NT


NT - 18.03.1985, Side 10

NT - 18.03.1985, Side 10
Mánudagur 18. mars 1985 10 Draugasaga í sjónvarpinu: Sminkan missi in á sköpunarv ■ Draugasaga. íslensk sjón- varpskvikmynd, 1985. Handrit: Oddur Björnssun og Viðar Vík- ingsson. Kvikmyndataka: Örn Sveinsson. Lýsing: Ingvi Hjör- leifsson. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Hljóð: Agnar Ein- arsson. Klipping: ísidór Her- mannsson. Leikstjórn og stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. Aðalhlutverk: Sigurjóna Sverr- isdóttir, Kristján Franklín Magnús, Rúrik Haraldsson, Þorsteinn Hanncsson, Guð- mundur Ólafsson, Kristbjörg Kjeld, Guðntundur J. Guð- mundsson, o.ll., þar á meðal margir starfsmenn íslcnska sjónvarpsins. Lista- oe skemmtideild sjón- varpsins stóðst prófið. 1 annað sinn á þessum vetri hcfur hún boðið upp á mjög frambærilegt nýtt frumsamið íslenskt verk fyrir þennan miðil. Heiðurinn af því hlýtur fyrst og fremst að falla í skaut Viðars Víkingsson- ar, sem stjórnaði og skrifaði handritið með Oddi Björnssyni leikritahöfundi. Draugasaga er að sönnu ekki sjónvarpsmyndin, sem allir hafa. beðið í ofvæni, en hún er sann- arlega spor í áttina. Og meira að segja stórt. Hún er eitt af örfáum verkum sjónvarpsins, sem hægt er að kalla kvikmynd. Það scnt fyrst og fremst vekur athygli í þcssari mynd er tækni- vinnan og allar umbúðirnar utan um efnið. Ég held, að óhætt sé að fullyrða, að aldrei hafi jafn mikil vinna verið lögð í lýsingu. Ljósgjafarnir eru ekki bara not- aðir til að lýsa upp atriðin, eins og við notum perurnar okkar til að lýsa upp híbýli okkar, heldur er reynt að skapa ákveðna stemmningu. Nægir þar að nefna atriði, þar sem aðalpers- ónurnar eru að bjástra með kertalýsingu í Dracula-leik sínum, og Ijósmyndatökuatrið- ið í upphafi myndarinnar, þegar allt er svart á milli þess sem leifturljósin blossa. Én það er einmitt á þessum myrku augna- blikum, sem mótor sögunnar fer í gang. Kvikmyndatakan gefur ekkert eftir og mörg atrið- in eru með þeim fallegri, sem sést hal'a í íslensku sjónvarps- verki, einkum næturatriðin í myndarlok. Sviðssetning Viðars Víkings- sonar er líka oft og tíðum mjög skemmtileg, og á einstaka atrið- unt má glögglega sjá, að upp- áhalds kvikmyndahöfundar hans eru Bunuel og Hitchcock. ■ Guðmundur Ólafsson og Rúrik Haraldsson í hlutverkum sínum í Draugasögu Viðars Víkingssonar og Odds Björnssonar. Upphafsmyndirnar eru teknar beint upp úr Andalúsíuhundin- um, augafyllirskjáinn.ogmaður bíður bara eftir því, að einhver komi með rakhnífinn og fari að skera. Þá er tilvitnun í Psycho, þegar næturvörðurinn ræðst á sminkdömuna inni í klefanum hennar. Þá notar hann klassísk- ar speglanir til að sýna fram á margklofinn karakter nætur- varðarins unga, og víðu skotin til að sýna fram á hversu einar og umkomulausar persónurnar ~En Akkillesarhæll þessarar myndar, eins og flestra ef ekki allra íslenskra kvikmynda, er ekki nógu vel unnið handrit. Efni þess, um mátt gervisins, „skaparann" og hvernig hann missir tökin á „sköpunarverki" sínu er alls ekki nógu vel undir- byggt. Persónusköpunin er í mörgum tilvikum ekki nægilega skýr og því fara gerðir persón- anna fyrir ofan garð og neðan. Það hefði t.d. að skaðlausu mátt segja okkur meira unt læknanemann og afleysinganæt- urvörðinn. Hvers vegna nær gervið yfirhöndinni? Þá eru fantasmar sminkunnar um ömmuna í ástandinu nokkuð þokukenndir. Ekki tekst heldur nógu vel að byggja upp spennu hjá áhorfandanum. Til þess gengur verkið of hægt fyrir sig. Tvö aðalhlutverkin eru í höndum ungra leikara, þeirra Sigurjónu Sverrisdóttur og Kristjáns Franklíns Magnúss, og komast þau þokkalega frá sínu. Aðrir leikarar sömuleiðis. Bestur allra er þó Guðmundur Jaki í eigin hlutverki, þegar verið er að sminka hann fyrir