NT - 14.11.1984, Page 7

NT - 14.11.1984, Page 7
 ISðiðvikiidagur 14. nóvember 1984 bankamál, neytendamái, húsnæðismál, tryggingar og framleiðslusamvinnu. Þá er innkaupafyrirtækið Inter- Coop í hópi starfsnefnda ICA, svo og kvennanefndin sem m.a. hélt fund hér á landi fyrir tveim árum. Sérstakir vinnu- hópar eru þar einnig, m.a. um starfsfræðslu, bókasöfn, sam- vinnublöð og rannsóknarstörf Flestar nefndirnar komu saman á fundi dagana fyrir þingið, og skýrslur voru gefnar þar urn störf þeirra síðustu fjögur árin. Af einstökum málum, sem fréttnæm mega teljast, er að nefna að banka- nefndin hefur til athugunar hvort hægt sé að koma í notkun alþjóðlegu krítarkorti samvinnufélaga. Þá hefur það gerst að starfshópur ICA um ferðamál ákvað í fyrra að leggja niður starfsemi sína og stofna í staðinn alþjóðlegt félag, UITCA (Union Intern- ationale du Tourisme Coopér- atif et Associatif). UITCA hélt fyrsta þing sitt í Hamborg 10. okt. Þar kom fram að aðilar eru 50 samtök sem á einn eða annan hátt vinna að ferðamál- um. Það hefur í hyggju að sækja um sjálfstæða aðild að ICA. Fiskimálanefndin hefur ver- ið athafnasöm á sviði fræðslu og námskeiðahalds víða urn heim. í starfi herinar er lögð megináhersla á hvers konar aðstoð við fiskimenn og eflingu samvinnufélaga þeirra í þróun- ariöndunum, og til umræðu er m.a. að stofna sérstakan þró- unarsjóð til að styrkja slík verkefni. Forseti er J. Saito frá Japan, en einn af varafor- setum nefndarinnar hefur nú um nokkurra ára skeið verið íslendingur, Erlendur Einars- son forstjóri Sambandsins. Er- lendur var endurkjörinn til þessa embættis á fundi Fiski- málanefndarinnar nú í Hamborg. Vöruinnkaup Á fundi Inter-Coop kom m.a. fram að heildarinnkaup þess á síðasta ári voru 224 milljónir bandaríkjadollara. Eins og kunnugt er hefur Sam- bandið lengi tekið virkan þátt í þeim sameiginlegu innkaup- um sem Inter-Coop skipulegg- ur, samkaupunum svo nefndu. og sparað íslenskum neytend- um stórar fjárhæðir með því móti. Rekstur dótturfyrir- tækisins í Hong Kong gekk vel á árinu 1983 sem var fjórða starfsár þess. Það sá um af- greiðslu pantana að fjárhæð samtais 10 milljónir dollara, sem var 25% aukning frá fyrra ári. Kvennanefndin hélt sér- staka ráðstefnu í Hamborg þar sem rætt var um stöðu kvenna. Sérstaklega var þar fjallað um menntunartækifæri stúlkna og ungra kvenna í heiminum, og um það misrétti til menntunar, samanborið við karla, sem þær þyxftu enn að búa við í ýmsum heimshlutum. Vinnuhópur samvinnurit- stjóra kaus sér nýjan formann, Pentti Törmálá frá SOK í Finnlandi. Á fundi hópsins í Hamborg urðu m.a. miklar umræður um hlutverk og stöðu samvinnublaða. Samþykkti ■ Frá þingi ICA í Hamborg. Skammstöfunin IGB á skiitinu yfir sviðinu stendur fyrir nafn ICA ; þýsku: Internationaler Genossenschaftsbund. hópurinn stefnumarkandi á- lyktun þar sem hlutverk slíkra blaða og ritstjóra þeirra er afmarkað. Þar er m.a. lögð á það áhersla að samvinnuhreyf- ingin sem fjöldahreyfing þurfi á sterkum og sjálfstæðum sam- vinnublöðum að halda, með nægilega útbreiðslu til þess að rödd hennar geti heyrst sem víðast. Þessi blöð þurfi að vera stöðugur og traustur tengiliður milli félaganna og fjölskyldna félagsmanna, jafnt hvað varði miðlun almennra frétta og