NT


NT - 18.03.1985, Side 22

NT - 18.03.1985, Side 22
Mánudagur 18. mars 1985 22 íþróttir Þýskaland: Heppnin var ekki með og Stuttgart tapaði - Bayern heldur því enn efsta sætinu ■ Sören Lerby átti snilldarleik meö Bayern ásamt Lothar Mathcus og þeir öðrum fremur tryggöu sigurinn á Stuttgart. Holland: Feyenoord vann Frá Keyni l'ór Finnbogasyni, fréltaritara NT í llollandi. ■ Frá upphafi leiks Haarlein og Feyenoord var Feyenoord sterkara liöið. Houtmam skor- aði fyrsta mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf frá Taha- mata og hann bætti öðru marki við á 33. mín. í upphafí síðari hálfleiks skoraði Houtmam sitt þriðja mark og Feyenoord var óheppið að skora ekki fleiri nrörk því vörn Haarlem var nijög opin. Velkaik minnkaði muninn í l-3 og á síðustu mín- útu leiksins bætti Rumderkamp enn stöðu Haarlem. 2-3. Dóm- arinn bætti nokkrum mínútum við vegna meiðsla leikmanna og tafa og voru það mest spennandi mínútur leiksins. Haarlem lagði allt í sóknina og var meira að scgja markvörður liðsins kom- inn inn á vallarhelming Feyen- oord. Ajax-AZ’67 4-2 Gasselich gerði eina mark fyrri hálfleiks, 1-0 fyrir Ajax, en eftir leikhlé lifnaði yfir leiknum. Haus gerði svo sjálfsmark, kom Ajax í 2-0 en stuttu síðar minnk- aði Tol muninn. Schoenaker jók muninn aftur í 3-1, en áður hafði Gasselich misnotað víta- spyrnu. Lokamínúturnar gerðu svo liðin sitt hvort markið. Lokhoff skoraði sigurmark PSV gegn Roda, en önnur úrslit urðu þessi: Staða efstu liða. Ajax 21 17 3 1 6Ó-24 37 PSV 21 13 8 0 55-20 34 Feyenoord 19 13 3 3 56-29 29 Groningen 21 11 5 5 37-21 27 Sparta 21 8 6 7 31-40 22 Nac Breda-Volendam ............. 1-0 PSV Roda-JC .................... 1-0 PEC Zwolle- Utrecht............. 0-2 Twente-Groningen ............... 1-2 Sparta-DEN Bosch................ 2-1 Excelsior-Sittard .............. 1-1 Ajax-AZ'67 ..................... 4-2 Haarlem-Feyenoord .............. 2-3 Frá Guðmundi Karlssyni fréttainanni NT í V-Þýskalandi: ■ 23. leikdagur Búndeslígunn- ar var leikinn nú um helgina. Leikirnir urðu 8 og alls voru skoruð í þeim 26 mörk. Karl-Heinz Rummenigge get- ur verið ánægður með úrslit í tveimur leikjum, Bayern Munc- hen með Michael litla bróður innanborðs vann og hélt þar með efsta sætinu í deildinni og Köln sem mætir Karl-Heinz og félögum í Mílanó á miðvikudag- inn í UEFA-keppninni, tapaði fjórða leik sínum í röð. Bayern-Stuttgart 3-2. Ásgeir Sigurvinsson gat ekki leikið með þrátt fyrir góðar vonir og bata að undanförnu. Hann varð fyrir því óláni að meiðast í hné í æfingaleik í vikunni. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru. En leikur- inn var skemmtilegur frá upp- hafi til enda fyrir 44.000 áhorf- endur. Stuttgart átti fyrstu færin en Pfaff varði vel, meðal annars þrumuskot frá Allgöwer. Bayern pressaði stíft en Stutt- gart átti skyndisóknir. Á 41. mínútu brunaði Kemþe upp kantinn og gaf fyrir markið. Þar var Olicher á réttum stað og skallaði inn, 1-0 fyrir Stuttgart. