NT - 27.02.1985, Side 2
Miðvikudagur 27. febrúar 1985
Þingsályktun um fullvinnslu sjávarafla:
Gjaldeyrisaukning
uppá 5,4 milljarða
- segir Guðmundur J. Guðmundsson sem mælti fyrir tillögunni
Silunganet lögð
í vötn undir ís
Álitleg búgrein og
silungur til útflutnings
■ Guðmundur J. Guðmunds-
son mælti fyrir þingsályktunar-
tillögu um fullvinnslu sjávarafla
á sameinuðu þingi í gær. Sagði
Guðmundur að íslenska þjóðin
ætti að setja sér sem markmið
að auka hlutfallslegt verðmæti
íslensks sjávarafla um V) á næstu
árum en það þýddi gjaldeyris-
aukningu fyrir þjóðarbúið uppá
5,4 milljarða króna.
Benti Guðmundur á að auka
mætti þessi verðmæti enn frekar
ef varið væri meira fé til fram-
kvæmda við vinnslu sjávar-
afurða, veitt hagstæðari afurða-
lán, rannsóknir auknar og
markaðsleit efld.
Hlaut tillagan mjög góðar
undirtektir Gunnars G.
Schram, Skúla Alexandersson-
ar, Stefáns Guðmundssonar,
Guörúnar Agnarsdóttur og
Ólafs Þ. Pórðarsonar. Benti
Ólafur á að viö flyttum inn fólk
í stórum stíl til að vinna í fiski
þau störf sem viö teldum okkur
ekki samboðin og væri þetta
einna líkast þrælainnflutningi
Aþenumanna fyrr á öldum og
innflutningi Svía nú á dögum.
Gagnrýndi hann fólksstreymið
til bankakerfisins og þjónustu-
stofnananna og þá fjölmiðla-
stefnu að klifa stöðugt á offjár-
festingu í sjávarútveginum. Það
hefði ekki veriö lengi sem menn
gátu leikið sér í Aþenu eftir að
þeir fóru aö flytja inn þrælana
og það gæti haft afdrifarík áhril'
á sjálfstæði okkar ef sú
fjölmiðlastefna sem klifar á of-
fjárfestingu í sjálfstæði okkar ef
sú fjölmiðlastefna sem klifar á
offjárfestingu í sjávarútvegi
fengi að halda áfram.
Guðrún Agnarsdóttir sagði
að aðbúnaöur okkar að fisk-
vinnslufólki jaðraði við fyrirlitn-
ingu og sú þjóð sem sýndi
undirstöðuatvinnuvegi sínum
svo litla virðingu væri í vanda
stödd. Stefán Guömundsson
tók mjög í sama streng og taldi
einnig fróðlegt að kanna hvort
rétt væri að 40-50, jafnvel 60%
af fiski sem veiddur væri færi í
sjóinn aftur og það á nýjustu og.
bestu skipunum. Stefán taldi
eins og Ólafur það fjölmiölabá-
bilju að offjárfesting í sjávarút-
vegi væri að kollkeyra þjóðarbú-
ið. Hann tók undir það með
Guðm. J. að merkilegt væri hve
fáir öfluðu mikið í okkar þjóð-
arköku.
Birgir ísleifur benti m.a. á
það í umræðunum að það væri
ferskur fiskur sem gæfi mest af
sér á erlendum mörkuðum nú
um stundir. Hann varpaði fram
þeirri spurningu hvort ný bylt-
ing væri að ganga yfir á Vestur-
hveli; að menn vildu ferskan
fisk en ekki frystan. Það væri
áfall fyrir okkur íslendinga, sem
höfum byggt upp kerfi frysti-
húsa um allt land.
Haraldur Ólafsson lýsti yfir
stuðningi við tillöguna og beindi
umræðunni einnig að útflutn-
ings og markaðsmálum.
Lánveitingar úr
Byggingarsióði
ríkisins tii
umræðuáAlþingr.
■ 6440 umsóknir liggja fyrir
hjá Byggingarsjóði ríkisins um
lán vegna íbúöarbygginga, þar
af eru 1980 þeirra um svokölluð
G-lán vegna kaupa á eldra hús-
næði. Tilbúin til afgreiðslu eru
750 nýbyggingarlán og 871 G-
lán og verða þau greidd út 5.
mars nk.
Alexander Stefánsson, fé-
lagsmálaráðherra, upplýsti á
Alþingi í dag að óafgreiddar
6440 umsóknir
liggja fyrir
■ Austur í Holtum í Rang-
árvallasýslu eru þessa dagana
nokkrir bændur í námi hjá
þingeyskum bónda í silunga-
veiði í net undir ís. Bóndi
þessi hefur ferðast um
norðanlands og sunnan á
liðnum vetri og kennt þessa
veiðiaðferð, auk verkunar á
silungi og gerð silunganeta.
