NT - 20.01.1985, Blaðsíða 8

NT - 20.01.1985, Blaðsíða 8
 Sunnudagur 20.janúar 1985 8 .1 lL 1 Sovétríkjunum Minningabrot frá heimsókn til Bakú ■ Það er koniinn miður descmbcr og þótt komið sé suður að Kaspíahan er það ekki nógu sunnarlcga til þess að gesturinn sjái sól og gróður. Við strandgötuna í liöl'uðborg A/.erbajdan, Bakú, standa niannauð sólskýli og kaffísölustaðir undir seglat jaldi sem sincllur og blaktir í stinningsvindi. Hafíð er sett gárum og tré eru laufvana. Þetta keniur heim við þá skýringu á nafni Bakú að það merki borg vindanna. Það hlýturað vera hinn svali norðanvindur, „Chasri41 sem nú blæs. Varla er von á hinum hlýja „Gilawar, lýrr en með vorinu. I Azerbajdan búa nú scx milljónir manna og af þeim fjölda cr 1.6 milljón hér í höfuðborginni. Þessi borg cr talin meðal hinna meiri stjórn- unar. menningar og vísinda- miðstöðva í Sovétríkjunum og hér er stærsta höfn á sovéskum innhöfum. Bakú er forn borg og það má glcggst sjá innan múra hins gamla virkis borgarinnar. Hér eru mjóar og krókóttar götur, suniar svo þröngar að hægt er að takast í hendur á milli húsa yfir götuna. Hingað nær eng- inn vindur. hér er stafalogn. í þessum borgarhluta gefast færi á að skoða byggingarlist hinna gömlu konunga Azerbajdan. sérstaklega í Schirwanschah- höllinni svonefndu. Einstak- lega sérkennilegt mannvirki er og „Jómfrúarturninn" scm er ævaforn, enginn veit hve gamall. Byggingarlag hans er afar furðulegt og enginn botn- ar í hvaða tilgangi hann átti aö þjóna. Þjóðsagan segir að ein- liver konunganna hafi byggt luinn til dýrðar ástvinu sinni og brúöi og var turninn við sjávar- málið cr liann var rcistur. þótt nú standi hann spölkorn frá ströndinni. Því er bætt við að konungsbrúðurin hafi ekki kunnaö of vel við sig í turnin- um, einkum vegna þess að hún hlakkaði víst lítið til brúð- kaupsins. Henti hún sér út úr turninum einn daginn í sjóinn. Aörir álíta að nafnið sé tengt því hve óvinnandi vígi turninn átti að vera, Innan virkisveggjanna fornu er líka að finna himingnæfandi minarettur á gömlum moskum og hina öldnu dómhöll, sem reist er úr granit. Hér er og grafhýsi stjörnuíræðingsins og stærðfræðingsins Seid Jachja Bakuvi. Það er því réttilega að menn í Bakú tclja þennan hluta Akrópolis borgar sinnar. Sumir hafa sagt að þessi gamli borgarhluti minni á Napoli vegna þess að hér má líta sömu hvítu steinhallirnar og safírblá- an sæ undir blikandi sól á sumrum. Olíuborg í sjónum Frá strandgötunni í Bakú má sjá olíuborturnana gnæfa í fjarska. Fyrr á tímum var Bakú nefnd „Svarta borgin," vegna olíuvinnslunnar og alls þess óþrifnaðar og mengunar sem henni fylgdi. Þetta var síðla á síðustu öld og þá hófst mikið olíuæði hér er borturnar og hreinsistöðvar voru reistar með hitasóttarkenndum ákafa. Maxini Gorki lýsti bæjarbragn- um um það leyti og líkti staðn- um við sjálft hclvíti. Þá var hér ekki stingandi strá að líta, þykk reykjarþoka grúfði yfir öllu og sótið markaði borgina og íbúana. Ekki þarf að eyða orðutn að því að nú er allt með öörum brag. Mengun frá olíu- vinnslunni er orðin hverfandi og umfram allt skartar Bakú gróskumiklum trjágörðum, sem markvisst hafa verið rækt- aðir í því skyni að bæta and- rúmsloftið, og fegra mannlífið um lcið. Löngum framan af var öll olíuvinnslan á landi, en eftir að olía fannst á hafsbotninum úti fyrir ströndinni var tekið að reisa þar cinangraða borpalla. Nú eru pallarnir tengdir við land meö gríðarlöngum bryggjum, sem eru alls 200 km. á lengd. Bakú var löngum helsta olíuvinnslusvæðið í So- vétríkjunum og framleiddi um 70 prósent olíunnar fram á fimmta áratuginn. En nú hafa stór olíusvæði uppgötvast í öðrum ríkjum, svohéðan kem- ur ekki nema 3.5% framleið- slunnar í dag. Sandsjór Olíuvinnslusvæðin eru nú tvö. Nefnist annað þeirra Sandsjór en liitt Bagar og er hið síöarnefnda nýrra. Ég heimsótti olíupallana á Sandsjó og hitti yfirverkfræðinginn, Anatoli Hatchian að nafni. Verkfræðingurinn segir mér að þctta svæði hafi fyrst fundist árið 1952 og var það fjórða olíusvæðið í landinu sem ráðist var í að nýta, en þrjú ár liðu uns vinnslan hófst. Hér er undir hafsbotninum 21 olíulag og liggja þau frá 20 þúsund metra dýpi upp í tvö þúsund metra dýpi. Frá hverjum bor- palli liggja 3-20 holur, ein beint niður cn hinar á ská út til hliðanna, sem kallast holu- greinir. Þeir í Bakú segjast hafa verið upphafsmenn þess- arar tækni, sem nú er notuð víða utn heim, m.a. á Norður- , sjó, í Mexico og víðar. Þegar byrjað er að vinna nýja æð er þrýstingurinn í holunni vanalega nægilegur til þess að olían spýtist upp af sjálfu sér, en þegar frá líður er oft þörf hjálparaðgerða. Þá verður að búa til nægan þrýst- ing með því að dæla vatni niður í holuna, sem síðan kem- ur upp um einhverja aðra holu og myndar þannig hringrás. Enn er þrýstingur myndaður með gasþrýstingi. Sandsjó-svæðið er nú orðið um þrjátíu ára gamalt og þess vegna komið á síðara skeið. Sagði yfirverkfræðingurinn að nú fengjust því aðeins um 5 tonn af olíu daglega úr hverri holu, en 15 þúsund kúbikmetr- ar af gasi og er gasið því aðalafurð svæðisins nú. Bagar svæðið er yngra.en það fannst í mars 1968. Þarna er olían á 4-5500 metra dýpi og er meðalframleiðslan 70 lestir af olíu en 400 þúsund kúbik- metrar af gasi úr hverri holu á dag. Jarðolían erhérafarhrein og má sem dæmi nefna að á stríðsárunum fór hún á tankinn án nokkurrar hreinsunar. Hún er brennisteinssnauð og hentar afar vel til ýmiss konar lífefna- iðnaðar, því úr henni má fá eggjahvítuefni og vinna úr henni margs lags gerviefni. Á Sandsjávar-svæðinu vinna um 2500 manns og eru þar af 250 sérfræðingar. Ýmissi að- stöðu hefur verið komið upp fyrir starfsfólkið, það fær íbúð- ir á veguni olíufyrirtækisins og starfrækt er ýmis íþróttaað- staða og annað félagslíf. Ekki

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.