auglýsinga. í þessu skyni þurfi samvinnublöðin að geta verið starfsvettvangur sem dragi til sín hæfa biaðamenn. Ef þau eigi að geta staðist nútíma samkeppni verði menn þar einnig að temja sér að skilja vel á milli almenns lestrarefnis og auglýsinga. Ritstjórar þeirra verði jöfnum höndum að geta áunnið sér traust les- enda sinna og fylgt þeirn venj- urn um fréttaflutning sem gildi í löndurn þeirra, jafnframt því sem þeir vinni að útbreiðslu samvinnuhreyfingarinnar með skrifum sínum. Svæðaskrifstofur Þá voru að vanda lagðar fram skýrslur á þinginu um starfsemi svæðaskrifstofa ICA síðustu fjögur árin. Þær eru þrjár, fyrir suðaustur Asíu í Nýju Delhi á Indlandi, fyrir austur, mið og sunnanverða Afríku í Moshi í Tansaníu, og fyrir vesturhluta Afríku í Ábidjan á Filabeinsströndinni. Á þinginu kom frarn að beiðnir hafa lengi legið fyrir um stofn- un fjórðu svæðisskrifstofunn- ar, sem verði í Suður-Amer- íku, og nýlega hafa borist óskir frá Arabalöndum um slíka skrifstofu þar. Fjárhagsástæð- ur hafa þó ekki enn gert það kleift að verða við þessurn óskum. Ályktun landsfundar kvennalistans ■ Við Kvennalistakonur heilsum vetri og bjóðum vel- komnar til starfa nýjar konur víða um land og sérstaklega hinn nýja anga kvennalistans á Vesturlandi, Við fögnum þeim baráttu- krafti sem konur hafa sýnt í þeim átökum sem hafa ein- kennt þjóðlífið að undan- förnu. Þau átök minna um margt á ófrið þjóða í milli og er sú staða undarleg þar sem um er að ræða deilur ríkis- stjórnar við kjósendur sína og starfsmenn. Þeir sem vilja ná fram rétti sínum undir slíkum kringumstæðum eru knúnir til að sýna mátt sinn og megin áður en litið er á þá sem verðuga andstæðinga sem hægt er að semja við. Slík vinnu- brögð endurspegla það hugar- far sem er orsök misréttis og veldur ófriði og styrjöldum. Opinberir starfsmenn hafa að undanförnu sýnt samstöðu mátt sinn og fært miklar fórnir í baráttu við ríkisstjórn sem hefur kosið að líta á þá sem andstæðinga sína. í ófriði verða þeir ætíð harðast úti sem síst mega við því. Konur sem eru lægst launaði vinnukraftur þessa samfélags eru meirihluti þeirra sem hafa verið án launa svo vikum skiptir. Þær hafa í þessu verkfalli staðið þétt saman. Það er því sorglegt til þess að vita að þessi samstaða og hin mikla umræða sem farið hefur fram í þjóðfélaginu um kjör kvenna skilaði sér ekki inn á samningaborðið. Konur á íslandi una því augljóslega ekki lengur að störf þeirra séu vanmetin og að laun þeirra dugi engan veginn fyrir nauðsynjum. Konur una því heldur ekki að störf þau er þær inna af hendi séu ekki metin sem ábyrgðarstörf hvort sem þau lúta að fólki, menntun barna, hjúkrun sjúkra og umönnun aldraðra, eða vinnslu hráefnis og öðrum framleiðslustörfum, grundvall- arstörfum sem eru forsenda þess að þjóð sjái sér farborða og haldi mennsku sinni. Konur vita líka að laun þeirra hafa ekki skapað óðaverðbólgu og það er ekki þeirra sök að þjóð okkar er að sökkva í fen er- lendra skulda. Konur vita að rangar fjárfestingar, sóun verðmæta og sjónarmið stund- argróða eru orsök þess efna- hagsvanda sem þjóðin á nú við að glíma. Sá efnahagsvandi verður ekki leystur með niður- skurði félagslegrar þjónustu sem íslenskt launafólk hefur lagt áherslu á í samningum undanfarin