NT - 30.11.1984, Blaðsíða 4

NT - 30.11.1984, Blaðsíða 4
■ Eysteinn Jónsson og Vilhjálmur Hjálmarsson á svölum Hótel Borgar, en þaðan er talið að Jóhannes á Borg hafi séð breska flotann sigla inn á Reykjavíkurhöfn árið 1940. í baksýn er Alþingishúsið og Austurvöllur, baksvið flestra þeirra atburða sem bókin Eysteinn í baráttu og starfi, greinir frá. NT-mynd: Sverrir Eysteinn Jónsson í baráttu og starfi ■ Eysteinn í baráttu og starfi, annar hluti ævisögu Eysteins Jónssonar fyrrum ráðherra, er komin út hjá bókaforlaginu Vöku. Það er Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrum þingmaður sem skráir. í þessari bók er fjallað um tímabilið um og eftir síðari heimsstyrjöldina. Sagt er frá stofnun lýðveldisins, uppgjöri í Framsóknarflokknum í lok formannstíðar Jónasar frá Hriflu, Keflavíkursamningum og fleiri málum, m.a. er skyggnst bak við tjöldin meðan á stormasömum stjórnarmynd- unarviðræöum stóð á eftirstíðs- árunum. Vilhjálmur Hjálmarsson hef- ur valið þá leið við skrásetningu ævisögu Eysteins að vinna úr skrifuðum heimildum og „krefja síðan Eystein sagna um hvernig hann lítur á ýmsa al- burði nú 35 árum seinna" eins og Vilhjálmur orðaði það á fundi með fréttamönnum. Helstu heimildir Vilhjálms eru gjörðabækur Framsóknar- flokksins, minnisblöð Eysteins frá ýmsum tímum, dagblöð og fleiri samtímaheimildir. Regnboginn: Rússarnir koma og sýna okkur kvikmyndir ■ Sovésk kvikmyndavika hefst í Regnboganum á morgun, 1. desember, með frumsýningu á myndinni Önnu Pavlovu, sem gerð er af leikstjóranum Emil Lotianu. Myndin segir frá Önnu Pavlovu, sem var ein frægasta ballerína heimsins í upphafi þessarar aldar. Þetta er þó meira en ævisaga, því að Lot- ianu gerði kvikmynd um lista- mann og manneskju, sem var honum mjög nátengd í anda. Aðalhlutverkið er í höndum Galínu Beljaevu. Annar frægur leikstjóri á einnig mynd á kvikmyndavik- unni. Hann heitir Gleb Panfil- ov, og er mynd hans Vassa gerð eftir hinu sígilda leikriti Gorkís Vassa Zheleznova. Atburðirn- ir, sem sagt er frá gerast árið 1913, skömmu áður en hið borg- aralega kerfi í Rússlandi riðlað- ist. Vassa, 42 ára gömul kona, vill reyna að bjarga mannorði tveggja dætra sinna og reynir að múta dómara, sem fer með mál manns hennar, drykkfellds spilagosa, sem leggur lag sitt við stúlkur undir lögaldri. Fjórar aðrar myndir verða sýndar á kvikmyndavikunni. Grimmilegur mansöngur heitir mynd eftir leikstjórann Eldar Rajazanov og er hún gerð eftir leikriti þekkts 19. aldar leik- skálds. Óskastundin er eftir Júlí Raizman, einn elsta leik- stjóra Sovétríkjanna. Aðalhlut- verkið í þeirri mynd er leikið af Veru Alentovu, sem íslendingar þekkja úr myndinni Moskva trúir ekki á tár, sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir nokkru. Pjotr Todorovskí er stjórnandi mynd- arinnar Stríðssaga og gerist í síðari heimsstyrjöldinni og síðar, á 6. áratugnum. Loks verður svo sýnd myndin Snúið heim úr geimnum eftir úkraín- ska leikstjórann A. Súríns. Sovéska kvikmyndavikan hefst á morgun, eins og áður sagði, og lýkur henni 7. desem- ber. ■ Galína Beljaeva í hlutverki Önnu Pavlovu í samnefndri kvikmynd, sem verður frum- sýnd í Regnboganum á morgun, laugardag. Seðill I orgelsjóð: Fjársöfnun til orgelkaupa í Hallgrímskirkju ■ Frá afhjúpun minnisvarðans um séra Stefán Eggertsson. Lengst til vinstri sóknarapresturinn séra Gunnlaugur Garðars- son, Nanna Magnúsdóttir sem flutti ávarp, Guðrún Sigurðar- dóttir ekkja séra Stefáns, börn þeirra, Sigrún og Eggert og starfsmaður flugmálastjórnar. NT-mvnd: svenír ■ „Það tók ekki nema 3 mínútur að selja þúsund kökur af laufabrauði á basarnum í fyrra - ég tók tímann, sagði Dóra Guðbjartsdóttir sem við sjáum hér innan við kökusöluborðið. Má glöggt sjá á myndinni, sem tekin var á jólabasar 1983, að þar var mikil ös eftir opnunina. Jólabasar Félags framsóknarkvenna: Basar, hlutavelta og flóamarkaður ■ „Seðill í orgelsjóð" er kjör- orð söfnunar sem fimm einstakl- ingar, Sigurbjörn Einarsson biskup, Guðrún Helgadóttir al- þingismaður, Knut Ödegárd forstjóri, Ingólfur Guðbrands- son forstjóri og Salome Þorkels- dóttir alþingismaður, gangast fyrir