NT - 09.11.1984, Blaðsíða 11
Fóstudagur 9. nóvember 1984 11
■ Lilja Þórisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir sem mæðgumar í leikríti Sveins Einarssonar
FJÖREGGIÐ.
Leikfélag Reykjavíkur:
■ Þama virðist allt vera í lukkunnar velstandi: Jóhann
Sigurðarson (gíslinn) ásamt nokkrum íbúum hússins þar sem
hann er geymdur: Guðbjörg Thoroddsen, Hanna María Karls-
dóttir, Guðmundur Pálsson og Guðrún S. Gísladóttir.
Fjögur leikrit um helgina
- Fjöreggið, Gísl, Félegt fés og Dagbók Önnu Frank
Gísl
■ Leikfélag Reykjavíkur
byrjar nú aftur sýningar á
tveim verkefnum frá síðasta
leikári: Fjöregginu eftir Svein
Einarsson og Gísl eftir Brend-
an Behan. Jónas Árnason
þýddi leikritið Gísl, leikmynd
gerði Grétar Reynisson, en
leikstjóri er Stefán Baldursson
Fyrsta sýningin á Gísl í vetur
var á fimmtudagskvöld, og var
hún jafnframt 50. sýningin á
verkinu, en það var sýnt við
miklar vinsældir s.l. leikár.
Leikritið gerist í hrörlegum
húshjalli í Dyflinni á írlandi
þangað sem írski lýðveldisher-
inn kemur með breskan her-
mann sem gísl. Fimmtán
leikarar koma fram í sýning-
unni, sem prýdd er fjölda söngv-
ara. Leikararnir sjálfir sjá um
allan flutning tónlistar undir
stjórn Sigurðar Rúnars Jóns-
■ Guðrún Kristmannsdóttir
sem Anna Frank.
sonar. Með stærstu hlutverk
fara: Gísli Halldórsson, Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir, Jó-
hann Sigurðarson, Guðbjörg
Thoroddsen og Hanna María
Karlsdóttir.
Þær breytingar hafa orðið á
hlutverkaskipan, að Jón Sigur-
björnsson og Soffía Jakobs-
dóttir hafa tekið við hlutverk-
um Mulleady og gleðikonunn-
ar Ropeen. Gísl verður sýnt á
sunnudagskvöld.
Fjöreggið
í kvöld, föstudagskvöld,
hefjast svo sýningar á leikriti
Sveins Einarssonar Fjöregg-
inu, sem frumsýnt var í vor.
Leikstjóri er Haukur J. Gunn-
arsson, en með stærstu hlut-
verk fara: Guðrún Ás-
mundsdóttir, Þorseinn Gunn-
arsson, Pálmi Gestsson, Lilja
Þórisdóttir, Gísli Halldórson
og Guðrún S. Gísladóttir.
Leikritið gerist á heimili vel
stæðrar Reykjavíkurfjölskyldu
á okkar dögum, þar sem unga
fólkið hefur aðrar skoðanir á
hlutunum en foreldrarnir og
reyndar koma fjórar kynslóðir
fram á sviðið í sýningunni, og
þar fléttar höfundur saman
gaman og alvöru. Leikendur í
sýningunni eru 15 talsins. Sig-
ríður Hagalín og Karl Guð-
mundsson hafa nú tekið við
tveimur hlutverka leiksins, frú
Sigríðar og Ófeigs veislugests.
Dagbók ónnu Frank
Á laugardagskvöldið er 5.
sýning á Dagbók Önnu Frank,
sem frumsýnt var um síðustu
helgi við afbragðsundirtektir.
Guðrún Kristmannsdóttir
leikur Önnu Frank, en alls
koma 10 leikarar fram í sýning-
unni. Leikstjóri er Hallmar
Sigurðsson.
Félegt fés
Á laugardagskvöldið er mið-
nætursýning á skopleiknum
Félegt fés í Austur-bæjar-
bíói. Leikstjóri er Gísli Rúnar
Jónsson. Með aðalhlutverk
fara: Aðalsteinn Bergdal,
Bríet Héðinsdóttir, Hanna
María Karlsdóttir, Þorsteinn
Gunnarsson, Kjartan Ragn-
arsson og Guðmundur
Pálsson.
■ Antóníó ásamt ástkonu
sinni, Lúsíu. Þau eru leikin af
Aðalsteini Bergdal og Hönnu
Maríu Karlsdóttur.
Þjóðleikhúsið:
Fyrstu s
á Milli s
■ í kvöld verður fyrsta
leiksýning Þjóðleikhússins eft-
ir verkfall á leikriti Ólafs
Hauks Símonarsonar Milli
skinns og hörunds. Næstu sýn-
ingar verða á morgun sunnu-
dagskvöld.
Milli skinns og hörunds er
þríleikur og voru tveir fyrstu
hlutamir frumsýndir á Listahát-
íð í sumar. Síðan bætti höf-
undur við einum þætti og í þeirn
mynd frumsýndi Þjóðleikhúsið
leikritið í haust.
Leikendur í Milli skinns og
hörunds eru Gunnar Eyjólfs-
son, Þóra Friðriksdóttir, Sig-
urður Sigurjónsson, Sigurður
Skúlason, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Helga E. Jónsdótt-
ir, Edda Backmann, Bryndís
Pétursdóttir, Margrét Guð-
mundsdóttir, Árni Tryggva-
son, Sigríður Þorvaldsdóttir og
Bessi Bjarnason.
Leikstjóri sýningarinnar er
Þórhallur Sigurðsson, leik-
mynd gerði Grétar Reynisson,
búningar eru eftir Önnu Jónu
Jónsdóttur, lýsingu annast Páll
Ragnarsson og hljóðmynd er
eftir Gunnar Reyni Sveinsson.
Sigurður Sigurjónsson í hlutverki sínu í Milli skinns og hörunds eftir Ólaf Hauk Símonarson.