NT - 09.11.1984, Blaðsíða 8
Föstudagur 9. nóvember 1984
ndur haf
„Stælar“ í
manninum?
Þurfa strætóstjórar að fjármagna miðasöluna?
■ Ég hef áhuga á því að vita
hvernig háttað er sölu strætis-
vagnamiða í vögnunum hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur.
Einn daginn nú eftir að verk-
fallið leystist tók ég mér ferð
með vagni úr Breiðholti og
niður í bæ, og ætlaði að kaupa
afsláttarmiða. Þá sagði bifreiða-
stjórinnað hann seldi ekki neina
miða, og mundi ekki selja
neina miða fyrr en hann fengi
útborgað. Að svo búnu máli
bauð hann mér að setjast inn í
vagninn og borga fargjaldið
næst.
í framhaldi af þessu er mér
spurn. Þurfa vagnstjórar að
taka afsláttarmiða í umboðs-
sölu og greiða þá við úttekt en
fá síðan uppgert þegar sölu-
tímabili lýkur, eða voru þetta
stælar í manninum?
SVR-unnandi
Svar um hæl
Við bárum þetta undir Svein
Björnsson, forstjóra SVR.
Sveinn kvað þetta mundu vera
„stæla“ í manninum, því
vagnstjórar SVR fengju pen-
inga til þessara miðakaupa
þegar þeir byrjuðu að vinna
hjá fyrirtækinu.
Sveinn sagði hins vegar að
SVR hefði eiginlega verið uppi-
skroppa með afsláttarmiða
vegna prentaraverkfallsins og
ef til vill gæti skýringarinnar
verið að leita þar.
■ Á ekki að vera hægt að kaupa afsláttarmiða inni í vögnunum?
Séra Þorbjöm Hlynur Árnason:
Athugasemd við slúðurdálk
■ Prestaníð er gömul íþrótt
á íslandi. Og þótt það sé
hvimleitt, leiðinlegt og laust
við að vera þroskandi á nokk-
urn hátt, þá er það ekki
óskiljanlegt í sjálfu sér. Starf
prestsins er fyrst og fremst
starf með fólki, í kringum fólk
og fyrir fólk. Fáar aðrar stéttir
manna hafa jafn mikið af fólki
að segja og eru þá sömuleiðis
með jafn viðkvæma þjónustu
með höndum; þjónsutu sem
hlýtur að lúta lögmálum krist-
innar kenningar og kirkjulegr-
ar hefðar. Neikvæðar athuga-
semdir um presta og störf
þeirra geta því hæglega sprott-
ið af misskilningi á eðli þeirrar
þjónustu sem þeir hafa með
höndum, fitnað svo líkt og
púkinn á fjósbitanum og lifað
ágætu lífi sent hinn margfrægi
en óáreiðanlegi almannaróm-
ur.
í síðastliðinni viku birtist í
slúðurdálki þessa blaðs frásaga
sem hafði að geyma ómaklegar
aðdróttanir í minn garð og var
í raun ásökun um, að ég sinnti
ekki þeirri þjónustu sem ég er
lögum samkvæmt skyldugur að
gefið „afsvar" um slíka þjón-
ustu, eins og sagt er í greinar-
korninu.í þau örfáu skipti sem
heimaskírn hefur verið ámálg-
uð við mig, þá hef ég bent fólki
á, að kirkjan sé eðlilegri staður
fyrir skírnina en heimahús,
útskýrt hvers vegna, og mælst
til þess að skírnin fari fram í
kirkju; á það hefur ávallt verið
fallist í góðum friði og allir
verið ánægðir.
Og af hverju? Hvað mælir
með kirkjunni í þessu efni? Öll
guðfræðileg rök mæla með því
að skírn fari fram í kirkju, sé
þess kostur. Skírnin er fyrst og
fremst kirkjuleg athöfn, því að
hún merkir framar öðru, að
einstaklingur, ungbarn, er tek-
inn inní söfnuð Jesú Krists. Og
kirkjuhúsið er byggt, helgað
og frátekið fyrir samveru krist-
ins safnaðar; það er staður
fyrir bæn, lofgjörð, helgihald
og athafnir kristinna manna.
Skírn í heimahúsi er síður
en svo forkastanleg, og er
sjálfsögð ef aðstæður knýja á
um; raunar má skíra barn hvar
sem er, þess vegna upp á
Vatnajökli, eða á ritstjórnar-
skrifstofum nýja tímans, ef
þyrfti. En í samfélagi þar sem
veglegt og vel upphitað kirkju-
hús er fyrir hendi er sjálfsagt
að stuðla að þeirri venju eða
meginreglu að skírn fari fram í
kirkju.
Því þykja mér ummælin í
NT í síðustu viku ónotaleg.
Þau geta í besta falli talist
hálfur sannleikur, í versta falli
hrein ósannindi, og í öllu falli
rangfærsla sem er kirkjulífi og
starfi til skaða.
Það er ntiður, að sú nafn-
lausa persóna sem skrifaði
þessi orð skuli ekki hafa notað
þá frumreglu sem blaðamenn
þurfa að kunna, að leita
glöggra upplýsinga og hafa
sanngirni að leiðarljósi.
