NT - 09.11.1984, Blaðsíða 28

NT - 09.11.1984, Blaðsíða 28
að spinna í dansi! - segir Kolbrún Aðalsteinsdóttir dans- kennari sem þreytti sólóprófið í gær ■ „l»að er svipuð tilfínning að taka flugvél á loft eins og að spinna í dansi, æðislegt!, í einu orði sagt,“ sagði Kolbrún Aðalsteinsdóttir danskennari og fímmtugasti nemandinn í ár sem tekur sólópróf í flugskólanum Flugtaki er blm. NT bað hana að lýsa þeirri tilfínningu sem fylgdi því að fljúga. „Það er mikill hraði í þessu, eins og dansi og ég hef ailtaf verið heilluð af hraða. BQI er allt í lagi en flugið er enn betra,“ bætti hún við sæl á svip. Kolbrún kvaðst hafa byrjað að læra flug í haust, hún væri búin að taka um 12 tíma, og sagðist aldrei hafa fundið fyrir neinni hræðslu. Hún sagðist hafa haft mjög góðan kennara, sem væri Jón Antonsson, og hefði það mikið að segja, en hún væri heldur ekkert bangin við að fara ein í loftið. „Það er ævintýrið, að drífa í þessu áður en maður verður of gamall,“ svaraði hún er spurt var hvers vegna hún væri að læra flug. Skoraði hún á allar konur sem hefðu áhuga á því að læra flug að slá til, þetta væri ekkert mál og mjög gott að koma þessu heim og saman með öðru sem þyrfti að gera. Sjálf sagðist hún nota matartímana sína, tvisvar til þrisvar í viku, til að svífa á vængjum heiðríkjunnar. Mikil aðsókn hefur verið í að læra flug á þessu ári og sagði Einar Fredriksen hjá Flugtaki að sannleikurinn væri sá að aukningin væri um allt land. Nefndi hann sem dæmi að á Snæfellsnesi væru 15 manns komnir með sólópróf og alls hefðu 50 manns tekið sólópróf hjá þeim það sem af væri þessu ári. Allt árið 1983 tóku 40 sólópróf og 22 fóru í einkaflug- manninn en á þessu ári væru þeir orðnir 33. Einar sagði að það hefði verið fullbókað hjá þeim alla daga undanfarið, enda birtan einstök og eins væru margir í næturflugi á kvöldin. Það væri gaman að sjá hversu margir fullorðnir kæmu til þeirra, fólk sem væri að láta gamlan draum rætast og væri ekki óalgengt að sjá feðga saman á ferð að sinna sameigin- legu áhugamáli. ■ Kolbrún með flugkennaranum sínum, Jóni Antonssyni, áður en hún fór í fyrsta skipti ein í loftið. NT-raynd: Róbert Fyrirspurn til heilbrigðis- | ráðherra vegna fréttar NT Tveir blaðamenn kærðir, en það tókst! ■ „Mér finnst full ástæða til þess að fylgja þessu máli eftir,“ sagði Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar alþingis, um framkvæmd á símsendingu lyfseðla. Salome hefur lagt fram, á þingi, fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um reglur sem gildi við símsendingu lyfseðla og hvort fyrirhugað sé að breyta þeim. „Ég legg þessa fyrirspurn fram í beinu framhaldi af frétt NT,“ sagði Salome í stuttu spjalli við blaðamann NT í gær. Uppbyggingin heldur áfram ■ NT hefur nú komið út í sex mánuði. Blaðið hefur hlotið mjög góðar viðtökur, og áskrifendum fjölgað stöðugt. Þannig hefur bak- hjarl blaðsins verið í stöðug- um vexti, og aðstandendum þess fjölgað verulega. Það er engu að síður metnaðarmál okkar sem stöndum að útgáfu NT, að baksviðið vaxi enn til muna; fastir áskrifendur blaðsins, svo og aðrir lesendur og velunnarar taki virkari þátt í útgáfunni, og að þeir geti haft á hana nokkur áhrif. NT vill ekki láta sér nægja að tala til lesenda sinna. Útgáfulýðræði af þeirri tegund sem við höfum í huga verður best tryggt með því að sem flestir eignist hlut í útgáfunni. Því hefur stjórn Nútímans hf. ákveðið að beina því til áskrifcnda sinna, lesenda og annars áhugafólks, að það eigi þess kost að kaupa hlutabréf í félaginu. Minnsti hlutur er að verðgildi eitt þúsund krónur. