NT


NT - 14.11.1984, Side 5

NT - 14.11.1984, Side 5
iil Miðvikudagur 14. nóvember 1984 5 Bridge Pólverjar Ólympíumeistarar í brid UnnuF impam ge: rakka með 100 un í úrslitaleiknum - Bandaríkjamenn sigr- uðu í kvennaflokki ■ Pólverjar urðu Ólympíumeistar ar í bridge eftir stórsigur á Frökkum í úrslitaleik mótsins. Sigur Pólverj- anna var aldrei í hættu: eftir 16 spil var forusta Pólverjanna 60 impar og eftir 32 spil munaði 100 impum og sá munur hélst til loka úrslitaleiks- ins. Það er ótrúlegt hve bridge er á háu stigi í Póllandi. Pólska liðið nú var að metu skipað kornungum mönnum sem aldrei hafa tekið þátt í alþjóðamóti fyrr. Aðeins Kryzys- ztof Martens og Tomasz Przybora eru þekkt nöfn. Þeir voru í sigur- liðinu á Evrópumótinu í Birming- ham árið 1981 og spiluðu á Heims- meistaramótinu sama ár. Hinir Ól- ympíumeistararnir fjórir heita Pi- otr Gawrys, Hanryk Wolny, Piotr Tuszynski og Jacek Romanski. Fyrirliði pólska liðsins var Marian Frenkiel. Pólverjar voru mjög^ vel að þessum sigri komnir. í undankeppn- inni töpuðu þeir aðeins jjrem leikjum af 26 og stærsta tapið var gegn Frökkum, 20-10. í átta liða úrslitum unnu þeir Pakistan nokkuð örugglega, en í undanúrslitunum lentu þeir í vandræðum með Austur- ríki sem hafði komið mjög á óvart á mótinu. Þar til á síðustu stundu leit út fyrir að Austurríkismennirnir myndu vinna Pólverjana en þegar Pólverjarnir björguðu sér í síðasta spilinu var nokkuð sýnt hvert stefndi. Frakkarnir áttu sér ekki viðreisn- ar von í úrslitaleiknum og satt að segja var ég undrandi á að þeir skyldu komast í hann. Þeir unnu að vísu Indónesíu með miklum mun í átta liða úrslitum og Danmörk í undanúrslitunum en spilamennska Frakkanna var langt frá því að vera sannfærandi. í franska liðinu spil- uðu þrír úr sigurliðinu á Ólympíu- mótinu 1980, þeir Henri Szcarc, Michel Perron og Paul Chemla. Auk þeirra spiluðu Henri Mouiel, Felix Covo og Fifo Paladino. Frændur okkar Danir fengu þriðja sætið á mótinu. Þeir komu nokkuð á óvart, ekki endilega með því að komast í úrslitakeppnina heldur með því að vinna Ítalíu í átta liða urslitunum. Sá sigur hafði þó eftirmál. Eitt danska parið, Hul- gaard og Schou spila einskonar passkerfi, sem og fleiri pör gerðu á þessu móti. Reglan var yfirleitt sú að pör sem þurftu að spila gegn passpörum fengu að hafa varnar- kerfi sitt á blaði fyrir framan sig. ítalirnir Garozzo og DeFalco spil- uðu við Hulgaard og Schou fyrstu 16 spil leiksins og Garozzo fékk leyfi til að hafa varnarkerfi sitt fyrir framan sig. Garozzo og DeFalco áttu síðan að spila við Hulgaard og og Schou í síðustu 16 spilunum en í millitíðinni höfðu Danimir mótmælt þessu háttalagi og mótmælin voru tekin til greina. Garozzo neitaði þá að spila og ítalirnir töpuðu leiknum. Síðar kom í ljós að mótmæli Dan- anna höfðu verið tekin til greina vegna misskilnings og Alþjóða bri- dgesambandið bað ítalana afsökun- ar eftir leikinn en það breytti ekki úrslitunum. Garozzo skrifaði síðan um þetta atvik í mótsblaðið og var greinilega mjög sár. Liðið sem mest kom á óvart á mótinu var tvímælalaust Austurrík- ismenn. Liðið var skipað ungum mönnum sem ekkert hafa komið við sögu á alþjóðlegum bridgemótum fyrr. Sigurganga þeirra hófst í undankeppninni þegar þeir unnu hvern stórsigurinn á fætur öðrum og komust auðveldlega í úrslitakeppn- ina. í átta liða úrslitunum spiluðu þeir við Bandaríkjamenn og flestir bjuggust við að heimamenn myndu vinna auðveldan sigur. En það var öðru nær. Bandaríkjamennirnir voru að vísu yfir mestallan leikinn en í lokin tókst Austrríkismönnum að snúa blaðinu við og vinna með sex impa mun. Þessi leikur var erfiður fyrir Aust- urríkismennina. Einn þeirra, Ber- ger að nafni, fékk aðsvif meðan á síðustu lotunni stóð og var fluttur á sjúkrahús. Það var því talið að Pólverjarnir ættu ekki í vandræðum með þá í undanúrslitaleiknum. En Austurríkismennirnir náðu strax forystunni og héldu henni til síðasta spiís, þegar Pólverjunum tókst loks að komast yfir, í fyrsta og eina skipti í leiknum. Bandaríkjamenn fengu sárabót þegar kvennalið þeirra vann Ólym- píutitilinn í kvennaflokki. Banda- rísku konurnar