NT - 07.02.1985, Page 5

NT - 07.02.1985, Page 5
Fimmtudagur 7. febrúar 1985 5 Nemendur í fyrstu kennslustund í einni af nýju skólastofunum í húsi Kaupfélagsins. NT-myndir Stefán Pedersen Var nærri sokkinn við hafnar- bakkann ■ Slökkviliðið í Reykja- vík var kvatt að Reykja- víkurhöfn laust upp úr há- degi í gær, til að dæla sjó upp úr bát sem var að því kominn að sökkva við hafnarbakkann. Hafði botnventill bilað og var vatnið komið hátt upp á vél, þegar slökkviliðið bar að garði. Slökkviliðsmönnum tókst að dæla vatninu úr bátnum þannig að unnt var að stöðva lekann, og forða því að báturinn sykki. Báturinn ber nafnið Arnbjörg RE-27. Sauðárkrókur: Kennslustofurnar eru á þriðju hæð hins nýja og myndarlega húss Kaupfélags Skagfírðinga. Ólafsvík: Rúður nötruðu í húsum - þegarhópur af herþotum rauf hljóð- múrinn ■ íbúar Ólafsvíkur vöknuðu upp við illan draum í gærmorgun þegar drunur miklar kváðu við og rúður nötruðu í húsum. Að sögn eins íbúa á Ólafs- vík var engu líkara en að gerð hefði verið loftárás, svo mikill var hvellurinn þegar þotur rufu hljóð- múrinn yfir þorpinu. „Ég hélt bara að húsið væri að hrynja," sagði kona ein í samtali við NT. „Ég beið í ofvæni eftir að eitthvað kæmi í kjölfarið- en það gerðist ekkert," bætti hún við. Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem NT fékk hjá tíugmálastjórn. bendir allt til þess að þarna hafi verið að verki herþotur frá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli. En herþotur frá bandaríska hernum voru á stanslausu æfingaflugi um þetta svæði í allan gærdag. Að sögn starfsmanna flugmálastjórnar, ná venjulegar þotur ekki þeim hraða sem þarf til- þess að rjúfa hljóðmúrinn, en öðru máli gegnir um herþotur. Hinsvegar er með öllu óheimilt að rjúfa hljóðmúrinn, yfir byggð, og því úthlutar flugmála- stjórn hernum sérstökum æfingasvæðum til að at- hafna sig á. Eitt þeirra nær frá norðanverðu Snæfells- nesi og norður fyrir land, svo að mati flugmála- stjórnar, eru 99% líkur á að þarna hafi herþotur verið á ferð. Fjölbrautaskólinn er kominn í Kaupfélagið 5 prestaköll til umsóknar ■ Biskupíslandshefurauglýst fimm prestaköll laus til umsókn- artil 27. febrúarn.k. Prestaköll- in eru: Djúpivogur í Austfjarð- arprófastsdæmi, Raufarhöfn í Þingeyjarprófastsdæmi, Stað- arfell í Pingeyjarprófasts- dæmi, Háls í Þingeyjar.- prófastsdæmi og Sauðlauksdalur í Barðastranda- prófastsdæmi. Frá frétturitani NT á Sauðárkróki, G.Ö.: ■ Fjölbrautaskólinn á Sauð- árkróki fékk rúmlega 400 fer- metra viðbótarhúsnæði til ráð- stöfunar í hinu nýja og mynd- arlega húsi Kaupfélags Skag- firðinga, við upphaf vorannar skólans, er hófst 22. janúar s.l. Að sögn skólameistarans,Jóns Hjartarsonar, hafa fimm kennslustofur verið innréttað- ar í þessu nýja húsnæði auk kennarastofu. Væntanlega fengju nemendur þarna einnig aðstöðu fyrir félagsstarf sitt. Jón sagði Kaupfélagið hafa annast allar framkvæmdir, undir stjórn Péturs Pétursson- ar. Allar áætlanir hafi staðist og verkið verið prýðilega unnið. Við stofnun Fjölbrautaskól- ans 1979 fékk hann 11-12 stof- ur í húsi Gagnfræðaskólans undir bóknám. Nemendur voru þá rúmlega 80, en eru nú orðnir um 280. Skólinn hefur nú orðið að víkja að öllu leyti úr húsnæði Gagnfræðaskólans. Að sögn Jóns