NT - 18.03.1985, Page 13
iW Mánudagur 18. márs 1985 13
ulí Útlönd
Briissel:
50.000 mótmæla
kjarnorkueldflaugum
Briissel-Reuter
■ Kjarnorkueldflaugaand-
stæðingar efndu til mótmæla-
göngu í miðborg Briissel í gær
og hvöttu þing Belga til að kasta
út ríkisstjórninni fyrir að hafa
ákveðið að staðsetja bandarísk-
ar kjarnorkueldflaugar í iand-
Aðstandendur aðgerðarinnar
sögðu að 50.000 manns hafi
tekið þátt í mótmælunum.
Karel Van Miert leiðtogi
stjórnarandstöðunnar sagði að
ríkisstjórnin hafi sýnt þinginu
óvirðingu með því að hafa ekki
tilkynnt ákvörðunina fyrr en
16 kjarnorkueldflauganna voru
þegar á leið til landsins.
Forsætisráðherrann 'Wilfrid
Martens sagði í sjónvarpsviðtali
að stjórnin ein hefði rétt til að
taka ákvarðanir unt öryggismál
og varnarmál, þingið hefði hins
vegar rétt til að hafna ákvörðun-
um ríkisstjórnarinnar.
Vantraust á ríkisstjórnina
verður tekið fyrir á þinginu nú í
vikunni.
Stefna USA í Mið-Ameríku ógnar NATO
Washinglon-Reuler
■ Ágreiningur milli Banda-
ríkjamanna og V-Evrópu-
manna um málefni Mið-Ame-
ríku ógna NATO sögðu evr-
ópskir og bandarískir sérfræð-
ingar í skýrslu sem var opinber-
uð um helgina.
Spænski utanríkisráðherr-
ann, Fernardo Moran sagði að
ef Bandaríkjamenn hefðu bein
hernaðarleg afskipti af málefn-
um Mið-Ameríku, til að
stemma stigu við meintri sókn
kommúnisma í þessum heims-
hluta, þá myndu þeir grafa und-
an áframhaldandi veru Spán-
verja og fleiri landa í Norður
Atlantshafsbandalaginu.
íhaldsmaðurinn Irving Kris-
tol hjá Stofnun amerísks einka-
framtaks sagði í skýrslunni að
afleiðingarnar gætu orðið mun
alvarlegri, því ef bandamenn
Bandaríkjamanna myndu ekki
af heilum hug styðja stefnu
þeirra, þá myndu Bandaríkja-
menn endurskoða afstöðu sína
til varnar V-Evrópu; banda-
menn þeirra hefðu skyldur
gagnvart vörnum Ameríku rétt
Heimskautaheræfingar Nato:
Hlýindi valda
Osló-Reuler
Skipuleggjendur sex daga
heimskautaheræfinga Nato í
Norður Noregi hafa lýst yfir
vonbrigðum sínum vegna
óvenjumikilla hlýinda þar sem
heræfingar fara fram.
Tíu þúsund hermenn frá
Bandríkjunum, Bretlandi,
Hollandi og Noregi taka þátt í
æfingunum sem ætlað er að
þjálfa hermenn bandalagsins í
'eimskautahernaði í norður-
héruðum Noregs nálægt so-
vésku landamærunum þar sem
kuldinn verður stundum 50
gráður á celsíus undir frost-
marki.
Á þessum slóðum er nú vor;
veður og ekki einu sinni frost a
daginn. Norski hershöfðinginn
Cato Gravdahl sagði við frétta-
menn að þeir hefðu miklu frekar
kosið nístingskulda og fann-
fergi.
Danmörk:
Danskir kratar hyggjast
skipta á varaformanni
Guðrún Ögmundsdóttir, fréttarítarí
NT Kaupmannahöfn.
■ Póiitískur talsmaður só-
síaldemókrata á danska
þinginu, Sven Auken er tal-
inn öruggur um að fá vara-
formannsembætti flokksins
þegar Knud Heinesen fer frá.
Knud Heinesen hefur á-
kveðið að draga sig út úr allri
pólitík eftir að ákveðið var
að hann yrði ráðinn í stöðu
flugvallarstjóra á Kastrup.
Anker Jörgensen sagði í
viðtali að mikil eftirsjá væri
af Heinesen, þeir hefðu unn-
ið mikið saman öll þau ár
sem sósíaldemókratar hafi
setið í ríkisstjórn.
Anker Jörgensen gaf ekki
ákveðið svar við því hvort
Sven Auken tæki við sem
varaformaður flokksins og í
sama streng tók Auken.