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik byrj- uðu leikmenn Stuttgart með látum og á 46. mín. skoraði Allgöwer með góðu skoti eftir sendingu frá Olicher og Stutt- gart komið í 2-0. En Lerby og Matheus drifu Bayern áfram og á 53. mín. gaf Rummenigge fyrir og Lerby skoraði með þrumuskoti, 2-1. Níu mínútum seinna lék Klinsmann á Augent- ahler en Pfaff náði að verja, heppnir Bæjarar. Mathy jafn- aði á 73. mínútu með skalla eftir sendingu frá Matheus. Aðeins þremur mínútum seinna felldi Scháfer Kögel klaufalega innan teigs og Matheus skoraði örugg- lega úr vítinu. Fleiri urðu mörkin ekki en leikdagurinn var spennandi til loka. Úrdingen-Mannhcim ... 2-2 Lárus og félagar urðu að sætta sig við jafntefli gegn mikl- um varnarmúr Mannheim. Strax á 3. m ínútu skoraði Sch- áfer eftir sendingu frá Funkel. Úrdingen átti mýgrút af færum fyrir hlé en tókst ekki að nýta þau . Mannheim átti hinsvegar ekkert færi þá. Leikmenn Úrdi- ngen komu ákveðnir til leiks eftir hlé og ætluðu sér annað mark. Það fór hins vegar á annan veg, er Schön brunaði upp kantinn og gaf á Scbeck sem skoraði af stuttu færi og jafnaði 1-1. Úrdingen náði aftur foryst- unni með marki Herget á 65. mínútu, þrumuskot undir þversláaf25metrafæri. Þjálfari Mannheim skipti tveimur varn- armönnum útáf og setti tvo sóknarmenn inná í staðinn. Þetta varð til þess að Búhrer skoraði og jafnaði 2-2. Lárus átti góðan leik, varðist vel en skapaði sér ekki afger- andi færi, fékk 3 í einkunn. Bremen-Dússeldorf 2-1: Atli og félagar hefðu átt að geta náð sér í stig gegn slöku liði Bremen. En Bremen skoraði strax á 3. mínútu og voru þeir hættulegri framanaf í nokkuð jöfnum leik. Á 32. mínútu gaf Reinders fyrir úr auka- spyrnu og Petza skallaði í netið. Þetta mark fer alfarið á reikning markmannsins. Atli var drif- fjöðrfn í leik Dússeldorf á miðj- unni. Á 61. mínútu skaut Bom- mer og Thiele náði frákastinu og minnkaði muninn í 2-1. Atli átti ágætan leik, fékk 3 og 4 í einkunn í blöðunum. Bielefeld-Frankfurt .... 2-2 Kneib, markvörður Bielefeld bjargaði stigi fyrir sitt lið er hann skoraði út vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Fyrra mark Bielefeld gerði Kúhlhorn. Mörk Frankfurt gerðu Shivers og Múller. ■ Karl Allgöwer skoraöi. Dortmund-Köln ..........2-0 Þriðji leikur Kölnarbúa án „ratiða" Littbarskis, og þriðja tapið. Fyrir Dortmund skoruðu Zore og Radycanu. Leverkausen-Bochum ... 1-1 Bum Kun Cha skoraði fyrir Leverkusen, og Fischer fyrir Bochum. Fischer hefur nú skor- að 12 mörk í deildinni. Karlsruher-Gladbach 0-1. Borocka skoraði eina rnark leiksins eftir gott þríhyrnings- spil við Rahn. Braunschweig-Schalke . . 4-2 Fyrir Braunschweig skoruðu Lucks tvö, Worm og Hinterm- ayer eitt hvor. Mark Hinterm- ayers var 700. mark Búndes- lígunnar frá upphfi. Fyrir Schalke skoruðu Ton og Taú- ber, sem nú hefur gert 15 mörk í deildinni. Stadan: Bayern 23 14 5 4 52-32 33 Bremen 22 11 8 3 62-36 30 Gladbach 21 10 6 5 51-35 26 Úrdingen 22 11 4 7 44-32 26 Köln . 