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í útgáfunni með þessum hætti ættu að hafa samband við skrifstofu NT í síma 68-63-00. Fyrir nokkru var birt í helgarblaði NT grein, sem fjallaði um hvernig blaða- mönnum helgarblaðsins tókst að fá afgreidd lyf, með því að hringja í apótek og kynna sig sem lækna og senda þannig lyfseðla. Blaðamennirnir afhentu landlækni strax lyfin, en voru kærðir fyrir meint brot á almennum hegningarlögum, aðallega hvað varðar skjala- fals og fyrir að taka sér opinbert vald sem þeir ekki hafa. Salome sagðist ekki vera að mæla því bót að blaða- menn fremdu lögbrot þegar þeir leituðu sér frétta, en hins vegar hafi þeir þarna bent á atriði sem þurfi að bæta. Salome sagði einnig að í þessu tilfelli fyndist henni spurning hvort til- gangurinn helgaði meðalið. Hún sagði ennfremur að það hefði verið skylda Land- læknis að kæra þennan verknað en það sé dómstól- anna að skera úr um það. Þá kom fram í viðtalinu við Salome að símsending lyfseðla er nauðsynleg þjón- usta við sjúklinga og því mikilvægt að búa svo um hnútana að ekki sé hægt að misnota þessa þjónustu. ■ Salome Þorkelsdóttir, for- seti efri deildar, flytur fyrir- spurn vegna fregnar NT um símsenda lyfseðla. NT-mynd: Sverrir. ■ Veðbókarvottorði þarf ekki lengur að framvísa við umskráningu bíla í Reykja- vík. Borgarfógetaembættið er komið í tölvusamband við Bifreiðaeftirlitið og getur sent upplýsingar um hvort bifreið- ar eru veðsettar í Reykjavík. Óveðsetta R-bíla verður hægt að umskrá án þess að veðbók- arvottorð liggi frammi. ■ Kona í flug- mannssætið ■ Sigríður Einarsdóttir, 26 ára nemandi í vélaverkfræði, verður fyrsta konan til að fljúga Flugleiðavél. Hún er einn 13 umsækjenda um störf á Fokker-vélum, sem voru valdir á námskeið í meðferð þeirra. Þeir taka til starfa með vorinu á innanlandsleiðum eftir bókleg og verkleg nám- skeið. VR samdi í gær Lyfjatæknar bíða endurskoðunar launakerfisins ■ Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Vinnuveitenda- sambandið undirrituðu nýjan kjarasamning síðdegis í gær. Er hann samhljóða samningnum við ASÍ, með tveimur frávikum þó. í fyrsta lagi fá verslunar- menn nú 15 mínútna kaffitíma í upphafi eftirvinnu, en það höfðu þeir ekki inni í samningi áður. í öðru lagi er matartími fluttur frá kl. 20 til kl. 19 eins og almennt er hjá öðrum verka- lýðsfélögum. Að sögn Þórarins V. Þórar- inssonar hjá VSÍ reyndist það á misskilningi byggt, að apótekar ■ ar væru reiðubúnir til sérsamn- inga vegna lyfjatækna, eins og fram hefur komið og því var ekki orðið við þeirri ósk VR, að sérhæft starfsfólk fengi sérstaka meðhöndlun. Vísuðu vinnuveit- endur til 3. greinar samningsins, þar sem segir að á samningstím- anum eigi að endurmeta gild- andi launakerfi, og inn í þá skoðun komi lyfjatæknar, eins og aðrir hópar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.