Eru vonir bundnar við að
silungaveiði geti orðið álitleg
aukabúgrein margra bænda
auk þess sem á sumum jörð-
um er að líkindum hægt aö
byggja afkomu á veiðinni
einni. Silunginn má meðal
annars selja á erlendan
markað.
Héðinn Sverrisson, bóndi
á Geiteyjarströnd við
Mývatn, er kennari bænda í
þessari atvinnugrein. í sam-
tali við NT kvaðst hann álíta
að víða gætu bændur byggt
afkomu sína að verulegu
leyti á þessari atvinnugrein
og þá um leið dregið úr
hinum hefðbundna búskap.
Nefndi hann sem dæmi tvo
bændur sem lært höfðu fagið
hjá honum fyrir áramót og
fiskuðu núna yfir tonn af
silungi á mánuði en kílóið er
selt á um eða yfir 90 krónur
til útflutnings.
Mál þetta kom fyrir Bún-
aðarþing þar sem góður róm-
ur var gerður að silungsveiði
sem búgrein. Að sögn Árna
G. Péturssonar, hlunninda-
ráðunauts, er talið að silungs-
veiði sé á um 1700 jörðum í
landinu.
væru 350 umsóknir þar sem
húsnæði væri fokhelt en vottorð
vantaði, 830 umsóknir sem bár-
ust á tímabilinu I. jan.-l. febr.,
1920 umsóknir vegna ýmissa
breytinga á nýbyggingum, 1109
umsóknir vegna eldra húsnæðis,
100 umsóknir vegna leiguíbúða
aldraðra, 350 umsóknir vegna
íbúða aldraðra, 200 umsóknir
vegna orkusparandi aðgerða og
10 umsóknir vegna minni við-
gerða.
Þormóður rammi:
Nýr f ramkvæmdastjóri
og nýtt skipulag
■ Ingólfur Arnarson, sjávar-
útvegsfræðingur, hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri fisk-
vinnslufyrirtækisins' Þormóðs
ramma á Siglufirði frá og með
1. mars næstkomandi, en þá
gengur í gildi nýtt skipulag fyrir-
tækisins. Róbert Guðfinnsson,
framleiðslustjóri, hefur verið
ráðinn aðstoðarframkvæmda-
stjóri frá sama tíma.
Ingólfur mun annast mark-
aðsmál fyrirtækisins, fjármál og
stýringu veiða og vinnslu. Ró-
bert mun hafa með höndum
stjórnun á framleiðslu og um-
sjón með rekstri togara fyrir-
tækisins, jafnframt sem hann
verður staðgengill frani-
kvæmdastjóra.
Einar Sveinsson, núverandi
framkvæmdastjóri, lætur af
störfum í lok mars og fer þá til
Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði.
Sundurliðun Alexanders var
svar við fyrirspurn Jóhönnu Sig-
urðardóttur um lánveitingar úr
Byggingarsjóði ríkisins og
Byggingarsjóði verkamanna.
Hjá Byggingarsjóði verka-
manna eru umsóknir frá 23
sveitarfélögum vegna 108 íbúða
auk óafgreiddra umsókna vegna
282 leiguíbúða.
Alexander neitaði því að taka
ætti fjármagn til að leysa vanda
húsbyggjenda af nýbyggingarfé,
það mætti eins taka það af
heildarfjárntagninu og deila því
niður á lánaflokkana en þessi
mál ætti eftir að taka fyrir í
Húsnæðismálastjórn ríkisins.
Jóhanna Sigurðardóttir lýsti því
yfir að það vantaði 700 milljónir
í Byggingarsjóð ríkisins og
Byggingarsjóð verkamanna til
þess að geta staðið við skuld-
bindingar þeirra og samkvæmt
bráðabirgðaáætlun fyrir sjóðina
árið 1985 væri um töluverða
skerðingu á ráðstöfunarfé að
ræða frá árinu 1984. Þá hefðu
sjóðirnir haft til umráða 1552
milljónir króna en ráðstöfunar-
féð fyrir árið 1985 væri um
11-1200 milljónir þegar búið
væri að draga frá 175 milljónirn-
ar sem nota ætti til þess að
bjarga vanda húsbyggjendanna.
Samtök um kjarnorkuvopnalaust Ísland:
Stofnfundur á sunnudag
■ Anker Jörgensen, fyrrum for-
sætisráðíierra Danmerkur, og
Erlendur Patursson grænlenskur
fulltrúi á komandi Norðurlanda-
ráðsþingi í Reykjavík, flytja erindi
á stofnfundi Samtaka um kjarn-
orkuvopnalaust ísland-friðlýst land
á sunnudaginn. Þessi samtök
munu berjast fyrir því að Alþingi
lýsi yfir að á Islandi verði aldrei
staðsett kjarnorkuvopn, þau verði
ekki framleidd á íslenskri grund,
tilraunir með þau ekki leyfðar og
óheimilt verði að flytja þau um
íslenska lögsögu. Aðrir sem flytja
erindi á stofnfundinum verða Sól-
veig Georgsdóttir og sr. Gunnar
Kristjánsson.
