NT - 08.02.1985, Side 19
Föstudagur 8. febrúar 1985 19
Utlönd
fí,rorm
Greiðir hann
tekjuskatt?
■ Ríkasti hundur á Englandi, William ai Arethyn, er sagður
eiga yflr 100.000 bresk pund (rúml. 4,5 milljónir ísj. kr.).
VVilliam er gamall enskur fjárhundur sem hefur auðgast á
verðbréfabraski í kauphöllinni. Kauphallarbraskarinn, Ro-
bert Beckmann, hefur aðstoðað William við viðskiptin í ellefu
ár með einstaklega góðum árangri. Bresk skattayfirvöld eru
nú að kanna hvort hundur þurfi að greiða tekju- og eignaskatt.
Símamyrid-PGLFOTO
Breskt tölvufyr-
irtæki í kröggum
London-Reuter
■ Verðbréf í öðru stærsta
smátölvufyrirtæki á Bretlandi,
Acorn, féllu mikið í verði í
þessari viku þegar fréttist að tap
væri á rekstri fyrirtækisins að
undanförnu.
Acorn framleiðir meðal ann-
ars hinar vinsælu BBC-heimilis-
tölvur en um 70% allra tölva í
breskum skólum eru af þessari
tegund. Sala á nýrri og ódýrari
smátölvu hefur hins vegar ekki
gengið eins vel.
Á síðasta ári var hagnaður
Acorn-fyrirtækisins um 11 mill-
jónir punda (um 500 milljónir
ísl.kr.) Verðstríð á milli Acorn
og Sinclair á Bretlandi hefur
leitt til mikillar verðlækkunar á
tölvum þessara fyrirtækja sem
aftur hefur átt sinn þátt í því að
Acorn er nú rekið með tapi.
Japan:
11,1% f ramleiðslu
aukning í iðnaði
■ Iðnaðarframleiðsla Japana
jókst um ll,l prósent á síðasta
ári sem er mesta aukning frá því
árið 1973 þegar iðnaðarfram-
leiðsla þeirra jókst um 17,5
prósent.
Ein helsta ástæðan fyrir þess-
ari miklu aukningu iðnaðar-
framleiðslunnar er sögð vera
mikill útflutningur til Banda-
ríkjanna. Til samanburðar má
nefna að iðnaðarframleiðsla í
Bandaríkjunum jókst um sjö
prósent á síðasta ári og í ríkjum
Efnahagsbandalags Evrópu
jókst framleiðslan um aðeins
2,4 prósent.
Nicaragua:
Efnahagskreppa
og verðhækkanir
°rsök
unrsvif
01
u//ða
Managua-Reuter
■ Stjórnvöld í Nicar-
agua tilkynntu í gær
verðhækkanir á mat-
vælum um allt að
110%. Nicaragua-
menn glíma nú við
einhverja mestu efna-
hagskreppu frá því
Sandinistar tóku
völdin.
Viðskiptaráðuneytið til-
kynnti að kjöt og mjólk myndi
hækka’ í verði um 100% egg um
110% og kjúklingar uni 50%.
Á undanförnum dögum hafa
staðið yfir háværar þingdeilur
vegna frumvarps um hækkun
launa um 47%-60%, þ.e. mun
lægri kauphækkanir en verð-
hækkanir viðskiptaráðuneytis-
■ Forseti Nicaragua, Daniel Ortega. Skemmdarverk og hernaður
skæruliða, studdra at' Bandaríkjunum, eru meginorsakir efnahags-
vandans í Nicaragua. Nicaraguanienn vilja taka upp friðarviðræður
að nýju við Bandaríkjamenn.
Kólombía:
Blaðaf ulltrúi forsetans kókaínsmyglari?
■ Blaðafulltrúi forseta-
embættisins í Kólombíu
hefur verið handtekinn
vegna gruns um aðild hans
að kókaínsmygli til Spánar
með diplómatapósti.
Blaðafulltrúinn. Rom-
an Medina, var handtek-
inn fyrir tveimur dögum
eftir að 2,7 kíló af kókaíni
fundust í innsigluðum
kössum sem voru sendir
til kólombíska sendiráðs-
ins í Madrid í desember
síðastliðnum.
Diplómatar í Managua segja
efnahagskreppuna stafa af
auknum kostnaði vegna barátt-
unnar við skæruliða sem njóta
stuðnings Bandaríkjamanna.
Meiri ógnun frá herjum ná-
grannalandanna hefur einnig
kallað á aukin umsvif hersins.
í fjárlögum fyrir 1985 er gert
ráð fyrir að 40% útgjalda fari til
hersins. Þessi miklu útgjöld
skerða verulega þróunarmögu-
leika efnahagslífsins en auk þess
hafa gjaldeyristekjur lands-
manna minnkað vegna skemmd-
arverka skæruliða á kaffi- og
kakóframleiðslu Nicaragua-
manna.
í vikunni var varaforseti Nic-
aragua, Sergio Ramirez, í
London á fundum með breskum
ráðamönnum. Hann fór fram á
að Bretar þrýstu á Bándaríkja-
mcnn að hefja friðarviðræður
um Mið-Ameríku.
Howc, utanríkisráðherra,
hefur ckkcrt látið uppi um við-
ræður lians og Ramirez. Tals-
menn utanríkisráðuneytisins
hafa sagt að Bretar styðji tillög-
ur Contadora-ríkjanna. Conta-
dora-ríkin eru fjögur ríki í róm-
önsku Ameríku scm sctt hafa
fram friðartillögursem m.a. fela
í sér að allir erlendir herir hverfi
frá Mið-Ameríku.
Ramirez sagði á blaðamanna-
fundi að Bandaríkjamenn hafi
rofið friðarviðræður viö Nicar-
aguamcnn og liafi hundsaö
frúmkvæði Contadora-ríkj-
Kína:
Hætt við
lífstíðar-
ráðningu
forstjóra
■ Fostjórar í kínversk-
um ríkisfyrirtækjum eru
ekki lengur ráðnir til lífs-
tíðar heldur eru þeir ráðn-
ir til fjögurra ára í senn.
Þessar nýju reglur um
ráðningu forstjóra og ann-
arra yfirmanna ríkisfyrir-
tækja gengu í gildi 1. janú-
arsíðastliðinn. Samkvæmt
þeim geta forstjórar feng-
ið endurráðningu í annað
ráðningatímabil standi
þeirsig vel ístarfisínu. En
þeir geta þó aldrei haldið
stöðu sinni Iengur en þrjú
ráðningatímabil eða í 12
ár samfleytt.
BLAÐBERA VANTAR
Grafarvoginn,
Lerkihlíð,
Beykihlíð,
Fiskakvisl
og Granda.
EINNIG VANTAR BLAÐBERA A
BIÐLISTA
Fljót og góð þjonusta.
Hrísmýri 2A
Pósthólf 206-802
Selfossi
Sími 99-2040
Síðumúli 15. Sími 686300