NT - 08.02.1985, Síða 2
Föstudagur 8. febrúar 1985
Margeir Pétursson tapaði þriðju einvígisskákinni:
Skemmtilegu einvígi
lauk
með sigri Agdesteins
■ Simen Agdestein stendur uppi sem sigurvegari í
einvígi sínu við Margeir Pétursson. Þriðja skák einvígis
þeirra var tefld í gær að Hótel Loftleiðurn og eins og tvær
þær fyrri var hún æsispennandi. Eftir tímahrak og
darraðadans missti Margeir öll tök á stöðunni og gaf taflið
þegar setja átti skákina í bið. Agdestein hlaut því IVi
vinning gegn Vi vinningi Margeirs. Hann verður fyrsti
Norðmaðurinn sem nokkru sinni hefur teflt á millisvæða-
móti.
tíðinni. Skák gærdagsins fylgir
hér á eftir:
3. einvígisskák:
Hvítt: Simen Agdestein
Svart: Margeir Pétursson
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6
3. RD b6
(Að þessu sinni velur Margeir
drottningarindverska vörn sem
gefur færi á öllu snarpari baráttu
en Tartakower - afbrigðið sem
varð uppá teningnum í fyrstu
skákinni.)
4. a3
(Afbrigði Petrosjans, ein
skarpasta leið hvíts gegn drottn-
ingarindversku vörninni. Eins
og kunnugt er þá beitti Kaspar-
ov því í sinni fyrstu vinnings-
skák gegn Karpov.)
4. .. Bb7 5. Rc3 d5
Pað var flestum Ijóst sem
fylgdust með baráttunni að Hót-
el Loftleiðum að Margeir var
langt frá sínu besta að þessu
sinni. Taflmennska hans var oft
hikandi og hann hætti sér út í
tímahrak sem hefurorðið mörg-
um skákmanninum að falli.
Hann var undir miklu álagi í
einvíginu því Norðmaðurinn
hafði í raun eins vinnings for-
skot þegar þeir hófu leikinn; 2:2
úrslit dugðu honum og gat hann
þess vegna leyft sér að tcfla til
jafnteflis í flestum skákum ein-
vígisins. Sú varð þóekki raunin,
því þessi geðþekki 17 ára gamli
piltur tefldi af mikilli hörku og
reyndist afar harður í liorn að
taka í hinum taktísku flækjum
sem einkenndu einvígið. Má
mikils af honum vænta í fram-
6. cxd5 Rxd5 7. Da4 -
(Pessi óvænti leikur er, eins
og svo margt í þessu afbrigði,
runninn undan rifjum Kaspar-
ovs. Hann beitti honum í einvígi
sínu við Kortsnoj.)
7. .. Rd7
8. Rxd5 Bxd5 9. Bg5 Dc8
(Eðlilegri leikur er 9. - Be7
Margeir vill sennilega forðast
mannakaup sem verða eftir 10.
Bxe7 Dxe7 11. Re5 o.s.frv.
Hann verður að halda taflinu
flóknu því Agdestein dugar
jafntefli í þessari skák til þess að
komast á millisvæðamót.)
10. Hcl Bd6 11. Rd2 c5
12. dxc5 bxc5!
(Þó svartur tái etnangrað peð
á c - línunni þá hefur hann viss
mótfæri vegna opinnar b - línu
og nokkurra yfirburða í liðs-
skipan.)
13. e4 Bc6 14. Dc2
(E.t.v. var betra að leika 14.
Bb5 Bxb5 15. Dxb5 Hb8 16.
Rc4.)
14. .. Dc7
(Svartur hótar 15. - Bxh2 16.
g3 Bxg3! o.s.frv.)
15. Bh4 0-0
16. Bg3 Hab8(?)
(Einum of hægfara leikur
einkum þegar haft er í huga að
Margeir þarf að vinna þessa
skák og staðan býður fyllilega
uppá skarpa leiki. Best er tví-
mælalaust 16. - f5! 17. Bxd6
Dxd6 reyni hvítur að koma
skikk á lið sitt með 18. Be2 nær
svartur öflugu frumkvæði með
18. -fxe4 19. Rxe4 Df4! o.s.frv.
Eftir textaleikinn situr Margeir
uppi með þokkalega stöðu sem
Dýrt að þekkja
ekki Völsunga
■ Htnir heimsfrægu hús-
vísku Völsungar eru sagðir
heldur vonsviknir með þá
frammistöðu Árna Berg-
manns að vita ekki deili á
íþróttafélagi þessu í spurn-
ingaþætti sjónvarpsins fyrir
skemmstu. Eða svo segir
fréttablað Húsvíkinga, Vík-
urblaðið, sem út kom nú í
vikunni.
Segir blaðið þau tíðindi að
þar í bæ séu nú í uppsiglingu
ný samtök manna sem munu
bera nafnið, Samtök von-
svikinna Völsunga um að
segja Þjóðviljanum upp. Já,
það er dýrt að þekkia ekki
inn á sveitavarginn, Árni.
