NT - 30.11.1984, Blaðsíða 15
Hún lifir aðeins fyrir sig sjálfa
en er ákaflega trú lögmálum
sígauna sem hopa aldrei af
hólmi heldur leggja aleiguna
undir, jafnvel lífið sjálft.
Alltaf uppselt á
Beisk tár Petru von Kant
■ Alþýðuleikhúsiðsýnirumþess-
ar mundir að Kjarvalsstöðum
Beisk tár Petru von Kant eftir
Fassbinder. Sýningar um helg-
ina verða: Laugardag og sunnu-
dag kl. 16.00, en mánudags-
kvöld kl. 20.30. Uppselt hefur
verið á allar sýningarnar.
„Þorpið“ á menningar
aðventu í Gerðubergi
■ Nemendur Leiklistarskóla
tslarids munu flytja „Porpið“
eftir Jón úr Vör undir stjórn
Helgu Bachmann í Gerðubergi
nk. sunnudag kl. 15.30. Flytj-
endur eru nemar á öðru ári í
skólanum.
LR með Önnu Frank, Gísl
og Félegt fés
■ í kvöld (föstudagskvöld) og
annað kvöld sýnir Leikfélag
Reykjavíkur Dabók Önnu
Frank, sem byggð er á dagbók
gyðingastúlkunnar Onnu
Frank. Guðrún Kristmanns-
dóttir leikur aðalhlutverkið, en
Hallmar Sigurðsson stjórnar
leiksýningunni.
Gísl er sýnt á sunnudags-
kvöldið, en nú fer sýningum
fækkandi á því verki. Leikstjóri
er Stefán Baldursson, en Sig-
urður Rúnar Jónsson stjórnar
tónlistinni í leikritinu.
Félegt fés er í Austurbæjar- I
bíói á miðnætursýningu á laug-
ardagskvöld. Gísli Rúnar Jóns-
son leikstýrir. Miðasala á Félegt
fés er í Austurbæjarbíói.
Skjaldbakan kemst
þangað líka
■ Ákveðið hefur verið að hafa
nokkrar aukasýningar á leikriti
Egg-leikhússins, Skjaldbakan
kemst þangað líka eftir Árna
Ibsen. Næstu sýningar verða í
kvöld, föstudag, og á sunnudag-
inn og hefjast kl. 21. Þær fara
fram í Nýlistasafninu.
Skjaldbakan kemst þangað
líka segir frá samskiptum
bandarísku skáldanna Ezra Po-
und og William Carlos Williams
og fjallar í meginatriðum um
tvo vini sem fara ólíkar leiðir að
sama markinu. Verkið lýsir
hvernig vináttu þeirra reiðir af
gagnvart hugmyndakerfum sem
stangast á, því vinátta Pounds
og Williams var einstök og
komst ósködduð yfir ótrúleg-
ustu þrengingar.
Höfundur er leikstjóri, en
með hlutverkin fara Viðar Egg-
ertsson og Arnór Benónýsson.
Aðventuhátíð
Breiðholtssóknar
■ Sunnudaginn 2. desember
verður hin árlega aðventuhátíð
safnaðarins og fer fram í sam-
komusal Breiðholtsskóla, - því
að enn er bið á, að kirkjusmíð
Ijúki.
Klukkan 11.00 er barna-
samkoma að venju, en kl.
14.00 er „Ljósamessa", sem
fermingarbörn aðstoða við.
Strax að lokinni guðsþjónustu
(kl. 15.00) hefst jólabasar í
anddyri skólans. Kvenfélag
Breiðholts selur þar ýmsa góða
gripi ásamt bakkelsi. Andvirð-
ið rennur allt til kirkjubygging-
ar.
Kl. 20.30 hefst aðventu-
kvöldvaka í salnum. Þar leikur
Jónas Ingimundarson einleik á
píanó, kór Breiðholtskirkju
syngur, lesið verður upp og
samverunni lýkur með helgi-
stund við kertaljós. Allir eru
hjartanlega velkomir.
Safnaðarnefnd Breiðholtssafn-
aðar.
Sunnudagsferð F.í.
■ Farin verður dagsferð á
vegum Ferðafélags íslands
sunnudaginn 3. desember kl.
13.00.
Ekið verður í Bláfjöll og
gengið á Þríhnúka (400 m).
Síðan ekið sem leið liggur um
nýja Bláfjallaveginn, sem ligg-
ur um Dauðadali sunnan
Gvendarselshæðar og tengist
Krísurvíkurvegi.
Ferðafélag íslands.
Frá Félagi Snæfellinga-
og Hnappdæla Reykjavík
■ Spila- og skemmtikvöld fé-
lagsins verður haldið í Domus
-Medica laugardaginn 1. des-
cmber n.k. og hefst kl. 20.30.
Fjölmennið og mætið stundvís-
lega. Skcmmtinefndin.
Jólamarkaður FEF
■ Jólamarkaður Félags ein-
stæðra foreldra verður í Traðar-
kotssundi 6, laugardaginn 1.
des. n.k.
Fólk er beðið að koma mun-
um á skrifstofuna í síðasta lagi
30. nóvember.
Jólamarkaðsnefnd.