ár, jafnvel á kostn- að launahækkana. Miðað við núverandi efna- hagsástand sem kallar foreldra til vinnu utan heimilis án tillits til barna er það grundvallar- atriði í baráttu fyrir jafnri stöðu kvenna og karla á vinnu- markaðinum að öllum foreldr- um standi dagvistarþjónusta til boða, að foreldrar geti sjálf- ir valið hvort börn þeirra sæki dagvistarheimili. Konur treysta ekki fólki sem vanrækir menntun barna sinna, aðbúnað foreldra sinna í ellinni og fólki ■ sem telur að þeir sem eru sjúkir eigi að fá læknishjálp í hlutfalli við tekjur. Konur vita að slíkt fólk hefur ekki þá ábyrðartilfinn- ingu sem til þarf að veita þjóðarheimilinu forstöðu. Þá er athyglisvert að konur um allt land hafi risið upp og hafnað aukinni stóriðjuupp- byggingu sem hingað til hefur verið lögð ofuráhersla á. Stór- iðja er gamaldags og úreltur atvinnu- og framleiðslukostur og nú eru framsæknustu iðnað- arríki heims að flytja stóriðju sína úr landi til að rýma fyrir hagkvæmari iðnaði heima fyrir. Stóriðja er áhættusöm fjárfesting og kallar á aukin ítök erlendra aðila í íslensku efnahagslífi. Stóriðja er meng- andi og náttúruspillandi og hefur hlutfallslega upp á fá og dýr störf að bjóða. Á undan- förnum árum hefur einnig ver- ið farið of hratt í virkjanafram- kvæmdir vegna stóriðju og er svo komið að hlutdeild í er- lendum skuldum íslendinga vegna orkuframkvæmda er 60 af hundraði. Við viljum byggja upp atvinnuvegi sem ganga ekki í berhögg við náttúru landsins og nýta þá þekkingu og hugvit sem við búum yfir til að fullvinna afurðir okkar og skapa nýjar atvinnugreinar. ís- land hefur sérstöðu, landið og hafið umhverfis okkur er gjöfult og ómengað og hér býr fólk sem hefur góða og al- menna menntun- og býr yfir mikilli fræðilegri þekkingu . Það er þessi þekking og það hugvit sem þjóðin hefur yfir að ráða sem verða hornsteinar framtíðarkosta okkar. Til þess að mæta framtíð breyttra at- vinnuhátta þurfum við að vanda til menntunar barna okkar, efla rannsóknarstarf- semi, byggja upp iðnað sem hentar okkur vel, auka fjöl- breytni í landbúnaði og full- nýta sjávarafurðir án óhóflegs milliliðakostnaðar. Okkur er lífsnauðsyn að auka á fjöl- breytni atvinnuhátta til að bæta upp sveiflukennda megin- atvinnuvegi okkar. Það ætti að vera heillandi starf að fást við slíka atvinnuuppbyggingu. Kvennalistakonur benda á nauðsyn þess að ísland og hafið umhverfis landið verði yfirlýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Við teljum að vopnin tryggi ekki friðinn heldur stefni síaukin vígvæðing veröldinni allri í hættu. Hugtakið frelsi hefur oft borið á góma að undanförnu og verið tamt í munni þeirra sem harðast hafa gengið fram í að brjóta á bak aftur frelsis- baráttu fólks fyrir mannsæm- andi launum. í nafni frelsis eru brotin landslög. Með versnandi félagslegri þjónustu og lágum launum op- inberra starfsmanna hafa yfir- völd stuðlað að þeirri þróun að nú rísa einkaskólar og sjálf- stæðar heilbrigðisstofnanir. Með öðrum orðum er farið fram á óheft frelsi fyrir þá sem meira mega sín. Slíkt er frelsi frumskógarins en má ekki gilda í samfélagi manna. Við kvennalistakonur teljum það dýrmætast að hver einstak- lingur hafi frelsi til að vaxa, þroskast og lifa án ótta í samfélagi þar sem samábyrgð og samhjálp sitja í öndvegi. Það er ein af meginforsendum þess að börnin okkar geti orðið hamingjusamir einstaklingar og geti haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt og framtíð þjóð- arinnar. Að lokum hvetjum við allar konur til að standa áfram vörð um rétt sinn og framtíð barna sinna og óskum landsmönnum öllum góðs vetrar. