NT - 30.11.1984, Blaðsíða 8

NT - 30.11.1984, Blaðsíða 8
S6L UR ? ÍTTT Föstudagur 30. nóvember 1984 8 laí Lesendur hafa ordið Helmsfrag og trébariegs v«l gerft úrvilemynd um htaut ótkareverftlaun I mera a.l. Bartara Stralaand ter avo unnarlega á koatum I þeaurl mynd, um allutaier helur sleglft I gegn. Aftalhlutverk: Barbara Strelund, Mandy Patlnkln, Amy Irvlng. Sýnd kl. 5,7.30,10 Yentl ■ Vel upplýst hús Óartar- leg börn ■ „Ósköperuþettaóartarleg börn sem aumingja gamla kon- an á," varð aldraðri ömmu að orði kvöldið sem hún hlýddi ásamt nokkrum afkomendum sínum á stjórnmálaumræður frá Alþingi fyrir skömmu. í þeim umræðum færði alþing- ismaðurinn Guðrún Helga- dóttir m.a. ráðherrunum kveðju frá gamalli konu sem komið hafði upp 7 börnum sem síðan hafa alið henni 27 barnabörn, að sögn Guðrúnar. Hafði Guðrún það eftir gömlu konunni (sem væntanlega er ekki langt undir áttræðu úr því að hún kallaði hana „gamla“ konu) að hingað til liafi hún alltaf prjónað plögg á þennan barnabarnahóp sinn, en nú væri svo komið að hún ætti ekki lengur fyrir bandi. Barnahópur gamallar konu er væntanlega í kringum fert- ugs- cða jafnvel langt á fimm- tugsaldri og barnabörnin þá væntanlega einhver a.m.k. komin á þrítugsaldurinn. Þótti ömmu það með ólíkindum ef enginn úr þessum stóra flokki barna og barnabarna gæti gaukað lopahönk eða band- hespu að gömlu konunni svona stöku sinnum, þó ekki væri nema af flækjubandi frá verk- smiðjuútsölunni á Álafossi, en þaðan hefur amma fengið margan gagnlegan spottann á vægu verði. Amma - sem vanist hefur því í sinni fjölskyldu að ungir og gamlir aðstoði og gleðji hverjir aðra cftir ástæðum hvers og eins á hverjum tíma - sagði það raunalegt ef aukin aðstoð þjóðfélagsins við eldri kyn- slóðina leiðir jafnframt til þess að hver og einn hugsi einungis um sjálfa/an sig en telji sig algerlega „stikkfrí“ varðandi afkomu og aðstæður sinna nán- ustu - ríkiö eða bærinn skuli sjá um allt slíkt. Ég er ömmu sammála um þetta og vona að flestar ömniur eigi artarlegri afkomendahóp en gamla vin- konan hennar Guðrúnar. Dótturdóttir. M Hefurðu skoðun á málunum? Viltu vekja athygli á einhverju sem aflaga fer í samfélaginu? Þarftu að koma kvörtunum á framfæri? Eða viltu kannski hrósa ein- hverjum? Lesendasíðan er rétti staðurinn. Hún er vettvangur fyrir allt það sem lesendum liggur á hjarta, hvort sem þar er um að ræða stór mál eða smá. Og við krefjum ábyrga aðila um svör við spurningum lesenda, eftir því sem unnt er. Skrifið til: NT Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavík . eða hringið í síma 686300 milli kl. 13 og 14. Athugið að við birtum bréf ykkar að I sjálfsögðu undir dulnefni ef þess er óskað. Engu að síður verður fullt nafn og lieimilis- fang að fylgja bréfínu. Konur beri ábyrgð á barneignum sín- um utan hjónabands Fimm barna móðir á lands- byggðinni skrifar: ■ Mikið er ég orðin leið á þessari sífelldu vorkunnsemi í garð kvenna og þó sérstaklega í garð einstæðra mæðra. Jú, þær.konur og karlar sem misst hafa maka vegna slysa eða veikinda eiga alla samúð mína. Aftur á móti fæ ég ekki betur séð en að konur séu að skapa mikið vandamál í þjóðfélaginu með öllum þessum lausa- leiksbörnum sínum. Miðað við hvað getnaðarvarnir eru orðn- ar fullkomnar og fjölbreyttar álít ég að engin kona þurfi að eignast börn gegn vilja sínum. Ég sé því ekki betur en að konur séu að leika sér að því að eignast barn eða börn án þess að hafa áður eignast maka eða heimili. Ábyrgð á þeim börnum finnst mér að þær eigi að bera sjálfar. Mér sýnist fólk margt hvert heldur ekki vera að eiga þessi börn sín vegna þess að það hafi gaman af því eða njóti þess, því það virðist ekki vilja gefa sér neinn tíma til að sinna þessum blessuðum börnum. Jú, fólk þarf alltaf að vera að vinna til að framfleyta fjöl- skyldunni og svo þarf tíma til að komast út á meðal manna og skemmta sér, en börnin sitja svo á hakanum. Sjálfri finnst mér börn veita