20 ára afmæli Kópasteins
Kópavogi
■ Kópavogsbúar! Dagheim-
ilið og leiksólinn Kópasteinn
við Hábraut er 20 ára á þessu
ári. Af því tilefni verður opið
hús á Kópasteini frá kl. 14.00
til kl. 18.00 í dag, föstudaginn
30. nóvember.
Forráðamenn og stafsfólk
Kópasteins vænta þess, að sem
flestir bæjarbúar líti inn og
gleðjist með Kópasteins-
búum. Sérstaklega eru allir
þeir boðnir, sem hafa einhvern
tíma á þessum 20 árum starfað
að Kópasteini.
Eldra fólk í Háteigssókn
boðið til kaffidrykkju
■ Kvenfélag Háteigssóknar
bíður öllu eldra fólki í sókninni.
til sanikomu og kaffidrykkju
sunnudaginn 2. desember kl.
3.15 e.h. (15.15) í Domus
Medica.
Félagskonur mætið vel, - og
munið jólafundinn þriðjudag-
inn 4. desember kl. 20.30 í
Sjómannaskólanum.
Spila- og skemmtikvöld
■ Átthagafélag Stranda-
manna heldur spila- og
skemmtikvöld í kvöld, föstu-
dagskvöld, kl. 20.30 í Domus
Medica.
Aðventuhátíð í Neskirkju
■ Sunnudaginn 2. desember
verður Ijósamessa klukkan
14.00 í umsjá fermingarbarna.
Seinni hluti hátíðarinnar hefst
kl. 17.00, en þá talar Davíð
Scheving Thorsteinsson fram-
kvæmdastjóri, Friðbjörn G.
Jónsson syngur einsöng við
undirleik Jónasar Þóris Þóris-
sonar, kór Melaskóla syngur
undir stjórn Helgu Gunnars-
dóttur og strcngjasveit Tónlist-
arskóla Seltjarnarness leikur
nokkur lög undir stjórn Jakobs
Hallgrímssonar.
Kirkjudagur
Seltjarnarnessafnarðar
■ 2. descmber, 1. sunnudag
í aðventu er kirkjudagur Sel-
tjarnarnessafnaðar. Jafnan
hefur verið mikið um að vera í
söfnuðinum þann dag og gert
sérstakt átak í fjáröflun til
kirkjubyggingarinnar. Að
þessu sinni veröur Ijósahátíð í
umsjá fermingarbarnanna í
Félagsheimilinu kl. 11.00. Þar
munu cinnig koma fram ungir
tónlistarmenn úr Tónlistar-
skóla Seltjarnarness ásamt
kennara sínum Skarphéðni
Einarssyni.
Á kvöldsamkomunni mun
Andrés Björnsson útvarps-
stjóri tala, Elín Sigurvinsdóttir
syngja einsöng og skólakór
Seltjarnarness syngja undir
stjórn Margrétar Pálmadóttur.
í stað hinnar hefðbundnu laufa-
brauðs- og kökusölu verður nú
efnt til happdrættis með mörg-
um góðum vinningum, m.a.
utanlandsferð. Þá verðureinn-
ig nú á aðventu boðin til
kaups nýja barna- og fjölskyldu-
hljómplatan „Og það varst
þú", sem gefin er út á vegum
Skálholtsútgáfunnar, en sölu-
launin munu renna óskert til
kirkjubyggingarinnar, ásamt
ágóða af sölu happdrættis-
rniða; dregið verður þann 20.
desember.
Vonast er til, að á næsta ári
verði mögulegt að taka hluta
afsafnaðarheimilinu í notkun.
Afmæli Hjarðar-
holtskirkju
■ Sunnudaginn 2. descmbcr,
sent er 1. sunnudagur í að-
ventu, verður hátíðlegt haldið
80 ára afmæli Hjarðarholts-
kirkju í Laxárdal í Dalasýslu.
Hátíðarmessa verður í kirkj-
unni kl. 14.00. Herra Sigur-
björn Einarsson. f.v. biskup
íslands predikar, en sóknar-
presturinn, séra Friörik J.
Hjartar þjónar fyrir altari
ásamt prófastinum, séra Ingi-
begi J. Hannessyni. Kirkju-
gestum verður boðið upp á kaffi
í Dalabúð að lokinni mcssu.
Þar verður rakin saga kirkj-
unnar, söngfélagið Vorboðinn
syngur og f.v. kirkjumálaráð-
herra og formaður sóknar-
nefndar Friðjón Þórðarson,
flytur ávarp.
í tilefni afmælisins hcfur
sóknarnefnd Hjarðarholts-
kirkju látið gera veggskjöld
með myndum af kirkjunni,
teiknaðan af sr. Bolla Gústavs-
syni í Laufási.
Hjarðarholtskirkja er
merkileg bygging, hún er
minnsrþriggja krosskirkna í
sama stíl, sem Rögnvaldur
Ólafsson, fyrsti íslenski arki-
tektinn teiknaði.
■ Atriði úr Dagbók Önnu Frank.
■ Þeir Amór Benónýsson og Viðar Eggertsson í hlutverkum
sínum í Skjaldbakan kemst þangað líka.
i
9
ö
4
■ Veggskjöldur af Hjarðarholtskirkju, sem gefínn er út í tilefni
80 ára afmælis kirkjunnar.
rfíjvaxtareikningur
VÖRNGEGN VERÐBÓLGU
Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra
reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að
Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur.
Betri kjörbjóðast varla.