NT - 31.03.1985, Blaðsíða 10

NT - 31.03.1985, Blaðsíða 10
 Sunnudagur 31. mars 1985 10 ui Símadónar / A hverju ári leita nokkur hundruð ein- staklingar til Pósts og síma í Reykjavík vegna ónæðis sem þeir verða lyrir í síma. í mörgum þess- ara tilfella beitir sá sem ónæðinu veldur þannig orðbragði að það særir blygðunar- semi fólks. Hér eru á ferðinni hinirsvoköll- uðu másarar eða símadónar sem kom- ast í stuð við það eitt að hringja og klæm- ast í símann, Kyn- ferðislíH þessa fólks hefur verið líkt við lestsemferótafspor- inu og kemst ekki á áfangastað nema eftir krókaleiðum. NT-mynd: Ari. Hann situr einn í íbúð sinni og hefur komið sér þægilega fyrir við símann. Hann snýr skífunni og bíður svo eftir því að svarað sé á hinum enda línunnar. Símanúmerið kann hann utanbókar því þennan leik hefur hann oft leikið áður. Þegar konan sem hann hringdi í kemur í símann bíður hann örlitla stund rétt eins og til að auka á spennuna en tekur síðan að anda ótt og títt í símtólið. Þessi sérkennilegi máti að slá á þráðinn hefur kynferðislega ertandi áhrif á þann sem hringir. Hann tekur einnig að klæmast í símann. Allt skeður þetta á skömmum tíma. Þegar konan skellir loks á, viti sínu fjær af hræðslu, er tilganginum náð. Maðurinn hefur fengið vilja sínum fram. Honum er fullnægt. Feimnismál Símtöl eins og þau sem að framan greinir eru algengari en marga grunar í Reykjavík einni saman i koma árlega nokkur hundruð beiðnir til Pósts og sínta þess efnis að reynt verði að grafast fyrir um hverjir það eru sem valda ónæði með sím- hringingum. Að vísu er símaónæði margs konar en hluti þess er sím- hringingar í svipuðum dúr og að ofan greinir. Það er einnig talið fullvíst að einungis lítill hluti þessa ónæðis sé kært til yfirvalda. í mörgum tilvikum veit fólk ekki hvert það á að snúa sér eða hvernig það á að bregðast við. Þetta er feimnismál sem margir veigra sér við að segja frá og vilja ekki láta bendla sig við á einn eða annan hátt. Lamandi áhrif Einn af viðmælendum blaðsins er kona á besta aldri, sem hvað eftir annað hefur fengið símhringingar af þessu tagi. Sagðist hún hafa orðið svo hrædd að hún hefði til að byrja með ekki getað sagt einum einasta manni frá þessu. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Mér fannst eins og sá sem hringdi hlyti að þekkja mig en hver hann var gat ég ómögulega giskað á. Það var eins og hann vissi allt um mig og sú tilfinning hafði lamandi áhrif á mig. Ég gérði mér líka fljótlega grein fyrir því að hér var um kynferðislegan öfuguggahátt að ræða. Maðurinn var trúlega að fróa sér á meðan hann var í símanum og það gerði þessar hringingar enn óhugnanlegri. Að lokum ákvað ég að fá númerinu mínu breytt og láta ekki birta það í skránni. Eftir það hef ég fengið að vera í friði.“ Aðspurð sagðist viðmælandi okkar aldrei hafa dottið í hug að reyna að láta yfirvöld grafast fyrir um það hver hér hefði verið að verki. „Mér datt hreinlega ekki í hug að það væri hægt. Einhvern tímann hef ég reyndar séð það í bíómyndum að samtöl væru rakin en þá hélt ég, að halda yrði þeim sem hringdi, uppi á snakki meðan komið væri boðum til símstöðvarinnar en ég vissi sem var að ég gæti aldrei komið slíku í kring. Samtölin, ef samtöl skyldi kalla, stóðu einnig stutt yfir og eftir að þetta fór að koma fyrir trekk í trekk, skellti ég á strax og ég áttaði mig á hvers kyns var.