NT - 31.03.1985, Blaðsíða 22

NT - 31.03.1985, Blaðsíða 22
Nú förum við og skjótum nokkra hesta. Þeir eru aftur komnir að girðingunni," kallar Art- hur til kúrcka sinna og gengur í átt að þyrlunni. Arthur er lítill og snaggara- legur maður, 45 ára. Hann er ráðs- maður á nautabúi í grennd Darwin í N-Ástralíu. Jörðin sem búið tilheyrir er á stærð við heila sýslu á íslandi. Á leiðinni út í þyrluna, en hana nota kúrekarnir til þess að fylgjast með hjörðum sínum úr lofti, útskýrir Arthur þessar ofsóknir á „hendur" villihestunum. „Þeir eru orðnir að plágu, sem kostar okkur stórfé. Þess- ar skepnur brjóta niður girðingarnar okkar" segir hann og hagræðir til- komumiklum kúrekahatti sínum." Þá komast villibuffalar í gegn um girð- ingarnar og stanga nautpeninginn og smita hann af berklum.“ Arthur klifrar ásamt flugmannin- um Allan upp í þyrluna, en blaða- maðurinn og Ijósmyndarinn fara á eftir í annarri þyrlu. Flogið er í austur yfir Mary River í átt að girðingunum. Fyrir neðan okkur tcygist gullrautt víðernið í síðdegissólinni. Hér eru ekki nema runnar og tré og stöku Sunnudagur 31. mars 1985 22 Villihestar þörf fyrir skepnurnar lengur var þeim blátt áfram hleypt út á sléttuna. í fyrri og síðari heimsstyrjöldinni voru hestar ræktaðir handa enska hernum í Indlandi og Ástralíu og voru þar á meðal glæsilegir arabiskir hestar. Einnig þessum stóðum var sleppt að stríðinu loknu. Á óbyggðri gresjunni fjölgaöi þeim fljótt og þeir skiptu senn hundruðum þúsunda. Flve margir þeir nú eru veit enginn. Heldur hestaslátrun en atvinnuleysi Árum saman hafa nautgriparækt- endur krafist þátttöku ríkisstjórnar- innar í útrýmingarherferð gegn vill- ihestunum. Annars segja þeir að heilbrigði nautgripastofnsins sé ógnað, því vegna skemmda á girðing- um sé ómögulegt að hindra berkla- sýkingar af völdum buffla. Nú hefur svæðisstjórnin í N-Queensland látið undan þessum þrýstingi og leyft þessi dráp. Ætlunin er að fella 40 þúsund skotnir H Hinn 23 ára gamli Joe Wilson skaut 22 hesta þennan daginn. Kjötið af þeim selur hann í dýrafóður vegslóðar. Þótt skuggarnir séu teknir að lengjast á jörðu niðri er hitinn í þyrluklefanum um 40 gráður. Þegar hefur verið flogið í hálftíma og við höfum komið auga á nokkrar naut- gripahjarðir og vörubíl með þrem vögnum aftan í sem er að flytja gripi í sláturhús. Villihesta er hvergi aðsjá. En skyndilega komum við auga á hóp sem í eru tíu, tólf, fimmtán hestar. Þeir eru á beit í rjóðri þar sem tré eru umhverfi, tré með feyskna stofna og skrælnaðar greinar. Hest- arnir styggjast við dyninn frá þyrlunni og taka á rás. Þeir hlaupa með flaksandi fax í langri einfaldri röð. Flugmaður blaðamannanna flýgur í sveig og reynir að láta hestana hlaupa til hægri út á gresjuna. En stóðið sveigir til vinstri. Nú er flogið rétt yfir trjatoppunum, rakleitt á eftir hestunum, sem eru ótrúlega fráir á fæti. En nú ber hina þyrluna að. Arthur hallar sér út um dyr þyrlunnar beint yfir stóðinu. Hann heldur á herriffli með kíki, sem er með 20 skota hleðslu. Til þess að bægja hestunum út frá skóglendinu lætur hann flug- mann sinn setja af stað „sírenu," sem byrjar að væla. Skelfingu lostnir þjóta hestarnir út á sléttuna. Hófarnir H Arthur mundar riffilinn i