NT - 31.03.1985, Blaðsíða 8
kólinn
Sunnudagur 31. mars 1985 8
tekinn á beinid
ings að hægt sé að komast til einhverra
áhrifa í þjóðfélaginu og hljóta skemmti-
leg og vel launuð störf. Lengd skóla-
göngu er því orðin viðmiðun um kaup og
kjör um allt samfélagið, - því fleiri ár í
skóla, því hærra kaups er krafist fyrir
starfið, Allar starfsstéttir eru því í því að
setja fram kröfur um lengri og lengri
skólagöngu.
Þannig er hægt að lyfta sjálfum sér í
launum og gera öðrum það torsóttara að
koma á eftir, öðlast réttindi til að gegna)
þessu starfi. Skólarnir leggjast líka á
þessa sveif, taka undir þessar kröfur
vegna þess að haldi þróunin áfram
verður auðveldara fyrir þá að komast
upp á næstu hæð í kerfinu. Til dæmis
með því að gera stúdentspróf að inn-
tökuskilyrði, eins og við vitum dæmi um
hjá fjölda framhaldsskóla og starfs-
menntaskóla. Nú, sumum tekst aðskáka
sér upp á háskólastig, eins og við liöfum
líka dæmi um hér á landi. Það sorglega
við þetta er þó ef til vill ekki sú sóun á
tíma og kröftum og peningum sem þessu
fylgir, hcldur sú niðurlæging- alþýðu-
menningar og almcnnra verkmennta
sem fylgir auknu veldi skólans og einok-
un starfsstétta á störfum og skólans á
prófum sem þarf til að gcgna þeim.
Almenningur er farinn að spyrja sér-
fræðinga um hluti sem hann hcfur alltaf
vitað og getað og það sem verra er, -
krefjast að fá námskeið í því sem hann
kann til hlítar. Það liggja til dæmisfyrir
þingsályktunartillögur og samþykktir frá
Alþýðusambandsþingi sem bera þess
vott að alþýða manna er farin að líta á
það scm sjálfsagðan hlut að sækja vit sitt
og kunnáttu á námskeið í skóla og ætla
að nota það í baráttu fyrir hærra kaupi,
í stað þess að krefjast viðurkenningar á
rcynslu sinni og þekkingu og heimta gott
kaup fyrir. Láta tímasóun á skólabckk
ekki verða keppikefli sitt.
Nú liggur meira að segja fyrir Alþingi
frumvarp um að krefjast réttinda til þcss
að mega hefja búskap í sveit. Það á víst
að senda skólaskírteinin til svonefndrar
úthlutunarnefndar búrekstrarleyfa. Þá
spyr maður hver sé orðin reisn íslenskrar
bændastéttar? Trúir hún því ckki lengur
aö hægt sé að flytja reynslu og þekkingu
milli kynslóðanna án milligöngu?"
En eitthvuð læra þó nemcndur sem
gildi liefur. Einhverja menntun iná
sækja til skólans?
„Jú. það viðurkenndi ég reyndar áðan.
Sannleikurinn er sá að það er mjög erfitt
að meta kosti og galla skóla og skóla-
starfs. Viö vitum það að sum börn koma
niðurbrotin úr skyldunámi og geta ckki
hugsað sér að halda áfram framhalds-
námi, þrátt fyrir alla hvatninguna frá
samfélaginu sem við vorum að tala um.
Önnur læra heilmikið - utan skóla og
innan.
En ef menn kynna sér árangurinn af
skólastarfinu, eins og hann birtist t.d. í
niðurstöðum samræmdra prófa, sem
haldin cru við lok grunnskóla, þá verða
Kennslustundin er grunnviðmiðun þegar
verið er að reikna út laun kennara og þar
með er skólastarfið bundið í þetta form."
Fá kennarar þá engu um þokaö?
„Mér virðist satt að segja ekki mikill
áhugi á því. Þessi kennslustundaviðmið-
un virðist vera ríkjandi í hugum manna
og mér finnst það satt að segja dapurlegt
að það skyldi á sínum tíma hafa orðið
atriði í kjarasamningum að kennslu-
stundin yrði stytt úr 45 mínútum niður í
40 mínútur í grunnskóla, en þetta þýðir
oft að kannski gerist eitthvað samfellt í
30 mínútur eða svo.
