NT - 30.11.1984, Blaðsíða 27

NT - 30.11.1984, Blaðsíða 27
■ Þessi mynd er úr leik íslendinga og Dana á miðvikudagskvöld. í gærkvöldi léku íslendingarfyrsta leik sinn á Pólar-Cup, gegn ítölum. og unnu stórsigur 25-15. 1Q marka sigur á Itölum í gær - lokatölur 25-15 í fyrsta leiknum á Pólar Cup Frá Arnþrúöi Karlsdótturfrétlamanni NT í Noregi: ■ íslendingar áttu ekki ■ vandræðum með að sigra Itali í landsleik þjóðanna í Pólar- Cup keppninni sem nú fer fram í Noregi. íslenska liðið sigraði með 10 marka mun 25-15 eftir að staö- an hafði verið 16-8 í hálfleik. íslenska liðið lék ágætlega í gær miðað við að vera að koma úr erfiðum leikjum og ferða- lögum. Eftir fyrstu 6 mín leiksins var staðan 6-6 og má segja að það hafi verið eini kafli leiksins sem í var einhver spenna. England: McMenemy fylgist með lan Snodin Frá Heimi Bergssyni fréllaritara NT í Eng- landi: ■ Lawrie McMenemy, fram- kvæmdastjóri hjá Southamp- ton, fór á þriðjudaginn að fylgj- ast með einhverju mesta miðju- leikmannsefni á Englandi um þessar mundir. Sá heitir Ian Snodin og spilar með 3. deildar liðinu Doncaster Rovers. Hann er leikmaður í landsliði Eng- lendinga 21 árs og yngri. Talið er líklega að McMenemy sé að finna arftaka fyrir Steve Wil- liams sem farið hefur fram á sölu frá Southampton. Þá hef- ur Mark Wright einnig farið fram á sölu frá liðinu. McMenemy sá ekki það besta frá Snodin á þriðjudaginn því Doncaster tapaði fyrir Derby 1-3 og það var Derby- leikmaðurinn Bobby Davidson ■ Lawrie McMenemy sem var aðalkarlinn á vellinum. Hann skoraði þrennu í leikn- um. Giresse aftur með Alain Giresse og Dominq- ue Rocheteau, frönsku lands- liðsmennirnir, eru nú aftur komnir á ról, eftir að hafa misst af síðasta leik Frakka í undankeppni heimsmeistara- keppninnar gegn Búlgörum sem Frakkar unnu 1-0. Giresse sem leikur við hlið Platinis á miðjunni og útherj- inn sterki Rocheteau voru báð- ir meiddir en hafa nú náð sér og eru byrjaðir að leika með liðum sínum. Rocheteau skoraði meira að segja tvisvar sigurmörk í leikj- unum með Paris Saint-Germa- in í síðustu viku. Þessir kappar koma því til með að leika með franska landsliðinu gegn A-Þjóðverj- um í næsta leik liðsins sem verður 8. desember. íslendingar skoruðu svo næstu 5 mörk og tóku örugga forystu og sigurinn aldrei í hættu það sem eftir var leiks- ins. Þorgils Óttar, Sigurður Gunnarsson og Einar Þorvarð- arson léku ekki með í gær. Jens Einarsson stóð í markinu í fyrri hálfleik og varði vel eins og Haraldur Ragnarsson sem lék seinni hálfleikinn. Staðan var sem sagt 16-8 í hálfleik og í síðari helmingnum var um algera einstefnu að ræða, ítalirnirvirðastekkihafa úthald nema í takmarkaðan tíma, þá er allur vindur úr þeim. Leiknum lauk svo með stór- sigri fslands 25-15. Kristján Arason lék mjög vel í gær, eins og hann gerði líka í Danmörku, mjög yfir- vegaður og skotnýting hans góð. Hann og Þorbergur Aðal- steinsson voru bestu menn íslands, en allir stóðu sig samt vel. Þeir sem lítið spiluðu í Dan- mörku fengu að spreyta sig svo aðalmennirnir gætu hvílt sig eitthvað fyrir átök morgun- dagsins gegn A-Þjóðverjum. Mörk Islands skoruðu: Þor- bergur 5, Páll Ólafsson 5, Kristján Arason 5, Guðmund- ur Guðmundsson 1, Atli Hil- marsson 2, Bjarni Guðmunds- son 2, Jakob Sigurðsson 4, og Júlíus Jónsson sem spilaði sinn fyrsta landsleik í kvöld og lék veþskoraði 1 mark. Þjálfari A-Þjóðverja: „íslenska liðið er mjög sterkt“ - verður jafnt og gott Frá Arnþrúði Karisdóttur fréttaritara NT í Noregi: ■ „Það er greinilegt að þessi leikur við Islendinga verður mjög harður og erfiður," sagði Tiederman þjálfari A-Þjóð- verja við fréttaritara NT í Noregi. „íslenska liðið var t.d. nú að spila í Danmörku og vann annan leikinn og gerði jafntefli í hinum. Þetta segir mér að íslenska liðið er mjög gott um þessar mundir og engin vafi á að íslendingarnir spila á alþjóðlegum mælikvarða. Sennilega er þetta besta liðið sem íslendingar