NT - 30.11.1984, Blaðsíða 26
Föstudagur 30. nóvember 1984 26
Úrvalsdeildin:
KR-ingar unnu
stórsigur á
Lokatölur 99-70
■ KR-ingar unnu öruggan
og stóran sigur á IS í leik
liöanna í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik í gærkvöldi.
Lokatölur urðu 99-70 og
staðan í hálfleik var 39-28 fvrir
KR.
KR byrjaði leikinn af krafti
og komst í 6-0 en Stúdentar
vöknuðu til lífsins og héldu sig
nærri og komust síðan yfir
einu sinni í leiknum 18-17.
Eftir það var jafnt, 21-20
fyrir KR en þá brunuðu KR-
ingar fram úr, staðan í leikhléi
39-28 eins og áður sagði.
Ef fyrri hálfleikur var jafn á
köflum þá var aldeilis annað
uppi á teningnum f þeim
seinni. KR komst í 44-30 og
síðan 56-38. Síðan skoruðu
KR-ingar 13 stig í röð og
staðan orðin 69-38, 31 stigs
munur.
Það bil hélst svo nokkurn
■ Guðni Guðnason skorar fyrir KR gegn IS í leiknum í gærkvöldi. NT-mynd: Árni Bjama
Fimleikasýning
í Laugardalshöll
■ Þann 2. des. n.k. kl. 16.30
verður stórkostleg fimleika-
sýning í Laugardalshöll, fyrir
alla fjölskylduna.
Viðfangsefnið Rauðhetta
og (fimleika) úlfurinn verður'
sýnt með þátttöku barna og
unglinga frá K.R., Stjörnunni,
Gerplu, Björk, Ármanni, og
Í.B.A. Skólahljómsveit Mos-
fellssveitar leikur og söguntað-
ur er Bessi Bjarnason. Lands-
liðið leikur listir sínar. Mis-
ntunandi atriöi sýninga-
prógramma af öllunt gerðum
eru að sjálfsögðu með. Þá
verða seldir happdrættismiðar
til styrktar landsliði og eru
vinningar girnilegir.
Sama dag kl. 9 árdegis verð-
ur ársþing F.S.Í. haldið að
Hamraborg 1, Kópavogi.
Mörg mál liggja fyrir þ.ú.m.
Norrænir fimleikar.
Spjótinu breytt
- kastarar þurfa að tileinka sér nýja tækni
■ Þegar A-Þjóðverjinn Uwe
Hohn kastaði spjótinu
104,80m á móti í A-Berlín fyrr
á árinu þá kont það niður
hættulega nærri nokkrum
keppendum í stangarstökki.
Þetta var fyrsta kastið í heimin-
um sem mældist yfir 100 m.
Þetta var líka fyrsta kastið sem
varð þess valdandi að menn
fóru alvarlega að hugsa um
hættuna sem fylgir svona
löngum köstum. Hvað ef ein-
hver annar keppandi eða
áhorfandi yrði fyrir spjótinu?
Hvað ef kastið væri fullmikið
til hægri eða vinstri en ekki
eftir ntiðjum kastgeiranum?
Eru aðrir þátttakendur ekki
orðnir í hættu fyrir köstum af
þessari lengd? Þessar spurn-
ingar og fleiri komu upp á
fundi Alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandsins í Los Angeles
stuttu síðar og þar var tckin sú
ákvörðun sem mótmælt hefur
verið víða, að breyta spjótinu
þannig að þyngdarpunkturinn
verðurnúfjærspjótsendanum.
Þessi breyting á spjótinu ger-
ir það að verkum að köstin
með því verða mun styttri en
um leið munu fleiri köst verða
gild. Þá mun þurfa allt aðra
tækni til að ná góðum köstum
með þessu nýja spjóti og mun
það geta tekiö marga kastara
langan tíma að þróa með sér
tækni til að þeyta nýja spjótinu
svo vel verði.
Margir spjótkastarar og
þjálfarar eru óánægöir með
þessa ákvörðun Alþjóðasam-
bandsins. Segja margir þeirra
að nú verði spjótkast ekki eins
skemmtileg og áhrifamikil
íþrótt á að horfa eftir apríl
1986 en þá mun spjótið verða
tekið í notkun. Margir eru á
þeirri skoðun að nú muni reyna
meira á styrkleika spjótakast-
arans en tækni hans. Þetta gæti
orðið til þess að inntaka „ster-
oid“ lyfja færi vaxandi og að
áhugi manna á spjótkasti sem
íþróttagrein færi þverrandi.
Sumir segja að spjótkast verði
nú frekar lagt niður á suntum
alþjóðlegunt mótum.
Einn þeirra sem hvað mest
hefur barist á móti nýja spjót-
inu er Bretinn David Ottley,
sem vann silfurverðlaunin í
spjótkasti á Ólympíuleikunum.
„Ég er algjörlega á móti þess-
ari ákvörðun,“ sagði Ottley,
„flestir áhorfendur eru að bíða
eftirstóra kastinu". Uwe Hohn
sagði aftur á móti að hann
myndi taka þessari ákvörðun
þrátt fyrir að hann teldi ekki
mikla hættu stafa af spjótkasti.