Bíkínibúar fá
að snúa heim
Washington-Reuter
■ Eyjaskeggjar á Kyrra-
hafseyjunni Bíkíni, þar sem
Bandaríkjamenn fram-
kvæmdu 23 kjarnorkutil-
raunir á árunum 1946 til
1958, hafa nú loksins fengið
loforð fyrir því að geislavirk
jarðvegslög verði fjarlægð
svo að þeir geti snúið aftur
heim eftir áratuga fjarveru.
Bíkinibúar eru nú 1.200
talsins. Þeir voru fluttir frá
eyjunni þegar Bandaríkja-
menn hófu tilraunirnar og
seint á sjöunda áratugunum
fluttist hluti þeirra aftur til
Bíkíni. En gróður á eyjunni
og matjurtir, sem þeir rækt-
uðu voru ennþá geislavirkar,
og árið 1978 voru þeir aftur
fluttir burt frá eyjunni.
Bandaríkjastjórn hefur nú
eftir mikið málavafstur fallist
á að standa straum af kostn-
aði við að skipta um hluta
jarðvegsins á eyjunni og
rækta hana upp. Kostnaður
við þetta er áætlaður um 50
milljónir dollara. íbúarnir
ættu svo að geta snúið aftur
heim til fyrri heimkynna eftir
um það bil tíu ár.
Bíkiníbúar hafa einnig
krafist skaðabóta vegna þess-
ara flutninga og vegna
skemmda á eyjunni þar sem
fyrsta vetnissprengja heims
var sprengd árið 1954.
Brasilía:
Kólombía:
Skæruliðar stefna
á 36000 manna her
Bandaríkjamenn hafa
gagnvart vörnum V-
eins og
skyldur
Evrópu.
, Sérfræðingar um málefni
Bandaríkjanna, Mið-Ameríku
og Evrópu tóku þátt í þessari
rannsókn á stefnu Bandaríkja-
manna í Mið-Ameríku og áhrif-
um hennar á samstarf vestrænna
ríkja.
Kristol sagði að Bandaríkja-
•menn hafi tekið upp ósveigjan-
lega þjóðernisstefnu og hefðu
nú minna umburðarlyndi gagn-
vart bandamönnum sínum sent
gagnrýna stefnu þeirra.
Stefna Reagans í málefnum
Mið-Ameríku gæti grafið undan
veru Spánar og fleiri ríkja í
NATO. Bandaríkjamenn hafa
tekið upp einhliða þjóðernis-
stefnu og hafa nú minna um-
burðarlyndi gagnvart gagnrýnis-
röddum meðal bandamanna
sinná í NATO.
Bogota, Kólombíu-Rcuter
■ Vinstrisinnaðir skærulið-
ar eru að safna saman lið-
styrk og hafa áætlanir um að
mynda 36000 manna her
þrátt fyrir að þeir hafi undir-
ritað vopnahléssamning að
sögn liðhlaupa úr liði skæru-
liða.
Luis Alberto Rodriguez,
liðhlaupi úr Byltingarher
Kólombíu (FARC) sagði í
útvarpsviðtali í vikunni að
skæruliðar hygðust berjast á
60 vígstöðvum víðs vegar unt
landið með 600 manns á
hverri þeirra. Markntið
þeirra sé að stofna óháð
lýðveldi 1988.
Rodriguez sem áður var
liðsforingi á 11 vígstöðvum
FARC var handsamaður af
stjórnarhernum fyrir hálfum
mánuði. Hann sagði að
skæruliðar hefðu notað
vopnahléð sem hófst fyrir ári
síðan til undirbúnings nýrrar
vopnaðrar baráttu.
FARC hefur lýst því yfir
að Byltingarherinn muni
bjóða fram í þingkosningun-
um sem fram fara á næsta ári.
Scndiráðsmenn og stjórn-
arandstæðingar segja að
samningaviðræður við tvenn
önnur skæruliöasamtök hafi
farið út um þúfur og óhjá-
kvæmilegt sé að skæruhern-
aður muni magnast að nýju.
Kína:
meginlandið stóreykst
■ Pótt þjóðernissinnastjórnin
á Taiwan Sanni enn að nafninu
til öll viðskipti við Kínverja á
meginlandinu þar sem komm-
únistar ráða ríkjum er umfang
þessara viðskipta nú orðið svo
mikið að það fer að verða erfitt
fyrir yfirvöld á Taiwan að stöðva
þau.
Meirihluti viðskiptanna milli
meginlands Kína og Taiwans
fer í gegnum Hongkong. Sam-
kvæmt upplýsingum Hongkong-
tímaritsins Hong Kong Econ-
• omic Journal nam innflutningur
Kínverja á meginlandinu á vör-
um frá Taiwan í gegnum Hong-
kong 3,327 milljörðum hong-
kongdollara árið 1984 (um 17
milljarðar ísl. kr.) sem er hvorki
meira né minna en 171% aukn-
ing frá því árið 1983.