Þessa skiptingu í þessar smáu einingar
getum við líka skoðað í samhengi við
árlegan skólatíma. Það eru ekki ýkja-
margir dagar sem boðin er kennsla í
skólum landsins. í grunnskólunum er
kennsla boðin 125-145 daga á ári. Fram-
haldsskólunum er skipt í tvær annir og
er hvor 13 vikur, þ.e. að kennsla er
boðin í 26 vikur af 52. Enn minni
kennsla er boðin í Háskólanum. Kennsl-
an sjálf stendur semsé ekki lengur, en í
henni er erfiði kennarans fólgið. Svo
taka við prófin, en það er tími þar sem
kennarinn ræður vinnuhraða og tökum
og krefst ekki þeirra samskipta og
áreynslu sem kennslunni fylgir.
Nú. en þótt kennslan standi svona
stutt ár hvert, þá eru kennarar, eins og
alþjóð hefur orðið vör við, afar óánægðir
með sitt hlutskipti og virðast mjög horfa
til þess að yfirgefa starfsvettvang sinn.
Hvað ber þetta vott um? Það hlýtur að
bera vott um að ekki sé allt með felldu í
þessum stofnunum og að það sé þörf á
að reyna að skipuleggja starfið með
öðrum hætti og prófa sig áfram með
vænlegri og þroskavænlegri viðfangs-
efni. Kennarar, jafn vansælir og þjóðin
hefur heyrt um í vetur þeir eru náttúrlega
manna líklegastir til að taka á þessu af
alvöru í því augnamiði að gera vinnustað
sinn skemmtilegri og áhugaverðari."
Nú mundu lesendur vilja vita, Hörður,
hvort eitthvaö geti komið í staðinn fyrir
skólann.
„Skólinn er einhver sú grunnmúrað-
asta stofnun sem í samfélaginu finnst og
sú hugmynd að afnema skólann og koma
á einhverju öðru kerfi til þess að gegna
því hlutverki, sem fólk heldur að skólinn
gegni, það er náttúrlega ekkert smámál
og ekki til umræðu né á dagskrá í landi
voru. En ég tel að ýmislegt sé hægt að
gera til að hamla á móti þeirri óheilla-
vænlegu þróun sem við vorum að tala
um, þar sem eru innantómar og ástæðu-
lausar kröfur um langa skólagöngu og
þar sem ábyrgð, reynsla og færni ein-
staklingsins, sem hann hefur aflað sér á
M Hörður Bergmann: „Hvort sífellt lengri og almennari skólaganga skilar sér sro í efnahagslegum framförum er mjög
á huldu. (NT-mynd: Arí)
■ Á þriðjudaginn kemur ætla fjöl-
margir starfsmenn NT að hætta að
reykja. Að undanförnu hafa daglega
birst greinar á lesendasíðu, þar sem
farið hefur verið í gegnum helstu
undir búningsatriði. Við höfum nú
þegar upplýsingar um það að fjöl-
margir lesenda blaðsins ætla að vera
með og láta síðustu skítarettuna á
mánudagskvöldið verða þá síðustu.
Á undanförnum árum hefur
Krabbameinsfélag Reykjavíkur unn-
ið mikið og gott starf varðandi varnir
gegn reykingum. Starfsmenn Krabba-
meinsfélagsins hafa aðstoðað blaðið
við undirbúning þessa átaks.
Einn þeirra er Ásgeir R. Helgason
sálfræðinemi, en hann er leiðbeinandi
á námskeiðum, sem haldin eru á
vegum félagsins fyrir fólk sem vill
losna við tóbakstútturnar já eða súran
pípustertinn.
Við spurðum Ásgeir hvort að þetta
væri nú ekki einum of mikið að vera
að gera svona mikið veður út af öðru
eins og þessu. „Er nokkuð annað en
að hætta ef fólk hefur svona voðalega
miklar áhyggjur út af reykingum?"
Ásgeir horfði fullurumburðarlynd-
is á blm. Helgarblaðsins drepa með
gulum fingrunum í fertugasta naglan-
um þennan daginn.
„Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum reykja milli 70 og 80 þúsund
íslendingar og mikið af þessu fólki er
til í að losna undan oki tóbaksins.
Einn liður í starfsemi Krabbameins-
félagsins er að aðstoða fólk við að
hætta að reykja og við ætlum að byrja
með námskeið á þriðjudaginn. Þeir
sem vilja vera með geta einfaldlega
fylgst með leiðbeiningunum í NT
jafnóðum. Eins og lesendur hafa
vafalaust séð höfum við haft nokkurn
aðdraganda að þessu og birt leiðbein-
ingar um allan undirbúning á neyt-
endasíðunni."
