NT - 09.11.1984, Blaðsíða 25

NT - 09.11.1984, Blaðsíða 25
ÍTTT Fóstudagur 9. nóvember 1984 25 LlL Útlönd Suður-Afríka fagnar endurkjöri Reagans - en blökkumenn harma það Jóhannesarborg-Reuter ■ MIG-21 þotur flugu í sinni fyrstu mynd árið 1956 og eru nú einhverjar vinsælustu orrrustuþotur í heiminum. Samkvæmt breska varnarmálaritinu Jane‘s hafa nú meira en þrjátíu ríki heimsins MIG-þotur, þar á meðal Kúba. Nú hafa þessar vinsælu þotur valdið miklum taugatitringi á milli Bandaríkjanna og Nicaragua. _ sí«p*.polfoto Nicaragua: Bandarískar þotur rjúfa hljóðmúrinn Sovéska flutningaskipið komið í höfn Managua, Washington-Reuter. ■ Af skeyti sem P.W. Botha, forseti Suður-Afríku, sendi Reagan forseta á sigurdegi hans mátti greinilega ráða að Suður- Afríkustjórn er himinlifandi Hollendingar: Sam- þykkja launa- lækkun Hague-Reuter ■ Opinberir starfsmenn í Hollandi hafa samþykkt smávægilega launalækkun gegn því að vinnuvikan verði stytt úr 40 stundum niður í 38 stundir. Hollenska ríkið mun spara um 1,9 milljarða gyllina á ári (yfir 20 mill- jarða ísl. kr.) í launa- greiðslur til um 700.000 starfsmanna sinna vegna þessara launalækkana. Margir aðrir starfshópar í Hollandi hafa samþykkt svipaðar launalækkanir samhliða styttingu vinnu- vikunnar sem hefur lengi verið baráttumál verka- lýðshreyfingarinnar. Markmiðið með þessum samningum er m.a. að skapa ný atvinnutækifæri fyrir atvinnuleysingja í Holiandi sem nú erU um 18% allra vinnufærra manna. Hluti af vinnu- tímastyttingunni verður bættur með því að ráða 24.000 nýja starfsmenn auk þess sem gert er ráð fyrir nokkurri framleiðni- aukningu. með stóran kosningasigur Reag- ans. „Megi sterk forysta þín stuðla að friði og framförum jafnt í Suður-Afríku sem annars staðar og verja rétt smárra þjóða til að láta heyra í sér á heimsvett- vangi. Megi forysta þín reka á flótta alþjóðlegar sveitir hryðju- verkamanna og greiða tilraun- um marxista til að skapa ringul- reið banahöggið. Megi sam- skipti okkar fara stöðugt batn- andi á grundvelli gagnkvæmrar virðingar og trausts.“ Suður-Afríkustjórn býst við því að breyta ekki stefnu sinni í þessum heimshluta. Reagan tel- ur að leita eigi lausnar mála í S-Afríku með uppbyggilegum samskiptum við Pretóríu, sem leiði til tilslakana, andstætt þeirri stefnu flestra þjóða að eiga ekki samskipti við S-Af- ríku. Talsmenn svartra andstöðu- hópa í Suður-Afríku hörmuðu hins vegar endurkjör Reagans og sögðu að það myndi þýða enn meira harðræði fyrir svarta meirihlutann í landinu. „Stefna Bandaríkjanna leiðir til þess eins að aðskilnaðarstefnan lifir lengur,“ sagði einn blökku- mannaleiðtogi. ■ Sálfræðistríðið milli Sandin- istastjórnarinnar í Nicaragua og Rcaganstjórnarinnar í Was- hington stigmagnaðist enn í gær. Þá heyrðust háværar drun- ur í höfuðborginni Managua og er talið nokkuð víst að þar hafi verið á ferðinni bandarískar herþotur sem rufu hljóðmúrinn. Mikil skelfing greip um sig víða í Managua, enda hefur fólki í Nicaragua verið sagt að vera viðbúið innrás Bandaríkja- manna. Pentagon, bandaríska varn- armálaráðuneytið, neitaði í gær ásökunum Sandinista um að bandarískar flugvélar og skip hefðu rofið loft- og landhelgi Nicaragua. Það vísaði einnig á bug þeim fréttum Nicaragua- stjórnar að loftvarnabyssur hefðu skotið á bandaríska flug- vél um fimm mílur undan Cor- intohöfn. Þar liggur nú sovéskt flutn- ingaskip, sem Bandaríkjamenn telja hugsanlegt að hafi flutt sovéskar orrustuþotur af gerð- inni MIG til Nicaragua. Þessu hafa Nicaraguamenn neitað og segja þetta yfirskio Bandaríkja- manna til að rækta jarðveginn fyrir innrás í Nicaragua. Bandarísk yfirvöld segjast fylgjast grannt með sovéska skipinu, en treystá sér ekki til að fullyrða að um borð í því séu MlG-þotur. Hins vegar hafa þau gefið í skyn að ef Nicaragua- eignist MIG-þotur muni Banda- ríkin líta á það sem ögrun við nágrannaríki. Otti mun hafa gripið um sig meðal hinna 30 þúsund íbúa Corintohafnar, en þeir voru