NT - 09.11.1984, Blaðsíða 4
_ ITÍ7 Föstudagur 9. nóvember 1984 4
_ LlU Fréttir
Vesturland:
Revíuleikhúsið í Hafnarfirði:
Barnaleikritið
Litli Kláus
og Stóri Kláus
■ Revíuleikhúsið
frumsýndi barnaleikritið
Litli Kláus og Stóri Kláus
eftir H.C. Andersen í
Bæjarbíói í Hafnarfirði í
Ríkissáttasemjari:
Býdurtil veislu
■ Guðlaugur Þorvaldsson,
ríkissáttasemjari, varð 60 ára
þann 13. október síðastliðinn. í
tilefni afmælisins hefur hann
ákveðið að taka á móti gestum
í veitingahúsinu Hrafninum að
Skipholti 37 kl. 16-19 á sunnu-
dag 11. nóvember, sjálfan
vopnahlésdaginn.
gær við góðar undirtekt-
ir.
Með helstu hlutverk
fara Júlíus Brjánsson,
Þórir Steingrímsson,
Guðrún Alfreðsdóttir,
Margrét Ákadóttir, Sól-
veig Pálsdóttir, Guðrún
Þórðardóttir, Bjarni Ing-
varsson og Ólafur Örn
Thoroddsen. Leikstjóri
er Saga Jónsdóttir.
Baldvin Björnsson sér
um leikmynd. Jón Ólafs-
son annast tónlist og
leiktextar eru gerðir af
Karli Ágústi Úlfssyni.
Uppselt á Megas!
■ Magnús Þór Jónsson, alias Megas, er með sína fyrstu
opinberu tónleika, eftir margra ára hlé frá sviðsljósinu, í
Austurbæjarbíói í kvöld og er þegar uppselt á þá. Enn er
ekki vitað hvort sjóið verður endurtekið, en Ijóst er að það
verður ekki þessa helgina.
11 bjargað úr
brennandi húsi
í samæfingu björgunarsveitanna
menn, sem höfðu verið á 10
daga námskeiði í björgun úr sjó
í Skotlandi. Loks var haldið
erindi um skyndihjálp.
Guðmundur Finnsson, um-
dæmisstjóri SVFÍ á Vestur-
landi, sagði í lok samæfingar-
innar, að hann væri mjög
ánægður með framkvæmd
hennar, sem var undir stjórn
björgunarsveitanna Oks og
Heiðars. Taldi Guðmundur, að
æfing sem þessi væri starfi
Slysavarnafélagsins til fram-
dráttar.
Alls tóku um 100 manns frá
björgunarsveitunum 12 þátt í
samæfingunni og auk Guð-
mundar Finnssonar stjórnuðu
henni þeir Þorvaldur Jónsson
og Sigurjón Valdimarsson.
■ Guðmundur Finnsson og Þorvaldur Jónsson, framkvæmda-
stjórar samæfíngar björgunarsveitanna á Vesturlandi.
NT-myndir: Magnús Magnússon
Um þrjú hundruð hross
réttuð í Laufskálarétt
■ Þórir Steingrímsson (Stóri Kláus) og Júlíus Brjánsson (Litli
Kláus) fara með aðalhlutverkin í uppsetningu Revíuleikhússins á
þessu þekkta verki H.C. Andersen. nt mynd: Svcmr.
Frá Magnúsi Magnússyni í Birkihlíð, fréttaríl-
ara NT í Borgarfirði:
II Tólf björgunarsveitir á
Vesturlandi, frá Hvalfjarðarbotni
til Gilsfjarðar, komu til samæf-
ingar að Varmalandi í Borgar-
firði dagana 2. og 3. nóvember
sl. Eitt aðal verkefni æfingarinn-
ar var björgun úr húsi, þar sem
orðið hafði gassprenging. í hús-
inu voru 11 manns og tókst að
bjarga þeim út og koma í
læknishendur.
Þá voru einnig æfingar í köfun
og fóru þær fram í sundlauginni
á Varmalandi og sýndur var
búnaður báta. Einnig var kennd
fjallamennska og sjúkraflutn-
ingar voru sýndir og kenndir.
Erindi voru flutt um fjar-
skiptamál og einnig um sjó-
björgun. Um það fjölluðu fjórir
Frá Emi Þórarínssyni, fréttarítara NT í
Skagafiröi:
■ Laufskálarétt í Skagafirði
var haldin fyrir nokkru, en þá
voru réttuð hross sem ganga í
Kolbeinsdal og íbúar í Hóla- og
Viðvíkurhreppum eiga. Að
þessu sinni komu í rétt um 315
hross veturgömul og eldri og til
Leiðrétting
Þau mistök urðu í frétt á bak-
síðu NT í gær að fyrirtæki Jóns
Magnússonar að Funahöfða 8
var sagt heita Áferð. Það er
ekki rétt. Fyrirtækið heitir
Borgarsprautun-bílamálun og er
hlutaðeigandi beðinn velvirð-
ingar á mistökunum.
viðbótar allmörg folöld. Þess
skal getið að leyfilegt var að
.rétta 360 hross í Kolbeinsdal í
vor, en ekki nýttu allir bændur
sér heimild til upprekstrar.
Prýðisgott veður var meðan
stóðréttin stóð yfir og dreif að
mikinn mannfjölda til að fylgj-
ast með því sem fram fór. Voru
þar Skagfirðingar í miklum
meirihluta en einnig var þar
talsvert um fólk úr öðrum hér-
uðum og jafnvel af Suðurlandi.
Til að mynda kom rúta full af
fólki sunnan úr Árnessýslu.
Fréttaritari NT brá sér í rétt-
ina og tók nokkrar myndir til að
lesendur gætu séð nokkuð af
þeirri stemmningu sem ávallt
fylgir hrossarétt í Skagafirði.
■ Björgunarsveitafélagar æfa sig í sprangi í klettunum fyrír ofan
Varmaland.
Brautskráning
kandídata frá
Háskóla islands
■ Afhending próf-
skírteina til kandídata
fer fram við athöfn í
Háskólabíói laugardag-
inn 10. nóvember kl.
14.
Rektor háskólans,
prófessor dr. Guð-
mundur Magnússon,
ávarpar kandídata en
síðan afhenda deildar-
forsetar prófskírteini.
Að lokum syngur Há-
skólakórinn nokkur lög
undir stjórn Árna
Harðarsonar.
Að þessu sinni verða
brautskráðir 85 kand-,
ídatar og skiptast þeir
þannig: Embættispróf í
guðfræði 4, í læknis-
fræði 1, aðstoðarlyfja-
fræðingspróf 1, B.S.-
próf í hjúkrunarfræði
3, B.S.-próf í sjúkra-
þjálfun 1, embættispróf
í lögfræði 2, kand-
idatspróf í íslensku 1, í
sagnfræði 2, í ensku 1,
B.A.-próf í heimspeki-
deild 11, lokapróf í raf-
magnsverkfræði 2,
B.S.-próf í raungrein-
um 16, kandídatspróf í
viðskiptafræðum 29,
kandídatspróf í tann-
lækningum 1, B.A.-
próf í félagsvísinda-
deild 10.