NT - 30.11.1984, Blaðsíða 13
lil'c
Föstudagur 30. nóvember 1984 13
tjc
Rás 2 sunnudag kl. 15.00-16.
EB
Tónlistar
krossgátan
á sínum stað
■ Nýtt form hefur nú tekið á
sig mynd á dagskrá Rásar 2 á
sunnudögum. í stað þess að
áður var einn samfelldur þáttur
kl. 14-18, er hann nú þrískipt-
ur. Auk þess hefur dagskráin
nú verið lengd um hálftíma og
hefst útsending kl. 13.30 í stað
14 áður.
í fyrsta hluta dagskrárinnar,
kl. 13.30—15 stýrir Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir þætti,
sem hlotið hefur nafnið Krydd
í tilveruna. Kl. 15-16 er svo
Tónlistarkrossgátan, en hún
hefur hlotið fastan sess á þess- •
um tíma í dagskránni. Stjórn-
andi hennar er sem kunnugt er
Jón Gröndal. Síðast er svo
Vinsældalisti Rásar 2 undir
stjórn Ásgeirs Tómassonar og
stendur hann yfir kl. 16-18.
Par eru að venju leikin 20
vinsælustu lögin, sem hlust-
endur Rásarinnar hafa valið.
■ Guömundur Emilsson hljómsveitarstjóri ■ Mist Þorkelsdóttir
Sjónvarp sunnudagur kl. 22.35:
Tónskáldin ungu og
íslenska hljómsveitin
■ Guðmundur Emilsson
stjórnar íslensku hljómsveit-
inni í sjónvarpsþættinum
„Tónskáldin ungu og íslenska
hljómsveitin". íslenska hljóm-
sveitin hefur pantað verk hjá
ungum íslenskum tónskáldum
og verða þrjú hljómsveitarverk
flutt í sjónvarpinu nú í vetur.
Öll verkin eiga það sameigin-
legt að vera fyrsta hljómsveit-
arverk höfundanna.
Fyrsta hljómsveitarverkið í
flutningi íslensku hljómsveit-
arinnar í sjónvarpið - og samið
að tilhlutan hljómsveitarinnar
- er eftir Misti Þorkelsdóttur
og heitir „Davíð 116“. Verkið
byggist á Davíðssálmi nr. 116,
einsöngvari er William H.
Sharp. Textinn er sunginn á
latínu.
Guðmundur Emilsson
hljómsveitarstjóri sagði í við-
tali við NT:
„Það hefur verið mjög áber-
andi þáttur í okkar starfi í
íslensku hljómsveitinni, að
leita til yngstu kynslóðarinnar,
bæði hljóðfæraleikara, tón-
skálda og annarra tónlistar-
manna. Við erum þeirrar
skoðunar, að það sé mjög
dýrmætt fyrir unga og cfnilega
tónlistarmenn að fá reynslu, -
því það reynist ómetanlegt síð-
armeir. Viðviljum koma unga
tónlistarfólkinu út í umfcrðina
- ef svo má segja - þó kannski
verði í fyrstu keyrt á staura, þá
verði þó vegurinn framundan
greiðfarnari þegar reynslan er
fyrir hendi.
í þessari þáttaröð eru þarna
þrjú ung tónskáld og í öllum
Rás 2 sunnudag kl. 13.30-15.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir setur
„Krydd í tilveruna“
■ Krydd í tilveruna nefnist
sunnudagsþáttur Ástu Ragn-
heiðar Jóhannesdóttur, sem
verður á Rás 2 kl. hálftvö á
sunnudag. í símtali við Ástu
Ragnheiði kom fram, að að-
ventan er henni ofarlega í
huga og hún mun helga henni
talsvert af tímanum í sunnu-
dagsþættinum. Hún sagði
m.a.:
„Ég er nú (þ.e. á miðvikud.)
að gera áætlun um þennan þátt
minn, sem auðvitað verður
eitthvað um aðventuna og ým-
islegt efni henni skylt. Ég býst
við gestum í þáttinn, t.d. kem-
ur blómasérfræðingur til að
ræða um jólablómin og að-
ventukransa. Einnig má búast
við því að ég fái einhvern til að
hafa smáaðventutölu eða við-
tal um aðventuna.
Síðan verð ég með eitthvert
létt efni, - músík sem notalegt
er að hlusta á eftir sunnudags-
steikina," sagði Ásta Ragn-
heiður.
í sambandi við tónlist þessa
KRYDD-þáttar sagðist Ásta
Ragnheiður vilja taka fram, að
hún væri ekki hlynnt því, að
fara strax að leika jólalög.
„Það er eins og jólalögin verði
þá ekki eins hátíðleg, þegar að
jólunum kemur. Við megum
ekki útjaska fallegu jólalögun-
um í byrjun aðventunnar."
■ „Ég verð ekki mjög jólaleg í lagavali, því ég er á móti því að
spila mikið af jólalögum fyrr en nær dregur jólum“.
tilvikum eru þetta þeirra fyrstu
hljómsveitarverk og gerð eftir
pöntun frá okkur í íslensku
hljómsveitinni. Við höfðum
heyrt önnur tónverk eftir þessa
ungu höfunda, og því leituðum
við eftir hljómsveitarverkum
hjá þeim. Þau stóöu sig öll
með prýði og sýndu sig trausts-
ins verð.
Þessi verk voru öll frumflutt
á tónleikum íslensku hljóm-
sveitarinnar sl. vor, hvert á
sínum tónleikunum.
Einsöngvarinn í þessu verki
er ungur söngvari, Villiam H.
