NT - 20.01.1985, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20.janúar 1985 5
■ Útrás gæti þessi mynd heitið... Elísabet Gunnars■
dóttir kennir í Kramhúsinu.
M Hættið að telja... Við búum öll yfír náttúrulegum rythma. Abdul Dohr.
M Sreiflur og grettur. Á myndinni má sjá Kolbrúnu Halldórsdóttur M Snerting og traust.
leikkonu, en hún er hægri og vinstri hönd Hafdísar í Kramhúsinu.
er eitthvað svo gamaldags.
Hafdís brosir. Þar kenndi ég
leikfimi og moderndance og
voru það aðallega konur, sem
sóttu tíma hjá mér. Svo tók ég
að mér að kenna nemendum
Leiklistarskólans og fannst ég
ailtaf verða að koma með
eitthvað nýtt og ferskt. Og ég
brá mér til Kaupmannahafnar
enn á ný haustið 1976.
Uppgötvaði Laban
upp á nýtt
Þar fylgdist ég með líkams-
þjálfun í leiklistarskólanum í
Kaupmannahöfn og Málmey
og sótti s.k. „workshops" í
dansi. Og þá uppgötvaði ég
Laban kerfið upp á nýtt og sá
hvað Mínerva var í raun með
merkilegar tilraunir á Laugar-
vatni. í gegnum þessa kennara.
sem fyigja hugmyndum Laban
komst ég í samband við
sarntök, sem heita Internation-
al Humanistic Physical Edu-
Cation. Aðalforsprakkarnir í
þessunt samtökum er íslensk
kona Þóra Óskarsdóttir og
maður hennar Olaf Ballsager
en þau eru búsett í Árósum,
svo og Betty Toman kennari í
modern dance og kóreógrafíu,
sem starfað hefur mikið við
leikhús og kvikmyndir í
Bandaríkjunum. I þessum
samtökum er líka fjöldinn allur
af íþróttafélagsfræðingum frá
Kanada og Bandaríkjunum.
Þessi samtök berjast fyrir
breyttum viðhorfum í íþrótta-
kennslu í skólum. Eins og
málin eru í skólunum í dag þá
er keppnisandinn allsráðandi.
Hinir bestu eru valdir úr, þeir
lokast inni í einni grein þar
sem þeir svo eru þar til þeir
staðna og detta út. Hinir lenda
í klappliðinu. Samtökin vilja
gera íþróttir að meiri leik, sem
ailir geta tekið þátt í og þar
sem sköpunargleði þeirra
sjálfra er látin njóta sín.
Samtökin eru mjög sterk í
Danmörku og hafa haldið
miklar og fjölmennar ráðstefn-
ur og er áhrifa þeirra farið að
gæta í dönskum skólum. Þau
hafa lent í háværum deilum,
því þetta er hápólitískt mál og
stendur slagurinn um fjárveit-
ingar frá hinu opinbera.
Ráðstefnan skyldi haldin
Við héldum ráðstefnu hér á
íslandi á síðastliðnu sumri.
Við höfðum sótt um styrk til
Menntamálaráðuneytisins en
fengum synjun. En svo sátum
við Þóra og Ólöf hér í Kram-
húsinu yfir hvítvínsflösku og
urðum sammála um að láta
ekki fjárskort stöðva framtak
okkar. Ráðstefnan skyldi hald-
in hvað sem það kostaði. Við
höfðum bæði mannafla og
húsnæði til þess. Ráðstefnan
var öllum opin og buðum við
upp á námskeið í leikrænni
tjáningu, akróbatík, dans-
spuna og svo í alls konar dansi.
Það voru 20 Danir og um 50
íslendingar sem sóttu þau og
djöfluðust þau og hömuðust
frá tíu til tíu í heila fimm daga.
Þetta var fólk á öllum aldri,
sumir voru þaulvanir, aðrir
höfðu aldrei komið nálægt
neinu slíku áður.
Það komu bara þrír íþrótta-
kennarar á námskeiðin hjá
okkur, og var það miður, en
þeir eru vanir að fara á nám-
skeið, sem hið opinbera styður
og miðar við kennsluprógramm-
ið í skólunum. Svo er líka
ákaflega erfitt að koma nýjum
hugmyndum að í skólunum.
íþróttakennslan miðar við
ákveðin próf og svo eru bara
tvær40mínútna kennslustund-
ir á viku. Tíminn er of naumur
til að koma nýjungum að, en
kyrrseta hefur aukist mikiö
hér á landi og líkamsástand
ungs fólks hér almennt mjög
slæmt og mætti auka leikfimi-
kennslu til muna í skólunum.
Eins og i krambúð
Hér í Kramhúsinu var í
áratugi trésmíðaverkstæði.
Hrafn Gunnlaugsson keypti
húsnæðið til að búa til leik-
myndir fyrir Hrafninn flýgur.
Eftir að töku myndarinnar
lauk auglýsti hann til leigu
„óvanalegt húsnæði." Við
Gylfi Gígja, en hann er með-
eigandi minn. komum og litum
á plássið. Þetta var sannast
sagna allsérkennilegt húsnæði
og þurftum við að beita ímynd-
unaraflinu til að sjá að hér gæti
orðiö alveg prýðilegur dans-
skóli. En okkur hafði alltaf
dreymt um að fá skólanum
fastan samastað.
Hér var allt yfirfullt af dóti,
frá títuprjónum upp í stórar
vélar, rétt eins og í krambúö.
Og við fórum að kalla þetta
Kramhúsið. Nú svo þegar skól-
inn var aö opna bað ég vini og
kunningja að stinga upp á nafni
fyrir hann. Það kom engin
tillaga sem mér leist eins vel á
og Kramhúsið, svo það varð úr
að við héldum þessu nafni og
er ég voða ánægð með það
núna.
Það má eiginlega segja að
þetta sé enn Kramhús, hér
ægir saman alls kyns fólki og
námskeiðum. Við erum með
leikræna tjáningu, dansspuna
og afríkanska dansa. Við höf-
um alveg frábæran kennara frá
Marokko, Abdul Dohr. Hann
býr hér með íslenskri stúlku.
stundar nám í myndlista-
skólanum, lék í Gullsandi og
kennir líka á bongótrommur.
Hann korn til rnín og spurði
hvort ég vildi ekki fá hann til
að kenna afríkanska dansa. Ég
hélt nú það og baö hann um að
byrja strax. Hann hefur ekki
lært dans sérstaklega, hann
hefur þetta bara í blóðinu,
enda segir hann að hans skóli
hafi verið Afríka.
Abdul er vinsæll hjá börnun-
um, það er svo garnan að sjá
þegar hann kennir þeim að
skynja rythmann í sjálfum sér
og hætta að telja einn, tveir,
þrír.
Annars er alltof lítið gert
fyrir börn og erurn við voða
stolt yfir því að Sigríður Ey-
þórsdóttir leikkona ætlar að
fara að kenna börnum leiklist
hjá okkur.
En við erum auðvitað með
eitthvað fyrir alla, allt frá fim-
leikum niður í rólega leikfimi
fyrir kyrrsetufólk. Og þú,
Hafdís beinir orðum sínum til
blaðamanns, þú ættir endilega
og koma á námskeið hjá
okkur." - Og það er aldrei að
vita nema að hann falli í
freistni, því það er svo gaman
að koma í Kramhúsið; um-
hverfið og andrúmsloftið er
svo létt og skemmtilegt.
I.D.B.