, Blaðsíða 13
El'
Sjónvarp sunnudag kl. 21.40:
Nú kveðjum við Marco Polo
■ Sunnudagskvöldið kl.
21.40 verður sýndur í sjón-
varpinu lokaþáttur ítalska
framhaldsmyndaflokksins um
Marco Polo. Það er fjórði
þáttur, en sjónvarpsáhorfend-
ur hafa undanfarin sunnudags-
kvöld dvalist í Asíu í meira en
klukkustund með Marco Polo
og mönnum hans við hirðveisl-
ur, bardaga og ævintýri.
Leikarinn Ken Marshall í aðal-
hlutverki vann sér mikla frægð
með leik sínum í þessum
þáttum. Leikstjóri er Giulino
Montaldo. Þýðandi er Þor-
steinn Helgason.
■ Leikarinn Ken Marshall í
hlutverki sínu í Marco Polo
Sjónvarp laugardag kl. 19.25:
Bróðir minn Ljónshjarta
2. þáttur um bræðurna Karl og Jónatan
■ Nú fáum við að sjá 2. þátt af fimm í sænska myndaflokknum
eftir sögu Astrid Lindgren: Bróðir minn Ljónshjarta.
Söguna þekkja margir, bæði af bókinni sem komið hefur út á
íslensku í þýðingu Þorleifs Haukssonar, og útvarpslestri, en
bókin var lesin fyrir nokkrum árum í útvarpinu.
Sagan segir frá drengum Karli, sem finnur Jónatan, eldri
bróður sinn, að loknu þessu jarðlífi á öðru tilverustigi, sem um
margt minnir á miðaldaheim riddarasagna.
Aðalhlutverk leika Staffan Götestam og Lars Söderdahl, en
leikstjóri er Olle Hellbom. Þýðandi er Jóhanna Jóhannsdóttir. ■ Bræðurnir Karl og Jónatan hittast „hinum megin“
Útvarp laugardag kl. 21.45:
Síðasti einvaldurinn
- aðsinnia.m.
■ í sumar hafa verið vikulega
á dagskrá útvarps þættir sem
nefndir hafa verið Einvaldur í
einn dag. í hverjum þætti hefur
einhver einstaklingur greint
frá því, hvernig hann myndi
beita valdi sínu, ef hann fengi
að vera einvaldur í einn dag og
hafa þar vafalaust komið fram
margar góðar og áhugaverðar
hugmyndir - sumar jafnvel til
eftirbreytni. Umsjón með þátt-
unum hefur Áslaug Ragnars
haft.
í kvöld kl. 21.45 er síðasti
þátturinn, að sinni a.m.k. og
að þessu sinni er það Guðný
Guðmundsdóttir, sem lýsir
því fyrir hlustendum, hvernig
k.
hún myndi stjórna, ef hún væri
einráð í einn dag.
Guðný er eigin atvinnurek-
andi. Hún rekur lítið fyrirtæki,
sem flytur inn heilsuvörur fyrir
húðina. Þann atvinnurekstur
hefur hún þó ekki stundað
lengi, en eftir 22ja ára húsmóð-
urstarf og nám í Öldungadeild-
inni jafnframt síðustu árin,
sem lauk með stúdentsprófi,
skellti hún sér út í viðskipti,
enda börnin þá uppkomin.
En þó að starfsdagur Guðn-
ýjar hafi oft verið langur, hefur
hún sinnt fleiru. Hún hefur
mikið starfað að félagsmálum,
síðustu árin aðallega í tengsl-
um við BPW (Business and
Professional Women), en sá
félagsskapur er alþjóðlegur,
starfar í 70 löndum. Hér á
landi er einn klúbbur starfandi
og er hann ekki nema 5 ára, en
BPW á sér þó langa sögu, t.d.
er bandaríska alríkissamband-
ið stofnað 1911. í BPW eru nú
starfandi þúsundir kvenna.
„Og svo er ég líka kvennalista-
kona, hef starfað þar mikið,“
segir Guðný.
En þó að Guðný hafi komið
víða við hefur hún látið alveg
undir höfuð leggjast að leggja
stund á tónlistarnám. „Ég spila
bara á grammófón," segir hún,
en ókunnugir eiga það til að
rugla henni saman við nöfnu
■ Guðný Guðmundsdóttir er
vön að skipuleggja sinn dýr-
mæta tíma vel og hrinda hlut-
unum í framkvæmd. Það eru
vafalaust hæflleikar, sem
kæmu einvaldi vel.