Sharp, sem hefur getið sér gott
orð í Bandaríkjunum og unnið
þar til margra verðlauna í
söngkeppnum. Nú síðast í
fyrra vann hann í kcppni söng-
vara í Genf-fékk 1. verðlaun.
Hann er reyndar gamall skóla-
bróðir minn og vinur og kemur
hingað fyrir mín orð. Hann
hefur heimsótt mig áður. Nú
kemur hann hingað til að
syngja þessa sjónvarpstónleika
með okkur.
Annars syngur William H.
Sharp í óperuhúsum út um
allan heim, sérstaklega eftir að
hann vann í keppninni í Genf.
Mest starfar hann í New York.
Verkið Davíð 116 er 12-15
mínútur í flutningi, og það er
mikil ró og fegurð yfir því.
Hlióðfæraleikarar eru um 20,“
sagði Guðmundur.
Hin tvö hljómsveitarverkin
eiga að fylgja í kjölfarið með
mánaðarmillibili. Höfundar
þeirra verka eru HaukurTóm-
asson og Atli Ingólfsson.
Sunnudagur
2. desember
8.00 Morgunandakt Séra Jón Ein-
arsson flytur ritningarorö og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlögHljómsveit
Helmuts Zacharias leikur.
9.00 Fréttir
9.05 Morguntónleikar
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Stefnumót við Sturlunga Einar
Karl Haraldsson sér um þáttinn.
11.00Messa i Félagsheimili Sel-
tjarnarness Prestur: Séra Frank
M. Halldórsson. Organleikari: Sig-
hvatur Jónasson
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.40 Á bókamarkaðinum Andrés
Björnsson sér um lestur ur nýjum
bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
14.15 Miðdegistónleikar Sinfóniu-
hljómsveitin í Toronto leikur Sin-
fóníu nr. 7 í d-moll op. 70 eftir
Antonin Dvorak; Andrew Davis stj.
15.10 Með bros á vör Svavar Gests
velur og kynnir efni úr gömlu
spurninga- og skemmtijþáttum út-
varpsins.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Um vísindi og fræði Hvað
gerist í hjartanu fyrir og eftir hjarta-
áfall? Dr. Sigmundur Guðbjarna-
son prófessor flytur sunnudags-
erindi.
17.00 Frá Tónlistarhátíðinni í
Salszburg s.l. sumar. Píanótón-
leikar Alfreds Brendel. Tónlist
eftir Franz Schubert.
18.00 Á tvist og bast Jón Hjartarson
rabbar við hlustenduur.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 A bökkum Laxár Jóhanna A.
St eingrimsdóttir i Árnesi segir frá
(RÚVAK)
19.50 Svartlist Kristján Kristjánsson
les eigin Ijóð.
20.00 Um okkur Jón Gústafsson
stjórnar blönduðum þætti fyrir
unglinga.
21.00 Gfsli Magnússon leikur ís-
lenska píanótónlist
21.40 Að tafli Stjórnandi: Guömund-
ur Arnlaugsson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
Sunnudagur
2. desember
13:30-15:00 Krydd í tilveruna
Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir
15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan
Hlustendum er gefinn kostur á að
svara einföldum spurningum um
tónlist og tónlistarmenn og ráða
krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón
Gröndal.
16.00-18.00 Vinsældalisti Rásar 2
20 vinsælustu lögin leikin. Stjórn-
andi: Ásgeir Tómasson.
Sunnudagur
2. desember
15.00 Bikarkeppni Sundsambands
íslands Bein útsending frá Sund-
höll Reykjavíkur.
16.00 Sunnudagshugvekja
16.10 Húsið á sléttunni 3. Vörður
laganna Bandarískur framhalds-
myndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingi-
marsson.
17.00 ísland fullvalda 1918 Endur-
sýning. Dagskrá byggð á sögu-
legum heimildum um þjóðlíf og
atburði á fullveldisárinu 1918 Berg-
steinn Jónsson sagnfræðingur og
Þorsteinn Thorarensen rithöfundur
tóku saman. Þáttur þessi var fyrst
sýndur í Sjónvarpinu 1. desember
1968 í tilefni af 50 ára fullveldi
íslands.
18.10 Stundin okkar. Umsjónar-
menn: Ása H. Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp-
töku: Valdimar Leifsson.
19.00 Hlé
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón-
armaður Guðmundur Ingi Kris-
tjánsson
21.10 (dagsins önn Ull í fat - Mjólk
í mat Lokaþáttur myndaflokks um
búskaparhætti og vinnubrögð fyrri
tíma, gerður að tilhlutan félags-
samtaka á Suðurlandi. Handrit og
umsjón: Þórður Tómasson. Kvik-
myndun: Vigfús Sigurgeirsson.
21.45 Dýrasta djásnið Þriðji þáttur.
Breskur framhaldsmyndaflokkur í
fjórtán þáttum, gerður eftir sögum
Pauls Scotts frá Indlandi. Mynda-
flokkurinn gerist á árunum 1942-
1947, tímum heimsstyrjaldar og
endurheimtar Indverja á sjálfstæði
sinu. Kynni breskrar stúlku og
indversks blaðamanns reynast
hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir
þau bæði. Þýðandi Veturliði
Guðnason.
22.35 Tónskáldin ungu og íslenska
hljómsveitin Fyrsti þáttur af
þremur. Islenska hljómsveitin
flytur í sjónvarpssal Davið 116
eftir Misti Þorkelsdóttur. Einsöngv-
ari William H. Sharp. Stjórnandi
Guðmundur Emilsson. „Davíð
116“ er samið að tilhlutan hljóm-
sveitarinnar og var frumflutt af
henni í vor. Verkið er byggt á
Davíðssálmi nr. 116 og er textinn
sunginn á latinu.
23.00 Dagskrárlok.