Innflutningur Taiwanbúa á
vörum frá meginlandinu um
Hongkong jókst einnig mikið á
seinasta ári. Samkvæmt sömu
heimildum var verðmæti hans
999 milljónir hongkongdollara
á seinasta ári (um 5,3 milljarðar
ísl. kr.) sem er 43% aukning.
Taiwanbúar flytja fyrst og
fremst hráefni og ýmiss konar
matvæli inn frá meginlandinu
en Kínverjar á meginlandinu
flytja inn alls konar iðnvarning
og neysluvörur frá Taiwan.
Samkvæmt kínverskum tolla-
lögum þarf ekki að greiða inn-
flutningstoll af vörum sem koma
frá Taiwan þar sem slíkt sé ekki
raunverulegur innflutningur
heldur flutningur á milli svæða
inni í Kína.
Uppsagnirí
stáliðnaði
Brussel-Reuter
■ Störfum hélt áfram að
fækka í evrópskum stáliðnaði á
seinasta ári. Samkvæmt upplýs-
ingum stjórnarnefndar Efna-
hagsbandalags Evrópu misstu
32.900 verkamenn í stáliðnaði
vinnuna í löndum bandalagsins
í fyrra.
Flestar uppsagnir í
Vestur-Þýskalandi þar sem
11.500 stáliðnaðarverkamenn
misstu atvinnuna og á Ítalíu þar
sem 11.400 var sagt upp störfum.
Störfum í stáliðnaði í EBE-
ríkjunum hefur fækkað úr
670.000 í 446.300 frá því fyrir
fimm árum.
Botnlangi forsetans hindraði
ekki endurreisn lýðveldisins
Brasilía-Reuter.
■ Fyrsti borgaralegi forsetinn
í Brasilíu í tvó áratugi, Tancre-
do Neves, fékk svo heiftarlegt
botnlangakast í fyrradag að
Kínverskur maís
til Suður-Afríku
Jóhannesarborg-Reuter.
■ Háttsettur embættismaður í
Suður-Afríku hefur upplýst að
Suður-Afrikumenn séu byrjaðir
að flytja inn kínverskan maís.
Hennie Nel, forstjóri maís-
nefndar Suður-Afríku, segir að
20.000 tonn af kínverskum maís
hafi komið fyrir skömmu til
landsins og Suður-Afríkumenn
hyggi á frekari innflutning á
maís frá Kína sem sé bæði
ódýrari og betri en sá maís sem
þeir hafi hingað til flutt inn frá
Bandaríkjunum.
Kaup og flutningar á maísn-
um ganga í gegnum þriðja aðila
þar sem Kínverjar hafa ekki
opinber verslunartengsl við
Suður-Afríku. En Henne Nel
sagðist telja að kínverskum yfir-
völdum væri fullljóst hvert ma-
ísinn hefði farið.
hann gat ekki tekið formlega
við embætti sínu í gær eins og
ráð hafði verið fyrir gert. Vara-
forsetinn, Jose Sarney, vann
embættiseiðinn í staðinn og
mun fara með embætti forseta
þar til Neves hefur náð sér eftir
botnlangauppskurðinn.
Læknar segja að Neves verði
búinn að ná sér fullkomlega
eftir um það bil tvær vikur og
geti þá sinnt öllum embættis-
störfum sínum. Neves, sem er
75 ára var forsætisráðherra í
stjórninni sem herinn í Brasilíu
steypti árið 1964.
Neves var kosinn til sex ára í
óbeinum kosningum samkvæmt
reglum sem herstjórnin setti.
Hann hefur heitið því að segja
af sér eftir fjögur ár og efna þá
til nýrra forsetakosninga með
beinum kosningum almennings.
Guatemala:
Verkalýðs-
leiðtogi
myrtur
Guatemala-Reuter
■ Sundurskotið lík
verkalýðsleiðto_ga, sem
hvarf 17. febrúar, fannst í
útjaðri höfuðborgar Gu-
atemala fyrr í þessari viku.
Verkalýðsleiðtoginn,
sem hét Aurelio Cotao
Melgar, starfaði við gler-
verksmiðju í Guatemala
þar sem hann var fulltrúi
verkalýðsfélagsins.
Morð á verkalýðs-
leiðtogum og stúdenta-
leiðtogum eru algeng í
Guatemala. Mörg þúsund
manns hafa verið myrt á
síðustu tuttugu árum í
átökum herstjórnarinnar
við vinstrisinnaða skæru-
liða og aðra stjórnarand-
stæðinga.