Þorbjörn Hlynur Árnason.
■ í samfélagi þar sem vel upphitað kirkjuhús er fyrir hendi er
sjálfsagt að stuðla að þeirri venju eða meginreglu að skírn fari
fram í kirkju. Myndin er af Borgarneskirkju.
sinna. Þar var bókstaflega
fullyrt, að presturinn í Borgar-
prestakalli neitaði að skíra
börn í heimahúsum. Þetta er
einfaldlega ósatt; ég hef engum
■ Þorbjörn Hlynur Árnason.
■ Ja, þetta er nú greiðfarin leið, segir maður kannski. Ef maður segir þá ekki: „Það er nú svo margt ólöglegt...“
Lögbrjótar og heilagir menn
■ Um daginn var ég á ferð í
bifreið rninni á frekar greiðfar-
inni götu hér í borginni. Þar
sem gatan var sem sagt greið-
farin ók ég kannski allgreitt en
þó ekki hraðar en fólk er
almennt vant að gera á þessum
slóðum og öðrum svipuðum.
Svo óheppilega vildi þó til
að einmitt þennan dag höfðu
þeir lögreglumenn ákveðið að
rétt mundi að afla nú nokkurra
fjármuna í ríkisgatið mikla og
höfðu lagst í leyni við þessa
götu. Það var náttúrlega ekki
að sökum að spyrja, ég var
staðinn þarna að verki í óða-
önn að fremja ólöglegt athæfi
og náttúrlega margbrotlegur
þótt fyrr hefði verið. Var mér
aðlyktumgert að greiða fjár-
sekt nokkra upp í blessað
gatið.
Við þessu er nú kannski
ekki margt að segja. Gat er gat
og gat í fjárlögum er gat í
fjárlögum og gat í fjárlögum
þarf náttúrlega að fylla og
það sem fyrst. Það skilur hver
maður og ekki vorkenni ég
mér fremur en öðrum að leggja
ar nokkuð af mörkum. Auk
ess er náttúrlega erfitt að
hafa á móti því að manni beri
að hlíða lögum þeim sem hin-
að vísu landsfeðrum hefur
þótt við hæfi að láta ganga yfir
landslýðinn.
Samt er það nú svo, að
jafnvel þótt nýbúið sé að
standa mann að afbroti og
maður hafi orðið að gjalda það
dýru verði, er einhvern veginn
eins og maður taki ekki meira
mark á slíkum atburði en svo að
daginn eftir renndi ég mér inn
í umferðina á greiðfarinni götu
sem áður er umtöluð í þessu
skrifi og á sama ólöglega hrað-
anum og daginn áður og rey nd-
ar alla aðra daga.
Vel má vera að þessi atburð-
ur væri ekki í frásögur færandi
ef ekki hefði það borið við sem
nú skal greina. Eftir stuttan
akstur sé ég í baksýnisspeglin-
um hvar lögreglubifreið
nálgast. Óneitanlega fór um
mig nokkur hrollur þarna und-
ir stýrinu og atburðir gærdags-
ins rifjuðust upp fyrir mér.
Ég sá fyrir mér sviptingu
ökuréttinda fyrir ítrekað brot
og gott ef ekki tukthús upp á
vatn og brauð og það jafnvel
yfir hájólin.
Hægði ég að sjálfsögðu þeg-
ar ferðina þar til löggiltum
hraðamörkum var náð og bar
þá lögreglubifreiðina óðar nær
og áður en varði var bilið á
milli okkar orðið ískyggilega
stutt.
Ekki varð mér rórra þegar
svo skammt var orðið á milli
að vel mátti greina andlit lög-
reglumannanna í baksýnis-
speglinum. Þarna voru sem sé
komnir sömu lögreglumenn og
daginn áður höfðu sektað mig
fyrir of hraðan akstur með
ábúðarmiklum alvörusvip.
Þessu næst var lögreglubif-
reiðinni sveiflað yfir á vinstri
akrein og sveif hún síðan há-
tignarlega fram hjá mér. Ekki
var mér þó gefið stöðvunar-
merki og að þessu sinni var ég
hvorki dæmdur í fésektir eða
fangelsi.
Þeir lögreglumenn héldu
einfaldlega áfram ferð sinni
eins og ekkert hefði í skorist
og virtu mig ekki viðlits.
Þegar þeir löggæslumenn
voru horfnir út í buskann á
bifreið sinni læddist hins vegar
að mér skelfilegur grunur. Gat
það verið að þessir geðþekku
ungu menn meðráðvendnislega
umvöndunarsvipinn frá í gær,
séu sjálfir lögbrjótar þegar allt
kemur til alls og engu betri en
ég sjálfur, margsekur maður-
inn og dæmdur í þokkabót. -
Og þó, því trúi ég ekki. Því get
ég hreint ekki fengið mig ti! að
trúa. Dæmdur maður
Skrifíð tit:
NT
Lesendasíðan
Síðumúla 15108 Reykjavík
...eda hringið í síma 686300
milli kl. 13og 14