NT


NT - 14.11.1984, Síða 26

NT - 14.11.1984, Síða 26
Það var oft hart harist undir körfunni í leiknum í gær. NT-mynd Ámi Bjama fílíT Miðvikudagur 14. nóvember 1984 26 uií íþróttir Úrvalsdeildin: Sigur Valsara aldrei í hættu - áttu að vinna stærri sigur á Njarðvíkingum ■ Einn leikur var í úrvals- deildinni í körfuknattleik í gær- kvöldi. Valur og Njarðvíkingar áttust við í íþróttahúsi Selja- skóla. Njarðvíkingar, sem ekki höfðu tapað leik í deildinni, máttu sjá á eftir stigunum í hendur Valsara sem voru miklu sterkari og var sigurinn 77-73 í minnsta lagi. Leikurinn hófst heldur ró- lega og gekk mönnum illa að skora stig. Eftir um 12 mínútna leik höfðu Valsarar náð forystu sem þeir héldu til loka leiksins, þá var staðan 24-13. Valsarar spiluðu stífa pressuvörn á Njarðvíkingana og hreif það ágætlega/ Njarðvíkingar náðu þó að rétta hlut sinn nokkuð fyrir hlé og staðan er þokkaleg- ir dómarar flautuðu til leikhlés var 41-27, Val í vjl. í síðari hálfleik byrjuðu Suðurnesjamennirnir með látum og Gunnar Þorvarðarson skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Þeir Tómas Holton og Kristján Ágústsson héldu þó í við Gunnar og Val Ingimundar- son með fallegum körfum inná milli. Aldrei fór þó svo að Njarðvíkingar væru nálægt því að komst framúr þrátt fyrir að staðan hefði á tímabili verið 58-51. Þá þurfti Torfi Magnús- son að fara af velli með 5 villur og mátti búast við að eitthvað sljákkaði í Völsurum en svo var ekki. Þeir hertu tökin á leiknum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Lokatölur urðu svo 77-73 eins og fyrr segir. í fyrri hálfleik kom einna mest á óvart mjög góður leikur Björns Zoéga hjá Val en hann gerði alls 11 stig í hálfleiknum og var þar að auki drjúgur í fráköstum. Jón Steingrímsson átti einnig góðan fyrri hálfleik. í síðari hálfleik var slagurinn eins og fyrr segir á milli Krisl- jáns og Tómasar annars vegar og Gunnars og Vals hinsvegar. Leikurinn var ekkert sérlega vel leikinn og voru Njarðvík- ingar alveg heillum horfnir þrátt fyrir að ekki munaði nema 4 stigum í lokin. Merkilegt er hve lítið kemur út úr Jónasi og þá átti Valur heldur dapran dag. Hann var þó iðnastur við að skora fyrir Njarðvíkingana og gerði alls 21 stig. Gunnar Þorvarðarson skoraði 20 stig þó haltur væri og gæti ekki beitt sér sem skyldi. Kristján gerði 16 stig fyrir Val og Tómas gerðu 15. Björn Zoéga sem gerði 11 stig í fyrri hálfleik skoraði ekkert í þeim síðari Úrvalsdeildin L U T skor siig UMFN 5 4 1 428-349 8 Haukar 3 2 1 268-237 4 Valur 4 2 2 347-319 4 KR 3 2 1 223-209 4 ÍR 4 1 3 281-323 2 ÍS 3 0 3 209-318 0 Með 17 landsliðsmenn frá 5 löndum: ■ Anderleckt, lið Anrórs Guðjohnsen í Belgíu gerir það gott þessa dagana. Liðið hefur snúið bakinu við varnartaktík og skyndisóknum en tekið upp í staðinn trú á gamalt máltæki sem segir,„sókn er besta vörnin.“ Þessi leikaðferð liðsins hefur reynst vel að undanförnu og liðið hefur nú 5 stiga forystu í belgísku 1. deildinni og hefur skorað 43 mörk í 12 leikjum. 6-2 sigurinn í Fiorentina í UEFA-bikarnum á miðviku- daginn ætti ekki að draga úr hugrekki leikmannanna og iið- ið virðist vera á góðri leið með að sýna fram á að skemmtileg knattspyrna geti líka verið árangursrík. Samt sem áður er lið Ander- lecht annað og meira en lið sem getur skorað mörk því í hópn- ■ Frank Arnesen, danski landsliðsmaðurinn hjá Ander- lecht. um cru hvorki meira né minna en 17 landsliðsmenn frá 5 mis- munandi löndum, samansafn af einstaklega hæfileikaríkum knattspyrnumönnum. Það er þjálfarinn Paul Van Himst sem hefur breytt ásjónu liðsins svona gjörsamlega, úr frekar leiðinlegu varnarliði í ákaft sóknarlið sem dregur að sér mikinn fjölda áhorfenda á alla heimaleiki þess í Brussel. Van Himst hvetur leikmenn til að þjóta fram við öll tækifæri svo bakverðirnir Georges