“ Hert viðurlög Svo virðist að nær undantekninga- laust séu karlmenn hér að verki. Rétt er þó að slá þann varnagla að þessi kynhegðun, ef nota má það orð, hefur lítið verið rannsökuð. í samtali við Arnar Guðmundsson, hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, kom fram að alltaf kæmu kærur til embættisins öðru hverju þar sem þetta væri upp á teningnum. f ein- staka tilfellum hefðist upp á viðkom- andi en það færi eftir því hvernig til tækist þegar fólk léti rekja samtölin. Oft væru það persónur, sem áberandi eru í samfélaginu, sem fyrir ónæðinu verður en það þarf þó ekki alltaf að vera. Arnar sagði ennfremur að hringingar sem þessar varði sektum og varðhaldi allt að sex mánuðum og hefðu viðurlögin verið hert árið 1976. Þeir sem þekkja vel til mála telja að aðeins lítið brot þeirra komi til kasta yfirvalda. Fyrir hvert símtal, sem reynt er að rekja, eru tíu hring- ingar sem aldrei er gert neitt í. Fólk Ji veigrar sér við að gera nokkuð í þessu. Við þekkjum ordbragðið Annar viðmælandi okkar er kona í blaðaheiminum sem orðið hefur fyrir miklu ónæði vegna símadóna eða másara eins og þeir eru stundum kallaðir. Hún hefur aldrei gert tilraun til þess að láta rekja símhringingar þessar þrátt fyrir að þær hafi valdið henni og fjölskyldunni miklu ónæði. „Þetta kemur í skömmtum. Stund- um er hringt aftur og aftur og síðan ekki söguna meir í nokkra daga. Þetta er örugglega alltaf sami maður- inn. Við þekkjum orðið orðbragðið. Ef ég svara ekki sjálf, spyr hann eftir mér og byrjar svo að dæsa og klæmast þegar ég kem í símann. Dóttir mín er orðin ákaflega hvekkt á þessu en ég hef stundum hleypt í mig kjarki og haldið honum upp á snakki í þeirri von að hann gæfi mér einhverjar vísbending- ar um sig. ■ Ef þú verður fyrir ónæði vegna símadóna, má rekja símlalið. Það eina sem þarf að athuga er að leggja ekki tólið á og er þá starfsmönnum Pósts og síma eftirleikurinn auðveld- ur. Mvndin er frá sjálfvirku símstöð- inni í Breiðholti. flD PIOIMŒCR Nýjalínan ’85 ~2nganna X-A99 Kr. 63.900.- SA-950. 2x87 watta magnarl. TX-950. Útvarp með FM stereo, AM-LW móttöku, ásamt föstu forvali CT-850. Tveggja mótora kassettutæki með Dolby B og C suðminnkun. CB-989. Hátalarar 120 w hvor. PL-750. Beint drifinn, hálfsjálfvirkur og „quartz” læstur plötuspilari meö MC hljóðdós. X-1500 Kr. 28.400.- PL-200. Beltadrifinn, hálfsjálvirkur plötuspilari. DC-100. Sambyggður magnari (2x32 w) og kassettutæki með Dolby B suðminnkunog metal stillingu. (35-15 kHz).Tx-100. Útvarp með FM stereo, AM-LW móttöku. CS-100. 40 watta hátalarar, X-A77 Kr. 50.200.- SA-750 2x62 watta magnari. TX-950. Útvarp með FM stereo, AM-LW móttöku ásamt föstu for vali fyrir allt að 16 stöðvar. „Quartz" læst með „digital tuning“ stafrænni stillingu. CS-787. 80 watta hátalarar. Tveggja mótora kassettutæki með Dolby B suðminnkun og metal stillingu Beint drifinn quartz læstur plötu spilari X-A55 Kr. 38.300.- SA-550. 2x40 Watta magnari. Útvarp með FM stereo, AM-LW móttöku. CT-350. Kassettutæki með Dolby B suöminnkun og metal. Hálfsjálfvirkur og beltadrífinn plötuspilari. CS-585. Hátalarar 60 W hvor. X-3500 Kr. 33.380.- DC-200. Sambyggður magnari (2x50 w) og kassettutæki með Dolby B suöminnkun og Metal stillingu. „DigitaP útvarp meö FM stereo, AM-LW móttöku og föstu forvali á 12 stöðvum. PL-200. Beltadrifinn, hálfsjálfvirkur plötuspilari. HVERFISGÖTU 103 HUQM-HEtJyUUS-SKBIFSTOaíTÆia SÍMI 25999 *17244 Þetta byrjaði fyrirfimm árum þegar ég skildi við manninn minn og það var engu líkara en sá sem hringir hafi haft einhvern pata af því. Ég hélt í fyrstu að hann væri einhver kunningja mannsins míns af því að hann talaði svoleiðis og sagði meira að segja til nafns. Þegar ég tók að grennslast fyrir um nafnið gat það ekki verið og að öllum líkindum hefur það aðeins verið út í bláinn. Á tímabili var ég alveg að brotna niður undan þessu og var orðin hrædd við að vera utan- dyra, sérstaklega eftir að skyggja tók á kvöldin. Hvert einasta skipti, sem hringt var, bjóst ég við að þetta væri þessi maður og var alltaf hrædd þegar ég svaraði. 1 seinni tíð er ég farin að taka þessu betur og legg bara á um leið og ég heyri rausið í honum blessuðum.