NT


NT - 15.11.1984, Side 25

NT - 15.11.1984, Side 25
i,«?»*: r- v«éit»vön .»!• iifflsbatawillí Ameríka: Stjórnvöld snúast gegn eituriðnaði ■ Miklum sögum hefur fariö af marijúana- og kókaínfram- leiðslu í Miö- og Suður-Amer- íku en fæstir gerðu sér grein fyrir umfangi fíkniefnafram- leiðslunnar þar fyrr en í síðustu viku þegar mexíkanska lögregl- an gerði upptæk um 8000 tonn af marijúana. Fíkniefnin fundust í fram- leiðslu- og dreifingarmiðstöðv- um í Chihuahua-fylki nálægt bandarísku landamærunum. 30 vöruflutningabílar fundust á svæðinu og lögreglan yfirheyrði um 5000 bændur, sem störfuðu við vinnsluna. Bændurnir sögðust hafa verið neyddirtil að starfa við eiturlyfjafram- leiðsluna og margir þeirra báru merki þess að vera vannærðir. Peir sögðu að yfirmenn sínir hefðu flúið skömmu áður en að lögreglan kom á staðinn. Um þúsund hektarar á þessu svæði höfðu verið teknir undir marijúanaræktun og að minnsta kosti 20.000 bændur höfðu framfærslu sína af því að rækta það. Nú verða mexíkönsk stjórnvöld að útvega þessum bændum annað lífsviðurværi ef það á að takast að fá þá til að hætta marijúanaræktuninni með öllu. Fíkniefnin, sem mexíkanska lögreglan gerði upptæk, voru ætluð á bandaríska fíkniefna- markaðinn þar sem stórir þjóð- félagshópar hafa gert marijúana og kókaín að daglegri neyslu- vöru sinni. Stjórnvöld í mörgum Mið-og Suður-Ameríkuríkjum hafa lengst af látið fíkniefnabændur og starfsemi eiturlyfjasmyglara óáreitt enda eru þessi lönd það fátæk að þau eiga erfitt með að framfleyta íbúum sínum með löglegum landbúnaði. Eitur- lyfjaauðhringirnir hafa líka var- ið miklu fé til mútugreiðslna til stjórnmálamanna og lögreglu- og heryfirvalda. En nú er svo komið að banda- rísk stjórnvöld telja sig ekki lengur geta horft svo til að- gerðalaust á stöðuga aukningu fíkniefnaflóðsins í landi sínu. Eiturlyf eru nú orðin svo algeng þar að jafnvel er talað um að markaðurinn í mörgum banda- rískum borgum sé því sem næst mettaður. Lögregluyfirvöld telja að það megi rekja stóran hluta ofbeldisglæpa til fíkniefnaneyslu og fíkni- efnaverslunar. Bandaríkjamenn telja að ár- angursríkasta leiðin til að draga úr fíkniefnaneyslunni sé að hindra upphaflega framleiðslu fíkniefnanna. Þeir hafa því sett mikinn þrýsting á ríkisstjórnir í Mið- og Suður-Ameríku til að fá þær til raunhæfra aðgerða gegn fíkniefnaframleiðendum og smyglhringjum. Nú þegar hafa stjórnvöld í Mexíkó, Kólombíu ognokkrum fleiri Ameríkulöndum hafið skipulega sókn gegn eiturlyfjun- um með nokkuð góðum árangri. En það er samt langt frá því að þessar aðgerðir þeirra dugi til að stöðva fíkniefnaframleiðsl- una því að fíkniefnahringirnir eru .alþjóðlegir. Þegar fram- leiðsla er hindruð á einum stað flytja þeir sig bara á annan. 4.'.! I * Fimmtudagur 15. nóvember 1984 25 A-Þjódverjar: Hefja fram- leiðslu á Volks wagenvélum Wolfsburg, Vestur- Þýskalandi-Reuter ■ Vestur-þýska Volk- swagen-fyrirtækið hefur gert samning við Austur- Þjóðverja um framleiðslu á 100.000 Volkswagenvél- Aðalframkvæmdastjóri Wolkswagenfyrirtækisins flaug í gær til Austur-Berl- ínar til að ganga frá áætl- unum um framleiðslu vél- anna. Samkomulagið um vélaframleiðsluna var upphaflega undirritað í febrúar síðastliðnum. Lauslega áætlað er samn- ingur þessi metinn á um 600 milljón þýsk mörk (meira en 6 milljarðar ísl.kr). Vestur-þýska stjórnin segist vona að samningur þessi eigi eftir að auka viðskipti milli Austur- og Vestur-Þýskalands og að Austur-Þjóðverjar muni flytja meira inn af tækja- búnaði frá Vestur-Þýska- landi á næstunni. Bandarísku fjárlögin: Nýtt hallamet framundan Washinglon-Reuter ■ Sanikvæmt nýjustu spám hagfræðinga bandarísku stjórnarinnar gæti hallinn á