NT - 31.03.1985, Blaðsíða 21
■ Pétur í hlutverkiTristans í „Tristan og Isolde“ eftir Wagner.
Þjóðverjar kölluðu
hann „Unser Peter“
Minningartónleikar í
íslensku óperunni
umPéturA. Jónsson
IB Fremstu söngvarar lands-
ins koma fram á hátíðartón-
leikum í íslensku óperunni
30. mars kl. 15.00. Tilefni
tonlcikanna er, að um þessa
mundir eru liðin 100 ár frá
fæðingu brautrvðjanda ís-
lenskra óperusöngvara, Péturs
Á. Jónssonar.
PéturÁ. Jónsson varfæddur
í Reykjavík 21. desember
1884. Að loknu stúdentsprófi
hóf hann nám í tannlækningum
í Kaupmannahöfn árið 1906.
En hugur Péturs snerist þó
brátt alveg að tónlist og söng
og árið 1909 stenst hann inn-
tökupróf í óperuskóla Kon-
unglega leikhússins í Kaup-
mannahöfn. Óperuferill lians
byrjaði síðan í Berlín árið
1911 og var það upphaf 20 ára.
ferils sem aðaltenórsöngvari
við fræg óperuhús í Pýska-
landi, svo sem í Kiel,
Darmstadt, Bremen og víðar.
Pétur gat sér mikillar frægðar
sem hetjutenór í óperum
Wagners, en hlutverkasafn
hans var annars ótrúlega fjöl-
breytt. Kölluðu Þjóðverjar
hann „Unser Peter". Pétur Á.
Jónsson lést í Reykjavík 14.
apríl 1956.
Á tónleikum í íslensku óper-
unni á laugardaginn heiðra
eftirtaldir söngvarar minningu
þessa brautryðjanda síns:
Anna Júlíana Sveinsdóttir,
Elín Sigurvinsdóttir, Elísabet
Erlingsdóttir, Garðar Cortes,
Guðmundur Jónsson, Hrönn
Hafliðadóttir, Júlíus VífilÍ Ing-
varsson, Kristinn Hallsson,
Magnús Jónsson, Ólöf Kol-
brún Harðardóttir og Sigurður
Björnsson. Undirleikarar eru:
Ólafur Vignir Albertsson og
Vasa Weber.
Á efnisskránni eru verk eftir
m.a. Donizetti, Lehar,
Schubert, Sibelius, Verdi,
Wagner, Gylfa Þ. Gíslason,
Karl O. Runólfsson og Sigfús
Halldórsson. Tónleikarnir
hefjast kl. 15.00. Verð að-
göngumiða er kr. 300.00. Allir
listamenn gefa framlag sitt til
tónleikanna, en ágóðinn renn-
ur til ekkju Péturs, frú Karin
Jónsson.
Lausn á síðustu
krossgátu
■ Hinn 23. mars fyrir 40
árum er hrundið í framkvæmd
áætluninni „Plunder," þegar
21. her Montgomerys heldur
yfir Rín við Wesel. Áhlaupið
er gert í björtu tunglsljósi, en
þykkt reykský er búið til sókn-
arhernum til varnar. Mont-
gomery sendir út svohljóðandi
dagskipun: „21. herinn mun
nú halda yfir Rín. Óvinurinn
heldur ef til vill að hann sé
óhultur að baki þessa mikla
fljóts... en við munum sýna
honum að það er langt frá
því.“ Montgomery segireinnig
í skipuninni að ekki skuli sýna
nokkra vægð.
Breski flugherinn leggur
Wesel því nær í rúst, en 6000
flugvélar bandamanna taka
þátt í aðgerðinni við þessa
sókn yfir Rín.
Daginn eftir, 24. mars, her-
taka Rússar Zoppot milli Dan-
zig og Gdynia. Um leið sækir
lið Tolbukhins fram í átt til
Stuhlweissenburg, 58 km. suð-
vestur af Búdapest.
Breskt lið sest nú að í Wesel
og fær liðsauka með flugvél-
um. 18. flughersveitirnarlenda
austan við Wesel.
Suður á Kyrrahafi tekst fall-
byssubátadeild að sökkva jap-
anskri skipalest sunnan við
Kyushu.
Vestan við Búdapest sækir
Malinowsky nú fram. Hann
heldur yfir fljótið Hron og
tekur Esztergom.
Montgomery hefur nú kom-
ið upp 4 brúm yfir Rín á 48 km.
breiðum kafla. 3ji herinn tekur
Darmstadt. Á Kyrrahafi tekst
fimm Liberatorvélum Banda-
ríkjamanna að eyðileggja vatns-
aflsstöð á Formósu. Sjálfs-
morðsvélar Japana gera árásir
á bandarísk herskip í grennd
við Okinawa.
B-24 sprengjuflugvélar gera
loftárás á niðurgrafna olíu-
tanka í Hamborg.
Hið keisaralega herráð Jap-
ana hrindir í framkvæmd áætl-
uninni „Tengo“ sem snýst um
vörn Okinawa og Kyushu. Ug-
aki varaaðmíráll tekur að sér
stjórn sjálfsmorðsflugliðsins,
sem nefnist „5. flugherinn.“
Miklum áfanga er náð þann
26. mars, þegar Bandaríkja-
menn tryggia sér full yfirráð á
Iwo Jima. I þessari löngu og
mannskæðu viðureign féllu af
Japönum 20.703, en af Banda-
ríkjamönnum 19.939. 216
stríðsfangar féllu.
Sama dag halda skriðdrekar
Pattons yfir bæversku landa-
mærin og breskar sveitir her-
taka Rees við Wesel.
Breski Kyrrahafsflotinn ger-
ir fjölda loftárása á flugvelli á
Sakashima eyju milli Okinawa
og Formósu.
Þennan dag deyja þeir Lloyd
George (83ja ára) og Boris M.
Shaposhnikow marskálkur
(62ja ára) sem verið hafði
sérstakur ráðgjafi Stalíns í her-
málurn.
Rússar gera hinn 27. mars
lokaáhlaupið á Danzig og
Gdynia. Bandaríkjamenn ná
Limburg. Þrír þýskir fallbyssu-
bátar ráðast á 9 rússneska
tundurduflaslæðara undan
baltnesku ströndinni og
sökkva þrem þeirra.
Lancaster vélar henda risa-
sprengjum á kafbátalægi í
Bremen.
V-2 flugskeyti hittir íbúða-
blokk í Huges Mansions í
Stepney. 131 bíður bana en 49
særast. Tíu stundum síðar fell-
ur síðasta V-2 skeyti stríðsins í
Orpington í Kent.
Þann 28. mars tekur Rokoss-
owsky Gdynia, en Malinowsky
Gyor í Ungverjalandi. Guderi-
an er nú settur af sem herráðs-
foringi eftir dcilur við Hitler
og er Krebs settur í hans stað.
Það er nú kominn 29. mars.
Skriðdrekar 21. hers Breta
sækja út frá Wesel, en 7. her
Bandaríkjamanna tekur
Mannheim og Heidelberg.
2.419 V-1 flugskeytið fellur á
London. V-1 flugskeytin höfðu
grandað 6.184 mönnum, en
sært 17.918 illa. V-2 skeytin
höfðu drepið 2.754 og sært
6.523.
■ Mitt í æðinu og hamagangnum gefur þessi breski dáti sér tóm til að gefa fugli, sem á vegi hans
verður, brauðmola.