NT

Ulloq

NT - 14.12.1984, Qupperneq 6

NT - 14.12.1984, Qupperneq 6
Vetftvangur Föstudagur 14. desember 1984 6 ■ SeAlabankabyggingin Þórarinn Þórarinsson skrifar: Gengislækkanir eru fylgi- fiskar hávaxtastefnunnar ■ Þjóöhagsstofnun hefur oft reynst fara nokkuð nálægt réttu lagi í efnahagsspám sínum. Stofnunin hefur hcr- 'sýnilega hæfu starfsliði á að skipa. Spár hennar brugðust þó verulega á þessu ári. Stofnunin reiknaði ekki með þeirri miklu þenslu í fjárfestingu, sem hér varð á árinu, og heldur ekki eins rniklum innflutningi og raun varð á. Sennilega hefur það dregið úr efnahagsaðgerð- um, sem ríkisstjórnin hefði ella gripið til, ef þetta hefði ekki bæði komið henni og Þjóðhagsstofnun á óvart. Fljótt á litið, verður ekki sagt að umræddar spár Þjóð- hagsstofnunar hafi ekki byggst á rökrænum forsendum. Vafa- lítið hefur hún reiknað mcð því, að hinir háu vextir, sem voru í gildi, myndu frekar draga úr fjárfestingu eða a.m.k. halda henni innan hóf- legra marka. Þetta myndi einn- ig gilda um innllutninginn. Þessi ályktun er í fullu sam- ræmi við venjulegar hagfræði- legar kenningar, cnda má benda á fjölmörg dæmi henni til sönnunar. Hávaxtastefna er yfirleitt meira gagnrýnd fyrir það, að hún leiði til samdráttar og atvinnuleysis, en hið gagn- stæða. Sérstætt fyrirbrigði Það hefur hins vegar ekki verið tekiö hér nægilega með í reikninginn, að íslenskt efna- hagslíf er orðið alveg sérstætt fyrirbrigði. Síðan sú hefð kom hér til sögu eftir 1960 að leysa efnahagsvanda til bráðabirgða með gengisfellingum eða gengissigi, hefur skapast hugs- unarháttur, sem er nriklu meira áberandi hér en annars staðar. Hann er fólginn í því, að þeir, sem hafa áhuga á að hagnast á auðveldan hátt, reyna aö gera sér sem ljósasta grein fyrir því hvenær megi vænta gengissigs eða gengis- falls, og reyna að fjárfesta sem mest áður en til þess kemur. Ég minnist í þessu sambandi eins kunningja míns, sem bauð mér upp í nýjan bíl og sagði brosandi: Ég græddi 100 þús- und í síðustu viku, því ég keypti þennan bíl tveimur dög- um áður en gengið var fellt. Nú get ég selt hann með þess- um hagnaði. Það, sem gerðist á þessu ári, og orsakaði mikla fjárfestingu með tilheyrandi launaskriðiog ofvöxt í innflutningi, var ein- faldlega það, að menn sáu fyrir meiriháttar gengisfellingu eða gengissig á árinu. Hinn mikli fjármagnskostnaður atvinnu- veganna, sem leiddi af háu vöxtunum, gat samkvæmt venju ekki endað öðru vísi en að þeim væri bjargað frá stöðv- un með gengissigi eða gengis- fellingu. Við það bættist, að rnenn sáu fram á kauphækkan- ir, sem m.a. hlytust af háu vöxtunum. Þess vegna keppt- ust menn við að fjárfesta og kaupa fyrir gengisfellingu. I þeim tilgangi var spariféð rifið úr bönkunum og háu vextirnir juku því ekki sparifjársöfnun- ina eins og ýmsir væntu. Mesti vandinn Eigi þessi saga ekki að endurtaka sig einu sinni enn, ríður ekki á öðru meira en að draga úr óttanum við gengis- fellingu eða gengissig innan fárra mánaða og í síðasta lagi næsta haust. Að öðrum kosti má vænta svipaðrar kollsteypu á næsta ári og varð á þessu ári. Það er hins vegar auðveldara að benda á þessa hættu en að benda á ráð við henni. Enn virðast sumir halda, að helsta ráðiö sé að halda uppi háum vöxtum eða jafnvel hækka þá frá því, sem nú er. Ekker' ætti þó að vera auðveldara en að gera sér grein fyrir því, að þá muni gamla sagan endurtaka sig. Það liggur í augum uppi, að verði áfram haldið uppi háurn vöxtum með þeim afleiðing- um, aðfjármagnskostnaðurat- vinnuveganna verður margfalt meiri en í samkeppnislöndun- um, hlýtur það innan tíðar að leiða til þess, að hruni þeirra eða samdrætti verður að af- stýra með gamla bráðabirgða- úrræðinu að fella gengið. Háu vextirnir munu einnig leiða til þess að launþegar vilja fá kjör sín bætt og þá einkum þeir, sem þurfa að glíma við mikinn fjármagnskostnað, eins og gildir um ungu kynslóðina. Gengisfelling eða gengissig verður þá fyrirsjáanlegt og þá byrjar gamla sagan að fjárfesta og kaupa fyrir gengisfelling- una. Versti