NT - 30.11.1984, Blaðsíða 5

NT - 30.11.1984, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. nóvember 1984 Landseti Thorsara við Haffjarðará: Fer í nýja húsið í stað útburðar ■ Gamla og nýja húsið á Höfða í Hnappadalssýslu. Sigurður bóndi er nú iluttur inn í nýja húsið þrátt fyrir fyrirmæli landsdrottins um að það megi hann alls ekki gera. Enn hefur útburði Sigurðar ekki verið vísað til hæstaréttar. Nr-mynd: Gnðni. Má ekki stíga fæti þar inn segja eigendur ■ Að Höfða í Hnappadals- sýslu er bóndinn, Sigurður Oddsson að koma sér fyrir í nýju íbúðarhúsi þrátt fyrir fyrir- mæli jarðareigenda, Thors R. Thors þess efnis að hann megi ekki stíga fæti þar inn. Fvrir skemmstu lét Sigurður taka út húsbygginguna á því stigi sem jarðareigandi skildi við hana þegar hann hætti framkvæmd- um á síðasta vetri. Úttektina sendi hann Thor og hefur síðan unnið að því að klára húsið á eigin reikning. Thor hefur nú látið tlytja honum þau boð að inn í hið nýja íbúðarhús megi hann ekki stíga fæti sínum. Sigurður kveðst virða það að vettugi. Eins og fram hefur komið í NT er forsaga þessa máls sú að Thor hefur nú frá áramótum reynt að koma Sigurði af jörð- inni. Sigurður hafði þá sagt byggingarbréf þeirra Thors ógilt vegna vanefnda þess síðar- nefnda á ákvæðum bréfsins. Þessu mótmælir landeigandi og telur auk þess að með uppsögn byggingarbréfsins hafi bóndinn fyrirgert rétti sínum til frekari búsetu á jörðinni. í sumar féll dómur í héraðsrétti þar sem kröfu Thors um útburð Siguröar af jörðinni var synjað. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmað- ur Thors vildi ekki tjá sig um það við NT hvort málinu yrði vísað til hæstaréttar en þaö hefur ekki verið gert enn. Þær vanefndir sem Sigurður taldi á ákvæðum byggingarbréfs jarðarinnar voru að Thor hefði ekki lokið við íbúðarhússbygg- inguna fyrir áramót 1984. Áður hafði Thor synjað Sigurði uni leyfi til þess að byggja sjálfur á jörðinni. Núverandi hýbýli eru heilsuspillandi og allsendis ófor- svaranlegur mannabústaður. Samtök um kvennalista á Austurlandi: Framhaldsfund* ur í Valaskjálf ■ Samtök um kvennalista hafa verið stofn- uð í hverju kjördæmi landsins að undan- förnu og um síðustu helgi voru haldnir stofnfundir í Vík í Myrdal og á Egilsstöðum. Mikið fjölmenni var á fundinum á Egils- stöðum þar sem kom fram að konur telja mikla þörf á að þeirra sjónarmið og reynslu- heimur fái notið sín á sviði þjóðmálaum- ræðunnar. Sökum slæmrar færðar á Austurl- andi um sl. helgi verður áframhaldandi starf rætt á félagsfundi laugardaginn 1. des. n.k. í Valaskjálf á Egilsstöðum og eru ailar konur boðnar velkomnar á þann fund. Jólasveinatríóið bíður spennt ■ Samningar munu nú hafa tekist í jóla- sveinaríkinu, og hafa þeir því lagt nótt við dag að ljúka við jólagjafirnar og bíða nú óþreyjufullir jólanna að eigin sögn. Jólasveinatríóið, þau Grýla, Gáttþefur og Gluggagæir hafa drifið sig til borgarinnar og vilja nú fara að hitta alla krakkana sem hinir jólasveinarnir hafa gortað sig af að þekkja. Bíða þau nú í ofvæni eftir að komast á jólaskemmtanirnar og þeir sem hafa áhuga á að fá þau í heimsókn geta hringt í síma 621126 eða 20050 milii kl. 17-19 daglega. Ritgerðasamkeppni um íslenskan iðnað: Skilafrestur lengdur ■ Skilafrestur í ritgerðasamkeppni sem Landsamband iðnaðarmanna efnir til meðal skólafólks hefur verið framlengdur til 15. febrúar næstkomandi. Ástæðan er BSRB verkfallið sem setti skólastarf mikið úr skorðum en áður hafði skilafrestur verið ákveðinn 1. desember. Ritgerðarsamkeppnin hefur þegar verið kynnt með upplýsingabæklingi í grunn- og framhaldsskólum. Verðlaun verða 25,15 og 10 þúsund krónur og er þátttaka heimil nemendum á öllum skólastigum frá grunn- skóla til háskóla. Við mat á ritsmíðum verður svo tekið tillit til aldurs og menntun- ar. Metvertíð á Patró! Frá fréttaritara NT á Patreksfírði: ■ Afli Patreksfjarðarbáta hefur verið mjög góður að undanförnu en nú róa þrír línubátar frá staðnum. Afli í róðri hefur verið að meðaltali 10 lestir af slægðum fiski. Þessi haustvertíð ætlar að verða með þeim betri í áraraðir. Reyndar hófust róðrar um einum mánuði seinna en venjulega þar sem kvóti bátanna var að mestu búinn í vor. Togarinn Sigurey hefur verið í slipp að undanförnu, en fer væntanlega til veiða í byrjun desember. Tveir Patreksfjarðarbátar hafa ekki landað síðan snemma í vor. Annar er Patrekur sem hefur verið á rækjuveiðum og vinnur aflann um borð til útflutnings. Hefur hann aflað vel að undanförnu. Þá hefur Jón Þórðarson einnig verið á rækjuveiðum og landað á ‘ísafirði en hann er nú í söluferð með ísfisk til Englands. Þá er slátrun lokið í sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga. Meðalfallþungi dilka reyndist vera 16,48 kg. Það er kílói þyngra en meðalfallþungi í Eyjafirðinum og tveimur og hálfu þyngra en sunnanlands. Fallþungi er þó um allt land með mesta móti í ár. í dag, föstudaginn 30. nóvember, opnum við nýja matvöru- verslun KRON að Furugrund 3, Kópavogi. Hið glæsilega nýja verslunarhús er hannað með áherslu á að allur aðbúnaður sé sem bestur - að vel fari um viðskiptavini, starfsfólk og fjölbreytta matvöru. Um leið og við bjóðum ykkur velkomin í þessa nýju verslun vonum við að hún eigi eftir að þjóna ykkur vel og lengi. M Rúmgott og vel skipulagt húsnæði________________ M Glæsilegt kjöt- og fiskborð_____________________ M Allar mjólkurvörur í kæliskápum_________________ M 2 djúpfrystar fullir af matvælum________________ M Avaxta- og grænmetisborð_________________________ M Greið aðkeyrsla_________________________________ M Malbikuð bílastæði með hitalögnum Opnunartími: 9-18 mánudaga til fimmtudaga 9-20 föstudaga 9-16 laugardaga Við bjóðum sérlega fiagstætt kynningarverð á fjölda vörutegunda vegna opnunarinnar FURUGRUND3 KÓPAVOGI AUGLVSINGAPJONUSTAN

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.