“ Tungulipur og seg- ist heita Gunnar Fyrir um það bil fjórum árum fóru að berast kvartanir vegna þess að maður hringdi í konur í Reykjavík og kynnti sig með nafni og sagðist vera að vinna að kynlífskönnun á vegum tímaritsins Samúels. Þetta athæfi var kært en enn þann dag í dag hefur ekki tekist að hafa upp á manni þessum. Tímaritið hefur heitið tíu þúsund krónum hverjum þeim, sem gæti komið með upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. Við ræddum við Ólaf Hauksson ritstjóra Samúels og sagði hann að málið hefði komið blaðinu illa. Þær konur, sem orðið hafa fyrir barðinu á hringingum skipta tugum og það væri langt frá því að vera skemmtilegt að reyna að útskýra þetta fyrir fólki. „Við erum líka ákveðnir í því að birta nafn mannsins og mynd af honum ef tekst að hafa upp á honurn." Ólafur sagði að sá, sem hér væri á ferð, kynnti sig með mismunandi nöfnum en allt benti til þess að hér væri sami aðilinn á ferðinni. „Hann er mjög tungulipur og segist vera að vinna að þessari könnun fyrir blaðið og fer svo að spyrja konurnar ýmissa spurninga varðandi kynlíf þeirra. Ef honum er vel tekið heldur hann áfram og færir sig þá gjarnan upp á skaftið og spurningarnar verða klúr- ari. Hann gengur lengra og lengra. Til að byrja með eru þetta spurningar sem eru tiltölulega saklausar eins og hvenær viðkomandi hafi fyrst kynnst kynlífi og svo framvegis. En spurnin- garnar verða gjarnan áleitnari þangað til konurnar átta sig á því að hér er ekki allt með felldu. Þá er hann farinn að nota klúrt orðbragð og oft hefur hann látið þær geta upp á því hvað hann væri með í hendinni og þá hafa þær áttað sig á því hvað upp snéri og niður í málinu. Maður er bara mest hissa á því hversu langt hann kemst og hvað konur eru ófeimnar að svara spurningum um kynferðismál í símann. Eftir því sem við höfum komist næst þá er hann ákaflega tungulipur og tekst auðveldlega að villa á sér heimildir. Oftast kynnir hann sig sem Gunnar en föðurnöfnin eru mismunandi. Á tímabili bárust kvartanir einkum frá konum sem stundað höfðu nám í Verslunarskóla íslands og okkur grunaði að hann hefði einfaldlega komist yfir síma- skrá, sem skólafélagið hefði gefið út með nöfnum nemendanna. Við erum allir af vilja gerðir til að koma í veg fyrir að þessi ófögnuður haldi áfram og höfum því heitið þessum peningaverðlaunum. Ég vildi líka láta þess getið að Rannsóknar- lögregla ríkisins hefur gert allt til að hjálpa okkur þó svo að enn hafi það engan árangur borið." Ólafur benti einnig á að sér findist að í símaskránni ættu að vera upplýs- ingar um það hvað fólk gæti gert ef það verður fyrir ónæði í síma. „Það ættu hreinlega að vera leiðbeiningar um það hvað hægt sé að gera því margir vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér og trúlega er miklu meira um þetta en nú er haldið.“ Látið rekja samtölin En hvað er þá hægt að gera þegar fólk er ónáðað í tíma og ótíma með símhringingum? Við bárum þessa spurningu undir Hörð Bjarnason deildarstjóra hjá Pósti og síma. Hörður sagði að hægt væri að fara fram á það við stofnunina að símtöl væru rakin og þá er hægt að komast að því hvaðan hringt er. „Númer eitt er að leggja ekki á þegar um slík símtöl er að ræða. Síðan þarf að hringja í sjálfvirku símstöðina í Reykjavík en síminn þar er 22071. Einnig er hægt að hringja í 26000 og biðja um . sjálfvirku símstöðina. Tæknimenn þar geta síðan rakið hvaðan hringt hefur verið í viðkom- andi númer. Fyrsta reglan er því að leggja ekki á þó svo að dóninn leggi á sín megin. Hörður sagði að þetta væri fólki að kostnaðarlausu ef farið er fram á að símtal sé rakið að deginum til. Ef kalla þarf út tækni- menn eftir venjulegan vinnutíma þarf að greiða sérstaklega fyrir það. Hann benti þó á að ef fólk yrði fyrir ónæði að kvöldi til eða að næturlagi væri nóg Sjá næstu síðu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.