fluttir á brott fyrir rúmu ári síðan þegar skæruliðar, sem studdir eru af Bandaríkjastjórn, réðust á bæinn. Þá kviknaði í eldsneytisgeymum og brunnu milljónir lítra af eldsneyti. ■ Sikkar minnast fæðingardags Guru Nanaks, höfundar trúarbragða þeirra, í flóttamannabúðum í Nýju Delhi sem settar voru upp til að forða þeim undan limlestingum í miklum óeirðum undanfarinna daga. Símamynd-POLFOTO Glímt um topp- stöður í banda- ríska þinginu Helms formaður utanríkisnefndarinnar? Sikkar minnast frelsara síns Ró færist yfir Indverja ■ Sikkar á Indlandi minntust í gær fæðingardags Guru Nanaks sem var upphafsmaður trúar þeirra. Miklar öryggisráðstafan- ir voru viðhafðar til að koma í veg fyrir átök milli hindúa og sikka þar sem margir hindúar kenna sikkum um morðið á Indiru Gandhi. Lífið á Indlandi er smám saman að færast í upprunalegt horf eftir miklar óeirðir undan- farinna daga þar sem að minnsta kosti eitt þúsund manns létu lífið. Flest fórnarlömb óeirð- anna eru sikkar sem margir neyddust til að flýja í sérstakar flóttamannabúðir. Mikill matvælaskortur varð um tíma vegna óeirðanna og verð á matvælum reis upp úr öllu valdi. Að minnsta kosti 3000 farartæki voru eyðilögð eða skemmd og 5000 vörubíl- stjórar yfirgáfu bíla sína þegar óeirðirnar stóðu sem hæst. Nú er matvælaverð hins vegar farið að lækka nokkuð aftur eftir að ríkisstjórnin skipulagði mat- vælaflutninga til borga þar sem fæðuskortur var hvað mestur. Indverjar segja að næg mat- væli séu til í landinu, aðeins þurfi að skipuleggja flutninga með þau á milli svæða. Nokk- urrar bjartsýni gætti í Indlandi um að jafnvægi og friður myndi haldast á næstunni í innanlands- málum og svo virðist sem hinn nýi leiðtogi landsins, Rajiv Gandhi hafi áunnið sér nokkuð traust. ■ Sikkar í Nýju Delhi hafa lifað við þröngan kost að undanfömu þar sem þeim hefur verið þjappað saman matarlitlum í flóttamanna- búðum þar sem heilbrígðisaðstaða hefúr veríð í lágmarki. Sikkamir hafa samt reynt að halda sér hreinum eins og sést á þessari mynd þar sem móðir er að þvo dóttur sinni. símamynd-POLFOTO Washington-Reuter ■ Nú er það farið að skýrast ögn hverjir muni gegna helstu áhrifastöðum í bandaríska þing- inu eftir kosningarnar á þriðju- daginn. í kosningunum unnu demókratar tvö sæti í Öldunga- deildinni, en em í minnihluta 47-53. í fulltrúadeildinni unnu repúblikanar tólf sæti, en eru enn í miklum minnihluta. Howard Baker, forseti Öld- ungadeildarinnar og náinn sam- starfsmaður Reagans bauð sig ekki fram í þetta sinn og mun hyggja sér til hreyfings í forseta- kosningunum 1984. Líklegur, eftirmaður hans er talinn Ric- hard Lugar, þingmaður frá Indi- ana. Önnur valdamikil staða er á j lausu, formannsembætti utan- ríkismálanefndar þingsins. Við I hana er orðaður Jesse Helms, | sem háði baráttu upp á líf og dauða fyrir þingsætinu í fylki sínu Norður-Karólínu. Hann er af mörgum talinn hægrisinn- aðasti þingmaðurinn í Öldunga-! deildinni. Að vísu hafði Helms lofað kjósendum sínum að sitja áfram sem formaður landbún- aðarnefndar þingsins, en líklegt I þykir þó að hann gangi á bak þeim orðum sínum þegar feitari staða er í boði. Charles Percy, fyrrum formaður nefndarinnar, tapaði sæti st'nu í Illinois. Barry Goldwater, ákafur íhaldsmaður og fallkandídat úr forsetakosningum, er talinn líklegastur til að verða formað- ur þingnefndar sem fer með málefni hersins. Hann myndi þá láta af formennsku nefndar sem fer með leyniþjónustumál. Goldwater er 74 ára og hefur sagst ætla að láta af þing- mennsku árið 1986. Kosningar í Færeyjum Þórshöfn-Reuter ■ Þingkosningar fóru fram í Færeyjum í gær. 16 flokkar tóku þátt í kosn- ingunum og á kjörskrá voru um 29.000 manns. Efnahagsdeilur settu mikinn svip á kosninga- baráttu enda skulda Fær- eyingar um þrjá milljarða danskra króna, sem er um 60% af þjóðartekjum þeirra. Úrslit höfðu ekki komið úr kosningunum þegar NT fór í prentun í nótt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.