NT - 31.03.1985, Blaðsíða 17

NT - 31.03.1985, Blaðsíða 17
i:i Sunnudagur 31. mars 1985 17 Vinkona mín hefur einangrað sig Kæri geðlæknir, M Ekki veit éghvort vanda- mál það sem ég ætla að skrifa þér um heyrir undir geðlækni, en þú getur kannski bent mér á hvert ég á þá að leita ef svo er ekki. Máhð er að fyrir nokkrum mánuðum dó eiginmaður vinkonu minnar skyndilega. Hjónaband þeirra hafði lengi verið í rusli og vinkona mín hefur oft sagt mér að hana langaði mest til að slíta þessu hjónabandi. Við tvær höfum þekkst síðan við vor- um í barnaskóla saman og búum nálægt hvor annarri. Hvorug okkar er útivinnandi svoleiðis að við hittumst oft yfir kaffibolla á morgnana. Þá hefur hún oft sagt mér hversu mikið hún værií vafa um hvort hún ætti að halda áfram í hjónabandinu, stundum var hún alveg á- kveðin íað skilja sérstaklega eftir sumar helgar þar sem greinilegt var að maðurinn hafði lagt hendur á hana, enda neitaði hún því ekkert. Þegar frá leið fór hún aftur að tala vel um hann ogsegja mérhversu góðurhann gæti verið. Skömmu áðuren mað- urinn dó sagði vinkonan mér, að nú væri hún alveg ákveðin í að skilja því hún þyldi þetta ekki lengur. Allt í einu dó svo maðurinn og ég bjóst þá við að henni mundi þá létta. Fannst mér það reyndar í byrjun en svo síð- ustu vikur og mánuði hefur hún einangrað sig meir og meir og núna kemur það stundum fyrir að hún svarar ekki einu sinni á morgnana þegar ég hringi bjöllunni þó að ég viti að hún sé heima. Efhún svo hleypirmérinn er varla hægt að toga orð upp úr henni og stundum starir hún bara fram fyrir sig og segir varla orð. Kæri geðlæknir, vinkona mín er ekki eins og hún hefur verið og ég veit ekki hvort þetta er eðlilegt eða ekki en er eitthvað sem ég get gert til að hjálpa henni? Með kveðju, vinkona. Að bæla ekki til- finningarnar ■ Öllum er erfitt að missa einhvern nákominn því að alltaf eru ýmsar tilfinningar tengdar þeirri persónu. Eng- inn veit í raun hvaða sam- band er á milli hjóna nema þau sjálf og oft er erfitt að ráða í slíkt samband af utanað- komandi þar sem ekki er víst að sá aðilinn sem upplýsing- arnar veitir segi alla söguna. Stundum er makinn hafinn upp til skýjanna og stundum útmálaður sem argasta úr- þvætti. Yfirleitt eru makar einhvers staðar þama á milli þó oft með útslögum í aðra hvora áttina eða jafnvel báðar. Komi fráfall maka á óvart geta viðbrögð orðið sterkari en ella. Ekld get ég ráðið í af bréfi þínu hvers konar samband var á milli vinkonu þinnar og eigin- manns en greinilegt er að fráfall hans hefur virkað mjög sterkt á hana. Jafnvel þótt hún hafi gefið þér í skyn að sambandið væri ekki upp á það allra besta er ekki þar með sagt að henni hafi ekki þótt vænt um manninn. Greinilegt virðist þó alla vega af bréfi þínu að mikil tengsl hafa verið á milli þeirra hjóna og jafnvel hafi verið all mikil blanda af væntumþykju og reiði í þessu hjónabandi. Sorgar- viðbrögð maka eftir fráfall hins aðilans í hjónabandi eða sambúð fara eftir mörgu. Persónuleiki, uppeldi og að- stæður hafa sín áhrif en oft- ast verða viðbrögðin sterk- ust og kannski vandmeð- förnust þegar margs konar óuppgerðar tilfinningar em á milli makanna, þegar ann- ar fellur frá. Ræddi ég eitt sinn við konu sem hafði lent í því að eiginmaður hennar hafði dáið í miðju rifrildi þeirra hjóna. Sagðist hún í fyrstu hafa orðið alveg viti sínu 'fjær, grátið einhver lifandis ósköp og síðan verið tilfinn- ingalaus. Upp úr því fékk hún mikla sektarkennd og fannst henni að það væri henni að kenna að maðurinn dó í miðju rifrildi. Sagðist hún hafa getað talað dálítið um þá tilfinningu en þá til- finningu er kom á eftir þeirri tilfinningu þ.e. reiðin út í eiginmanninn að skilja sig eftir með 3 börn var henni svo erfið að hún gat ekki sagt neinum frá því. Sagðist hún hafa skammast sín mjög inn er orðinn einskonar „tabu“ sem menn tala helst ekki um og er slæmt til þess að vita. Dauðinn er einfald- lega lok lífsins og þar með eðlilegur hluti þess. Fyrir nokkm heyrði ég unga konu segja frá því þegar hún var í barnaskóla að vinkona henn- ar hafði misst föður