NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.01.1985, Qupperneq 6

NT - 10.01.1985, Qupperneq 6
KI' Fimmtudagur 10. janúar 1985 6 Vettvangur Látleysi og gætni styrktu Gandhi í kosningabaráttunni ■ ÞAÐ héiur verið sagt, að oft reyndust þeir, sem ekki sæktust eftir völdum, skástu stjórnendurnir. Það hefur hins vegar ekki verið algengt, að slíkir menn kæmust í valda- stóla. Miklu oftar hafa menn komist þangað eftir langa og stranga baráttu. Það gildir um Rajiv Gandhi, að hann hefur ekki sóst eftir völdum. Örlögin hafa hagað því þannig, að hann hefur ekki komist undan þeim. Þetta reyndist honum ómetanlegur styrkur í nýlok- inni kosningabaráttu í Ind- landi. Það var ekki hægt að ásaka hann um valdagirni eða spillingu. Hann hafði yfirleitt hvergi komið nálægt slíku. Það var honum einnig mikill styrkur. að hann var í fram- komu og málflutningi frekar ólíkur venjulegum stjórn- málamönnum. Látleysi, hóg- værð og hæverska einkenndu framkomu hans. Ræður hans einkenndust meira af varfærni en hátíðlegum yfirlýsingum og loforðum. Hann var ekki mælskur, heldur flutti mái sitt rólega, en skýrt, án þess að vera með miklar áherslur. Þjóðinni fannst því, að hér væri nýr maður á ferð - maður, sem ekki væri af sama sauða- húsi og þeir, sem hefðu verið í stjórnmálabaráttunni og orð- aðir hefðu verið við ýms mistök og spillingu. Vafalaust átti hið sviplega og sorglega fráfall móður hans mikinn þátt í kosningasigrin- um. En Rajiv Gandhi átti einn- ig sinn þátt í honum. Hann vakti traust og tiltrú. Hann naut ekki aðeins ættar sinnar, heldur ekki síður þeirrar fram- göngu, að fólk trúði því, að hér væri á ferðinni foringja- efni. sem þjóðin hefði þörf fyrir á óvissutímum og væri vænlegri til að sameina hana en flestir eða allir aðrir. Flestum kemur saman um, að kosningabaráttan hefði ver- ið með öðrum svip, ef Sanjay bróðir hans hefði orðið arftaki móður þeirra, eins og upphaf- lega hafði verið ætlast til. Hann var eldhuginn og mælskumað- urinn, sem vakti aðdáun, en jafnframt andstöðu. SANJAY hafði verið ætlað það hlutverk að taka við stjórn- málaforustunni af móður sinni, þótt hann væri vngri bróðirinn. Þetta stafaði m.a. af því, að hugur Rajivs beindist í aðra átt og hann gat því vel unnt bróður sínum forustuhlutverksins. Rajiv hlaut mikið af skóla- menntun sinni í Bretlandi eins og títt er um indversk ung- menni af eínaðri ættum. Hann þykir bera með sér, að hann hafi hlotið enska menntun. M.a. er hann sagður tala betri ensku en lndverjar gera yfir- leitt. Gandhi stundaði fyrst nám við Imperial College í London, en síðan í Cambridge. Þar kynntist hann ítalskri stúlku, Sonia, sem varð eiginkona hans. Hjónaband þeirraersagt gott, en þau hafa eignast tvö börn. Sonia tók mikinn og virkan þátt í kosningabaráttunni og var henni einkum teflt fram í kjördæminu, þar sem Rajiv var í kjöri, því að sjálfur gat hann lítið sinnt því. Helsti mótframbjóðandi hans var Maneka, ekkja Sanjays, en hann hafði áður verið þing- maður þessa kjördæmis. Eftir að hafa stundað nám í Cambridge um hríð, stefndi hugur Rajivs ekki til að halda lengra áfram á menntabraut- inni né að hefja afskipti af stjórnmálum. Áhugi hans beindist mest að því að verða flugmaður, eins og líka varð. Um skeið vann hann hjá ítölsku flugfélagi, en síðar varð hann flugmaður hjá indverska flugfélaginu. Arið 1980 gerðist sá atburð- ur, að Sanjay fórst í flugslysi. Hann iðkaði flug í tómstund- um sínum og hafði yndi af áhættusömum æfingum. Það varð honum að aldurtila. Indira æskti þess þá, að Rajiv tæki við hlutverki hans og byggi sig undir að verða helsti ráðgjafi hennar og arftaki. Ra- jiv er sagður hafa gert þetta nauðugur. Þetta mæltist líka misjafn- lega fyrir í Kongressflokknum, því að Rajiv