22 11 2 9 44-40 24 Mannheim .... . 22 9 6 7 34-37 24 Bochum 22 7 9 6 33-30 23 Stuttgart 23 10 3 10 59-39 23 Frankfurt 23 8 7 8 47-48 23 Hamborg 20 7 8 5 34-31 22 Schalke 22 9 6 8 43-46 22 Kaiserslautern . 21 6 9 6 27-32 21 Leverkusen ... . . 23 6 8 9 36-39 20 Diisseldorf . . . . 22 6 6 10 37-42 18 Bielefeld . 23 3 11 9 26-44 17 Braunschwieg . 22 7 2 13 30-49 16 Dortmund 21 6 2 13 26-45 14 Karlsruhen .... 22 3 8 11 29-57 14_ Siggi Sveins með níu mörk - gegn Gummersbach - Atli átti góðan leik og skoraði fjögur Belgía: Anderlecht marði sigur Frá Reyni l»ór Finnbogasyni, fréttaritara NT í Hollandi. ■ Anderlecht tókst að merja sigur gegn Waterschei í belgísku I. deildinni í gær. Danski lands- liðsmaðurinn Frank Arnesen gerði eina markið í síðari hálf- leik, en í þeim fyrri misnotaði Waterschei vítaspyrnu. Beerschot-Liege ............3-1 Á 21 mínútu tókst Claudio de Oliveira að ná forystunni fyrir heimaliðið og Beerschot komst svo í 3-0 í síðari hálfleik, áður en Liege komst á blað. Ver- voord gerði annað markið og Claudio hið þriðja, beint úr aukaspyrnu. Lipka náði að laga stöðuna fyrir leikslok. Leik- menn Liege virkuðu þreyttir eftir hinn erfiða bikarleik gegn Anderlecht á dögunum. Önnur úrslit urðu sem hér segir: Lokeren-Ghent .................. 0-0 Mechelen-St.Niklaas .......... 3-1 Waregem-Club Bruges ............ 1-1 Cercle Bruges-Antwerp .......... 0-2 Beveren-Kortrijk ............... 5-0 Standard Liege-Seraing.......... 1-0 Lierse-Racing Jet............... 1-1 Staða efscu liða: Anderlecht...... 23 18 5 0 70 17 41 Waregem..........23 15 4 4 51 27 34 FC Liege..........23 12 7 4 43 23 31 Club Bruges .....23 11 8 4 39 29 30 Beveren...........23 11 6 6 42 18 28 Frá Guðmundi Karlssyni fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ „Þetta var alger klaufaskap- ur, að ná ekki að halda fengnum hlut,“ sagði Sigurður Sveinsson í samtali við NT eftir að lið hans, Lemgo, haíði tapað naumlega fyrir Gummersbach í. fyrstu deildinni hér í handknatt- leik, eftir að hafa verið yfir nær allan leikinn. Atli Hilmarsson átti góðan leik með Bergkamen sem tapaði 16-18, og Alfreð Gíslason og félagar í Essen sigruðu. Lemgo, með Sigurð Sveins- son í fararbroddi tapaði vægast sagt klaufalega gegn hinu sterka liði Gummresbach. Eftir frábær- an leik í fyrri hálfleik var Lemgo 4 mörkum yfir, 8-12 í hálfleik. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og með stórleik Sigurðar var Lemgo 17-13 yfir og 12 nrínútur voru eftir. Gum- mersbach hóf þá að saxa á forskotið, og fimm mínútum fyrir leikslok skildi aðeins eitt mark, 19-20 Lemgo í hag. Gum- mersbach var einum færri, Lemgo brenndi af í hraðaupp- hlaupi, Gummersbach missti boltann og Lemgo brenndi aftur af úr hraðaupphlaupi. Gum- mesbach náði að jafna leikinn og komast yfir 23-22 einni mín- útu fyrir leikslok. Fimmtán sek- úndum fyrir leikslok brenndi hornamaður Lemgo svo af og Gummersbach náði að skora