En spurningin sem Árni
gataði semsagt á hljóðaði í
fyrstu vísbendingu upp á það
hvað væri talið elsta örnefni
á íslandi. Þegar báðir kepp-
endur götuðu á þeirri spurn-
ingu var næsta vísbending að
þaðan væri íþróttafélagið
Völsungur.
En hvað hefðu nú stjórn-
endur ef annarhvor kepp-
andinn hefði viljað fá Snæ-
land eða Garðarshólma
viðurkennt sem elsta örnefni
á íslandi? Naddoður er í
barnaskólafræðum Jónasar
frá Hriflu talinn fyrstur nor-
rænna til íslands og talinn
hafa nefnt þetta sker Snæ-
land og Garðar sem kom
næstur honum var varla fyrr
kominn hingað en hann hét
sömu þúfu eftir sjálfum sér
og kallaði Garðarshólma.
Eina vík nefndi hann svo
Húsavík og önnur hlaut nafn
eftir þræli hans. Náttfar-
avík...
Sparka í köttinn
og segja
konunniaðþegja
■ „Pað er sorglegt að sjá
dagfarsprúða og ljúfa drengi
fara gersamlega úr öllum
mannlegum ham, ef liðið
þeirra tapar leik. Sitjandi
fyrir framan sjónvarpið, kall-
andi fríunarorð á myndina
(eins og það breyti gangi
leiksins eitthvað), standandi
upp baðandi út öHum
skönkum, sparkandi í heim-
ilisköttinn, hreytandi ókvæð-
isorðum í blessaða krakk-
ana, segjandi konunni að
þegja þegar hcnni verður á
að tilkynna að maturinn sé
tilbúinn o.s.frv."
Petta er lýsing húsvísks
„friðarsinna" (í Víkurblað-
inu) á afleiðingum hins
hryllilega sjúkdóms, sem
hann segir marga íslendinga
ganga með, er nefnist enska
knattspyrnan. „Guð, ég'
þakka þér fyrir að vera ekki
eins og þeir,“ er hin hljóða
bæn er hann sendir himna-
feðrum á laugardögum þegar
hann sér ýmsa af sínum bestu
vinum „ganga hreinlega úr
öllum mannlegum ham og
breytast í urrandi ófreskjur
fyrir framan sjónvarpsskjá-
inn“.
„Þeir geta líka tíundað
hvað þeir heita þessir spark-
skjónar, sem skora mörk í
viðkomandi leikjum, hvort
það er með hægri eða vinstri
löpp, hvort skorað var innan
eða utan vítateigs, hver að-
dragandinn var að markinu
og a{) sjálfsögðu á hvaða
mínútu ósköpin áttu sér
stað,“ segir friðarsinni. Svo
vel séu þessir menn að sér í
knattspyrnufræðum Eng-
lendinga, að þeir viti miklu
betur nafnið á hægri fram-
verði einhvers 2. deildar liðs,
en t.d. kaupfélagsstjórans á
Kópaskeri.
Og það er ekki nóg fyrir
friðarsinna að forðast þessa
vini sína á laugardagseftir-
miðdögum. „Einhverja skelfi-
legustu stund hverrar viku
upplifi ég á mánudagsmorgn-
um. Þá rifja fortboltafríkur
tvær sem ég þarf daglega að
umgangast atburði liðinnar
helgi og fella dóma um þessar
helgarorrustur á enskum
knattspyrnuvöllum.
Það ætti að refsa íslensk-
um stjórnvöldum fyrir að
flytja inn í stofu úrkynjaða
sparkmenningu, enda er
þessi andskoti þegar orðinn
stórfellt böl á mörgum heim-
ilum,“ eru lokaorð hins
, langhrjáða friðarsinna.
Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra:
/ *** Legg áherslu á ný við-
horf í húsnæðismálum
Nú þarft þú ekki að borga neinn eignaskatt litli vinur
erfitt er þó að þróa til vinnings.
Peðaveikleikarnir á a- og c-
línunni skipta þar höfuðmáli.)
17. Be2 a5
(Og hér mátti reyna 17. -
Bxg3 18. hxg3 Db7)
18. b3 Hfd8 20. hxg3 Db7
19. 0-0 Bxg3 21. Hfdl h6
(Hvítur hefur eilítið betri
möguleika í þessari stöðu vegna
peðaveikleikanna sem áður var
minnst á.)
22. Dc3 Da8 23. a4!?
(Tvíeggjaður leikur hjá
Norðmanninum en um leið ein-
kennandi fyrir hann. Meiningin
er að stöðva framrás a-peðsins
og skorða peð svarts á drott-
ningarvæng. Gallinn er sá hrók-
urinn fær ákjósanlegan reit á
b4.)