„ En er þetta ekki alveg óþarfi. Ég
meina ef ég mundi hætta að reykja þá
mundi ég bara hætta." (Blm. er
kominn í uppnám og það er gert stutt
hlé á viðtalinu á meðan viðkomandi
jafnar sig eftir sogakennt hóstakast
sem endar í grænu. Ásgeir horfir á
M Ásgeir R.
Helgason, leiðbein-
andi á regum
Krabbameinsfélags
Reykjaríkur, að
störfum.
NT-mynd Ámi
menn hissa. Að mínu mati bera prófin
þess vott að síðustu tvö þrjú árin í
grunnskóla virðist um það bil þriðjungur
nemendanna afar lítið hafa lært. Við
þurfum ckki að taka sérstakt mark á
kvörtunum kennara sem taka við nem-
endum úr grunnskólum og svo í háskóla.
Þær eru alþekktar og scgja kannske ekki
mikiö annað en þaö að kcnnarar vilja'
helst hafa duglega og góða nemendur
sem taka við því sem verið er aö kenna.
En við höfum ekki samanburð, eins og
til dæmis hvort sá þriöjungur sem virðist
hafa lært talsvert í skóla mundi hafa
getað lært jafn mikið eða meira með
öðru móti. En við vituni að það er fjöldi
hugsjónamanna og dugnaðarmanna í
hópi kennara sem leggur sig í líma og við
höfum fengið ágætar, nýjar kcnnslubæk-
ur samdar af fólki sem hefur mikinn
metnað og hefur náð ágætum árangri við
samningu námsefnis. Þetta hefur allt sín
áhrif og gerir auðveldara aö ná árangri í
skólunum. En einhvern stórasannleik
eða heildarniðurstöðu er ekki hægt að
draga saman í fáum orðum."
En ráða kennarar þá nógu iniklu,
Hörður? Er það ef til vill einhvcr
opinber stýring sem hindrar árangur?
„Kennarar ráða ótvírætt heilmiklu,
einkum um aðferðirnar og gcta líka
ráðið miklu um viðfangsefnin, þótt að
vísu sé dreginn grófur rammi í náms-
skránum. En samhengi í því sem tekið
er fyrir, því geta kennararnir ráðið. Hins
vegar er skólinn íhaldssöm stofnun og
brcytist afar hægt. Þaö þykir ekki hlýða
að hann taki fyrir einhver brennandi og
mikilvæg viðfangsefni. Það má yfirleitt
ekki nota hann til þess að kanna eitthvaö
sem þörf er á að kanna í samfélaginu og
menn vita of lítið um. Þess í stað er
þarna verið að fást við eitthvað sem er
alþekkt, sem aðrir hafa uppgötvað og
þessu er skilað áfram endalaust í hring.
Það er t.d. harla fátítt að fengist sé við
það viðfangsefni sem við byrjuðum á að
ræða, hvort tengsl séu á milli efnahags-
legra framfara og aukinnar skólagöngu.
Ég tala nú ekki um það hvort það þurfi
aukinn hagvöxt til þess að lifa betra lífi,
svo við höldum okkur áfram við efna-
hagsmálin, og hvernig viö getum skil-
greint hugtök eins og betra líf. Eða hvort
það sé hægt að breyta skólastarfi."
Hvernig væri aö ræða það nokkru
nánar?
„Ég held að helsti annmarkinn á því
sé sjálft grunnskipulag skólans, það að
skipta tímunum í þessar 40 mínútna eða
45 mínútna einingar. Þetta þýðir það í
efri bekkjum grunnskóla og á efri skóla-
stigum að það kemur þarna einn sér-
fræðingurinn af öðrum til nemendanna
og vill fá þá til að skipta um viðfangsefni
á 40 mínútna fresti, sex til átta sinnum á
dag. Tekin eru fyrir óskyld viðfangsefni
og okkur má Ijóst vera hvernig okkur Iiði
á okkar vinnustað ef við þyrftum að
starfa við slíkar aðstæður.
Ég held að margt mundi horfa til bóta
ef það sem kallað er samþætting náms-
greina gæti aukist, það cr að segja ef
grcinar yrðu tengdar með því móti að
kafa í ákveðin viöfangsefni og þau
samstillt þannig að ákveðin grundvallar-
færni næðist. Þá á ég við lestur, skrift.
reikning, greina aðalatriði, og slíkt. En
reynslan virðist vera sú að það gangi ansi
hægt að þoka skólastarfi í þessa átt.
Hættum að reykja
meðNT
(líka í laumi)