Á blaðamannafundi í gær þar
sem þessi samtök voru kynnt kom
fram að hugmyndin hefði komið
frá fólki úr ýmsum friðarhreyfing-
um eftir Friðarpáskana í Norræna
húsinu í fyrra og samþykkt fær-
eyska lögþingsins um friðlýsingu
Færeyja gegn öllum kjarnorku-
vopnum og yfirlýsingu grænlenskra
Lögþingsins í sama dúr.
Fundarboðendur sögðu að kröf-
ur í þessum anda væru ef til vill
þær raunhæfustu, sem hægt væri
að setja fram í dag með árangri,
þær hefðu mikið almannafylgi og
á hinum Norðurlöndunum styddu
stærstu stjórnmálaflokkar Noregs
og Svíþjóðar lýsingu kjarnorku-
vopnalauss svæðis á Norður-
löndunum og í Finnlandi og Sví-
þjóð væri lýsing slíks svæðis ríkis-
stjórnastefna. Þeir undirstrikuðu
þó að hér væri um alíslenska
hreyfingu að ræða, óháða stjórn-
málaflokkum og opna öllum ein-
staklingum sem áhuga hefðu á að
leggja málinu lið án tillits til þess
hvort þeir væru aðilar að einhverri
friðarhreyfingu eða ekki.
Stofnfundurinn á sunnudaginn
verður á Hótel Borg og hefst kl.
14.00. Auk fyrrgreindra erinda
mun Þorsteinn Gauti Sigurðsson
píanóleikari leika einleik og Elísa-
bet F. Eiríksdóttir syngja einsöng.
Fundarstjórar verða Þórhildur
Þorleifsdóttir leikstjóri og Ásgeir
Haraldsson læknir.
Opinber
leyniskjöl
■ Eitthvað virðist það vefj-
ast fyrir norskum yfirvöldum
að sanna sekt Arne Treholts
svo óyggjandi sé. Sjálfur
heldur Treholt því blákalt
fram að hann hafi ekki gefið
aðrar upplýsingar en þær sem
þegar höfðu verið birtar op-
inberlega eða á annan hátt
voru öllum augljósar.
Menn velta því að vonum
fyrir sér hvaða 66 skjöl það
hafi verið sem norska örygg-
islögreglan fann í tösku
Treholts, þegar hann var
handtekinn á sínum tíma.
Það skyldi þó aldrei vera
að hér hafi verið um að ræða
fréttatilkynningar frá norska
utanríksiráðuneytinu - en þá
væntanlega aðeins ætlaðar
vestrænum fréttamönnum!
Margt leyni-
legt í Noregi
■ í framhaldi af þessum
vangaveltum minnast menn
gjarna málaferla sem urðu í
Noregi ogSvíþjóðgegn Bret-
anum Owen Wilkes sem um
hríð vann að rannsóknum
við sænsku friðarrannsókn-
arstofnunina, SIPRI.
í Noregi var Wilkes dæmd-
ur fyrir skýrslu sem hann
samdi og talin var stofna
öryggi norska ríkisins í
hættu. Það kom aumingja
Wilkes að engu haldi þótt
hann gæti sannað fyrir rétti
að allar upplýsingar í skýrsl-'
unni voru fengnar úr opin-
berum pappírum og uppi-
staða skýrslunnar var reynd-
ar samin upp úr norsku síma-
skránni.
... og í
Svíþjóð
■ Ekki hafði Owen Wilkes
fyrr verið dæmdur í Noregi
fyrir að „stela" leynilegum
upplýsingum úrsímaskránni,
en það rann upp fyrir sænsku
öryggislögreglunni að hér fór
maður sem vissara var að
hafa gætur á.
Þeir piltar voru ekkert að
tvínóna við hlutina en gerðu
óðar húsrannsókn í skrif-
stofuherbergi Wilkes í húsa-
kynnum SIPRl í Stokk-
hólmi. Og viti menn, - þar
fundust ljósmyndir af hern-
aðarmannvirkjum á Got-
landi.
Nú höfðu myndirnar að
vísu allar með tölu verið
teknar af þjóðveginum og
sýndu því þessi hernaðar-
mannvirki frá nákvæmlega
sama sjónarhóli og þau hafa
blasað við augum sænskra og
erlendra ferðamanna árum
saman, en Gotland er einmitt
helsta sumarleyfisparadís
Svía. En þetta gerði ekkert
til. Wilkes var dæmdur samt.