NT - 08.02.1985, Side 7
Cx r * i 9 t\-*
■ Mikil samgöngubót er að geimskutlunni og getur
hún ilutt mun þyngri hluti út fyrir aðdráttarsvið jarðar
en þær eldflaugar sem Bandaríkjamenn hafa yfir að
ráða. Sovétmenn smíða hins vegar mun kraftmeiri
eldflaugar, en þeir eiga enga geimskutlu.
Föstudagur 8. febrúar 1985 7
Vettvangur
berlega um tilraunir til að þróa
ratsjá, sem geti gert tilbúiðeða
ímyndað gat í gegnurn ský
þannig að hægt verði að fylgj-
ast með athöfnum á jörðu
niðri. Geimrannsóknadeild
Goodyear fyrirtækisins, sem
annars er þekktast fyrir hjól-
barðaframleiðslu, hefur nú
þegar komið slíkri ratsjá fyrir
á þotu. sem fyrirtækið leigir
síðan til einkaaðila sem nota
ratsjána til að kortleggja af-
skekkt landsvæði.
í augiýsingaskyni hefur
Goodyear dreift prufueintök-
um af (í) myndum teknum af
ratsjánni og líkjast þessi eintök
því sem næst raunverulegum
ljósmyndum af hlutum á yfir-
borði jarðar. Það er tilkoma
geimskutlunnar, sem gerir
Bandaríkjunum fært að nota
þessar ratsjár í gervihnetti
sína. Það, sem hefur auðveld-
að Sovétmönnum að konta svo
þungum gervihnetti á loft, er
það að þeir hafa haft stærri og
öflugri eldflaugar til að skjóta
þeim á braut en Bandaríkja-
menn. Nú getur geimskutlan
flutt kjarnaofna út í geiminn,
sem gefa af sér nægilega orku
til að framleiða ratsjármerki
sem komast í gegnum ský og
■ Teikning af einum hinna fjölmörgu
gervihnatta sem þjöna hernaðar-
legum tilgangi fyrst og fremst.
N jósnari sem sér gegnum ský
■ Bandaríkin eru um þessar
mundir að þrúa nýjan njúsna-
gervihnött sem mun hafa þann
hæfileika að geta með aðstoð
ratsjár „gægst“ í gegnum
skýjahjúp jarðar. Verður
gervihnöttur þessi settur á loft
af geimskutlunni.
Upplýsingar um þennan
nýja njósnahnött eru enn sem
komið er mjög takmarkaðar
og lítið vitað um hvernig hann
mun starfa eða þá hvenær
hann verður settur á loft enda
hér um mikilvægt hernaðar-
leyndarmál að ræða. Þó hafa
meiri upplýsingar um hnöttinn
birst opinberlega en Pentagon
kærir sig um. Virt tímarit um
flugmál, Aviation Week &
Space Technology, greindi frá
því fyrir skömmu að gervi-
hnötturinn yrði sérstaklega
nytsamlegur til að njósna um
tilfærslur á skriðdrekum Var-
sjárbandalagsríkja. Ennfrem-
ur er þess getið að geimskutl-
unni með njósnahnöttinn
inn.anborðs verði skotið frá
aðaltilraunaflugvelli flughers-
ins, Vandenberg. flugvellinum
í Kaliforníu. en ekki frá
Kennedyhöfða á Flórída eins
og venjulega því ntun auðveld-
ara er að fela „leyndarmálið"
fyrir forvitnum á fyrrnefnda
staðnum.
Rússar á undan
Sýnir þessi fyrirhugaða ferð
sem og nýafstaðin ferð geim-
skutlunnar vaxandi mikilvægi
hennar til hvers kyns hernaðar-
starfsemi. í dag eru Bandarík-
in talin vera skrefi aftar Sovétr-
íkjunum í þróun ratsjárgervi-
hnatta. Telja bandarískar
leyniþjónustur að Sovétmenn
hafi haft slíkan gervihnött á
braut umhverfis jörðu a.m.k.
síðan í febrúar 1978, þegar
upp komst að sovéski gervi-
hnötturinn, sem hrapaði til
jarðar í Kanada, var auð-
kenndur sem sú tegund kjarna-
ofns, er þarf til að knýja rat-
sjárgervihnött. Heimildir í
Washington álíta þó að banda-
ríski ratsjárhnötturinn muni
geta sent frá sér mun skýrari
myndir en hinir tiltölulega
tæknilega frumstæðari hnettir
Sovétmanna. Það er því ekkert
fagnaðarefni fyrir CÍA og
bandaríska flugherinn, sem
standa í sameiningu að þróun
nýja ratsjárhnattarins, að yfir-
leitt nokkuð hafi spurst kút um
þennan nýja njósnara í himin-
geimnunt.