NT-«y»4.Ár»i Bjana
sína, konsertmeistara Sinfón-
íuhljómsveitar íslands.
Það verður vafalítið fróðlegt
að heyra hugmyndir þessarar
atorkukonu um hvernig hún
færi að, ef hún fengi öllu að
ráða í einn dag.
Föstudagur 9. nóvember 1984 J3
Útvarp sunnudag kl. 10.25:
Einar Karl Haraldsson:
„Þeir sem leggjast
í Sturlungu bíða
þess aldrei bætur“
■ í fyrravetur skemmti Einar
Karl Haraldsson útvarpshlust-
endum með því að fjalla um
Njálu frá ýmsum sjónarhorn-
um. Nú er röðin kornin að
Sturlungu, og hefst ný þáttaröð
um hana í útvarpinu á sunnu-
dagsmorgun kl. 10.25.
„Þetta er hugsað fyrst og
fremst sem framhald af þessari
tilraun, að viðhalda spjalli
manna á meðal um okkar bók-
menntir frá gamalli tíð, bæði
íslendingasögur og samtíma-
bókmenntir á 13. öld,“ segir
Einar Karl, „og Sturlunga, eða
sú bók sem kallast Sturlunga,
safnrit, er dálítið erfið yfir-
lestrar. En hins vegar þeir,
sem komast inn í þann heim,
verða mjög hugfangnir af
honum, og þetta er endalaust
viðfangsefni. Menn fara að
velta fyrir sér sögunni, þessari
miklu átakasögu og endalok-
um þjóðveldisins og átökum
manna af persónulegum
tengslum. Menn, sem hafa
lagst í Sturlungu, hafa ekki
beðið þess bætur.
Það má líka líta á þessa bók
sem kennslubók í stjórnmála-
fræði, hvort sem það er góð
lesning eða ekki! Um þetta
ætla ég að fá menn til að
spjalla. Ég á von á að þetta
verði bæði bókmenntaspjall og
um sagnfræði og persónur. Þá
ætla ég að láta hlustendur og
það, sem ég verð vísari á
meðan ég er að vinna þessa
þætti, ráða dálítið ferðinni,
þannig að þetta verði ekki nein
einstefna af minni hálfu, held-
ur endurspegli þannig það sem
menn hafa áhuga á að ræða
um Sturlunga og Sturlungu.
Ég rek þetta eins og áður sem
■ Einar Karl Haraldsson
fréttamaður en ekki sem vís-
indamaður."
Einar Karl kvaðst hafa orðið
var við mikil og góð viðbrögð
við Njáluþáttunum í fyrra. Það
hefði verið góður hlustenda-
hópur, sem fylgdist með þeim.
„Ég held að sá hópur sé afar
fjölbreyttur, sem betur fer.
Það er ekki hægt að segja að
það sé nein ein manntegund
eða stétt, sem hefur áhuga á
þessum hlutum.
Og áhuginn á þessum bók-
menntum er alls ekki dauður.
að vísu mælir maður ekki,
hvað þetta er almennt. En
þeir, sem komnir eru á
bragðið, þeir víkja ekki af
þessum slóðum. Ef þeir einu
sinni komast á sporið, þá halda
þeir sig á þessari slóð,“ segir
Einar Karl.
Laugardagur
10. nóvemnber
7.00yeöurfregnir. Fréttir. Bæn.Tón-
leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25
Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Halla
Kjartansdóttir talar
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón-
leikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ.
Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir). Óskalög sjúk-
linga, frh.
11.20 Eitthvað fyrir alla. Sigurður
Helgason stjórnar þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Her-
mann Gunnarsson.
14.00 Hér og nú Fréttaskýringaþáttur
i vikulokin.
15.15 Úr blöndukútnum Sverrir Páll
Erlendsson (RÚVAK)
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 íslenskt mál Jón Aöalsteinn
Jónsson sér um þáttinn.
17.10 Ungversk tónlist - 1. þáttur
Umsjón: Gunnsteinn Ólafsson.