Grun og Michel de Groote ásamt danska „sweepernum" Morten Olsen virðast kunna betur við sig á vallarhelmingi anstæðing- anna en sínum eigin eins og títt er um varnarmenn. Að viðbættum fjórum miðjuleikmönnum sem halda sig að því er virðist mest inni í vítateig andstæðinganna og tveimur framlínumönnum sem eru óragir að skjóta á markið er komin heilmikil pressa sem get- ur skapað glundroða í hvaða vörn sem er. Eins og í flestum góðum liðum er miðjan undirstaðan sem allt annað byggist á. Þar er Anderlecht liðið ekki á ílæðiskeri statt með leik- mennina Rene Vandereycken, Frankie Vercauteren, Danann Frank Arnesen og síðast en ekki síst hinn frábæri Enzo Scifo sem var orðinn stjarna áður cn hann hafði leikið í eitt ár í atvinnumennskunni. Scifo hefur skotið hratt á toppinn og nú leikur hann einnig í belgíska landsliðinu. sem stjórnandi á miðjunni. Þjálfarinn Van Himst á líka við sín vandamál að stríða. Landsliðsmenn eins og Hollend- ingurinn Win Hofkens, Daninn Per Frimann og okkar maður Arnór Guðjohnsen þurfa að verma varamannabekkinn í flestum leikjum. A síðasta keppnistímabili misstu leikmenn Anderlecht naumlega af þriðja UEFA- titlinum í röð er þeir töpðuðu fyrir Tottenham Hotspur eftir vítaspyrnukeppni. Nú virðist liðið hafa náð meiri stöðugleika í leik sínum svo aldrei er að vita hvað gerist í ár. Atli í bann ■ Atli Hilmarsson sem leikur með Bergkamen í V.-þýska handknatt- leiknum fékk 4. vikna lcikhann í fyrri viku fyrir að hrinda andstæðingi sem var í hraðaupp- lilaupi, með þeiin afleið- ingum að að hann féll í gólfið. Atli má ekki leika með aftur fyrr cn 15. des. og missir því af 4 leikjum með liðinu. Handbolti 1. deild kv. ■ Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna um síð- ustu helgi. Á Akranesi unnu Vík- ingsstúlkurnar í A með 19 mörkum gegn 17 eftir jafnan leik. Víkingur hafði eins marks forystu í hálfeik 8-7. Á sunnudaginn léku svo Valur og KR í Laug- ardalshöll og sigruðu Valsstelpurnar án telj- andi vandræða 23-17. ■ íslenska badmintonlandsliðið sem tekur þátt í Norðurlandamótinu um næstu helgi ásamt þjálfara sínum, Hrólfi Jónssyni og Vildísi Guðmundsson formanni BSÍ. Badminton: Norðurlandamót: ■ Um næstu helgi, dagana 17. og 18. nóvember fer fram Norðurlandamótið í badmin- ton. Islenska liðið verður skipað 4 keppendum, þeim Brodda Kristjánssyni, Guðmundi Adolfssyni, Þórdísi Edwald og Kristínu Magnúsdóttursem eru öll úr TBR. Með í förinni verða einnig þau Hrólfur Jónsson og Vildís K. Guðmundsson, formaður BSI en hún mun sitja þing Badmintonsambands Norður- landa sem haldið verður 16. nóv. í tengslum við mótið. í einliða-leikjum keppa ís- lendingarnir fyrst í undan- keppni í þriggja manna riðlum ásamt Norðmönnum og Finnum, en sigurvegarnir úr riðlunum fara svo áfram í aðal- keppnina gegn Svíum og Dönum. Er þetta gert til að veikari þjóðrnar fái fleiri leiki, en Danir og Svíar eru meðal bestu badmintonþjóða heims. í tvíliðaleikjunum leika Broddi og Guðmundur saman gegn Steen Fladberg og Jesper Helledie en Þórdís og Kristín leika gegn Anderson og Jo- hansson frá Svíþjóð. í tvenndarkeppninni leika þau Broddi og Kristín saman gegn dönsku pari en Guðmund- ur og Þórdís fá sænskt par. Handbolti í kvöld ■ Þrír leikir verða í handboltanum í kvöld. í Hafnarfirði leika FH oy Valur kl. 20.00 í 1. dcild kvenna og strax á eftir leika íslandsmeistar- ar FH geyn Þór frá Vest- mannaeyjum. Verður það nokkurskonar eld- skírn þeirra Þórara, fyrsti 1. deildarleikurinn gegn virkilega sterku lið i. Þeir unnu UBK í fyrsta leik sínum í deildinni uni dag- inn þannig að þeir ættu að hafa nokkurt sjálfs- traust, sem þeim veitir ekki af gegn FH. í Vestmannaeyjum verður einn leikur í 1. deild kvenna, ÍBV tekur á móti Akranesstúlkun- um kl. 20.00.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.