23... Hb4 25. D Db8
24. Bc4 Rf6 26. g4!?
(Peð hvíts eru nú öll á áhrifa-
svæði biskupanna. Það þykir
ekki góð pólitík að stilla peðum
sínum upp á þennan hátt en
Margeir á alls ekki svo gott með
að notfæra sér þetta atriði.)
27. .. Hd4
(Flestir viðstaddra töldu
Margeir standa betur hér en
sannlcikurinn er sá að staðan er
u.þ.b. jöfn með möguleikum á
báða bóga. Margeir var þegar
orðinn nokkuðnaumurá tíma.)
27. Be2 Rd7 30. Hc3 Hb8
28. De3 Da7 31. Hdcl Hbd8
29. Kf2! Re5 32. Rc4 Rd7
(Uppskipti eru hvítum í hag.
Eftir 32. - Rxc4 33. Bxc4 getur
rey nst erfi tt að ver j a c5 - peðið.)
33. Ra3
(Dálítið undarlegur leikur en
kannski ekki svo slæmur. Agde-
stein var með hugann rígbund-
inn við drottningarvænginn og
miðborðið og veitti ekki athygli
~ og hann
verðurfyrsti
Norðmað-
urinn sem
teflir á milli-
svæðamóti
litlum leik sem hefði getað
reynst Margeiri erfiður, 33. g5!?
ef h - línan opnast er það
hvítum áreiðanlega í hag.)
33. .. Db6 34. Hlc2 Rf6!?
(Hann hyggst rugla andstæð-
inginn í ríminu en fellur á eigin
bragði. En hugmyndin með
þessum leik er góð. Það er síðar
sem stærstu mistökin í skákinni
koma.)
35. Hxc5!?
(Djarfur leikur.)
35. .. Bxe4 36. H2c4!
(Auðvitað ekki 36. fxe4
Rxe4 - og svartur vinnur.)
U llil IIIIIIII4 Hllllll
III i 1
Uf 111 i H B
■1 IBII ■ III 1
il 1 llfflffllHI £
11 111111 1111 111 III
36. .. Hxc4??
(Margeir hefur sennilega átt
eitthvað 2-3 mínútur eftir á
klukkunni. Hann gat veitt harð-
vítugt viðnám með 36. - H4d5.
Staðan sem kemur upp eftir 37.
Hxd5 Dxe3 - 38. Kxe3 Bxd5 er
trúlegast jafntefli. Nú vinnur
Agdestein.)
37. Rxc4 Da7
38. Hxa5 Dxe3 - 40. Kel Hb8
39. Kxe3 Bbl 41. Hb5
Hér átti skákin að fara í bið
en Margeir gafst upp án frekari
taflmennsku. Ekkert fær stöðv-
að frípeð hvíts á drottningar-
væng.
Helgi Ólafsson skrifar um skák
Er Háskólaútvarp
í burðarliðnum?
■ Háskólaútvarp sem þjóna
niyndi stúdentum og stofnunum
skólans er hugmynd sem unnið
hef'ur verið að í sameiginlegri
undirbúningsnefnd Háskólans
og Stúdentaráðs. Nefndin mun
Ijúka störfum innan tíðar en þá
eiga stúdentaráð og háskólaráð
eftir að meta niðurstöður
hcnnar. Frumkvæðið er komið
frá stúdentum en leitað er sam-
starfs við Háskólann um fjár-
mögnun og rekstur.
„Ég tel að Háskólinn geti vel
staðið að slíkri stöð þannig að
til fyrirmyndar yrði,“ sagði Þor-
björn Broddason, dósent, for-
maður undirbúningsnefnda
innar í samtali við NT. Nefnc
hann að stöð sem þessi gæ
bæði verið kjörinn milliliði
Háskólans og almennings o
hagnýtt kennslutæki, einkum
fjölmiðlakennslu.
Flutningsmaður tillögunna
um útvarpsstöðina er Ólafii
Sigurðsson, stúdentaráðsliði Fí
lags vinstri manna, og á han
sæti í undirbúningsnefndinn;
Sagði hann að með þessu mæti
auka samskipti stúdenta o
Stúdentaráðs, styrkja innvic
skólans og auka tengslin út
við.
Þjóðmálaumræða á Gauk á Stöng:
Hrynur menntakerfið?
■ Á sunnudaginn verður hald-
in önnur þjóðmálaumræða í
vcitingahúsinu Gauk á Stöng.
Umræðuefnið að þessu sinni er
„Hópuppsagnir kennara - hryn-
ur menntakerfið?"
Frummælendur verða Krist-
ján Thorlacius, formaður HÍK,
og Inga Jóna Þórðardóttir. aö-
stoðarmaður ráðherra. Að
framsögum loknum verða fyrir-
spurnir og umræður úr sal.
Við síðustu þjóðmálaumræðu
urðu fjörugar umræðurog má
ætla að svo verði einnig að
þessu sinni. Fundurinn hefst kl.
14.30.