fréttaviðtal. - „„ •bl) ■ Piaf, Edda Þórarinsdóttir, Toine, Sunna Borg, Theo, Pétur Egger/. ■ Edda, Theódór, Pétur, Þráinn og Gestur. g stemmning ■ Föstudagskvöldið 8. mars frumsýndi Leikfélag Akureyr- ar söngleikinn Edith Piaf, eftir breska leikritaskáldið Pan Gems, í| þýðingu Þórarins Eldjárn. Léikstjóri er Sigurður Pálsson, Og hljómsveitarstjórn annast Roar Kvain. Leikntynd og búninga hannaði Guðný Björk Richards, og lýsingin er samin af Viðari Garðarssyni. Söngleikur þessi byggir á lífshlaupi hinnar víðfrægu frönsku söngkonu Edith Piaf. Lífshlaupi sem allt frá upphafi var nokkuð óvenjulegt. Piaf fæddist úti á götu, og á götunni var heimili hennar að nokkru leyti fyrstu æviárin, en að hluta til á hóruhúsi. Hún söng á götum úti.ogerleið aðtvítugu uppgötvaði næturklúbba- eigandi nokkur sö.nghæfileika hennar, bauð henni starf, og þar með hófst sigurganga hennar. Þrátt fyrir frægð og frama var lífið ekki alltaf dans á rósunt fyrir Piaf. Hún var götustelpa í eðli sínu, og frægð- in og framinn fágaði lítt rnálfar hennar og hátterni. Piaf lifði hátt og „hratt", og það ásamt ýmsum utanaðkomandi áföll- unt hafði þau áhrif að hún hallaði s.ér æ meir að flöskunni og öðrum álíka vímugjöfum. Sýning Leikfélags Akurcyr- ar rekur í stórum dráttum ævisögu Piaf, þótt megin- áherslan sé lögð á þann tírna er leið eftir að hún var upp- götvuð. Inn í sýninguna eru fléttuð ýnts af vinsælustu lögum Piaf, sungin á íslensku. Lögin eru flutt í næturklúbb- um, og er áhorfandinn dreginn inn í sýninguna sem gestir viðkomandi klúbba, þannig að maður upplifir ósjálfrátt ríkari nálægð við verkið. Þetta skap- ar skemmtilega stemmningu, og ekki draga dansar þeirra Flelgu Alice og Haraldar Har- aldssonar úr næturklúbba- áhrifunum. Leikarar standa sig allir með stakri prýði, en þó er sérstök ástæða að nefna þær stöllur Eddu Þórarinsdóttur og Sunnu Borg. Edda fer með titilhlutverkið í sýningunni, leikur sjálfa Edith Piaf. Oneit- anlega mæðir mikið á Eddu, þar eð hún er á sviðinu nærfellt allan tímann. Samt sem áður heldur hún áhorfandanum í látlausri spennu og maður sveiflast með henni milli gleði og sorgar, hamingju og ör- væntinar. Snaggaralegir taktar Eddu undirstrika glaðværð götustelpunnar og söngurinn er stórkostlegur. An þess að hér sé um beina stælingu að ræða fékk ég það á tilfinninguna að hin raunverulega Piaf hefði haft svipuð áhrif á sína áheyr- endur sem Edda hér. Sunna Borg fer á kostum í hlutverki hinnar barnslega ein- földu og einlægu gleðikonu Toine. Sunna kitlar óneitanlega hláturtaugar áhorfenda svo um munar, en kemur jafnframt öllum einkennum Toine til skila. Guðlaug María Bjarna- dóttir skilar kyntákninu Marel- ene Dietrich skemmtilega. Karlleikararnir í sýningunni fara allir með fleiri en eitt hlutverk af ólíkum toga, og gera vel. Að öðrum ólöstuðum er Gestur E. Jónasson minnis- stæðastur fyrir skemmtilega túlkun á þýskum hermanni. Sýningin í heild er stórgóð, en það sem frekast má að henni finna er helst til hávært undirspil hljómsveitarinnar á köfluni, með þeim afleiðingum að hún yfirgnæfir sönginn. Leikmyndin er hin sama all- an tímann. Hún virkar kulda- leg og fráhrindandi, en stórgóð lýsing Viðars Garðarssonar gæðir hana á tímum hlýju og mýkt, samspil leikmyndar og ljósa undirstrikar því vel þær miklu sveiflur sem einkenndu líf Piaf. Hvort heldur er á sviði lífsgæða, lífsmáta ellegar skaplyndis. Söngleikurinn Edith Piaf er í senn sambland af kómik, dramatík og tragik, sem í sam- einingu skapa ljúfa spennu og stemmningu. Áhorfendurvoru vel með á nótunum, og í lok sýningar voru leikarar ákaft hylltir. Hér er á ferðinni enn ein rós í hnappagat Leikfélags Akureyrar, og örugglega ekki sú síðasta. Haildór Ingi.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.