hefði bóknáms- kennslan orðið á götunni hefði leiguhúsnæði ekki fengist. í verknámshúsi skólans eru allar stofur fullnýttar frá morgni til kvölds. Að sögn skólameistara hafa fjárveitingar ekki fengist til framkvæmda við nýtt bók- námshús fyrir skólann, en sam- keppni um hönnun þess lauk vorið 1982 og þess vænst að framkvæmdir gætu hafist í framhaldi af henni. Umsóknir bæjarstjórnar Sauðárkróks undanfarin ár hafi þar engan árangur borið. Jón taldi líklegt að nemendafjöldi skólans komist í um 400 á næstu árum. Sé þvf mjög brýnt að hafist verði handa um að reisa bók- námshúsið. Á hinn bóginn telur skóla- meistari það ranglátt að Sauð- árkróksbæ einum, ásamt ríkis- sjóði, skuli ætlað að greiða stofnkostnað bóknámshússins. Kemur þar til, að auk Sauðár- króks standa mörg önnur sveit- arfélög - m.a. Siglufjörður, Hofsós, Blönduós og Skaga- strönd - að rekstri hans og nemendur skólans því víða að. Eins megi benda á að stofnanir í öðrum landshlutum, sem veita sambærilega þjónustu, eru að öllu leyti fjármagnaðar af ríkissjóði. Telur Jón skóla- meistari því vanta löggjöf er tryggi það að íbúar allra landshluta sitji við sama borð hvað þetta áhrærir. Jarðsímakerfið veikt fyrir ■ Skyldu þrír geta talað saman í síma? Það er ekki óhugsandi, a.m.k. hafði einn lesenda NT samband við blaðið og kvaðst hafa orðið fyrir því tvisvar sinnum með stuttu millibili, að þriðji aðilinn kom inn í mitt símtal og töluðust allir þrír við góða stund áður en sá, sem uppruna- lega var hringt í, lagði á. Þá héldu hinir tveir spjallinu áfram, enda góðkunningjar. Hins vegar vissi hvorugur hver borgaði símtalið. í framhaldi af þessum upplýsingum hafði NT samband við Brand Hermannsson, deildartækni- fræðing hjá Pósti og síma, og spurði hann hverju þetta sætti. Sagði Brandur að samsláttur af þessu tagi væri afar sjaldgæfur, en hins vegar gæti annarskonar samsláttur alltaf orðið vegna bilana í jarðsímakerfi eða sjálfvirku stöðvunum. Hann gat þess að talsvert hefði verið um jarðsímabilanir í hlákutíðinni að undanförnu. Aðspurður hver það væri sem borgaði brúsann, þegar þrír væru á sömu línunni, sagði Brandur að sá sem veldi númerið greiddi símtalið. Það þýðir, að sá senr hringir, greiðir símtalið fram til þess tíma er þriðji aðilinn velur númer og kemur inn á línuna. En þar sem slíkur samsláttur er mjög sjaldgæfur. eins og fyrr segir, þá vildi Brandur beina þeim tilmælum til símnotenda, að láta vita, þegar þeir yrðu varir við bilanir af þessu tagi. Nemendur í spænskudeild HÍ vilja meiri kennslu ■ Nemendur í spænskudeild Háskóla Islands skrif- uðu bréf til forseta heimspekideildar í desember, þar sem þeir fara fram á að kennsla í spænsku við skólann verði aukin. Vilja nemendur, að hún verði kennd til 60 eininga, í stað 30 nú, svo hægt sé að taka hana sem aðalgrein. Beiöni af þessu tæi hefur einu sinni áður komið frá nemendum í deildinni, en henni var þá hafnað vegna þess, að enginn fastur kennari í spænsku starfaði við háskólann. Nú er aftur á móti einn fastur kennari, auk sendikennara, og í samtali við NT taldi Höskuldur Þráinsson forseti heimspekideildar líklegt. að orðið yrði við beiðni nemendanna. VIÐ RÝMUM VEGNA FLUTNINGA TEPPABUMN SiOUMÚLA 31

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.