þyrlu- dyrunum og folinn fellur - rið þriðja skot. brýnnar: „Þetta er ekkert skemmti- starf, drcngur minn. Ég vildi heldur rækta hesta. En mitt hlutverk er að halda þeim 20 þúsund nautgripum sem hér eru heilbrigðum, því af þeim höfum við lífsviðurværið. En þið Evrópumenn skiljið ekki lögmálin sem gilda hér á gresjunni." Hundruð villtra hesta eru miskunnar- laust drepnir á gresjum Ástralíu á degi hverjum dynja á hlaupunum og um leið kveður við fyrsta skotið. Fremsti hesturinn, sem er svartur foli, fellur til jarðar. Hann er umlukinn rykmekki, en reynir að brölta á fætur að nýju. Það tekst og hann höktir áfram á þrem fótum. Sá fjórði lafir máttlaus. Blóð- taumur rennur frá hnénu og niður að hófnum. Annað og þriðja skot gellur við og það má sjá hvernig skotin geiga og róta upp jörðinni hjá hestinum. Fjórða og fimmta skot - hesturinn fellur hreyfingarlaus. Hesturinn sem nú var að hlaupa fram hjá hrasar - H Hér er það hryssa með folald sem fær náðarskotið. þýtur svo tíu eða tuttugu metra með hálsinn teygðan fram og liggur loks hreyfingarlaus. „Mér býður við þessu,“ segir Mic- hael, flugmaðurinn okkar. Hann hef- ur þagað nær allan tímann til þessa. Við flugum á eftir þyrlu Arthurs. „Fjandinn hafi það," hrópar Michael skyndilega og tekur áhættusama sveigju niður á við. Nú sjáum við. hvað hann á við. Fyrir neðan okkur reynir mikið særður hestur að brölta á fætur, - en árangurslaust. Hjá honum er folald. Michael bendir til vinstri með þum- alfingrinum. Fjórir hestar eru á harðahlaupum meðfram vírgirðingu og ofan við þá flýgur þyrla Arthurs,; sem nú er kominn með breskan hríðskotariffil í hendurnar. Fjögur skot kveða við og öll hæfa markið. Skepnurnar verða nú að bráð fyrir gamma og villisvín á gresjunni. Loks fljúgum við til baka. Arthur Gerard hefur á þessu síð- degi fellt 21 hest á einum klukkutíma., Þennan sama dag voru 800 villihestar drepnir af þyrlum á búgarði 500 km austar. Á tíu vikum er Arthur ásamt hjálparmönnum sínum búinn að kála 2500 hestum. „Hvernig líður þér núna?“ spyr ég Arthur. Ráðsmaðurinn hnyklar Arthur sem til þessa hafði talað hægt og seint gerist nú mælskur. „Þessir sportveiðimenn ykkar skjóta hirti, hreindýr og héra, blása í veiði- horn og syngja. Við höfum ekki tíma í slíkan leikaraskap. Við verðum að leysa vandann hérna og það eins hratt og hægt er. Villihestarnir fjölga sér harðar en þú getur ímyndað þér.“ Villihestar þekktust ekki í Ástralíu fyrr en um aldamótin. Þeir eiga uppruna sinn að rekja til tamdra hesta, sem innflytjendur frá Evrópu komu með, eða til hesta enska ridd- araliðsins, sem hafði bækistöðvar í norðurhluta Ástralíu. Þegar ekki var hesta á næstu árum á svæðinu. Dýraverndunarsinnar mótmæla og þykjast hafa sannað fyrir löngu að það séu bufflarnir sem skemma girð- ingarnar en ekki hestarnir. Naut- griparæktendur noti þetta sem skálka- skjól. Þeir vilji losna við hestana af þeirri ástæðu að hestarnir rýri gras- lendur og vatnsból nautpeningsins. Reyndar er það svo, að í ýmsum héruðum þar sem enga buffla er að finna hafa hestar verið skotnir í hrönnum. Einn talsmanna dýra- verndunarmanna, Sue Arnold segir: „Hrossadrápararnir ættu að vera á' bak við lás og slá.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.