fjárlögum Bandaríkjamanna hæglega orðið meira en 190 milljarðar dollarar á nýbyrj- uðu fjárlagaári í 172.4 millj- arða eins og áður hafði verið spáð. Bandaríska fjárlagaárið hefst 1. október. A seinustu fjárlögum var hallinn um 175 milljarðar dollara. í kosninga- baráttu sinni spáði Reagan því að ör hagvöxtur í Banda- ríkjunum yrði til þess að minnka fjárlagahallann. En hagvöxturinn hefur ekki orðið eins ör og hann spáði þannig að nú er því spáð að fjárlaga- hallinn aukist. . BÍLASMIÐJAN w KYNDXX.L Stórhöfða 1 8 II Bílamálun Bílaréttingar Vönduð vinna SÍMI35051 KVÖLDSÍMI 35256 DESOUTTER LOFTVERKFÆRI DIT2LER BÍLALAKK, BINKS SPRAUTUKÖNNUR Bíleigendur athugið Við höfum margra ára reynslu i viðgerðum á mikið löskuðum bifreiðum, þess vegna notum við eingöngu Guy Chart réttingar og mælitæki. Við bjóðum viðskiptavinum okkar staðgreiðsluafslátt á allri tækjavinnu, greiðslukjör og föst verðtilboð á allri vinnu. A málningarverkstæði okkar notum við Ditzler málningarefni sem er' amerískt efni og sú staðreynd að General Motors og margar aðrar amerískar bílaverksmiður nota Ditzier efni tryggir fagmönnum árangur. Þar ætlum við líka að koma viðskiptavinum á óvart. Við sækjum bílinn og sendum eiganda að kostnaðarlausu. Eigum á lager Desoutter loftverkfæri, amerískar Binks sprautukönnur og varahluti í þær og Ditzler málningarefni stórhöfði funahofoi hYR JARHOFOI KYNDU.X. Stórhöfða 18[ SHIÐSHÖFOI hamarshofði OVE RGSHÖFOI VAGNHOFÐI g. T1 TANGARHÖFOI ° BÍLOSHOFÐI > BIFBEIOAEFnRUTIO Japanir semja um hvalveiðar Washington-Reuter ■ Bandarísk stjórnvöld hafa gert samning við Japani þar sem fallist er á áframhaldandi hval- veiðar Japana fram til ársins 1987 án þess að veiðiheimildir þeirra í bandarísku hafsvæði verði þrengdar. f staðinn lofa Japanir að hætta hvalveiðum sínum frá og með árinu 1988. Verslunarfulltrúi Bandaríkj- anna, Malcolm Bladrige, sagð- ist telja samkomulagið mikil- vægt skref til að stöðva allar hvalveiðar í heiminum. En nátt- úruverndarmenn réðust á sam- komulagið og sögðu að með því væri stjórn Reagans að snúa bakinu við verndun hvala. Samkomulagið felur m.a. í sér að þann 13. desember næst- komandi munu Japanir draga til baka mótmæli sfn vegna ákvörðunar Alþjóðahvalveiði- ráðsins um stöðvun hvalveiða. Svanir í skoðunarferð Varar Bandaríkjamenn við að ráðast inn í Nicaragua Munich-Reuter ■ Fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands, Willy Brandt, hefur varað Banda- ríkjamenn við ógnvænlegum afleiðingum þess að ráðast inn í Nicaragua. í viðtali, sem Munich kvöldblaðið birti segir Brandt að slík árás myndi hleypa af stað hörðu innan- landsstríði í Nicaragua. Sandinistar myndu halda með lið sitt til fjalla og hefja skæruhernað. Þar með væru allar vonir um pólitíska lausn á vandamálum Mið-Amer- íku runnar út í sandinn. Brandt sagðist vona að Bandaríkjamenn gerðu sér grein fyrir því hvaða áhrif slík innrás myndi hafa, ekki aðeins í Mið- og Suður-Amer- íku heldur einnig í öðrum heimshlutum. Willy Brandt: sig á Alster-vatni þar sem þeir halda til á sumrin. Þess vegna eru þeir fluttir árlega í hlýtt og gott vetrarbæli fyrir utan miðborgina í Hamborg. Símamynd-POLFOTO ■ Róttækni Willy Brandts, fyrrverandi kansl- ara V-Þýskalands, hefur þótt aukast aftur á hans efri árunt. Hér sést hann taka þátt í mótmælaaðgerðum friðar- sinna í Vestur-Þýskalandi fyrir skömmu þar sem upp- setningu nýrra bandarískra kjarnaflauga í Vestur-Evr- ópu var mótmælt. Símamynd-POLFOTO ■ Þegar vetur nálgast og ferðamannatím- anum er lokið eru þessir svanir teknir í skoðunarferð um heimaborg sína, Hamborg. Borgaryfírvöld vilja ekki að svanirnir ofkæli

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.