sinn. Skólastjórinn kom inn í bekk- inn eftir að hafa tekið þenn- an nemanda út og talað við hana og sagt henni mála- vöxtu. Yfir bekknum þmm- aði hann að þau mættu alls ekki minnast á þetta við viðkomandi nemanda að fað- ir hennar væri látinn. Þama hafði þessi skólastjóri ágætis tækifæri til þess að ræða við börnin um dauðann og af- leiðingar hans en í staðinn hafði hann gert sitt til þess að börnin upplifðu dauðann sem eitthvað óeðlilegt, eitthvað hættulegt og alla vega eitthvað sem þau máttu ekki tala um. Þegar viðkomandi stúlka kom aftur i bekkinn sinn þorði eigin- lega enginn að tala við hana og hún einangraðist meir og meir. Hafði því inngrip skóla- stjórans allt önnur áhrif en hann hefur sennilega gert sér grein fyrir þegar hann bannaði börnunum að tala við stúlkuna. Börn og ættingjar? Ekki veit ég hversu mikið mikið fyrir að hafa verið reið út í dáinn mann og hefði það endað með því að hún hefði lokað sig inni og ekki þorað við nokkurn mann að tala. Dauðinn orðinn „tabu“ Ekki veit ég hvort eitthvað svipað er farið með vinkonu þína, þ.e.a.s. að í henni sé mikil reiði sem hún þorir ekki eða getur ekki veitt útrás. Af bréfi þínu má ráða að hún sé ekki sú sem hún á að sér að vera. Almennt má segja að flestum syrgjandi þykir gott ef þeir finna að aðrir setji sig inn í þeirra tilfinningar og taki þátt í þeim. Mörgum léttir ef þeir fá möguleika á að tjá sig um þær tilfinningar sem í þeim býr gagnvart hinum látna. Mikiivægt er að slá ekki á þessar tilfinningar eða sussa á þær með einhverjum at- hugasemdum sem engu máli skipta. Hinn syrgjandi er fullur af tilfinningum sem hann á oft erfitt með að henda reiður á en getur oft áttað sig betur á hverjar eru ef hann fær að tjá sig um þær við einhvem sem sýnir hon- um samúð og skilning. Því miður er nú svo komið í íslensku þjóðfélagi að dauð- þú hefur reynt að fá vinkonu þína til þess að tala um þær tilfinningar sem í henni búa eftir fráfaD makans. 1 þínu tilviki myndi ég reyna að hjálpa henni til þess að tjá sig um þær hafir þú ekki reynt það nú þegar. Ef ekk- ert gengur í þá áttina og þér finnst vinkona þín ennþá vera skuggi af sjálfri sér mætti kannski álíta að hún þyrfti á hjálp geðlæknis að halda. Þú minnist ekkert í bréfi þínu á börn eða ætt- ingja hennar en ef þeir em fyrir hendi mundi ég í þínum spomm hafa samband við þá ef vinkona þín telur ekki þörf á læknishjálp við óbreytt eða versnandi ástand. Ýmislegt í bréfi þínu bendir til þess að viðbrögð vinkonu þinnar séu komin yfir það eðlilega en svo þarf þó ekki að vera. Ég vildi því ráðleggja þér að reyna að hafa sem mest og best sam- band við hana í fyrstu umferð. Ef ástand vinkonu þinnar breytist ekki til batn- aðar myndi ég í þínum spor- um reyna að fá hana til að leita sér lækninga en ef það bregst þá verður að draga ættingja inn í málið. Með von um að allt gangi vel og bestu kveðjum, Páll Eiríksson Páll Eiríksson geðlæknir svarar spurnlngum lesenda ■ Mozart (Tom Hulce) ásamt eiginkonu sinni Konstanze (Elisabeth Berridge), í „Amadeus. “ Þeir sem guðirnir elska ■ / vikunni fékk kvikmyndin „Am- adeus,, átta Oscarsverðlaun, sem mun vera einsdæmi. Meðal annarra verðlauna, var hún valin besta kvik- myndin og F. Murrey Abraham fékk Oscarinn fyrir karlhlutverk. Helgar- blaðsmaður sá „Amadus“ erlendis fyrir nokkru og segir hér stuttlega frá myndinni og viðbrögðum sam- landa Mozarts, Austurríkismanna, við henni. Það eru ekki einungis Oscarsverðlauna- dómendur, sem hafa hrifist af kvikmynd- inni „Amadeus." í Austurríki, heimalandi Mozarts, hefur verið uppselt á vel flestar sýningar myndarinnar frá því hún var frumsýnd þar í desember. Jafnt kvik- myndagagnrýnendur og tónlistarmenn Austurríkis, virðast á einu máli urn að myndin túlki á raunsannan hátt líf þessa 18. aldar tónskálds. Vitanlega eru ýmis minni háttar atriði þó færð í stílinn. Útfærsla Milosar Foremans leikstjóra á leikriti Peter Shaffers þykir því hafa tekist vonum framar. Myndin segir frá ævi Mozarts (leikinn af Tom Hulce) út frá sjónarhóli hirðtón- skálds Jósefs II. keisara, Salieri (Murry Abraham). Salieri