„Köst yfir 95 m eru ntjög
sjaldgæf og svo hefði verið
hægt að þyngja spjótið um 100
gr., það eru til þannig æfinga-
spjót"
Einn af stjórnarmönnum í
Alþjóðafrjálsíþróttasamband-
inu, Tony Rottenburg, sagði
aftur á móti að þessi breyting
hafi verið rædd um nokkurn
tíma og hefði verið samþykkt
án mótatkvæða í Los Angeles.
„Eru menn að bíða eftir því að
einhver verði drepinn á
hlaupabrautinni," sagði Rott-
enburg. Þá bætti hann við að
til greina hefði komið að
þyngja spjótið en það hefði
getað kallað á aukna lyfjanotk-
un og að ekki þyrfti eins mikla
tækni vð kastið eins og áður.
Breski spjótakastsþjálfarinn
Max Joner sagðist hafa verið
hlynntur því að stytta bara
atrennuna því „það verður
erfitt fyrir spjótakastara að
læra nýja tækni alveg uppá
nýtt“.
Þrátt fyrir mótmæli margra
er nokkuð víst að ákvörðun-
inni um breytingar á spjótinu
verður ekki haggað og að eftir
apríl 1986 verða engin 100 m
köst sjáanleg unt að minnsta
kosti nokkur ár.
veginn út leikinn sem endaði
nteð 29 stiga mun 99-70.
KR-liðið er gott þótt
leikmenn þess séu allir ungir
að árum og líklegt til afreka
þó síðan verði. í gærkvöldi bar
mest á Ólafi Guðmundssyni
sem hefur sprottið upp nú í
vetur og leikur betur með
hverjum leik. Hann skoraði 27
stig og var hæstur KR-inga.
Aðrir sem skoruðu fyrir KR:
Guðni 17, Þorsteinn 12, Birgir
Jóhannsson 11, Matthías 10,
Ástþór 7, Birgir Mikaels 6,
Kristján 5 og Ómar Guð-
mundsson 4.
Fyrir Stúdenta skoruðu:
Valdimar 18, Arni 12, Guð-
mundur 11, Ragnar 8, Ágúst
10, Jón Indriðason 6 og Sveinn
Ólafsson 5.
Dæmdur í 38 vikna bann
■ Vestur-þýska knattspyrnu-
sambandið dæmdi hollenska
leikmanninn Kees Bergman
sem leikur með 2. deíldar-lið-
inu Fortuna Köln í 38 vikna
leikbann fyrir ofbeldi gagnvart
dómara.
Einu sinni áður hefur það
komið fyrir að leikmaður hefur
verið dæmdur í jafn langt
bann.
Atvikið sem Bergman var
dæmdur fyrir gerðist í leik í
Saarbrucken í síðasta mánuði.
Þá var hann rekinn útaf fyrir
að mótmæla marki sem and-
stæðingarnir skoruðu, hélt því
frani að um rangstöðu hefði
verið að ræða.
Um leið og hinn 37 ára gamli
„sweeper“ gekk af velli, tróð
hann af ásettu ráði á fæti
dómarans samkvæmt dóms-
niðurstöðunni.
Bergman segist jafnvel
hætta knattspyrnuiðkun eftir
þetta áfall.
■ Einar Vilhjálmsson. Hvern ig skyldi honum ganga með nýja
spjótinu?
Þing KSÍ:
■ Ársþing KSÍ verður
haldið uin helgina að
Hótel Loftleiðum. Það
hefst kl. 10.00 á laugar-
dagsmorgun. Líklegt er
talið að allir stjórnar-
mcnn gefl kost á sér til
endurkjörs.
Mörg mál eru á dagskrá
þingsins og fjöldi fulltrúa
á þar sæti, um 180 manns
með atkvæðisrétt.
Kristinn í Fylki
■ Kristinn Guðmunds-
son, sem spilaði með Vík-
ingum í sumar í knatt-
spyrnunni, hefur tilkynnt
félagaskipti í Fylki. Krist-
inn spilaði áður með
Fylki. Hann skoraði
nokkuð fyrir Víkinga í
sumar og verður slæmt
fyrir þá að missa hann, en
að sama skapi styrkur
fyrir Fylkismenn að fá
hann aftur í sínar raðir.
Úrvalsdeildin:
Hörkuleikur
í Njarðvíkum í kvöld
■ Einnleikurverðuríúrvals-
deildinni í körfuknattieik í
kvöld. Þá fá Njarðvíkingar
Valsmenn í heimsókn í Njarð-
víkur og hefst leikurinn kl.
20.00.
Þetta verður örugglega
hörku viðureign, Njarðvíking-
ar eru efstir í deildinni, hafa
bara tapað einum leik og þá
einmitt fyrir Val. Sá leikur fór
fram á heimavelli Vals og þeir
verða að spila mjög vel ef þeir
ætla að vinna UMFN í ljóna-
gryfjunni.
Valsmenn hafa tapað tveim-
ur leikjum svo þeir geta jafnað
metin við Njarðvíkinga ef þeir
vinna.
Ef svo fer þá verða Haukar,
ásamt þessunt tveimur liðunt
efst og jöfn í deildinni með tvö
töp hvert.
Staðan í
úrvalsdeild
UMFN . .8 7 1 726-574 14
Haukar. .6 4 2 530-470 8
Valur .. .6 4 2 513-477 8
KR .... .6 3 3 482-446 6
ÍR .7 1 6 504-584 2
is .7 1 6 464-667 2