Skutlan getur flutt kjarna-
ofna
Sumir hergagnafram-
leiðendur hafa tjáð sig opin-
endurkastast af hlutum á yfir-
borði jarðar.
Vilja auka leynd
Auk upplýsinganna um
þennan nýja njósnahnött birti Avi-
ation Week upplýsingar um
hvernig bandan'ski flugherinn
hygðist nota geimskutluna til
viðgerða á öðrum njósnahnött-
um sem nú þegar eru á braut
umhverfis jörðu og þar með
lengja notkunartíma þeirra og
spara miklar fjárhæðir.
í Ijósi þessara uplýsinga
Aviation Week má ætla að
tímaritið sé aðallesefnið í so-
véska sendiráðinu í Washing-
ton um þessar mundir. Enda
heyrast æ háværari raddir frá
bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu um að efla leyndina
yfir ferðum geimskutlunnar og
ritskoða þær upplýsingar, sem
ferðir hennar gefa af sér.
stæðismenn að eignast foringja
- en hið síðarnefnda er langt
fyrir neðan öll þau siðferðilegu
mörk sem hægt er að setja.
Heldur dauðahaldi
í úrelta heimsmynd
Morgunblaðið hatar fólk
sem skipt hefur um flokka.
Menn eru á flokkaflakki. þvæl-
ingi milli flokka, flokkaflandri
o.s.frv. Auðvitað er blaðinu
sama um það þó einhverjir
ntcnn á vinstra kantinum séu
að skipta um flokka. Blaðið er
með þessu að verja flokkakerf-
ið og sinn flokk. Það er eitt-
hvað að þeim mönnum. sem
skipta um stjórnmálaflokk, er
boðskapurinn. Þetta hlýtur að
gilda jafnt um kjósendur og
stjórnmálamenn og þar með
þær þúsundir sem kjósa aldrei
sama flokkinn tvennar kosn-
ingar í röð. Þetta gildir einnig
unt þá fyrrverandi sjálfstæðis-
menn sent sátu landsþing
Bandalags jafnaðarmanna, en
þeir voru ófáir. Þetta gildir þá
einnig um forsætisráðhcrrann
í næstu viðreisnarstjórn, Jón
Baldvin, og þannig mætti lengi
telja. Málið er að flokksmál-
gagnið heldur dauðahaldi í þá
heimsmynd þegar flokkarnir
áttu fólk ævilangt. Heimsmynd
sem stenst alls ekki lengur.
sem betur fer.
Hnignunarskeið hafið
Allt sem lifir á sér upphaf,
vaxtaskeið, hátind, hnignunar-
skeið ogdeyrað lokum. Þetta
gildir einnig unt mannanna
verk. Þetta gildir einnig um
Morgunblaðið. í krafti auglýs-
ingamagns hafa pennar þess
getað verið eins og köld
krumla á þjóðinni áratugum
saman. Kæft marga heilbrigða
hugsun. Eyðilagt marga ágæta
menn. Troðið svart hvítri
heimsmynd inn á hvert heimili.
(Nýjasta dæmið er að sam-
kvæmt vandlega völdum frétt-
um í Mogga eru snauðir kola-
verkamenn í Bretlandi, sem
hafa verið í verkfalli mánuðum
saman. Rússadindlar eða
glæpamenn) Nú erhnignunar-
skeið blaðsins sem betur fer
hafið. Blaðið er mikið minna
lesið af ungu fólki en öldnu.
Um aldamót fer þetta þunga
blað alls ekki víða, það mun
eins og risaeðlurnar hníga und-
an eigin þunga. Það styttist í
að rætist hinn frægi draumur
Þórbergs, þegar hann lýsir
framtíðarlandinu: „Þá verður
gaman að lifa, Lára mín, þá
verðurekkert Morgunblað..."
Ekki verður það skárra
Verst ef alþingismenn sam-
þykkja útvarpslagafrumvarpið
óbreytt. Þá gengur Mogginn
aftur sem sjónvarpsstöð undir
dulnefninu ísfilm: Ekki verður
það skárra.
Til þeirra sem eiga
Þið eruð ritstjórar á frjálsu,
óháðu blaði og eruð hreyknir
af. Miklist af á mannamótum
og í leiðurum. Ritið ágæta
leiðara undir nafni. Segist eng-
um háðir. Allt þetta er gagns-
laust meðan í blaði ykkar er
slordálkur þar sem nær daglega
er á ósmekklegan hátt ráðist
að fólki, nú síðast að forsætis-
ráðherra og hann sakaður um
drykkjuskap og að halda víni
að börnum jafnt sem fullorðn-
um. Þessi makalausi dálkur er
ekki skrifaður af ykkur. Stíll-
inn segir til um það. Eigendur
blaðsins hljóta að bera þennan
sálarhroða í ykkur, því að
ótilneyddir birtið þið varla
annan eins nafnlausan skepnu-
skap og þarna kemur oft fram.
