NT - 31.03.1985, Blaðsíða 24
I
I
Verðlaunasamkeppni um „Bestu uppskriftirnar ’85“
tuna
Við hjá Osta- og smjörsölunni bjóðum nú öllu áhugafólki um matargerð
að vera með í verðlaunasamkeppni um „Bestu uppskriftirnar ’85“.
Hugmyndaflug, ostur og smjör ráða ferðinni.
Keppnisreglur eru í stuttu máli þessar:
Ostar og/eða smjör þurfa að skipa veglegan sess í-uppskriftunum.
Uppskriftirnar þurfa að falla inn í einhvern af eftirtöldum flokkum:
sjávarréttir, bakstur (brauð og kökur) eða eftirréttir.
Uppskriftirnar mega ekki hafa birst áður á prenti eða annars staðar
Þátttökurétt hefur allt áhugafólk um matargerð.
Heimilt er að senda fleiri en eina uppskrift en ekki á sama blaði.
Tilgreinið nákvæmlega öll mál í dl, matskeiðum, teskeiðum,
grömmum o.s.frv. Þetta á einnig við um salt og annað krydd.
Tilgreinið einnig fyrir hve marga rétturinn er og hvað hentar að
bera fram með honum.
HSWWWSWWliMIHIWHIII/liF
• Nafn höfundar, heimilisfang og sími skal fylgja í lokuðu umslagi
merktu heiti uppskriftar.
Þá áskiljum við okkur rétt til að birta þær uppskriftir sem berast
eða hagnýta þær á annan hátt, án endurgjalds.
[ dómnefnd sitja Hilmar B. Jónsson, „Gestgjafi", Jóhanna
Sveinsdóttir, „Matkráka" og Dómhildur Sigfúsdóttir, uppskrifta- og
matreiðslusérfræðingur okkar.
Síðasti skiladagur er 15. apríl 1985.
Uppskriftir skal senda fyrir 15. apríl n.k. í umslagi merktu:
„Bestu uppskriftirnar 85“
Osta- og smjörsalan, pósthólf 10100, 130 Reykjavík.
Ef nánari upplýsinga er óskað, veitir Dómhildur Sigfúsdóttir þær í
síma 82511.
Til „Koben” á góðri uppskrift!
Verðlaunin eru ekki af lakara taginu:
1. verðlaun eru helgarferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar með
kvöldverði á einu þekktasta veitingahúsi borgarinnar.
2. verðlaun eru helgarferð fyrir tvo til Akureyrar eða Reykjavíkur.
3. verðlaun eru helgarferð fyrir tvo til Húsavíkur eða Reykjavíkur.
Einnig verða veittar 20 viðurkenningar í hverjum uppskriftaflokki,
samtals 60. Verðlaunaafhending fer fram í lok maí.
Láttu nú reyna á hugmyndaflugið, ef þú hefur áhuga á matargerð
og ferðalögum.
Hver veit nema þú komist þá tij „Koben"?
Osta- og smjörsalan
' :\ir. , .,%s
v* : - t
'x . b'&"' :
AUKHF. 9.128