og er markmið söfnunar- innar að sameina íslensku þjóð- ina um að gefa Hallgrímskirkju orgel sem henni hæfir. Framkvæmd söfnunarinnar er með nýstárlegu sniði: Áhuga- menn skora Itver á annan um framlag að upphæð kr. 1000 eða meira, og er söfnunin þannig keðjuverkandi. Frumkvöðlar söfnunarinnar hófu leikinn með því að leggja fram sitt framlag og skoruðu síðan hver um sig á tvo eða fleiri að gera slíkt hið sama. Nöfn gefenda verða birt vikulega í blöðum, og síðan innfærð í sérstaka bók sem varð- veitt verður í Hallgrímskirkju. Á blaðamannafundi sem for- svarsmenn söfnunarinnar héldu, kom fram að samdóma álit sérfræðinga er að Hallgríms- kirkju hæfi orgel með u.þ.b. 70 raddir, en það eru stærstu orgel sem smíðuð eru um þessar mundir. Slíkt orgel myndi hafa 4 hjómborð og pedal, yfir 5000 pípur og væir lengsta pípan yfir 10 metrar. Þetta yrði langstær- sta orgel á landsins og til saman- burðar má geta að stærsta orgel á íslandi nú er í Akureyrar- kirkju og hefur rúmlega 40 raddir og 3 hljómborð. Gert er ráð fyrir að Hallgrírrs-, kirkja verðifullfrágengininnan tveggja ára og vonir standa til að þetta orgel veðri tilbúið þá. Ekki hefur verið ákveðið hvaða orgelsmiður verður fyrir valinu en tilboð hafa borist víða að. Afgreiðslufrestur orgels af þess- ari stærð er um 2-3 ár og kostn- aður við smíði þess varla undir 15 milljónum króna miðað við núgildandi verðlag. Á fundinum kom fram að nú er ekkert orgel til í landinu sem fullnægir kröfum um túlkun stærri og flóknari verka sem samin hafa verið fyrir kirkjuorg- el. Því geta íslenskir orgel- leikarar ekki notið sín sem skyldi og fremstu snillingum erlendum í þeirri grein verður ekki boðið hingað til tónleik- ahalds. Því þurfi Hallgrímskirkja í Reykjavík að eignast orgel sem geti bætt að fullu úr þessari vöntun, enda sé hún reist með það í huga meðal annars að styrkja samband listar og kirkju. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum í söfnunina „Seðill í orgelsjóð" geta lagt framlag sitt á gíróreikning nr. 19008 í Lándsbanka Islands og færir greiðandinn nöfn þeirra sem tekið hafa áskorun hans inn á gíróseðilinn ásamt heimilisföng- um og símanúmeri. Skrifstofa sjóðsins í Hallgrímskirkju verð- ur opin á virkum dögum kl. 13.00 til 17.00, sími 10745. Framiögum má einnig koma beint þangað. Leiðrétting ■ Þau leiðinlegu mistök urðu í grein í NT í gær um afhjúpun minnisvarða um séra Stefán Eggertsson, sóknarprest á Þingeyri, að nöfn brengluðust á tveim stöðum. Var talað um séra Eggert, sem á að vera séra Stefán og sonur hans var nefndur Stefán, en á að vera Eggert. Biðst blaðið velvirð- ingar á þessum mistökum. Þá skal þess getið að Stein- þór Sigurðsson listmálari hannaði minnisvarðann, Þröst- ur Marseiíusson á ísafirði ann- aðist smíðina og Gunnar Frið- finnsson á Þingeyri setti hann upp. ■ Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á jólabasar Félags framsóknarkvenna í Reykjavík sem að þessu sinni verður haldinn laugardaginn 1. des. n.k. í kjallaranum á Rauð- arárstíg 18 í Reykjavík. Að sögn félagskvenna verður þar boðið upp á mikið af prjón- lesi og sængurfatnaði ásamt ljúf- fengum kökum og laufabrauði, sem fjölmargar félagskonur hafa að undanförnu keppst við að skera út og baka. Laufa- brauðið hefur um árabil verið það lang vinsælasta sem boðið er upp á á basarnum - selst venjulega upp á fyrstu mínútun- um. Einnig verða sælgætispokar til sölu. Þá verður líka flóamarkaður á staðnum þar sem hægt verður að kaupa ýmsa nytsama hluti fyrir lítið verð. Hlutavelta þar sem allir fá eitthvað en enginn núll, og enn má nefna happ- drætti með góðum vinningum. Basarinn hefst kl. 14.00 og verður opinn a.m.k. til kl. 17.00 iaugardaginn 1. des sem fyrr segir. Þá fjármuni sem félagið aflar með þessum hætti segja félags- konur m.a. renna til ýmisskonar góðgerðarstarfsemi. Einnig þurfi félagið peninga til að borga aðild að hinum ýmsu kvenfélagssamböndum sem það starfar með og jafn- framt styrki það starfsemi Fram- sóknarflokksins. ■ Frumkvöðlar söfnunarinnar „Seðill í orgelsjóð" á fundi með blaðamönnum. NT-mynd: Svenir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.