elur rneð sér draum um að skapa ódauðleg tónverk og eyðir í það ómældum tíma og erfiði. Hann er ekki lélegt tónskáld, en skortir þó neistann. sem þarf til að raungera drauminn. Þegar leiðir þeirra Mozarts liggja saman, er það Salieri, sem manna best og dýpst skilur að hér er snillingur á ferð. Þetta er að vísu spéhrætt, gelgjulegt, ofvaxið barn sem hlær eins og fjábjáni, en hefur snilligáfu. Heimsborgarinn Salieri lítur á tónlistina sem gjöf guðs og göfugt viðfangsefni og hann hamasí við að semja og endursemja, til þess að ná sem bestum árangri. Það fer því takmarkalaust í taugarnar á honum að sjá hversu létt og fyrirhafnarlaust Mozart reynist að skapa meistaraverk. Þau spretta fram fullsköpuð og þau þarf ekki einu sinni að hreinskrifa! Aðdáun Salieris er ósvikin, en af henni sprettur hjá honum öfund og hatur. Öfundin og hatrið beinist ekki einungis að Mozart, heldur ekki síður ■ Hér sést Salieri skoða eina eintakið af tónverki eftir Mozart. Ekki var um neitt uppkast að ræða því tónsmíðar Mozarts komu fullskapaðar á pappírinn. ■ Salieri á geðveikrahælinu. F. Murrey Abraham fékk Oscarsverðlaunin fyrirleik sinn i þessu hlutverki. að Drottni, fyrir að hafa gefið þessu skrípi gáfuna sem hann sjálfur þráði svo heitt. í hnotskurn fjallar myndin um baráttu og samskipti þessara tveggja manna. Ef til vill væri réttara að tala um baráttu Salieris, því einfeldningurinn Mozart gerði sér enga grein fyrir því að manninum væri illa við hann. Salieri verður að lokum valdur að dauða snillingsins. Vegna metnaðar síns og þrár eftir viðurkenningu fyrir að sernja ódauðlegt tónverk, tekst Salieri með klækjabrögðum að fá Mozart til að semja útfararmessu fyrir sig. Þetta tónverk dauðans, dregur síðan smám saman lífs- kraftinn úr Mozart og verður honum að bana á endanum. Salieri tekst þó ekki að eigna sér verkið eins og til stóð, en hér er komin skýring myndarinnar á tilurð „Requiem" eða Sálumessu Mozarts. Það er Salieri, sem segir söguna, en þá er liann orðinn gamall, kominnn á geð- veikrahæli og er nýbúinn að gera mis- heppnaða tilraun til sjálfsmorðs. Hjá honum er prestur, sem í sakleysi sínu hyggst veita öldungnum sakrament og guðs fyrirgefningu. En Salieri erósáttur við guð og hann er ósáttur við sjálfan sig, en hann fyrirlítur prestsaulann sem þykist ætla að hjálpa honurn. Viðkynnin við Mozart hnepptu hann í álög, sem hann losnar ekki úr. Djúpar heimspekilegar vangaveltur hans um hverjir verðskuldi snilligáfur eru áhrifamiklar, ekki síður en ræður hans um viðbjóðinn, sem hann hefur á meðalmennskunni. Snillin er hold- gervi guðdómlegrar velþóknunar og Moz- art var snillingur. Út frá þessum einræðum Salieris má einnig skilja betur nafn rnynd- arinnar „Amadeus," en það merkir þeir sem guðirnir elska. Svo sem áður segir, eru sum atriði myndarinnar stílfærð og ekki í fullu sam- ræmi við það sem vitað er urn lífsferil Mozarts og Salieris. Þannig segir Mozart sérfræðingurinn Dr. Margreta Sarry við Háskólann í Vín, að „það hafi aldrei verið sannað að Salieri hafi viljað drepa Mozart. Geðveikrahælisdvöl Salieris sé uppspuni frá rótum og einnig það, að Salieri hafi verið hjá Mozart síðustu klukkustundirn- ar.“ í fæðingarborg Mozarts og einni af háborgum tónlistar í Evrópu, Salzburg, gætti nokkurrar óánægju með að myndin var ekki tekin þar, heldur í Tékkóslóvak- íu. Þannig er haft eftir yfirmanni fræða- deildar Alþjóðlegu Mozart stofnunarinn- ar, að „það hafi verið miður, að baksvið myndarinnar hafi ekki verið hið uppruna- lega umhverfi Mozarts og hafi leikstjórinn þurft að fela það með bellibrögðum í lýsingu.“ Hins vegar gat hann ekki neitað því, að myndin væri frábær. Kvikmyndagagnrýndinn heimskunni, Karl Loebl, hafði eftirfarandi að segja um myndina: „Kvikmyndin er hreint sláandi góð. Það skiptír ekki máli hvort einhver smáatriði séu nákvæmlega rétt, þetta átti aldrei að vera heimildakvikmynd.“ Vonandi líður ekki á löngu þar til íslenskum kvikmyndahúsgestum gefst tækifæri til að sjá „Amadeus,“ því hún er vel virði aðgangseyrisins. B.G.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.