svo mikla ánægju í lífinu að það megi spara ýmisiegt við sig á öðrum sviðum, t.d. eitthvað af þeim munaði sem maður sér á mörgum heimilum. Allt skal teppalagt út úr dyrum að mað- ur nefni ekki allar mublurnar, sent í raun veita manni ekki neitt nema aukavinnu og stress - það má ekki skemma þetta eða skíta það út. Mér finnst hins vegar börnin mikilvægari en það að passa að húsgögnin séu alltaf gljápússuð. Komi svo til hjúskaparslita af öllu þessu stressi þykir mér það mikið óréttlæti hvað kon- urnar hafa mikinn rétt. Jafnvel þótt um 3-4 börn sé að ræða í hjónabandinu virðist konan nær undantekningarlaust fá réttinn til að halda jjeim öllum, hvort sem hún er nokkur manneskja til þess eða ekki, en karlinn fær ekki að sjá um eitt einasta þeirra. Auk þess að vera óréttlátt verður þetta til þess að gera karlana ábyrgð- arlausa í þjóðfélaginu og ábyrgðarlausa gegn barneign- um. Ég teldi það aftur á móti til bóta að karlar féngju meiri réttindi gagnvart börnum sín- um og þyrftu jafnframt að bera meiri ábyrgð - held að bæði þeir og við öll hefðum gott af því. Rafmagnsveitan evðir rafmagni Hættulegt að íbíó? fara ■ Ég fór í Bíóhöllina í gær- kvöldi, mánudaginn 26.11. til að sjá myndina Yentl með Barböru Streisand. Mér var enn illt í eyrunum þegar ég vaknaði í morgun svo menn geta rétt ímyndað sér hvernig mér leið þegar sýningunni lauk. I myndinni syngur Barbara nokkur lög. Konunni liggur nokkuð hátt rómur en svona eins og til að undirstrika það var hljóðið í myndinni svo hátt stillt að það hefur vafalaust farið uppfyrir öll hættumörk þegar verst lét. Og hávaðinn í sýningarsalnum í lokaatriðinu var alveg geigvænlegur. Mig langar til að spyrja að því hversvegna sýningarstjórar Bíóhallarinnar eyðileggja með þessu sýningu á annars ágætri kvikmynd. Eru þeir kannski orðnir ónæmir fyrir hávaðan- um? Þetta vandamál virðist raun- ar hrjá önnur bíó borgarinnar en ég hef aldrei upplit'að annað eins og þetta. Það er alveg á hreinu að ég hef með mér heyrnarskjól næst þegar ég fer í Bíóhöllina og ég ráðlegg öðrum bíógestum að gera slíkt hið sama ef þessu heldur áfram. Heyrnarsljór Svar um hæl Árni Samúelsson hjá Bíó- höllinni, sagði þessa mynd vera í Dolby stereo sem magnaði hljóðið nokkuð upp. Hátalara- kerfið væri hins vegar stillt eins og gefið væri upp fyrir hverja mynd. Hann kvað það rétt að í nokkrum senum í þessari mynd færi hljóðið býsna hátt en áleit hins vegar ekki að það færi upp fyrir leyfileg mörk. Árni sagðist hafa séð þessa mynd úti í London og þar hefði hávaðinn verið alveg sá sami. Upplýstur skrifar: ■ Lengur stenst ég ekki mát- ið með að grennslast fyrir um hvað ráði sérkennilegu hátta- lagi Ijósameistara Rafmagns- veitu Reykjavíkur núna í skammdeginu. Mér hefur oft upp á síðkastið orðið um þegar ég hef ekið inn Suðurlands- brautina, og séð á hægri hönd gnæfa út úr myrkrinu stórhýsi Rafmagnsveitunnar, uppljóm- að úr hverjum glugga eins og álfakastali í ævintýrunum. Þessi sýn virðist jafnt blasa við hvort heldur er á degi eða nóttu, virkunt degi eða helgi- degi. Því er mér spurn: Er þessi háttur Rafmagnsveitunn- ar framlag hennar til að lýsa inn í skammdegiskitrur okkar hamingjusömu samborgar- anna? Getur verið að starfsem- in innan veggja Rafmagns- veituhússins sé svo samfelld, sem lýsingin ber vitni, og hvaða starfsemi er það þá? Er loftið í húsinu e.t.v. svo raf- magnað að ógerningur sé að slökkva ljósin? Vill Rafmagns- veitan með þessari lýsingu gefa fordæmi fyrir því hvernig við hin eigum að fara með raf- magnið? Hvað heitir sá sjóður sem upplýsingin er greidd úr? Mér er spurn. Pennavinir Ana Parra Rua conde de Rigmaior 16 40 Esquerdo Algés 1495 LISBOA Portugal Ana Parra er 23 ára háskóla- nemi og náttúruunnandi sem safnar frímerkjum og póst- kortum, en segist auk þess hafa áhuga á tónlist, félags- fræði, sálfræði, heimspeki og tungumálaum. Hún skrifar á ensku.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.