Þessi dálkur er blettur á blaði
ykkar og kemur í veg fyrir að
hægt sé að taka frelsistal ykkar
alvarlega. Auðkýfingar, sem
eiga blöð, eiga ekki að fá að
valsa um þau í nafnlausum
níðdálkum. Það að eiga mill-
jóna fyrirtæki leysir menn ekki
undan þeirri skyldu að skrifa
undir nafni.
Baldur Kristjánssun
Verö í lausasölu 30 kr.
og 35 kr. um helgar.
Áskrift 330 kr.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik.
Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Hinsti dómarinn
■ Fyrir örfáum misserum hafði íslenska kirkj-
an ýmislegt til málanna að leggja í friðar- og
öryggismáluin.
Kirkjuþing samþykkti skelegga ályktun þar
sem hvatt var til afvopnunar í austri og vestri og
lýst yfir stuðningi við friðarhreyfingar á Vestur-
löndum.
Okkar ágæti biskup var óhræddur við að túlka
friðarvilja kirkjunnar og sagði m.a. að íslenska
þjóðin gæti haft alveg sérstöku hlutverki að
gegna í friðarmálum.
Allt var þetta í samræmi við þá afstöðu
kirkjunnar að það sé hlutverk hennar að vinna
að samstöðu ailra manna, friði og sáttum um alla
jörð.
Allt var þetta í samræmi við þá afstöðu hennar
að trúin taki til allra þátta lífsins. Þar sé ekkert
undanskilið. Allra síst baráttan fyrir því að
menn megi á þessari jörð lifa saman í sátt og
samlyndi.
Alltaf þegar kirkjan rís upp og fer að skipta
sér af lífsaðstæðum okkar hér og nú svo sem
friðarmálum og misskiptingu lífsgæða, þá rísa
upp og glefsa þeir sem hafa hagsmuni af að
viðhalda ríkjandi ástandi.
Gefið er í skyn að kirkjan gangi erinda
einhvers og einhvers,í okkar tilfelli heimskomm-
únismans.
Kirkjan er vöruð við að fara ekki inn á
flokkspólitísk svið. Það geti hún ekki þar sem
sóknarbörnin séu í öllum flokkum. Hún eigi að
halda sig að eilífðarmálum, hyggja að því hvers
konar líf taki við eftir dauðann; kanna það
hvernig maðurinn geti frelsast til Guðs síns eftir
persónulegum leiðum.
Öll ráðaöfl sem óttast breytingar á ríkjandi
ástandi reyna þannig að stinga upp í kirkjuna og
vísa henni inn í eilífðarbásinn. Haltu kjafti og
vertu sæt eru hin leyndu boð.
Því miður hefur þetta gerst hér á landi á
undanförnum misserum.
Dr. Gunnar Kristjánsson, skeleggasti tals-
maður kirkjunnar fyrir friði og afvopnun, er
kerfisbundið ásakaður í stærsta fjölmiðli lands-
ins um að ganga erinda heimskommúnismans.
Það hefur sjálfsagt engin áhrif á dr. Gunnar en
veróur til þess að aðrir ungir prestar leggja ekki
út á sömu braut og hann. Þeir óttast að sjá
kommúnistaásakanir Morgunblaðsins endur-
speglast í árvökum augum sóknarbarna sinna.
Biskupinn er í sama blaði ákærður fyrir það
að hafa kosið pólskan biskup sem formann
Alkirkjuráðsins. Það reyndist að vísu ekki rétt,
en aðvörunin komst til skila.
A fundi Útvarpsráðs eru gerðar athugasemdir
við þætti fréttafulltrúa kirkjunnar um hungrið í
3ja heiminum og krafist mótvægis!
Árangurinn er að koma í ljós. Kirkjan þegir
þunnu hljóði um málefni líðandi stundar. Lætur
eins og vígbúnaðarkapphlaup sé ekki til. Hefur
ekkert að segja um geimvopn. Lætur eins og
kirkjan hafi enga þýðingu í friðarmálum. Hún
þorir ekki að álykta um ratsjárstöðvar. Á Vest-
fjörðum eru reyndar nokkrir prestar með efa-
semdir um réttmæti þeirra, en Morgunblaðið er
þegar farið að áminna þá á leiðarasíðu.
Mál er að prestar átti sig á því að Morgunblað-
ið er ekki hinsti dómarinn.