NT - 16.02.1985, Síða 21

NT - 16.02.1985, Síða 21
Brasilía: Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn sýnir klærnar - hótar að greiða ekki 400 milljóna dollara lán í mars ■ Hinn nýkjörni forseti Brasi- líu, Tancredo Neves, mun þurfa að taka óþægilegar ákvarðanir fljótlega eftir að hann tekur við embætti í næsta mánuði. Hann mun þurfa að ákveða hvernig bregðast eigi við hótun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um að hætta við fjármagnsáætlun sína gagn- vart Brasilíu. Embættismenn í Washington sögðu á fimmtudag að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn myndi ekki inna af hendi 400 milljóna doll- ara greiðslu sem Brasilíumönn- um var ætluð í mars. Ástæðan er Bandaríkjamenn vinna gegn friði í Mið-Ameríku - Nicaraguamenn óttast innrás Bandaríkjamanna Mexíkóborg-Reuter. ■ Nicaraguamenn ásökuðu Bandaríkjamenn á fimmtudag um að reyna á óábyrgan hátt að koma í veg fyrir friðarfrum- kvæði Contadora-ríkja í Mið- Ameríku. Fundur Contadora-ríkjanna - Mexíkó, Panama, Venesúela og Kólombíu var fyrirhugaður á fimmtudag, en á þeim fundi áttu fulltrúar fimm Mið-Amer- íkuríkja að hittast. Fundinum var frestað seint á miðvikudagskvöld eftir að Hondúras, Kosta Rica og E1 Salvador tilkynntu að þau- myndu ekki senda fulltrúa sína vegna deilna Kosta Rica og Nicaragua um diplómatísk mál- efni. Utanríkisráðherra Nicarag- ua, Miguel D'Escoto, sagði í Managua á fimmtudag að Bandaríkjamen hafi beitt Kosta Rica þrýstingi og fengið stjórn Kosta Rica til að nota deiluna sem tæki til að koma í veg fyrir fundinn. Nicaraguamenn eru ótta- slegnir og telja frestun fundarins benda til að innrás Bandaríkj- anna í Nicaragua sé yfirvofandi. í dagblöðum í Nicaragua á fimmtudag voru birtar auglýs- ingar þar sem fólk á aldrinum 18-22 ára var hvatt til að skrá sig í herinn. Ótti Nicaragua við innrás er líka mikill vegna sam- eiginlegara heræfinga Hondúras og Bandaríkjanna sem hófust á mánudaginn s.l. Spánn: Stúdentar mótmæla Sevilla, Spáni-Reuter ■ Spænska lögreglan skaut gúmmískotum til að dreifa 20.000 stúdentum við Sevillahá- skóla sem mótmæltu því á fimmtudag að stúdentar hafa of fáa fulltrúa í stjórn háskólans. Að sögn lögreglunnar særðist enginn alvarlega í skotárás lög- reglunnar og enginn var hand- tekinn. Laugardagur 16. febrúar 1985 21 ■ Neves, forseti Brasilíu á erfitt starf fyrir höndum þegar hann tekur við völdum í mars, að sameina andstæða hagsmuni verkalýðshreyfingarinnar og hægrisinnaða stefnu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. sögð vera að Brasilíumönnum hefur ekki tekist að ná efnahags- legum markmiðum sínum og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Talsmenn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sögðu á fimmtudag að sjóðurinn myndi halda áfram viöræðum við Brasilíumenn um efnahagsáætlun fyrir 1985, en bankamenn í Washington sögðu í gær að ekki gæti orðið úr neinu samkomulagi fyrr en Neves tek- ur við völdum 15. mars n.k. Brasilíumenn geta ekki geng- ið frá samningum við viðskipta- banka í Bandaríkjunum um lánapakka til að greiða um helming þeirra 100 milljarða dollara sem þeir skulda í erlend- um lánum, fyrr en gengið hefur verið frá samkomulagi við Al- þj óðagj aldey rissjóði n n. Bankamenn og hagfræðingar í Sao Paulo sögðu í gær að ákvörðun hafi verið frestað eftir að Ijóst var að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn myndi ekki fallast á efnahagsstefnu Brasilíumanna sem var opinberuð í síðasta mánuði. Á síðasta ári voru mikil mót- mæli í Brasilíu vegna efnahags- stefnunnar í landinu sem runnin var undan rifjum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, en stefna hans felur í sér m.a. niðurskurð í ríkisgeiranum og félagslegri þjónustu, kaupmáttarskerðingu launa og gengislækkanir sem eiga að hafa hvetjandi áhrif á útflutning. Gengisstefnan hækkar innfluttar vörur í verði og eykur kaupmáttarskerðing- una. Stjórn Brasilíu á erfitt starf fyrir höndum þ.e. að koma til móts við andstæða