hafa komið fram með til þessa. Þeir hafa verið að sækja mjög á nú síðustu árin,“ bætti Tiederman við. Telur þú að þið vinnið ís- lendinga? „Við teflum fram mjög ungu liði þannig að fyrir okkur verð- ur þetta mjög harður slagur. Ég tel að þessi lið séu á mjög líkum mælikvarða og leikurinn verði fyrir bragðið mjög jafn og tvfsýnn. Ég þekki ekki íslensku leikmennina en mér er sagt að þeir hafi á að skipa mjög góðum skyttum," sagði Tiederman að lokum. Noregur-ísland: Mikill - sjónvarpað beint Frá Arnþrúói Karlsdóttur fréttamanni N'T í Noregi: ■ Norðmenn leggja allt kapp á að vinna íslendinga í leik þjóðanna í Polar Cup keppn- Föstudagur 30. nóvember 1984 - 27 Guðjón Guðmundsson aðstoðarmaður Bogdans: Eigum á brattann að sækja í dag - strákarnir eru þreyttir Frá Arnþrúði Karlsdóttur, fréttamanni NT í Noregi: ■ Guðjón Guðmundsson, aðstoðarmaður Bogdans lands- liðsþjálfara, sagði eftir leikinn. að hann væri ánægður með þessi úrslit og gang leiksins miðað við það lið sem spilaði mest: þeir hefðu frekar gefið þeim leikmönnum tækifæri sem minna hefðu verið með fram að þessu og í raun hefðu þeir lítið á þennan leik sem góða æfingu fyrir næsta leik. „Strákarnir eru þreyttir" sagði Guðjón. Aðspurður urn leikinn í dag á móti A-Þjóðverjum sagði Guðjón: „Við eigum á bratt- ann að sækja, við höfum alltaf; átt í vandræðum með A-Þjóð- verjana. En það ber að líta á það að okkur hefur gcngið vel á þessu ári og við munum stilla upp okkar sterkasta liði í dag og gera okkar besta til að vinna lcikinn. Allir vita um styrkleika Þjóðverjanna og taka verður með í reikninginn að leikmenn eru virkilega þreyttir. Þcssi sigur gegn ítölum er enginn mælikvarði fyrir leikinn á morgun, hann var aðeins góð æfing. Einnig megum við vara okk- ur á að ofmetnast ekki þrátt fyrir gott gengi í Danmörku," sagði Guðjón Guðmundsson að lokum. Ekki verður brunað vegna snjóleysis ■ Keppni í Alpagrein- um í heimsbikarkeppn- inni á skíðum sem fram á að fara í Val D’Isere í Frakklandi 5.-8. desem- ber næstkomandi verður að öllum líkindum frestað eða keppnin haldin ann- arsstaðar vegna snjóleys- is. Ákvörðun um þetta verður tekin á morgun að sögn ráðamanna. Puy Saint-Vincent sem er rétt sunnan við er hugs- anlegur staður en þangað var keppni færð sem fara átti fram á Ítalíu í hinni vikunni. Þó er einn galli á Puy Saint-Vincent, þar er ekki til nógu góð braut fyrir brunið hjá körlum, sem verður að vera lengri og brattari en hjá konum. Arnþrúður Karlsdóttir skrifar frá POLAR CUP í Noregi Ystad var mjög heppið ■ í blaðinu í gær var skýrt frá hvaða lið hefðu dregist saman í Evrópukeppnunum í hand- knattleik. Ekki var þó farið yfir hvaða lið mætast í IHF-keppn- inni og verður nú bætt úr því. Þessi lið drógust saman-. Alicante (Spánn) - Niertelt (Belgía). Baia Mare (Rúmenía) - Lokom. Tranava (Tékkó). Ystad-Margarethen (Aust- ur). Sapóroshje (Sovét) - Pro- leter/Essen. A þessu sést að ef Valsmenn hefðu komist áfram í keppninni þá hefðu þeir fengið léttustu mótherjana sem um var að ræða, eða austurríska liðið Margarethen. Hefðu líkurnar á því að Valsmenn kæmust í 4-liða úrslit verið miklar. áhugi inni í handknattleik á laugar- dag. Mikill áhugi er fyrir leikn- um í Noregi, og má nefna sem dæmi að leiknum verður sjón- varpað beint um allan Noreg. Fyrri leikirnir í Evrópukeppn- unum verða á tímabilinu 7. - 13. janúar og síðari leikirnir á tímabilinu 21.-27. janúar. FH spilar heima fyrst en Víkingar úti. FHvann KR-stúlkur ■ FH-stúlkurnar unnu stóran sigur á KR-dömum í leik liöanna í 1. deild kvenna í handknatt- leik. Leikiö var í Hafnarfirði í fyrra- kvöld og lauk leiknum 29-12 FH í vil. Kristín Péturs- dóttir skoraði mest fyrir FH eða 9 mörk. Margrét Theodórsdóttir gerði 5 svo og Siri Hagen og Kristjana Aradóttir gerði 4. Hjá KR skoraði Karólína Jónsdóttir mest eða 4 stykki og Snjólaug Benja- mínsdóttir gerði 2.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.