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson Innblaðsstjóri: Oddur Óiafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300 Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Skoðanakannanir dagblaðanna ■ Niðurstöður skoðanakönnunar NT, sem var framkvæmd í síðustu viku, hafa vakið mikla athygli. Eins og lesendur minnast, voru helstu niðurstöður hennar þær að Samtök urn kvenna- lista og Framsóknarflokkurinn vinna á, en Alþýðubandalag tapar. I NT hefur verið varað við að taka við slíkum niðurstöðum sem heilögum sannleik. Þeim er frekar ætlað að gefa mynd af þeim hreyfingum og hræringum, sem eiga sér stað í þjóðfélaginu á þeim tímum sem könnunin er gerð. Samkvæmt könnun NT eru sveiflurnar ekki eins miklar og DV kannanirnar hafa gefið til kynna, en þessi blöð hafa notað nákvæmlega sömu aðferðir við framkvæmd kannana sinna. í heild má segja um niðurstöður bæði NT könnun- arinnar og DV kannananna á undanförnum mánuðum, að þrjú atriði séu augljós: Ríkisstjórnin nýtur mikils fylgis meðal þjóðar- innar og kemur þetta vel fram í öllum könnunum hvort sem þær eru gerðar af NT, DV eða Hagvangi. Að vísu eru sveiflur áfylgi ríkisstjórn- arinnar, en ekki svo miklar að óeðlilegt geti talist. Stjórnarandstöðunni hefur ekki tekist að skapa mótbyr gegn ríkisstjórninni meðal al- mennings. Rök andstöðunnar hafa ekki náð til almennings eða þá sem er líklegra að almenning- ur hefur hafnað málflutningi þeirra. Að lokum er ljóst, að nýju flokkarnir tveir, sem komu inn á þing í síðustu alþingiskosning- um, Samtök um kvennalista og Bandalag jafnað- armanna, hafa fest sig í sessi. Út frá skoðana- könnunum NT, DV og Hagvangs má einnig álykta, að fylgi Samtaka um kvennalista sé á uppleið. Samanburður á könnun NT og síðustu könnun DV, sem var birt 23. október s.l., hefur verið nokkuð í sviðsljósinu. Sérstaklega hefur verið bent á, að Framsóknarflokkurinn hefur fengið mun meira fylgi í NT könnuninni en í DV könnunum. Þámáeinnigbenda á, að Sjálfstæðis- flokkurinn fær meira fylgi í DV en í NT könnunum. í DV fær Framsóknarflokkurinn minna og Sjálfstæðisflokkurinn meira, sé miðað við síðustu alþingiskosningar, en í NT er þessu öfugt farið. Sé hér um reglu frekar en undantekningu að ræða, er ljóst að viðmælendur blaðanna svara mismunandi eftir því hver spyrjandinn er. Það gæti skýrt út þessar niðurstöður, að DV hefur verið kennt við Sjálfstæðisflokkinn og NT við Framsóknarflokkinn, hversu réttlátt sem það er. Ef þessi tilgáta, að svörunin sé mismunandi eftir spyrjanda er rétt, er ljóst að niðurstöðum slíkra dagblaðakannana verður að taka með varúð. Þessar umræður og vangaveltur um skoðana- kannanir og gildi þeirra, hljóta því að leiða til þess að hlutlaus aðili fari að taka að sér framkvæmd skoðanakannana á ódýran og fljót- an hátt, en þó þannig að nauðsynlegum skilyrð- um um gæði sé fullnægt.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.