hagsmuni verkalýðshreyfingarinnar og hægrisinnaða stefnu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. (Reuter o.fl.) Alþjóðasamtök stofnuð í gær Amsterdam-Reufcr. ■ Vændiskonur frá tíu löndunr stofnuðu í gær alþjóðasamtök til að berjast fyrir réttindum vændiskvenna. M.a. vilja þær lögleiða vændi og, að vændiskonur hafi jafnan rétt gagnvart skattalögum og vinnumalalöggjöf. Við lok fyrstu alþjóðaráðstefnu vændiskvenna samþykktu um 150 full- trúar á ráðstefnunni að samtökin skyldu beita sér fyrir þrýsingi á stjórn- málamenn og ríkisstjórnir og „endur- mennta" samfélögin. „Stofnanir eins og Sameinuðu þjóð- irnar og Evrópuþingið munu heyra frá okkur og við munum beita þrýst- ingi okkar á þær,“ sagði Margo St. James, talskona samtakanna á blaða- mannafundi í gær. Yfirlýsing ráðstefnunnar var sam- þykkt eftir miklar deilur en í henni segir að lögleiða beri vændi og það eigi að heyra undir venjulegan við- skiptarétt, en sérstök lög beri að setja sem komi í veg fyrir misþyrmingar á vændiskonum. ■ Alþjóðasamtök vændiskvenna voru stofnuð í gær. Markmið þeirra er að gæta réttar vændiskvenna. V-Berlín: Kvikmyndahátíð- in hófst í gær - islendingar eiga þar enga mynd Kra Marj>réti Rún Cuömundsdóttur í Berlín ■ í gær hófst kvikmyndahátíð- in í Berlín. Hátíðin sem stendur í 12 daga nýtur mikillar virðing- ar í kvikmyndaheiminum og er ásamt kvikmyndahátíðunum í Cannes og Feneyjum stærsta hátíð.sinnar tegundar. Yfir sex hundruð kvikmyndir víðs vegar að úr heiminum verða sýndar á hátíðinni, en mest bcr á kvikmyndum frá V-Þýskalandi, Bandaríkjunum og Frakklandi auk fjölda mynda frá Suður-Ameríku. Athygli vekur hversu margar stuttar myndir eru á hátíðinni. Hátíðin sjálf skiptist í margar deildir en ein þeirra er sjálf keppnin þar sem 32 kvikmyndir berjast um hin eftirsóttu verö- laun, gullbjörninn. íslcndingar ciga enga mynd á hátíðinni að þessu sinni. Umsjón: Ragnar Baldursson og íyar Jónsson Spánn: Bandarískum njósnurum vísað úr landi Madrid-Reuter ■ Tveir bandarískir diplómatar voru reknir frá Spáni fyrr í þessum mán- uði fyrir njósnir. Mennirnir reyndu að hlera leynilegar sendingar opinberra aðila sem send- ar eru út á sérstökum bylgjulengdum stofnana á milli. Frá þessu skýrði Fréttastofa ríkisins á Spáni í gær. Annar mannanna var starfsmaður í bandaríska sendiráðinu í Madrid en hinn vann við borgaraleg störf á bandarískri herstöð. Mennirnir voru hand- teknir þegar þeir Ijós- mynduðu byggingar leyni- legra opinberra stofnana. ■ ítalskir öryggisverðir ráðast til atlögu viðbóndabæ í Palermo þar sem var einn af mörgum inngöngum í kerfi neðan- jarðarganga semítalska mafían notaði við myrkraverk sín. Símaraynd: Polfoto. Mafíuhreið- ur í Palermo Palermo-Reuter. ítalskar öryggis- og lögreglusveitir hafa fundið mikið neðanjarðarkerfi leyniherbergja í Palermo á Sikiley sem tengdust með leynigöngum. Mikið magn vopna, skotfæra og sprengiefnis fannst í göngunum sem félagar í ítölsku mafíunni notuðu til fundarhalda, skyndiflótta og ýmissar leynilegrar starfsemi. Fundur neðanjarðarkerfisins markar hámarkið á herferð lögreglu gegn mafíunni í þessari höfuðborg Sikileyjar. í ljós kom að heimili margra helstu foringja mafíunnar tengdust með göngum sem sum voru meira en hundrað metrar á lengd. Á einum stað fannst 20 metra víður neðanjarðarsalur þar sem lögreglan segir að um 70 manns hafi getað komið saman. Neðanjarðarkerfið er í austurhluta Palermo. I fyrradag lokaði lögregla og öryggissveitir svæðinu af og hóf síðan kerfisbundna leit. A.m.k. tíu manns voru handteknir. Meira en 300 grunaðir félagar í mafíunni hafa verið handteknir á Ítalíu frá því í september á síðasta ári þegar fyrrverandi mafíuleiðtogi, Tom- maso Buscetta, féllst á að aðstoða lögregluna í baráttunni gegn mafíunni. FIAT eigendur Nýkomið: Framljós og afturljós FIAT - UNO - 127 - 128 - 131 - 132 Ritmo Argenta STEINGRÍMUR BJÖRNSSON SF. SUÐURLANDSBRAUT 12, RVÍK. SÍMAR 32210 - 38365.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.