NT - 08.02.1985, Side 22
Föstudagur 8. febrúar 1985 22
Haldin í Englandi?
Það verður hörð keppni um að halda hana
■ Enska knattspyrnusam-
bandið hefur sótt um að fá að
halda úrslitakeppni Evrópu-
keppninnar í knattspyrnu árið
1988. Um leið lofar knatt-
spyrnusambandið miklum
gróða af keppninni og að þeim
takist að hafa hemil á áhorfend-
um, sem eru þekktir fyrir að
vera með ólæti á leikvöllum og
utan þeirra.
hafa boðist til að halda keppn-
ina. V-Þýskaland, Holland og
Danir, Norðmenn, Finnar og
Svíar með sameiginlegt tilboð
eru líka um hituna. Pað verður
því mikið rætt á fundi UEFA í
Bern þann 18. febrúar næst-
komandi, er farið verður yfir
tilboðin.
Englendingarnir benda á að
þeir hafi ekki haldið meirihátt-
ar keppni síðan 1966 er HM var
í Englandi. V-Þjóðverjar héldu
aftur á móti HM 1974. Þá
benda Tjallarnir á að Wembley
leikvangurinn tekur 25 þúsund
áhorfendum fleira en leikvang-
ar í hinum löndunum.
Þá má geta þess að Danir
hyggjast sækja um að fá að
halda úrslitakeppnina árið
1992.
■ Tony Cunning-
ham í búningi Sheffi-
eld Wednesday, en
hann spilaði þar áður
en Man. City keypti
hann. Nú fer hann til
Newcastle.
„Gulureðagrænn
skiptir engu máli“
- segir Jackie Charlton um kaup sín á Tony Cunningham
Frá Heimi Hernssyni rréltarilara N'l' í Knjj-’
landi.
■ „Mér er alveg sama hvort
hann er gulur, bleikur að
grænn. Hann er góður knatt-
spyrnumaður og á vonandi eftir
að gera góða hluti hjá okkur.
Ég er viss um að áhorfendur
niunu kunna að meta hann."
Þetta sagði Jackic Charlton,
framkvæmdastjóri Newcastlc.
í samtali við enskt blað eftir að
hann hafði keypt Tony Cunn-
inghant frá Manchester City.
Cunningham er svartur og er
fyrsti svarti leikmaðurinn sem
Ritari enska knattspyrnu-
sambandsins, Ted Croker, seg-
ist vera viss um að allar aðstæð-
ur í Englandi séu góðar og að
þeim muni ekki verða skota-
skuld úr að hemja áhorfendur.
En það eru fleiri lönd sem
Blak
■ Á síðasta ársþingi
BLI var samþvkkt tillaga
þess efnis aö hyrjað verði
að keppa í 1. flokki
kvenna á íslandsmótinu i
hlaki. Keppnin fari þann-
ig fram að skipt verði í
riðla cftir landshlutum en
síðan fari frani úrslita-
keppni um íslandsmeist-
aratitilinn.
Tilgangurinn með
þessu er fyrst og fremst sá
að blakkonur sem ekki
eru með í fremstu víglínu
geti „leikiö nokkra leiki
sér til gamans og gagns",
eins og segir í fréttabréfí
Henrik Andersen hjá Anderlecht:
„Festu þig í sessi“
- segir Piontek, þjálfari Dana
■ Daninn Henrik Andersen.
scm er einn fjögurra Dana í
stórliðinu Anderlecht í Belgíu,
hvar Islendingurinn Arnór
Guðjohnsen situr á vara-
mannabekknum þessa dagana,
er ungur maður á uppleið.
Hann er nú á góðri leið með að
ná föstu sæti í liðinu, og lands-
liðsbakvörðurinn belgíski.
Michel de Groote, er á leiðinni
út í kuldann. Eins dauði er
annars brauð.
Danska blaðið Berlingske
Tidende hefur sínar skýringar
á því hvers vegna Henrik sé á
Dundee vann
■ Einn leikur var í
skoska bikarnum í fyrra-
kvöld. Dundee sigraði St.
Johnstone 2-1 og spilar
við Rangers í ijórðu
umferð.
svo mikilli uppleið nú, og um
leið hvað það hafi verið sem
var honum mest hvatning, enda
hefur blaðið orð Andersens
fyrir því: „Sepp Piontck (lands-
liðsþjálfari Dana - innsk.blm.)
hefur sagt, að hann fylgist náið
með mér. Hann sagði ntér að
hann teldi mig vera mjög gott
efni í landsliðsmann. og geti ég
náð föstu sæti í liði Anderlecht
sé það klárt að ég sé frambæri-
legur með danska landsliðinu."
Eins og áður sagði eru fjórir
Danir í liði Anderlecht, og
hafa allir fast sæti í liðinu,
nema helst ef vera skyldi um-
j ræddur Andersen en það stend-
ur greinilega til bóta. Hinir eru
fyrirliðinn og miðvörðurinn
Morten Olsen, markaskorarinn
Per Frimann og miðjumaður-
inn Frank Arnesen. Síðan eru
Arnór og stór hluti belgíska
landsliðsins fyrr og nú í liðinu,
j meðal annarra stórstjarnan
Enzo Scifo og markakóngurinn
1 Vanderbergh...
Newcastle gerir fastan samning
við. Þeir hafa veriö heldur
andstæðir lituðum leikmönnum
áhangendur Newcastle og
gjarnan „tekið þá fyrir" í leikj-
um. Eru menn því dálítið ugg-
andi um hvernig komið verður
fram við Cunningham. Charl-
ton og Cunningham eru þó
báðir óhræddir og sagði Cunn-
ingham að hann væri viss um að
áhorfendur tækju sér vel ef
hann stæði sig vel, og það;
myndi hann reyna að gera.