úr hraðaupphlaupi. EM 1988 í V-Þýskalandi: Akvörðunin ekki pólitísk ■ Jacques Georges, forseti UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, sagði á föstudag, að sú ákvörðun UEFA að setja úr- slitakeppni Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu niður í V-Þýskalandi væri algerlega ópólitísk og algerlega byggð á íþróttalegum sjónarmiðum. Eins og NT skýrði frá fyrir helgina, tók framkvæmdanefnd UEFA þá ákvörðun að úrslita- keppnin skyldi fara fram í V- Þýskalandi, þó ekki í V-Berlín. Vitað var að ef leikið yrði í Berlín, myndi það kosta póli- tisk vandræði, þar sem Austur- Evrópulöndin viðurkenna ekki V-Berlín sem hluta af V- Þýskalandi. Með þessu fororði tók UEFA V-Þýskaland fram yfír England, sem búið var að lýsa yfir að væri næstbesti kosturinn. Talsmaður v-þýska knatt- spyrnusambandsins, DSB, og meðlimur framkvæmdanefndar UEFA, I;gidius Braun sagðist tclja að aðalástæðan fyrir því að England varð ekki fyrir valinu væri sú að þar væru sífelld vandræði vegna áhorfenda. Braun sagði að sér þætti þetta leitt með Berlín, og það væri viðbúið, að Þjóðverjar yrðu ;kki ánægðir með það skilyrði að ekki mætti leika þar. „En menn komast áreiðanlega að þeirri niðurstöðu að betra sé að fá keppnina og leika ekki í Berlín, en að fá keppnina alls ekki,“ sagði Braun. Sigurður Sveinsson átti stór- leik, skoraði 9 mörk, þar af 2 víti. Gummersbach er nú efst í deildinni, þar sem Kiel lék ekki um helgina. Atli Hilmarsson og félagar í Bergkamen töpuðu á útivelli gegn Grosswallstadt með tveim- ur mörkum, 16-18. Bergkamen hélt í Grossvallstadt þar til staðan var 7-7. Þá fékk Schwalb besti maður Gross- wallstadt rautt spjald. Atli og félagar áttu að hagnast á þessu, en gerðu ekki. Grosswallstadt skoraði næstu fjögur mörk og hafði yfir 11-7 í hálfleik. Berg- kamen náði að minnka muninn í tvö mörk, en nær komust þeir ekki. Atli átti góðan leik, skor- aði fjögur mörk og virðist nú á mikilli uppleið. Önnur úrslit: Húttenberg-Hofweier . . 20-20 Dankersen-Dússeldorf . 18-15 Marsenheim-Essen .... 16-22 Ekki náðist í Alfreð Gísla- son, en fréttamaður NT sá í sjónvarpinu hér að Alfreð byrj- aði vel, skoraði tvö af fyrstu þremur mörkunum. Þýskaland: Dregið í bikarnum - Allofs vann bara á hestinn Frá Guðmundi Karlssvni fnitumanni NT í V-Þýskalandi: ■ Dregið var í v-þýsku bikarkeppninni í knatt- spyrnu í gær og drógust þessi lið saman: Saarbruchen-Úrdingen, Leverkusen/Bayern- Gladbach. Ekki er hægt að segja annað en að Lárus og félag- ar hafi dottið í lukkupott- inn að fá eina liðið sem eftir er í keppninni sem ekki leikur í fyrstu deild. En allt getur gerst í bikar- keppni, og taka verður tillit til að leikurinn er á úti- velli.... ....Klaus Allofs knatt- spyrnumaður frá Kaisers- lautern gat nú um helgina fagnað sigri í fyrsta sinn í langan tíma. Veðhlaupa- hestur í eigu hans vann 6 þúsund mörk í verðlaun í hestaveðhlaupi hér um helgina.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.