Lesari með honum: Áslaug Thor-
lacius.
17.55 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 „Úthverft brim um allan sjó“
Stefán Jónsson flytur frásöguþátt.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Ævintýri úr Eyjum“ eftir Jón
Sveinsson. Gunnar Stefánsson les
þýðingu Freysteins Gunnarsson
(2).
20.20 Ameríkumaður í París Hljóm-
sveitarsvíta eftir Georges
Gershwin. Hátiðarhljómsveit
Lundúna leikur; Stanley Black stj.
20.40 Austfjarðarrútan með við-
komu á Eskifirði. Umsjón: Hildur
Torfadóttir.
21.15 Harmonikuþáttur Umsjón:
Högni Jónsson.
21.45 Einvaldur í einn dag Umsjón:
Áslaug Ragnars
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Uglan hennar Mínervu
Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason.
23.15 Létt sígild tónlist
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
24.00 Naeturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
Sunnudagur
11. nóvember
8.00 Morgunandakt Séra Jón Eín-
arsson flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Léttt morgunlög Þjóðlög frá
Grikklandi, Póllandi og (talíu sung-
in og leikin.
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar a. Preludí-
um og fúga i g-moll eftir Johann
Sebastian Bach. Michel Capuis
leikur á orgel. b. Sinfóniskar etýður
op. 13 eftir Robert Schumann.
Jean-Paul Sévilla leikur á píanó. c.
Gitarkonsert í a-dúr op. 72 eftir
Salvador Bacarisse. Narciso Yep-
es leikur með Sinfóníuhljómsveit
spænska útvarpsins; Pdón Alonso
stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Stefnumót við Sturlunga
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
11.00 Messa í Laugarneskirkju á
kristniboðsdegi. Séra Kjartan
Jónsson predikar, séra Jón Dalbú
Hróbjartsson þjónar fyrir altari.
Organleikari: Sigríður Jónsdóttir.
Einsöngur: Elín Sigurvinsdóttir.
Hádegistónleikar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Glefsur úr stjórnmálasögu í
samantekt Sigríðar Ingvarsdóttur.
Þátturinn fjallar um Skúla Thor-
oddsen. Umsjón: Sigríður Ingvars-
dóttir og Sigríður Eyþórsdóttir.
14.30 Miðdegistónleikar Konsert í
C-dúr fyrir píanó, fiðlu, selló og
hljómsveit op. 56 eftir Ludwig van
Beethoven. Kyung-Wha Chung
leikur á fiðlu, Myung-Wha Chung
á selló Myung-Whun Chung leikur
á píanó og stjórnar Sinfóníuhljóm-
sveit útvarpsins í Baden-Baden.
(Hljóðritun frá tónleikum 16. mars
sl.)
15.10 Með bros á vör Svavar Gests
velur og kynnir efni úr gömlum
spurninga- og skemmtiþáttum út-
varpsins.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Um vfsindi og fræði. Vísindi
og sjálfstæði þjóðar. Halldór Guð-
jónsson kennslustjóri flytur sunnu-
dagserindi.
17.00 Tónleikar Suk-kammersveit-
arinnar. Josef Suk stjórnar og
leikur einleik á fiðlu ásamt Miroslav
Kosina. a. Konsert fyrir 2 fiðlur og
strengjasveit í a-moll op. 38 eftir
Anton Vivaldi. b. Konsert í G-dúr
fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Johann
Baptist Vanhal. c. Serenaða fyrir
strengjasveit í Es-dúr op. 6 eftir
Josef Suk.
18.00 Það var og... Út um hvippinn
og hvappinn með Þráni Bertels-
syni.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Eftirfréttir. Umsjón:Bernharð-
ur Guðmundsson.
19.50 „Gegnum frostmúrinn",
ljóð„ eftir Kristínu Bjarnadóttur.
Höfundur les.
20.00 Um okkur. Jón Gústafsson
stjórnar blönduðum þætti fyrir
unglinga.
21.00 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
21.40 að tafli. Stjórnandi: Jón Þ. Þór.
22.00 Tónlist.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Galdrar og galdramenn. Har-
aldur I. Haraldsson. (RÚVAK).