Amerískur fótbolti:
■ Það er ekki hægt að segja
annað en að í ameríska fótbolt-
anum (American Football) séu
peningar í spilinu. allavega fyr-
ir þá bestu. í fyrradag gerði
leikmaðurinn Doug Flutie, sern
spilaði í háskólaliði Boston
College, samningvið NewJers-
ey Generals sem spila í atvinnu-
mannadeildinni USFL (United
States Football League).
Samningurinn er til fimm ára
og fær Flutie 7 milljónir dollara
sem eru rétt tæpar 300 milljónir
BLl.
Þátttöku skal tilkynna
til BLÍ í síma 686895, en
keppnin fer fram í febrú-
ar og mars.
íslandsmótið í 1. flokki
gæti verið ágætis æfíng
fyrir þátttöku í alþjóðleg-
um blakmótum fyrir
trimmara sem haldin
verða í Hollandi 22. og
23. júní og í Osló um
hvítasunnuhelgina 25.-
27. maí.
íslenskra króna fyrir samning-
inn. Flutie var kosinn besti
leikmaðurinn í háskólafótbolt-
anum fyrir árið 1984. Hann
leikur stöðu „stjórnanda" (qu-
arterback).
Þess má geta að í samningn-
um sem er yfir 40 blaðsíður á
lengd, þá eru ákvæði þess efnis
að ef USFL fer á hausinn eða
hættir af einhverjum ástæðum
þá á eigandi New Yersey Gen-
erals, Donald Trump, allan rétt
á Flutie og getur ráðstafað
honum að vild.
Nægir peningar
Borðtennis:
Grubba ósigrandi
■ Pólski borðtennisleikarinn
Andrzej Grubba er ósigrandi
þessa dagana. Síðasti sigur
hans var fyrir örskömmu í Top
12 keppninni í Barcelona, þar
sem hann vann 9 leiki í keppni
þar sem allir léku við alla.
Síðasti leikur keppninnar var á
milli Grubba og Svíans Michael
Appelgren, og úrslitin 21-14,
21-16 og 21-6. Grubba lauk því
keppninni með glæsibrag...
I kvennakeppni sama móts
sigraði fyrrum Evrópumeistar-
inn frá Hollandi, Bettine Vrise-
koop. Hún var í algjörum sér-
flokki, tapaði aðeins tveimur
lotum...
■ Andrzej Grubba er snjall borðtenniskarl.
Eru Danir
skárri en við?
■ I heimsmeistarakeppninni
í alpagreinum skíðaíþrótta í
Bormio á Ítalíu eru tveir Danir
við keppni, sem útaf fyrir sig
hlýtur að teljast dálítið merkf-
legt því hæsti hóllinn í Dan-
mörku er aðeins á átjánda tug
metra á hæð þar sem hann er
hæstur. Annar þessara Dana
keppti í bmni, en hinn mun
keppa í svigi.
Brunkóngur Dana, reyndar
annar tveggja úr Danaveldi sem
leggur fyrir sig brun af alvöru,
Thomas Rostgaard, varð í 50.
sæti í Bormio. Hinn sem einnig
stundar brun, Henrik
Kongsholm. keppti ekki í brun-
inu í Bormio, heldur ætlar að
einbeita sér að svigi að þessu
sinni.
íslendingar eiga einn kepp-
anda í Bormio, Daníel Hilm-
arsson frá Dalvík. Daníel ætlar
að keppa í svigi, og ereiginlega
tilneyddur til að skáka Danan-
um Kongsholm, og lenda fyrir
framan 50. sæti, svo Danir geri
íslenskum fjallagörpum ekki
skömm til...
Danir ganga
íkrikketsambandið
■ Um síðustu helgi voru Danir
og írar teknir formlega inn i
alþjóðlega krikketsambandið.
Danir hafa iðkað krikket i u.þ.b.
tiu ár, og kvennakrikket er nú
orðin allvinsæl íþrótt í Dana-
veldi. Danir eiga kvennalands-
lið, sem keppir út og suður,
reyndar án nokkurs stórárang-
urs. Það er talsverður munur að
þurfa ekki að æða yfir Atlants-
hafið i hvert sinn sem farið er og
keppt á erlendri grund.
BYGGI
STÓRT 0G SMÁTT
Hef flekamót, byggingakrana, 30 tonna bílkrana,
vörubíla, gröfur og loftpressu.
Fullkomið verkstæói. — Góóur mannskapur.
SIGFÚS KRISTINSSON
Byggingameistari — Bankavegi 3, Selfossi — Sími 1275
Verkstæði Austurvegi 42-44 — Sími 1550
Gengur vel
hjá Bertelsen
■ Miðvallarleikmaður
danska iandsliðsins í knatt-
spyrnu. Jens Jörn Bertelsen
gerir það gott þessa dagana
með félagi sínu í Frakklandi.
Rouen. Bertelsen og félagar
‘ hafa vart tapað leik og Daninn
1 hefur fengið góða dóma.
Jens Jörn Bertelsen er einn
þeirra fjölmörgu Dana sem
íeika í atvinnuknattspyrnu víða
um Evrópu. Hann lék í Belgíu
áður en hann fór til Frakklands
sl. sumar.