þótti óráðinn og óreyndur sem stjórnmálamað- ur og margir þar þóttust standa nær því en hann að takast forustuna á hendur, að Indiru liðinni. Rajiv gerðist aðstoðarmað- ■ Rajiv Gandhi og Sonia kona hans. Um pólitíska „leka“, Alþýðu- flokk og félagshyggjuflokka ur móður sinnar, án þess að láta mikið á sér bera. Helsta verkefni hans var að vinna að endurskipulagningu flokksins. Hann kom þar fram ýmsum breytingum, sem þóttu flestar til bóta, og miðuðu m.a. að því að fjarlægja þá, sem taldir voru riðnir við spillingu. Hann taldi þó rétt að framkvæma þetta með þeim hætti, að það vekti ekki almenna andstöðu og ótta við hann innan flokksins. Hann hafnaði því að takast á hendur ráðherrastöðu. Hann helgaði sig fyrst og fremst flokksstarfinu. Vafalítið hefur þetta stutt að því að hann var einróma kjörinn formaður ■ Væri ekki rétt að þú talaðir við þína menn góurinn. Opið eða lokað þjóðfélag ■ Hér á landi ríkir gamalgró- in andúð á opinni umfjöllun um málfefni samfélagsins, enda er slík umfjöllun hættuleg vina-og klíkusamfélaginu. Blaðamenn reka sig gjarnan á þetta er þeir hringja í forstöðu- menn stofnana og fyrirtækja til þess að kanna sannleiksgildi þess sem berst þeim til eyrna. Svarið er iðulega. „Þetta er ekki blaðamatur". „Ykkur kemur þetta ekkert við“. „Þið gerið bara illt verra ef þið farið að skrifa um þetta“. Eða, ef viðkomandi er á einhvern hátt tengdur blaðinu: „Þið farið ekkert að skrifa um þetta“, eða: „Ég hlýt að ráða ein- hverju um það hvernig þú tek- ur á þessu máli. Þetta er mitt blað“. Allir fréttamenn kann- ast við viðbrögð af þessu tagi. Þau eru arfur frá þeim tíma þegar flokksblöðin kepptust við að draga upp helgimynd af þjóðfélaginu og öll frávik voru skýrð sem pólitísk ofsókn af einhverju tagi og var það reyndar oft. Þessi viðbrögð eru sem betur fer víkjandi. Æ fleiri gera sér grein fyrir því að opið þjóðfé- lag er á allan hátt heillavæn- legra en lokað. Áhrif frá Bandaríkjunum ráða hér miklu um og einnig eldheit barátta Vilmundar heitins Gylfasonar svo að tvennt eitt sé nefnt. Stjórnmálaleyndin Á einu sviði hafa menn þó enn gaman af leyndinni. Það er á vettvangi stjórnmálanna. Þar fara flestir hlutir fram fyrir lokuðum tjöldum og þarf bæði eftirgangsmuni og harðdrægni, oft á tíðum, til þess að fá nokkurn skapaðan hlut að vita. Af þessu leiðir að fréttamenn verða að koma sér upp „lekum“ sem eru oftar en ekki aðalheimildirnar bak við fréttir. Þá er hins vegar ekki hægt að tilgreina heimildar- menn og þetta býður heim þeirri hættu að heimildarmenn lagi atburði til þannig, að þeir henti betur þeirra eigin hags- munum. Þetta er viðurkennt kerfi í stjórnmálaheiminum. Undir- ritaður hringdi í vetur í ráðu- neyti og spurði hvort hann gæti fengið frumvarpsdrög, sem þar höfðu verið unnin. Þeim hafði verið dreift til allra þingmanna og augljóst var af fréttaskrifum að a.m.k. eitt blaðanna hafði þau undir höndum. Svarið hjá embættismanninum var að hann gæti því miður ekki látið fjölmiðla hafa frumvarpið, en „þú hlýtur að geta fengið það hjá einhverjum þingmönnum í þínum flokíu“. Nú, undirritað- ur sem á ekki neinn flokk,lenti náttúrlega í hinum mestu vandræðum, en fór samt niður á þing og spurði góðlegan þingmann hvort hann gæti séð af frumvarpinu. Það er út af fyrir sig ekkert mál, sagði vin- urinn, „en er ekki skemmti- legra að þú fáir það hjá þínum mönnum?“ Þannig vinnur kerfið og allir fréttamenn verða að koma sér upp sínum mönnum og helst sínum flokkum ef þeir ætla sér að vera með á nótunum. Upp- lýsa það sem er að gerast og það sem aldrei gerðist, en rætt var um. En það verða fréttamenn að gera ætli þeir sér ekki bara að viðhalda helgimyndum að hætti Morgunblaðsins.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.