spiluðu úrslitaleik við þær bresku og unnu með 10 impa mun. En í raun töpuðu þær úrslitaleikr.um því aö þær byrjuðu hann með 23. impa forskoti vegna þess að þær unnu bresku konurnar með 46 impum í undankeppninni. Bandaríska liðið var skipað Bettv Ann Kennedy, Carol Sanders, Gail Moss, Jacqui Mitchell, Judi Radin og Kathie Wei. Á meðan útrslitakeppni Ólympíu- mótsins fór fram tókum við ís- lendingarnir þátt í aukamóti, með þátttöku 30sveita. Þar voru spilaðar 12 umferðir eftir monradkerfi með 7 spila leikjum. Svona mót eru talsvert mikið happdrætti og það er eiginlega hending hvar lið lenda því ekki þarf nema eitt slæmt spil í leik og hann er tapaður. Spilamennskan hjá okkur var upp og ofan en við náðum 9. sætinu í lokin, sama sæti ■og við lentum í í undankeppninni. Svíarnir unnu þetta mót nokkuð örugglega. 1 sjálfu sér er lítið um þetta aukamót að segja en okkur tókst þó að spila þrjá leiki án þess að gefa út impa. Fyrsti leikurinn var gegn Ástralíumönnum, sem við spiluðum að vísu tvisvar við á þessu móti. Við töpuðu fyrri leiknum 23-7 en unn- um þann seinni 25-4 og skoruðum 34 impa og þeir engan. Annar leikurinn var gegn ekki ómerkara liði en Brasilíumönnum, sem voru með sama lið og vann Ólympíumót- ið árið 1976. Sá leikur vannst 19-11, eða 12-0 í impum. Þriðji leikurinn var gegn B-liði Indlands. Sá leikur vannst 25-3 eða 36-0 í impum. í öllum þessum leikjum spiluðum við Björn Eysteinsson og Jón Ásbjörns- son og Símon Símonarson. Arangur okar Isendinganna í undankeppninni var að mínu mati vel viðunandi. Við lentum í 9. sæti af 27 þjóðum í B-riðli - ef miðað er við stigatölu okkar vorum við í 19. sæti af þeim 54 þjóðum sem spiluðu í undankeppninni. Við unnum 15 leiki, gerðum þrjú jafntetli ef leikur- inn við Italíu er talinn með, og töpuðum 8 leikjum. Það sem helst háði okkur var hvað við áttum í miklum erfiðleikum með sterkari þjóðirnar. Af þeim átta þjóðum sem enduðu fyrir ofan okkur í riðlinum unnum við aðeins Svía, gerðum jafntefli við Ítalíu og Arg- entínu en töpuðum fyrir hinum fimm þjóðunum. Af þeim 18 þjóð- um sem voru fyrir neðan okkur unnum við 14, gerðum eitt jafntefli og töpuðum fyrir Þýskalandi, Finn- landi og Kína. Pörin þrjú í íslenska liðinu spil- uðu öll samkvæmt getu en það hefur oft háð íslenskum liðum að spilarar hafa ekki náð sínu besta á erlendum mótum. Fyrirliðinn, Björn The- ódórsson, líélt þeirri stefnu mótið í gegn að skipta ieikjunum jafnt á milli para, sem auðvitað hlýtur að vera æskilegast við þessar aðstæður. Lcikreyndari pörin, Jón Ásbjörns- son og Símon Símonarson og Guð- laugur R. Jóhannsson og Örn Arn- þórsson spiluðu þó ívið meira en ég og Björn Eysteinsson, eða 18 leiki hvort par miðað við 16 leiki hjá okkur Birni. Þeir spiluðu líka öllu meira við sterkari þjóðirnar: Guð- laugur og Örn spiluðu við 7 af þcim þjóðum sem enduðu fyrir ofan okkur, Jón og Símon við sex þeirra og við Björn við þrjár. Þetta varð til þess að við Björn fengum lang hagstæðasta stigahlutfallið af ís- lensku pörunum á rnótinu eða 18,3 vinningsstig að meðaltali í leik. Jón og Símon voru með 16,9 vinnings- stig að meðaltali og Guðlaugur og örn voru með 15,4 vinningsstig að meðaltali. í heildina varsveitin með 16,8 vinningsstigaðmeðaltali í leik. í heild má segja að þetta Ólymp- íumót hafi heppnast vel þó maöur hefði það einhvcrn veginn á tilfinn- ingunni að undirbúningur mótshald- aranna fyrir það hafi verið lítill. Það kom mér á óvart hvað Bandaríkja- mennirnir notfærðu sér litið þá tækni sem svona mót bjóða upp á, og rniðað við Ólympíumotiö í Valk- enburg árið 1980 og hcimsmeistara- mótið í tvímcnning í Biarritz árið 1982 var þetta mót hreinlega gam- aldags. En að öðru leyti tókst vel til. Engar uppákomup uröu vegna stjórnmálaskoðanna, eins og stund- um hefur viljað brenna við og allt fór fram í vinsemd og rólegheitum. Guðmundur Sv. Hermannssun. Gullfalleg ítölsk sofasett Margar gerðir - Leður- og tauáklæði Ótrúlega lágt verð: Frá kr. 37.850.- í tauáklæði og frá kr. 45.500,- í leðuráklæði HÚSGÖGN OG * INNRÉTTINGAR co cn nfl „SUÐURLANDSBRAUT18 V/O V/V

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.