óvinur sparifjáreigenda Því heyrist haldið frani, að háu vextirnir séu nauðsynlegir vegna sparifjáreigenda. Það eigi ekki að láta þá blæða vegna annarra. Það er mikið rétt, að hlut sparifjáreigenda þarf að tryggja. En það verður ekki gert með háum vöxtum, sem leiða til gengisfalls. Versti óvinur sparifjáreigenda er gengisfellingin og gengissigið. Ég er ekki í neinum vafa um, að hlutur sparifjáreigenda væri nú betri, ef vextirnir hefðu verið lækkaðir meira á síðast- liðnu ári og þannig dregið úr kauphækkuninni og gengisfall- inu. Vaxtalækkun er þeim hag- stæðari en að allur höfuðstóll- inn sé verðfelldur. Þess ber einnig að gæta að vaxtalækkun dregur úr verð- bólgunni, en gengisfelling eyk- ur hana. Ef íslendingar eiga að koma efnahagslífi sínu á réttan kjöl, þá skiptir það meira máli en nokkuð annað að kveða niður óttann við sífelldar gengisfell- ingar eða gengissig og þá óheil- brigðu spákaupmennsku, sem er því samfara. Við eigum að stefna að því, sem Svisslend- ingar hafa tamið sér, að hafa gjaldmiðilinn stöðugan, en vexti lága. Því marki verður ekki náð með hávaxtastefnu, því að hún er ein meginupp- spretta gengisfellinga og gengissigs. Ávarp biskups í tilefni af landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar í gjafmildu hjarta erguð að verki ■ Við íslendingar teljum okkur vera hamingjusama þjóð. Þá skoðun má að minnsta kosti ráða af könnun þeirri, er nýlega var gerð á viðhorfi okkar til lífsins og verðmæta þess. Hve ánægð við erum með hlutskipti okkar að vera ís-1 lendingar kemur vel í Ijós við heimkomu til íslands eftir að hafa dvalið erlendis. Hið besta við Itverja utanferð reynist jafnan vera það að koma heim aftur. Þessu lýsir Stefán G. Stefánsson skálda best, þegar hann yrkir: Þó þú langförull legðir sérhverf land undir fót bera hugur og hjarta sanit þíns heimalands mót. Að vera aflögufær, þegar eitthvað á bjátar eða neyðin kallar, rennir stoðum undir hamingjuokkar. í nýafstaðinni ferð til Póllands var mér falið að skila þakklæti til íslendinga frá pólska samkirkjuráðinu og þjóðinni fyrir þann ntikla þátt, sem Hjálparstofnun kirkjunn- ar okkar hefir átt í því að bæta úr neyð og lina þjáningar Pól- verja. Við áhrifaríka guðsþjónustu í Varsjá, þar sem við, fulltrúar að heiman vorum gestir, var þakkarkveðjan til íslensku þjóðarinnar orðuð þannig, að íslendingar hefðu hlutfallslega allra þjóða mest rétt fram hjálparhönd sína. Guð blessi líknsemi ykkar, sem komuð þessu til leiðar og gjafmildi. Því líknsamur Drottinn mun láta yður miskunn í té, ef leggiö þeim gott til, ! sem eiga sér hvergi neitt skjól. (Jón Helgason) Hjálparstofnun kirkjunnar beinir nú kröftum sínum að öðru aðkallandi verkefni, sem er sameginlegt kirkjuþjónustu unr víða veröld, en það er að koma hungruðum og deyjandi til hjálpar í Eþíópíu. Að því ntarki miðar landssöfnunin á þessari aðventu undir kjörorð- inu: Brauð handa hungruðum heimi. Við eigum bágt með að horfa aðgjörðarlaust á þá hryggðarmynd.sem ber fyrir augu okkar af ástandinu í Eþíópíu, af hvers konar völd- unt sem það er orðið. Albert Schweitser hinn heimskunni trúboðslæknir sagði um líknar- störf sín í Lambarene í Afríku: „Allt sent hér gerist á upptök sín annars staðar í gjafmildu hjarta.” Hann átti viðgjafirnar frá Evrópu, sem stofnun hans bárust. Hið sama er að segja um Hjálparstofnun kirkjunnar. Þegár hún býr sig undir að takast á við verkefnin í Eþíóp- íu og hvar sem er utanlands sem innan. Allt sem gerist á þeim stöðum sem stofnunin starfar á upptök sín annars staðar í gjafmildu hjarta, þ.e.a.s. í hjörtum ykkar, sem leggið Hjálparstofnuninni lið. Hamingja íslensku þjóðar- innar byggist á því, að Guö hefir verið okkur líknsantur faðir í lífsstríði alda. Betur getur þjóðin ekki endurgoldið og ávaxtað þá hamingju en að leggja lífgrös sín á hið opna sár heimsins. Það er leiðin til frið- ar og farsældar í þeirri veröld, sem við gistum. í gjafmildu hjarta er Guð að verki. Pétur Sigurgeirsson

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.