23.05 Djasssaga. JónMúliÁrnason.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Sunnudagur
11. nóvember
13:30-18:00 S-2 (sunnudagsþátt-
ur). Tónlist, getraun, gestir og létt
spjall. 20 vinsælustu lög vikunnar
leikin. Stjórnendur: Páll Þorsteins-
son og Ásgeir Tómasson.
Laugardagur
10. nóvember
24:00-0:50 Listapopp. Endurtekinn
þáttur frá Rás 1. Stjórnandi: Gunn-
ar Salvarsson.
00:50-03:00 Næturvaktin. Stjórn-
andi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
(Rásir 1 og 2 samtengdar kl 24:00 og
heyrist þá í Rás 2 um allt land.)
Laugardagur
10. nóvember
16.00 Hildur. Annar þáttur Endur-
sýning. Dönskunámskeið í tíu
þáttum.
16..30 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Enska knattspyrnan.
19.25 Bróðir minn Ljónshjarta.
Annar þáttur. Sænskur framhalds-
myndaflokkur f fimm þáttum, gerð-
ur eftir samnefndri sögu eftir Astrid
Lindgren. Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 f sæiureit Nýr flokkur - Fyrsti
þáttur. Breskur gamanmynda-
flokkur í sjö þáttum. Aðalhlutverk:
Richard Driers og Felicity Kendall.
John Good hefur fengi sig fullsadd-
an á starfi sínu, lífsgæðakapp-
hlaupinu og amstri borgarlffsins.
Hann ákveður að söðla um, sitja
heima og rækta garðinn sinn
ásamt eiginkonunni. Þýðandi Jóh-
anna Þráinsdóttir.
21.05 Hellsað upp á fólk. Þörður í
Haga. Fyrsti þátturinn i röð stuttra
viðtalsþátta sem Sjónvarpið lætur
gera, en f þeim er heilsað upp á
konur og karla viðsvegar um land.
I þessum þætti er staldra við í
túnfæti hjá Þórði bónda Runólfs-
syni i Haga í Skorradal, en um
hann orti Þorsteinn skáld Valdi-
marsson kvæði sem heitir einmitt
Þórður i Haga. Á veturna er Hagi
eina byggða bólið f innanverðum
dalnum og Þórður oft einangraður
vikum saman. Þótt hann sé að
nálgast nirætt er Þórður sprækur
eins og unglamb og lætur einver-
una ekkert á sig fá. Umsjón: Ómar
Ragnarsson. Myndataka: Ómar
Magnússon. Hljóð Sverrir Kr.
Bjarnarson.
21.35 Kagemusha. Japönsk verð-
launamynd frá æ1980. Höf. og
leikstjóri Akira Kurosawa. Aðal-
hlutverk: Tatsuya Nakadai, Tsu-
tomu Yamazaki og Kenichi Hagiw-
ara. Myndin gerist í Japan á 16.
öld en þá bjuggu Japanir við léns-
skipulag herstjóra og innanlands-
ófrið. Dæmdum þjófi er bjargað frá
henginu svo að hann geti tekið að
sér hlutverk deyjandi herstjóra
sem hann líkist mjög. Þýðandi
Jónas Hallgrímsson.
Sunnudagur
11. nóvember
16.00 Sunnudagshugvekja.
16.10 Óperutónleikar í Vínar-
borg. Tólf óperusöngvarar frá
ýmsum löndum, sem hluískarpast-
ir urðu í alþjóðlegri söngkeppni,
flytja aríur úr þekktum óperum og
taka við verðlaunum. Sínfóniu-
hljómsveit austurríska útvarpsins
leikur, Heinrich Bender stjórnar.
Kynnir er Peter Rapp. Þýðandi
Veturtiði Guðnason. (Evróvision -
Austurríska sjónvarpið).
18.00 Stundin okkar. Umsjónar-
menn eru Ása H. Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp-
töku: Valdimar Leifsson.
18.50 Hlé.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Sjónvarp næstu viku. Um-
sjónarmaður Magnús Bjarnfreðs-
son.
20.55 Glugginn. Þáttur um listir,
menningarmál og fleira. Umsjón-
armaður Sveinbjörn I. Baldvins-
son.
21.40 Marco Polo. Lokaþáttur. It-
alskur framhaldsmyndaflokkur í
fjórum þáttum. Þýðandi Þorsteinn
Helgason.
00.10 Dagskráriok.