NT - 30.11.1984, Blaðsíða 12

NT - 30.11.1984, Blaðsíða 12
Föstudagur 30. nóvember 1984 12 'í i L ,1 ■ Séra Jón Skagan rifjar upp minningar frá því þegar ísland varö fullvalda ríki. ástandið heldur slæmt hjá okkur hérna heima. Það var hver hrellingin búin að ganga yfir okkur eftir aðra, Kötlugosið og spánska veikin. En það var feiknargleði, ég hef aldrei lifað ánægju- legri stund en þegar íslenski fáninn var kominn að hún og fluttar voru ræður. Þessu lauk með því að hin fölu andlit eftir pestina fengu roðann á ný. Menn föðm- uðust og kysstust jafnvel þó að þeir hefðu aldrei sést áður, stemmningin var svo mikil. Það lifnaði svo mikið yfir fólkinu yfir því að frels- ið var fengið, sem var búið að berjast svo mikið fyrir og var svo lengi þráð. Þetta var algerlega ógleyman- legur dagur,“ segir séra Jón Skagan, sem ber síður en svo merki þess að vera orðinn „forngripur“! „Ættum við ekki öll að hlaupa ofan á Báruball?" ■ „Reykjavíkerperla“heitir þáttur í sjónvarpinu kl. 21.10 á laugardagskvöldið. Þetta er leik- og lestrardagskrá með söngvum um lífið í höfuð- staðnum á þriðja áratug aldar- innar. Vitnað er í ýmsar sam- tímaheimildir, Ijóð flutt og sungnir söngvar úr revíum og leiksýningum. Stefán Baldursson tók sam- an og er leikstjóri, en tónlistar- umsjón og undirleik annast Jóhann G. Jóhannsson. Flytjendur þessa þáttar eru nemendur efsta bekkjar í Leiklistarskóla íslands. Upp- töku stjórnaði Elín Þóra Frið- finnsdóttir. Við báðum Elínu Þóru að segja okkur svolítið frá þessum sjónvarpsþætti. Elín Þóra sagði, að nemendur Leiklistarskólans hefðu flutt þessi atriði í Norræna húsinu tvisvar sinnum í vor. „Við hjá sjónvarpinu tókum þessa dagskrá upp í sumar, í ágúst. Efnið er yfirleitt gamalt og sumir söngvarnir eru úr gömlum revíum, svo sem Báruballið. Það var sýnt smá sýnishorn úr því þegar dagskrá vikunnar var kynnt síðast. Þá sungu flytjendur m.a. mjög vinsælt lag frá því í ■ Elín Þóra Friðfinnsdóttir stjórnaði upptökunni. (niynd úr Sjónv.) gamla daga: Ættum við ekki öll að hlaupa ofan á Báru- ball?!“ Útvarp laugardag kl. 20.50: „Ógleymanlegur dagur“ - séra Jón Skagan segir frá 1. des. 1918 ■ Á morgun laugardag- inn 1. desember, er þess minnst að 66 ár eru liðin frá því ísland varð fullvalda ríki með ýmsum dagskrár- liðuni. Stúdentar hafa löngum helgað sér þennan dag og verður svo einnig núna. Þar má nefna stúd- entamessu sem útvarpað verður kl. 11, og kl. 14 hefst hátíðardagskrá á þeirra vegum í Félagsstofn- un stúdenta, sem hefur hlotið nafnið Frelsi, jöfn- uður og réttlæti. Kl. 20.50 flytur séra Jón Skagan svo minningarsínar frá 1. desember 1918, deg- inum þegar ísland var lýst fullvalda ríki. „Já, þeir voru að biðja mig um þetta. Ég er nefni- lega elstur presta í dag og ég er orðinn forngripur, svo að þess vegna hafa þeir áhuga á að láta mig segja eitthvað frá þessu,“ segir séra Jón, en hann er fæddur 1897 og því 87 ára gamall. ____________________________ Á þessum tíma bjó séra Jón hjá séra Bjarna Jóns- syni í Lækjargötu 12B. Þeir útskrifuðust stúdentar 1919 eftir eindæma hrakninga í skóla, þar sem kennsla hafði verið felld niður frá því í miðjum 4. bekk, enda sagði Jón Ófeigsson stúd- entana 1919 sannkallaða dýrtíðarvandræða-, heims- styrjaldar-, inflúensu- og Kötlugosstúdenta. „Hann sagði að við hefðum verið mestu hrakfallamenn sem hann hefði átt samleið með í sögu skólans,” segir séra Jón. „Haustið 1918 geisaði hin alræmda spánska veiki hér á landi. Hér í Reykjavík dóu nær því 300 manns og allur fjöldinn var lengi að ná sér á eftir. Jón Magnús- son forsætisráðherra var staddur úti í Kaupmanna- höfn, hafði ekki komist heim, svo að það mátti segja að þegar þessi bless- aði dagur rann upp, var ■ Peter Ustinov sem tölvusnillingurinn Marcus Pendleton situr við tölvuna og virðist vera í hálfgerðum vandræðum, en leikarinn Karl Malden, - í hlutverki sínu í myndinni - horfir íbygginn á. Sjónvarp laugardag kl. 22.10: Tölvuvæddur svika- hrappur í „lllur fengur“ ■ Þaö eru hvorki meira né minna en 6 frægir leikarar í laugardagsmyndinni í sjón- varpinu. Fyrst skal frægan telja Peter Ustinov, sem einnig er annar höfundur handritsins, - en hinn höfundurinn er Ira Wallach. Aðriraðaleikarareru þau: Macgie Smith, Karl' Malden, Bob Newhart, Robert Morley