NT - 31.03.1985, Blaðsíða 19

NT - 31.03.1985, Blaðsíða 19
Sunnudagur 31. mars 1985 19 ■ William Klein, gestur okkar í Ijósbroti að þessu sinni, hefur ekki verið við eina fjölina felldur um dagana. í upphafi listamannsferils síns var hann málari og sem slíkur gat hann sér gott orð bæði austan hafs og vestan. Hann fæddist í New York árið 1928 og ólst upp í fátækrahverfum stórborgarinnar. Eftir að hafa gengið í listaskóla hélt hann til Frakklands og varð mjög upptekinn af abstract- málverkinu. Málaði hann meðal annars risastórar abstract- myndir á húsveggi og þá í náinni samvinnu við arkitekta bæði í Frakklandi og Ítalíu. Tuttugu og fjögurra ára gamall segist Klein hafa verið orðinn fastur í ákveðnum hugsunarhætti málverksins og þá hafi Ijósmyndunin orðið til þess að losa sig úr þeim böndum. „Ég var að taka Ijósmyndir af málverkum sem ég hafði málað og fór þá allt í einu að átta mig á því að með Ijósmyndinni gat ég lýst hugmyndum sem ég átti erfitt með að koma frá mér með litum og pensli.“ Eftir að hafa dvalist rúm sex ár í Evrópu hélt Klein aftur til heimalands síns og þá með gamla Leica vél í farteskinu. Hann sá New York, borgina sem hann hafði alist uppí, með allt öðrum augum en áður og tók nú að festa á filmu það sem fyrir augu bar. Afraksturinn varð svo fjöldi Ijósmynda en þær urðu síðar uppistaðan í fyrstu bók hans sem hann nefndi einfaldlega New York. Á næstu árum ferðaðist hann á milii ýmissa stórborga og tók myndir og gaf þær út í bókum sem bera nöfn þessara borga. „Ég var upptekinn af þeim hraða og því lífi sem ég fann aðeins í stórborginni. Það er eins og augun fái aldrei hvðd. Borgin er cndalaus uppspretta myndefnis.“ Árið 1965 dugði Ijósmyndin ekki lengur til að fást við þær hugmyndir sem hann bjó yfir. Þá snéri hann sér að kvikmyndagerð og vann á tímabili að eigin kvikmyndum og framleiddi myndir bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. í lok sjöunda áratugarins var hann aftur farinn að taka Ijósmyndir og hefur á undanförnum árum haldið sýningar víðs vegar um heim. Þær myndir WUliam Klein sem við völdum að þessu sinni eiga það allar sammerkt að vera teknar í stórborgum og gefa nokkra hugmynd um vinnubrögð þessa sérstæða listamanns. JÁÞ B Tokýó 1961. ■ Moskva 1959.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.