og Cesar Romero. Á íslensku nefnist myndin Illur fengur, en á ensku „Hot Millions". Þetta er gaman- mynd frá árinu 1968. Peter Usitnov leikur aðalhlutverkið, - svikahrapp, sem ekki nennir að vinna, en finnst þægilegra að vinna fyrir sér með svikum og prettum. Það getur þó orðið býsna erfitt stundum, jafnvel þó tölvur séu teknar til hjálpar, en Marcus Pendleton - en svo heitir svikahrappurin - gefur sig út fyrir tölvufræðing og ræður sig hjá mikilli við- skiptasamteypu. Svo lætur hann tölvuna vinna fyrir sig. Leikstjóri er EricTill. Þýðandi myndarinnar er Jón O. Edwald. Myndin er orðin 16 ára, en hún er í litum og sýningartíminn er 107 mínútur. Sjónvarp laugardag kl. 21.10: Laugardagur 1. desember 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Lelkfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Halla Kjart- ansdóttir talar 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). Óskalög sjúklinga, frh. 11.00 Stúdentamessa i kapellu Háskóla íslands Séra Sigurður Sigurðarson sóknarprestur á Sel- fossi þjónar fyrir altari. Haraldur M. Kristjánsson stud. theol. predikar. Organleikari: Jón Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Her- mann Gunnarsson 14.00 „Frelsi, jöfnuður og réttlæti", hátiðardagskrá 1. desember I Félagsstofnun stúdenta Hallf- riður Þórarinsdóttir stúdent setur hátiðina. Háskólakórinn flytur kafla úr Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum viö tónlist Péturs Pálsson- ar. Ögmundur Jónasson fréttam- aður flytur hátiöarræðu. Strengja- sveit frá Tónlistarskólanum í Reykjavík leikur. Stúdentaleikhús- ið flytur leikþátt. Séra Baldur Kristjánsson talar. Vísnavinir syngja og leika. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslenskt mál Jón Hilmar Jóns- son flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarðvik. 17.10 íslensk tónlist 18.20 Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Veistu svarið? Umsjón: Unnur Ólafsdóttir. Dómari: Hrafnhildur Jónsdóttir. (RÚVAK) 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón Sveinsson Gunnar Stefánsson les þýðingu Freysteins Gunnars- sonar(7) 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni Marteinsson. 20.50 Minningar frá 1. desember 1918 Séra Jón Skagan flytur. 21.10 „Safnað í handraðann Guð- rún Guðlaugsdóttir talar við Ragn- ar Borg myntfræðing 21.30 Kvöldtónleikar Þættir úr sí- gildum tónverkum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Svo margt veltur á rauðum hjólbörum" Dagskrá um Wlliam Carlos Williams, líf hans og Ijóð. Árni Ibsen tekur saman og þýðir. Flytjandi ásamt honum Viðar Egg- ertsson. 23.15 Óperettutónlist 24.00 Miðnæturtónleikar 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Laugardagur 1. desember 14.00-18.00 Rás 2 eins árs Hlé 24:00-03:00 Næturvaktin Stjórnandí: Margrét Blöndal (Rásir 1 og 2 samtengdar að lokinni dagskrá Rásar 1. Laugardagur 1. desember 14.45 Enska knattspyrnan Everton - Sheffield Wednesday Bein út- sending frá 14.55-16.45. Umsjón- armaður Bjarni Felixson. 17.15 Hildur Fimmtu þáttur Endur- sýning. Dönskunámskeið i tíu þáttum. 17.40 fþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.25 Bróðir minn Ljónshjarta Lok- aþáttur. Sænskur framhaldsmynd- aflokkur i fimm þáttum, gerður eftir sögu Astrid Lindgren. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 í sælureit Fjóröi þáttur. Bresk- ur gamanmyndaflokkur i sjö þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 21.10 Reykjavík er perla Leik- og lestrardagskrá með söngvum um lifiö í höfuðstaðnum á þriðja áratug aldarinnar. Vitnað er i ýmsar sam- timaheimildir, Ijóð flutt og sungnir söngvar úr revíum og leiksýning- um. Stefán Baldursson tók saman og er leikstjóri. Tónlistarumsjón og undirleik annast Jóhann G. Jó- hannsson. Flytjendureru nemend- ur efsta bekkjar Leiklistarskóla (slands. Upptöku stjórnaði: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 22.10 lllur fengur...(Hot Millions) Bresk gamanmynd frá 1968. Leik- stjóri Eric Till. Aðalhlutverk: Peter Ustinov, Maggie Smith, Bob New- hart og Karl Malden. Svikahrappur i kröggum uppgötvar nýja aðferö til að afla skjótfengins gróða. Hann, tekur tölvurnar í þjónustu sína. Þýðandi Jón O. Edwald. 00.00 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.